Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2001, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2001
9
Fréttir
Halldór Blöndal, forseti Alþingis:
Vill beint flug
ffá Keflavík
- telur hálendisvegagerð vera arðbærustu framkvæmdina
Blön-
Leifsstöö
Forseti Alþingis vill aö flogiö veröi beint til Akureyrar.
Halldór
dal, 1. þingmaður
Norðurlandskjör-
dæmis eystra,
fyrrverandi sam-
gönguráðherra og
forseti Alþingis,
vill að tekið verði
upp innanlands-
Hann segir að nú
sjái fyrir endann á vegagerð til
Austurlands og gerð jarðganga til
Siglufjarðar. Þess vegna sé nauðsyn-
legt að setja sér ný markmið og
reyna að stytta leiðina frá Akureyri
til Reykjavíkur.
„Það rekur á eftir málinu að borg-
arstjóri Reykjavíkur hefur lýst því
yfir skýrt og skorinort að hann
hyggist leggja niður flugvöllinn í
Reykjavík. Innanlandsflug frá Kefla-
vík er vonlaust dæmi fyrir fram. Á
hinn bóginn er kominn tími til þess
að byggja upp beint flug þaðan út á
land til þess að breikka grunn ferða-
þjónustunnar. Til að byrja með
mætti gera þetta einu sinni í viku,
t.d. á fimmtudögum," segir Halldór
á vefritinu íslendingi.
Halldór tekur sem dæmi hótel-
stjórann í Reynihlíð sem hafi náð
góðum árangri í að ná til Mývatns-
sveitar breskum ferðamönnum utan
háannatímans í helgarferðir án við-
dvalar í Reykjavík. Til þess að slík
starfsemi geti vaxið þurfi að bæta
tenginguna við alþjóðaflugið.
Eins og DV hefur greint frá hefur
forseti Alþingis lagt fram þings-
ályktunartillögu ásamt fleiri sjálf-
stæðismönnum um að stytta land-
leiðina á milli Akureyrar og Reykja-
víkur með því að ferðast um hálend-
ið. Hringvegurinn milli Akureyrar
og Reykjavíkur er nú 389 km. Með
því að fara um Arnarvatnshæðir
myndi hann styttast um 70-80 km
eftir því hvort farið er sunnan
Blöndulóns eða á stíflu. „Ég efast
um að nokkur vegagerð utan þétt-
býlisstaða sé arðbærari en þessi, m.
a. vegna hinna miklu þungaflutn-
inga fyrir utan aðra gagnsemi veg-
arins,“ segir Halldór. -BÞ
Súðavíkurhlíð:
Tíöar aurskriður
DV, VESTFJORDUM:___________________
Þegar Vetur konungur losar tökin
á jörðinni að vori til er alltaf hætt
við skriðuföllum í bröttum hlíðum.
Nokkuð hefur verið um aurskriður
á Súðavikurhlíðinni undanfarið
eins og gjaman á þessum árstíma.
Vegagerðin á ísafirði lét grafa svo-
kallaða skápa inn í hlíðina fyrir
stuttu þar sem helst má vænta
skriðna. Falla þá skriðurnar í
skápana en teppa siður umferð. Hef-
ur þetta gefið mjög góða raun þegar
um minni og meðalstórar skriður er
að ræða. Sumir hafa haft orð á því
að skáparnir óprýði hlíðina nokkuð
því hún var afar vel gróin fyrir.
Geir Sigurðsson, verkstjóri hjá
Vegagerðinni, segir að þess sé að
vænta að gróðurinn jcifni sig að ein-
hverju leyti. -VH
DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON
Skriöuföll á Súöavíkurhlíö
Elvar Ragnarsson frá Súöavík hreinsar aur og grjót úr skápum á Súðavíkur-
hiíö. Á myndinni má sjá þrjá slíka „skápa".
Bíllaus lögregla:
Komst ekki í útkall
erfitt, segir sýslumaður
Aöeins einn lögreglubíll í umdæminu
Lögregian á Patreksfiröi komst ekki í útkatt vegna
þess aö lögreglubíliinn var á verkstæöi.
„Ég vil ekki
hugsa þá hugsa til
enda hvað hefði
getað gerst. Við
húum við full-
komið öryggis-
leysi þegar ekki
er hægt að kveða
til lögreglu vegna
þess að eini lög-
reglubíllinn er
bilaður. Ekki
koma þeir fót-
gangandi," segir Torfi Steinsson en
brotist var inn í fyrirtæki hans,
Fiskeldiö Þverá á Barðaströnd, í
fyrrinótt.
Að sögn Torfa var aldraður faðir
hans gestkomandi á svæðinu og
rumskaði hann við ókennilegan há-
vaða um þrjúleytið. Þegar þjófamir,
tveir ungir menn, urðu gamla
mannsins varir sáu þeir sitt
óvænna og flúðu af vettvangi. Þeir
voru staðnir að verki þar sem þeir
voru aö háfa fiska upp úr körum.
Fiskeldið Þverá er í 60 kílómetra
fjarlægð frá Patreksfirði en lögregl-
an hefur aðeins einn bíl til umráða
um þessar mundir og var hann á
verkstæði þegar fyrr-
nefnt atvik átti sér stað.
„Það getur leitt af sér
alvarlegt ástand að hafa
einvörðungu einn lög-
reglubíl til umráða og
auðvitað vildum við
hafa varabíl," segir
Þórólfur Halldórsson,
sýslumaður á Patreks-
firði, aðspurður um at-
vikið. Þórólfur segir
niðurskurð í löggæsl-
unni úti á landi oftast
felast í yfirvinnubanni
og því að löggæslubíl-
um er fækkað, enda séu
það stórir útgjaldaliðir.
Þegar DV talaði viö Þórólf síðdeg-
is í gær sagði hann lögreglubílinn
útskrifaðan af verkstæði og lög-
reglumenn væru á leiðinni að Þverá
þar sem þeir myndu rannsaka inn-
brotið. -aþ
Sturtuhurðir þrískiptar, rennihurðir.
4mm öryggisgler.
80x80 rúnnaður sturtubotn úr
plasti
Lagerrýmingarsala
% afsláttur
Fræsari 700W
8mm leggur, 5 fræsitennur fylgja.
Kemur i ál tösku
Verb kr. 7.900.-
24 W hleSsluborvél
með 13mm patrónu,
ásamt 72 lylgihlutum
í tösku
Verð a&eins
kr. 7.900.-
Gufu- nuddsturtuklefi með 6
nuddstútum og tölvustýrðu
stjórnborði. 90x90 cm rúnnaður.
Öryggisgler.
höggborvél
2 patrónur 500 W
í tösku með borasetti
Ver& aðeins kr. 6.900.-
Hjólsög 1100 W
Verb aðeins
kr. 6.900.-
3 tæki í tösku:
höggborvél
stingsög
og juðari.
Verð aðeins
kr. 7.900.-
Við Fellsmúla
Sími 588 7332
www.heildsoluverslunin.is
OPID:
Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14