Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2001, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2001
Skoðun DV
Ferðu oft í kvikmyndahús?
Ari Sveinbjörnsson verkamaöur:
Nei, þaö er sjaldan, kannski einu
sinni í mánuöi, man nú ekki hvaöa
mynd ég sá síöast.
Steinar Sigurgeirsson járnsmiöur:
Já, um tvisvar sinnum í mánuöi,
sá síöast myndina Mexican,
hún er ágæt.
Harrý Jóhannsson nemi:
Nei, ég sá síöast myndina 0 Brother
Where Art Though, hún er
alveg „brilliant".
Sverrir Hafnfjörö bílstjóri:
Nei, ég fór síöast á Dracula eftir
aö hafa fariö í Blóöbankann
aö gefa blóö.
John Delrosario verkstjóri:
Já, ég fór síöast á Dracula í fyrra-
dag, gaf þó ekki blóö en heföi
viljaö gera þaö.
Skúli Skúlason:
Þaö eru oröin 15-18 ár síðan ég fór
í bíó síöast og hét þaö þá Gamla
bíó. Ég er ekkert mikiö fyrir svona
kvikmyndir.
Ervran:
Óraunhæf tenging
Gjaldmiöilsskipti sem fyrst
Losna viö krónuna og fá dollara í staðinn.
Magnús Magnússon
skrlfar:
Nú er loks farið að
ræða það af alvöru að is-
lenska krónan sé gjald-
miðill sem við getum
ekki búið við mikið leng-
ur. Þessi staðreynd hefur
þó legið ljós fyrir lengi.
Man jafnvel eftir grein-
um i DV, og allt aftur til
Vísis, þegar hann var og
hét, sem fjölluðu um
nauðsyn þess að skipta
um gjaldmiðil. Þetta
hefði auðvitað veriö
tímabært við peninga-
skiptin, rétt um 1980. En
samhliða hefði þurft að
setja allt verðlag og kaup-
gjald fast í svo sem Qögur
ár.
Ekkert af þessu var
gert og áfram hélt krónan
að angra efnahagslífið, og
nú er svo komið að menn
þykjast sjá fyrir mikinn
vanda verði krónan ekki
af lögð. Aðalhagfræðingur Seðla-
bankans sér þó ekki aðra leið fyrir
ísland en tengjast evrunni og ganga
í Evrópusambandið og sérfræðingur
sama banka í gjaldeyrisviðskiptum
tekur undir. Forstjóri Þjóðhags-
stofnunar lýsir svo svipaðri skoðun;
að það kunni að vera mun betri
kostur til lengri tíma litið að taka
upp evruna en að halda uppi eigin
peningastefnu og eigin gjaldmiðli.
En hvenær - þess getur forstjórinn
ekki. Og það er slæmt.
Enginn þessara manna mælir
rétt, aö mínu mati. Það er ekki
óraunhæf lausn að tengjast evrunni,
hvernig sem það yrði gert. Við ís-
lendingar eigum aðeins einn kost,
„Sáltfiskmarkadurinn einn
gœti t.d. verið állur á New
York-svœðinu þar sem búa
hundruð þúsunda spœnsku-
mœlandi manna sem sœkjast
mjög eftir góðum saltfiski. “
hann er að sækja um inngöngu í hið
nýja tollabandalag sem nú er að
verða að raunveruleika milli allra
Ameríkuríkjanna, og tengjast þar
með bandaríska dollaranum. Marg-
ir eru þessu sammála, en benda á að
viðskiptin séu svo miklu meiri við
Evrópulöndin að þetta sé ekki raun-
hæft.
Sannleikurinn er þó sá að ekki er
lausn þess vanda meiri en svo að
færa viðskipti okkar til Bandaríkj-
anna og annarra ríkja í vesturálfu.
Saltfiskmarkaðurinn einn gæti t.d.
verið aUur á New York-svæðinu þar
sem búa hundruð þúsunda
spænskumælandi manna sem sækj-
ast mjög eftir góðum saltfiski. Hug-
búnaður og önnur framleiðsla okk-
ar sem tengist iðnaði á auðveldan
aðgang í þessum ríkjunum vestan-
hafs. - íslensk efnahagsmál eru
sannarlega í deiglunni þessa stund-
ina og þeim verður að sinna með
raunhæfum hætti, m.a. að losna við
krónuna sem fyrst og taka upp
bandarískan dollara.
Súðavíkursn j óf lóðin
„Súðvikingar eiga allt gott
skilið en mér finnst að söfn-
unarfénu hafi ekki verið út-
hlutað réttlátlega og alls ekki
eins og almenningur vildi. “
Hildur
skrifar:
Ég las nýlega áhrifamikið tíma-
ritsviðtal við hjónin sem misstu
börnin sín þrjú í snjóhóðinu i Súða-
vík. Þar kom m.a. fram að öllum
Súðvíkingum var boðið á heilsuhæl-
ið í Hveragerði en enginn fékk að
vita af því fyrr en eftir að sveitar-
stjórinn fyrrverandi var búinn að
dvelja þar. Hefur kannski bara vilj-
að fá að vera í friði í Hveragerði. Ég
get ekki skilið þetta öðruvisi.
