Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2001, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2001
13
S>~y________________________________________________________________________________________________________________ Menning
Umsjón: Sitja Aðalsteinsdóttir
Kvikmyndahandritahöfundur skrifar bók um leiðangur Vilhjálms Stefánssonar:
Skúrkur eða hetja?
„Hvorki hryllingur vesturvígstöðvanna, hel-
víti Ypres né öll leðjan í Flanders ... gat þurrk-
að út minningarnar um árið á norðurskaut-
inu,“ skrifar William Laird McKinley i bók
sinni Karluk (1976, á ísl. 1977), og hann kennir
Vilhjálmi Stefánssyni landkönnuði um þá
hræðilegu reynslu. Hann telur að Vilhjálmur
hafi skilið skipið eftir í ísnum til að sannreyna
kenningar sínar um ísrek. í nýrri bók eftir
Jennifer Niven, The Icemaster, sem Macmillan-
forlagið i Englandi gefur út, rekur höfundur
sögu þessa heimskautaleiðangurs og tekur und-
ir álit McKinleys um Vilhjálm. Gagnrýnanda
Times Literary Supplement, Lawrence
Millman, finnst Jennifer Niven gera Vilhjálm
ótrúlega einhliða sjálfselskt skrímsli, ekki síst
vegna þess að hún „hirðir ekkert um þá stað-
reynd að hann var að líkindum fremsti heims-
skautafari 20. aldar og mikilvægur mannfræð-
ingur.“ Hetjan í The Icemaster er hins vegar
Robert Bartlett, skipstjóri á Karluk.
Umrædd ferð var farin árið 1913 og var til-
gangurinn að kanna óþekkt svæði Norður-
Kanada, jafnvel finna óþekkt meginland undir
ísnum. Aðalskip leiðangursmanna var hval-
veiðibáturinn Karluk sem Vilhjálmur hafði
fengið fyrir slikk og bætti lítið úr skák hve
Bartlett skipstjóri var vanur maður. Karluk
festist i ís út af Point Barrow í Alaska og Vil-
hjálmur fór á veiðar. Nokkrum dögum seinna
bar stormur skipið burt og Vilhjálmur gaf það
upp á bátinn (í bókstaflegum skilningi). Karluk
rak langt í vestur uns það sökk og áhöfnin varð
aö bjargast sem best hún gat á ísnum undir
leiðsögn skipstjórans í níu langa mánuði. Þá
miklu og ævintýralegu sögu rekur Jennifer
Niven í bók sinni og notar einkum bók McKin-
leys sem heimild.
Vilhjálm vantar
Jónas Gunnar Allansson, sérfræðingur hjá
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri,
segist einmitt hafa kynnst Vilhjálmi gegnum
bók McKinleys og ekki fengið mikið álit á hon-
um. „En það sem vantar i bók Niven er að hún
leiti heimilda hjá Vilhjálmi sjálfum og öðrum
sem líka yfirgáfu skipið og sögðu sína sögu um
Vilhjálmur Stefánsson landkönnuöur
VerOur gerö kvikmynd eftir nýrri bók þar sem
hann veröur skúrkurinn?
þessa ferð. Þar kemur fram að Vilhjálmur fór
frá borði með hóp manna með sér til að ná í
ferskmeti og ætlaði sér aldrei að yflrgefa skip-
ið. Þeir reyndu ítrekað að komast um borð i
Karluk aftur; aðstæðurnar tóku bara yfirhönd-
ina eins og iðulega gerist á þessum slóðum. En
eðlilega leituðu þeir sem verst fóru út úr þessu
að blóraböggli og Vilhjálmur lá vel við höggi
hjá þeim sem leyfðu hatrinu að ná tökum á sér.
Jennifer Niven hefur fram að þessari bók ein-
göngu skrifað kvikmyndahandrit og mér sýnist
sá still vera á þessari bók. Mér skilst líka að í
undirbúningi sé kvikmynd um þessa atburði og
hún gæti orðið æði spennandi - þar sem hetj-
urnar og andhetjurnar takast á!“
Vilhjálmur átti bæði andstæðinga og öfund-
armenn í Bandaríkjunum og var m.a. kallaður
fyrir McCarthy-nefndina, sakaður um komm-
únisma. „Hann var í rauninni settur á ís vegna
þess,“ segir Jónas. „Maður sér á dagbókum
hans að hann gagnrýnir neysluhyggju og ræðst
kannski á kviku þeirra hugmynda að aukin vel-
megun leiði til meiri hamingju. Það þótti
kommúnismi á þeim tíma að efast um slíkt. Al-
fræðibók norðurslóða, verkefni upp á milljónir
dala, var líka sett á ís út af þessu og hefur
aldrei komið út. Nú er verið að gæla við þá hug-
mynd að koma verkinu út því gríðarleg vinna
liggur í handritinu og mikið vísindasögulegt
gildi. Handritið er geymt í Dartmouth-háskóla i
New Hampshire. Vilhjálmur fékk sérstaklega
skömm í hattinn fyrir að hafa haldið virku
sambandi við rússneska fræðimenn á þessum
kaldastríðstímum. Honum leiddist sá mórall og
fékk Rússa til að skrifa í ritið sem átti að vera
bæði þverfaglegt og alþjóðlegt."