Þótt viðtalið hafi að mestu fjallað
um úrvinnslu hjónanna úr sorginni
og gleði þeirra yfir dætrunum ungu
hefði þarna mátt segja frá öllum mis-
tökunum sem áttu sér stað, bæði fyr-
ir og eftir- snjóflóðið, en mér finnst
að allur sannleikurinn hafi ekki enn
komið fram, eins og t.d. að þrátt fyr-
ir viðvörun frá Veðurstofunni var al-
menningur í Súðavík ekki varaður
við. - En þau sögðu að það væri ann-
arra verk að segja frá því.
Börnin mín hágrétu yfir öllu fólk-
inu sem dó í snjóflóðinu, sérstak-
lega börnunum. Þau tæmdu spari-
baukana sina til að gefa i söfnunina
og við hjónin gáfum miklu meira en
við höfðum efni á en okkur langaði
til að reyna með einhverju móti að
létta líf fólksins sem missti svona
mikiö. Allir sem ég þekki gáfu í
sama tilgangi og þótt við vitum að
peningar komi ekki í staðinn fyrir
mannslíf geta þeir létt róðurinn.
Súðvíkingar eiga allt gott skilið
en mér finnst að söfnunarfénu hafi
ekki verið úthlutað réttlátlega og
alls ekki eins og almenningur vildi.
Var hugsanlega verið að refsa þeim
sem gátu ekki eða treystu sér ekki
til að búa áfram í Súðavík? Dæmi-
gerð eru svo þau viðbrögð að reyna
að svæfa allt óþægilegt eða leggja
stein í götu þeirra sem berjast fyrir
réttlætinu, líkt og nú síðast aðstand-
enda þeirra sem létust í flugslysinu
í Skerjafirði hafa mátt reyna. - Ég
vona samt aö fleiri láti heyra í sér
um þetta.
Þið verðið hakkaðir, Skagamenn
(Öl)froðufellandi fótboltabullur eru vorboði
ásamt grænu grasi, lóunni og spóanum. Við
mætum á völlinn í næstu viku og látum ófrið-
lega. Fótboltaliðin mæta ormahreinsuð af öllum
skuldum og með nýja leikmenn til að búa til nýj-
ar skuldir. Garri var og er hörkunagli í fótbolt-
anum og styður alltaf sterkasta liðið, sterkasta
stjórnmálaflokkinn og þykkasta dagblaðið. Hann
hefur spilað með káringum eins og Bjarni Fel.
kallar „fóboltaliðið" úr veðravítinu vestur i bæ
þar sem Garri ólst upp.
Nú stefnir allt í að KR og Akranes keppi um
gljáandi pjátursdollur sem sigurvegarar fá að
sleikja í haust. Maður var nú að vona að þeir
yrðu í skuldafangelsi í sumar, þessir gulu. Garri
furðar sig á þessari aðgerð sem lesa mátti um í
Fréttablaðinu í gær - að Skagamenn hefðu losað
sig við næstum 70 milljón króna skuldir, bara
svona eins og að smella fingrum.
Bara 14 þúsund á mann
Hvemig er þetta hægt? Gilli bæjarstjóri, sem
reyndi nú að verja markið hjá okkur káringum
forðum, er í dag appelsínulitur Skagamaður og
bæjarstjóri þeirra, búinn að bora gat á Hvalfjörð-
inn sem þýðir að engin lifandi vera lætur sjá sig
á Skaganum. Hann lýsir í blaðinu hvernig bjarg-
ráðanefnd minnkaði skuldir úr 70 milljónum nið-
ur i eina til tvær. Hann segir að mönnum sem
hlökkuðu yfir ófórum ÍA verði ekki að ósk sinni
- ekki í ár. Það er nú meinið.
Garri hefur lúmskt gaman af laufléttri póli-
tiskri spillingu. Þessi nefndarstörf voru engin
spilling, niðurstaðan kostar hvern Akurnesing
ekki nema rétt 14 þúsund kall á hvern skalla,
unga sem gamla, konur sem karla. Metnaðurinn
kostar alltaf sitt. Þetta er skemmtileg nefnd og í
henni einmitt menn sem bjuggu til flotta skulda-
halann, þessi í sementsverksmiðjunni í miðbæn-
um, haffbakkinn og ráðherramaðurinn í fiskiðju-
verinu, bakarinn í Olís sem er aðal fótbolta-
strumpurinn á Akranesi, og auðvitað Gísli kár-
ingur.
Bærinn gaf, bærinn tók,
bærinn gefur aftur...