Að mati Jónasar Gunnars verður persóna
Vilhjálms mjög ótrúverðug í bók Jennifer
Niven: „Hann var engin súperhetja, hann var
bara maður. Það er það sem gerir hann svo
spennandi."
Þess má geta að sýning Listasafns Reykjavík-
ur í Hafnarhúsinu um Vilhjálm Stefánsson,
Heimskautalöndin unaðslegu, stendur til 3.
júní. Bók Niven er væntanleg á íslensku með
haustinu hjá PP-forlagi í þýðingu Rúnars Helga
Vignissonar. Að mati hans er hún afar spenn-
andi lesning - „ein þeirra bóka sem maður legg-
ur ekki frá sér fyrr en henni er lokið,“ eins og
hann segir. „En óneitanlega er sjónarhom Vil-
hjálms Stefánssonar íjarverandi."
Ný glæsihýsi Parísarborgar misheppnuð:
Að þrá að vera faraó
Fyrir tœpum tveimur árum birtist hér á
menningarsíöu úttekt Einars Más Jónsson-
ar á nýju þjóðarbókhlööunni í París undir
fyrirsögninni „Týndar bœkur og brotin
bein“. Eins og titillinn gefur í skyn var
þetta ekki lofgjörö um nýju bókhlööuna,
þvert á móti hastarlegur dómur um síöasta
stórvirki Mitterrands forseta sem hann œtl-
aöist til að yröi kórónan á framkvæmdum
hans í París, á eftir Bastilluóperunni, gler-
píramíöanum í Louvre og fleiri stórhýsum.
Þessi misserin eru Frakkar að vakna til æ
meiri vitundar um að fleiri stórvirki en bóka-
safnið eru hörmulega misheppnuð, enda gjarn-
an reist í skyndi og oftar með meiri áherslu á
„stór“ en „virki“. Nýlega gerði blaðamaður
International Herald Tribune úttekt á helstu
glansnúmerum Mitterands og er sú lýsing ófög-
ur.
Versalir veröa út undan
Mitterand ætlaði sér að gera París að smört-
ustu og svölustu höfuðborg í heimi, og í stað
minnisvarða sem aðeins væru fyrir yfirstéttina
áttu nýju húsin að þjóna og skemmta öllum al-
menningi. Milljörðum franskra franka hefur
verið eytt í þessi glæsihýsi en á meðan var
engu fé veitt í viðhald gamalla mannvirkja,
jafnvel ekki geysivinsælla ferðamannastaða
eins og Versalahalla. Ekki var fé heldur lagt til
hliðar til viðhalds eða viðgerða á nýju húsun-
um. Nú falla steinar úr framhliðum hins mikla
nýja sigurboga fyrir utan borgina og nýja Ba-
stillu-óperuhússins og enginn veit hvort á að
leyfa þeim að falla eða reyna að lappa upp á
klæðningarnar. Eins og er hefur verið sett net
yfir framhliðarnar til að fallandi steinar slasi
ekki þá sem ganga hjá. „Spurningin er,“ segir
stjórnandi óperunnar, „hvort við skiptum um
alla 40 þúsund steinana eða bara þá sem eru
gallaðir. Ef hið síðarnefnda verður tekið til
Glerpíramíöinn fyrir framan Louvre-safniö í París
Hann skapaöi umferöaröngþveiti inn í safniö og þykir misheppnaöur sem þjónustubygging, en hefur
áunniö sér sess sem eitt af kennileitum borgarínnar.
bragðs verðum við að láta banka í alla steinana
sem eftir eru til að gá hvort þeir eru illa festir
eða úr ómerkilegra efni en hinir!“
Allar þessar byggingar, bókhlaðan, sigurbog-
inn nýi og óperuhúsið, hafa verið gagnrýndar
bæði af almenningi, sérfræðingum og jafnvel
stjórnendum stofnananna sem þær hýsa. Minni
gagnrýni hefur píramíðinn við Louvre-safnið
fengið á sig í seinni tíð en hann olli þó gífurleg-
um umferðartruflunum inn í safnið meðan eini
inngangurinn inn í það var um hann. Nú hafa
fleiri dyr verið opnaðar víðs vegar á húsinu, en
mörgum gestum finnst þeir ekki hafa komið í
safnið án þess að fara gegnum þennan fræga
píramíða - sem er svo augljós vitnisburður um
faraódrauma Mitterands forseta!
Litlu landnemarnir
Námsgagnastofnun hefur gefið út söguna
Litlu landnemarnir eftir Iðunni Steinsdóttur
með myndum eftir Sigrúnu Eldjárn. Þetta er
skemmtilegt ítarefni með sögukennslubók-
um um landnám íslands og segir söguna af
systkinunum Helgu og ísólfi Bjólfsbörnum
sem sigla frá Noregi með fjölskyldu sinni og
nema land í Seyðisfirði. Bróðir Bjólfs heitir
Loðmundur og þó að hann sé ekki búinn að
finna öndvegissúlurnar sínar i sögulok get-
um við giskað á að þær hafi fundist í næsta
firði fyrir norðan! í Landnámu má sjá að
Helga og ísólfur bjuggu áfram í firðinum því
þar kemur fram að Seyðfirðingar eru frá
þeim komnir.
Meðal sögupersóna eru
ambáttin Aldís frá Suður-
eyjum og Þórir sonur
hennar sem eru kristin og
er bæði komið inn á trúar-
brögð og þrælahald í sög-
unni. Ferðamennirnir leita
skjóls undan óveðri við
ókunna eyju á leiðinni og
það veröur börnunum umhugsunarefni þeg-
ar Aldís og Þórir strjúka frá fjölskyldunni en
þau skilja vel að sá sem hefur einu sinni ver-
ið frjáls kjósi að verða það aftur.
Litmyndir Sigrúnar eru einfaldar og íjör-
legar og hjálpa lesendum til að tengja sig við
þessi börn þó að meira en þúsund ár skilji
að. Þetta er léttlestrarbók, línur eru stuttar
og gott bil á milli þeirra. Sagan er líka til á
snældu.
Sigur skáldlegs
ímyndunarafls
Slóð fiðrildanna eftir Ólaf
Jóhann Ólafsson er komin út
á ensku hjá Faber & Faber for-
laginu og hefur fengið um-
sagnir í helstu blöðum og
tímaritum og flestar loflegar.
M.a. segir gagnrýnandi Obser-
ver að þetta sé óvenjuleg
skáldsaga sem grípi lesandann
fostum tökum og sé mikið afrek: „Ungur,
karlkyns rithöfundur hefur skapað eina eft-
irminnilegustu kvenpersónu síðari ára. ...
Honum hefur einnig tekist sem útlendingi að
fanga sitthvað af andblæ Englands frá sögu-
tíma, bæði i eldamennsku og siðum. ... Að
skapa svo áþreifanlega mynd af náttúru,
stétt og kyni er mikill sigur skáldlegs ímynd-
unarafls."
Gagnrýnandi Times Literary Supplement
hælir Ólafi Jóhanni fyrir ljóðrænar lýsingar
á enskri sveit og enn meira fyrir lýsingar á
hrjóstrugri náttúru íslands en lætur ekki
sannfærast af lýsingum á bresku mannlífi á
sögutímanum, hvorki af eldamennsku né sið-
um, og finnst Ólafi takast betur að ná and-
rúmslofti 9. áratugarins í New York í bók-
inni Fyrirgefning syndanna. Raunar finnst
þessum gagnrýnanda eldri bókin mun betri
og sú nýja einungis tilraun til að endurtaka
formúluna.
En í Time Out segir að fyrstu persónu frá-
sögnin í sögunni glati aldrei nánd sinni og
þeirri tilfinningu að lesandanum finnist sér
veittur aðgangur að átakamiklum einka-
heimi: „Lokakaflarnir hefðu getað orðið til-
finningaseminni að bráð en eru í staðinn
glæsilegir og hrifandi." Gagnrýnandi
Sunday Telegraph lýkur lofsorði á persónu-
sköpun Dísu í dómi sínum og í tímaritinu
Punch segir að í endurminningum Dísu sé
að finna vísbendingar um jafnvel enn mikil-
vægari sögu sem liggi meðal brotanna úr for-
tíðinni og að Ólafur Jóhann valdi ekki von-
brigðum í lýsingum á hápunktinum í lífi
hennar.
Fyrirlestur um
Dagný Kristjánsdóttir
prófessor flytur fyrirlestur
um skáldsöguna Þögnina
eftir Vigdísi Grímsdóttur á
morgun kl. 12.05 í stofu 301
Nýja Garði. Erindið kallar
hún „Út úr þögninni".
Þögnin kom út I fyrra og
hlaut sem kunnugt er
menningarverðlaun DV í bókmenntum í
febrúar sl.
Þögnma