Svona nefnd klárar sig vel. Bærinn var bara
látinn kaupa allt dótið, grasið, stúkuna, húsin,
sem hann gaf ÍA forðum daga. Svo vantaði eitt-
hvað upp á. Þá var Búnaðarbankinn látinn
borga, bankinn sem Garri er eigandi að. Hei,
hver leyfði það eiginlega? Núna selur ÍA bænum
gjöfina. Og á 50 ára afmæli gullaldarliðsins verð-
ur að gefa ÍA gjöf. Hvernig væri þá að gefa þeim
aftur fótboltavöllinn sinn?
Það er gaman í íslenskum fótboltaheimi. Fjár-
mál eru ekki annað en flís úr jólaköku fyrir stór-
veldin. Allt er leyst. Við í KR stöndum vel, samt
glutruðum við niður tuttugu millum í fyrrahaust
í klúðri. Það var ekkert mál fyrir okkur.
Og Skagamenn, þessir miklu jöfrar fjármál-
anna? Við tökum þá i nösina, káringar! Þið verð-
ið hakkaðir,
Agranisingar! \ GðTfl
Leiðigjarnar fréttir
Björgvin hringdi:
Það verður nú
að segja eins og er
að fréttimar sem
lengst hafa dunið
á okkur lands-
mönnum, annars
vegar karpið milli
útgerðarmanna og
sjómanna og svo
hins vegar erlend-
ar fréttir af róst-
um araba og gyð-
inga, eru með leið-
inlegri fréttum. Hvort tveggja fréttirn-
ar þjóna engum tilgangi við lesendur
eða áheyrendur Ijósvakamiðlanna því
þær breytast ekki neitt. Verkfall sjó-
manna er aukinheldur sjálfskaparvíti
sem engir hafa samúð með nema þeir
sjálfir og drápin í Mið-Austurlöndum
koma ekki hót við okkur, því þarna
hafa viðgengist dráp milli þessara að-
ila allt síðan 1948 er ég fór að hlusta á
fréttir í útvarpi. - Burt með þessar
„fréttir" sem engar eru.
Kvöldsektir á
Hverfisgötu
Hafliöi Helgason skrifar:
Ég átti fyrir nokkru leið um Hverf-
isgötu um kl. 21 að kvöldi. Þar sá ég
stöðumælaverði læðupúkast í skjóli
myrkurs við að sekta bíla fyrir fram-
an kvikmyndahúsið Regnbogann.
Hvað var nú í gangi, hugsaði ég? Ég
kannaði þetta daginn eftir og var mér
tjáð af varðstjóra Bílastæðasjóðs að
þetta væri gert tvö kvöld í viku, allt
frá Regnboganum á Hverfisgötu niður
að Templarasundi. Ekki vissi lög-
reglumaður hjá umferðardeild lög-
reglu um þessar aðgerðir. Hins vegar
sagði hann að radarmæla þyrfti hrað-
ann á Hverfisgötunni. Þessi vinnu-
brögð komu mér alveg á óvart.
Við grænmetisboröið.
Það innflutta verður ódýrara.
Ódýrir sveppir í
Hagkaupi
Elin Guðmundsdóttir skrifar:
Ódýrir sveppir og jarðarber voru
auglýst til sölu í Hagkaupsverslunum
fyrir helgina. Ég lét ekki á mér standa
og fór í Hagkaup í Smáranum og
keypti 2 kíló. Verðið var 399 kr. kíló-
ið. Jarðarberin voru hins vegar upp-
seld nema í öskjum á óhagstæðu
verði. Ég tók eftir því að einnig voru
seldir Flúða-sveppir í öskjum á um
250 kr. askjan sem var mun dýrara en
sveppirnir í lausri vigt. Ég spurði
hvaðan þessir ódýru sveppir kæmu og
var tjáð að þeir kæmu frá Hollandi.
Ég spyr nú einfaldlega hvers vegna
svona innkaup eru ekki viðhöfð yfir-
leitt í stað þess að skipta við innlenda
framleiðendur. Þetta hlýtur þó að
vera framtíðin þegar innlendi tollur-
inn hefur verið afnuminn.
Ánægjan fyrir bí
Kristinn Ágúst Eggertsson skrifar:
Ég vil þakka DV kærlega fyrir að
hafa eyðilagt fyrir mér og minni fjöl-
skyldu (og örugglega fleirum) ánægj-
una af því að horfa á „Survivor" á
Skjá 1. í DV laugard. 5. maí var nefni-
lega tilkynnt hver hefði unnið þessa
keppni, þó svo að lokaþátturinn hafi
ekki verið sýndur hér á landi. Ég býst
við því að nú geti maður bara hætt að
horfa á sjónvarp yfirleitt og bara lesið
DV til að fylgjast meö hvers konar
þáttum hjá sjónvarpsstöðvunum.
Maður er því feginn að Eurovision er
í beinni útsendingu, annars yrði það
gaman sem þvi fylgir að horfa á
keppnina fyrir bí líka.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent. bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.
í verkfalli.
Engar fréttir fyrir
okkur.