Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2001, Page 14
14
MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 2001
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2001
27
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Augiýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Trúin áframtíðina
Viö íslendingar stöndum að nokkru leyti á tímamót-
um í efnahagsmálum. Við getum annars vegar látið
þunglyndið ná tökum á okkur - tekið undir með þeim
sem kyrja tóna svartnættis - eða horft bjartsýn fram á
veginn.
Einhver mikilvægasti þáttur í þróun efnahagslífs
hverrar þjóðar eru þær væntingar sem almenningur
og stjórnendur fyrirtækja hafa til framtíðarinnar. Böl-
móður dregur úr þrótti efnahagslífsins en bjartsýni er
sem vítamínsprauta.
Á síðustu vikum hefur mátt sjá aukna svartsýni og
taugaveiklun ná tökum á viðskiptalífinu. Forráða-
menn fyrirtækja hræðast umfangsmiklar fyrirætlanir
um framtíðina - fjárfestingaráform eru sett á ís. Fjár-
festar halda að sér höndum í örvæntingu og hlutabréf
falla í verði. Hægt en örugglega byrja menn að taka
undir svartnættishjalið og sjá þar með ekki þau miklu
tækifæri sem eru í framtíðinni.
Ytri aðstæður hafa í nokkru verið okkur íslending-
um erfiðar síðustu misseri en einnig í mörgu hagstæð-
ar. Viðvarandi viðskiptahalli hefur valdið erfiðleikum
og öðru fremur átt þátt í miklu verðfalli krónunnar
gagnvart öðrum gjaldmiðlum. En þó faU krónunnar sé
þegar of mikið er einnig ljóst að hún var of hátt met-
in - lækkunin var því ekki aðeins eðlileg heldur
einnig nauðsynleg, alveg með sama hætti og vaxta-
lækkun Seðlabankans fýrir nokkrum vikum.
Seðlabankinn hefur á undanförnum árum fylgt
skynsamlegri og aðhaldssamri stefnu í peningamál-
um, en stjórnendum bankans hafa orðið á mistök.
Stærstu mistökin voru að lækka ekki vexti fyrr en
undir lok mars síðastliðins, þrátt fyrir að allar efna-
hagslegar forsendur kölluðu mun fyrr á lækkun vaxta.
Staðan er sú að vextir hér á landi eru orðnir allt of
háir - svo háir að hvorki atvinnulífið né heimili
standa undir þeim. Hættulega háir vextir gera ekki
annað en kalla fram efnahagslegan samdrátt sem ann-
ars hefði ekki orðið. Sú er einmitt staðan nú þrátt fyr-
ir lækkun vaxta.
Hætturnar sem steðja að íslensku efnahagslífi eru
hins vegar ekki of háir vextir, fall íslensku krónunn-
ar eða mikill viðskiptahalli. Hættan er fyrst og fremst
fólgin í sálrænu ástandi einstaklinga og forráðamanna
fyrirtækja. Og eins og svo oft áður fer sálrænt ástand
í þessum efnum ekki saman við staðreyndir, þó sjó-
mannaverkfallið hjálpi þar ekki til, enda flestir hættir
að skilja um hvað sé raunverulega deilt.
íslendingar eiga alla möguleika til að sækja fram á
flestum sviðum og bæta þar með lífskjörin enn frekar.
Væntanlegar virkjunarframkvæmdir í tengslum við
aukna stóriðju, einkavæðing Símans með þátttöku er-
lendra flárfesta, endahnúturinn á einkavæðingu ríkis-
viðskiptabankanna, fyrirhuguð lækkun skatta á fyrir-
tæki, sterk staða ríkissjóðs og sóknarfæri á sviði
ferðamannaþjónustu og hátækni, eru aðeins dæmi um
hvað framtíðin ber eða á að bera í skauti sér.
í stað þess að ala á bölsýni á að blása mönnum bjart-
sýni í brjóst, þannig að einstaklingar og félög öðlist
kjark til efnahagslegra framkvæmda. Trúin á framtíð-
ina er sterkasta hreyfiafl hverrar þjóðar.
Óli Björn Kárason
I>V
Skoðun
Þúfan og þunga hlassið
„Tœkninni hefur fleygt fram og nú hanna
menn risavirkjanir og skipuleggja vatnaflutn-
inga sem aldrei fyrr. Og menn ýmist dást að
eða hryllir við. “ - Við Vatnsfellsvirkjun.
Þessa dagana eru að koma út
skýrslur um mat á umhverfisá-
hrifum vegna Kárahnjúkavirkj-
unar annars vegar og hins veg-
ar vegna álverksmiðju á Reyð-
arfirði. Hér eru engin smámál á
ferðinni og brýnt að kynna sér
þau út í hörgul og nota sinn
lögvarða rétt til að láta sig þau
varða. Vinstri grænir fengu for-
smekkinn á námsstefnu 21. apr-
íl sl. þar sem forsvarsmenn
kynntu helstu niðurstöður.
Hér er stefnt að byggingu og
rekstri enn stærri álverksmiðju
en þær sem fyrir eru i landinu
og afkastameiri en þær tO samans. Og
hér eru á borðinu áform um umfangs-
mestu vatnsaflsvirkjun sem um getur
í landi okkar og meiri vatnaflutninga,
meira jarðrask og meiri landslags-
breytingar en áður hafa þekkst. Það
fer því ekki á milli mála að þessar
miklu framkvæmdir munu hafa gríð-
arlega mikil áhrif, ef af þeim verður,
áhrif á náttúru og umhverfi, áhrif á
atvinnulíf, efnahagslíf og mannlíf.
Einar og Steinn
Skáldið og athafnamaðurinn Einar
Benediktsson hefði orðið kátur yfir
þessum stórvöxnu hug-
myndum. Hann sem orti
óþreyjufullur um aflið
„frá landsins hjartarót,
sem kviksett er í kletta-
legstað fljótsins". Hann
fyllti flokk þeirra manna
sem vilja fyrir hvern
mun beisla náttúruöflin
hvar sem því verður við
komið. „Hér mætti leiða
líf úr dauðans örk / og
ljósið tendra í húmsins
eyðimörk / við hjarta-
slög þíns afls í segulæð-
um“, orti Einar, berg-
numin af feiknarafli Dettifoss.
Steinn Steinarr hefði ekki orðið
jafn hrifinn. Hann fyllti flokk þeirra
sem sjá allt önnur verðmæti í vötnum
og fossum og víðernum landsins.
„Þessi vængjaða auðn með sín víðerni
blá, hún vakir og lifir þó enn“, orti
Steinn og er ekki einn á þeim báti
skálda og rithöfunda þjóðarinnar, lát-
inna og lifandi, sem gjalda varhug við
ofnotkun á afli tækninnar.
Sannfæring og samtakamáttur
Menn kunnu ekki til verka á
blómaskeiði Einars Benediktssonar
og Steins Steinarr á sama hátt
og nú. Tækninni hefur fleygt
fram og nú hanna menn risa-
virkjanir og skipuleggja vatna-
flutninga sem aldrei fyrr. Og
menn ýmist dást að eða hryll-
ir við.
En það er fleira sem hefur
breyst en tæknin til að hanna
og framkvæma. Viðhorfin
hafa breyst og möguleikar al-
mennings til að hafa eitthvað
að segja um framgang mála.
Aðstöðumunurinn er eftir sem
áður mikill og stór. Aimars
vegar eru öflug og fjársterk
fyrirtæki, oftar en ekki með
þéttan pólitískan stuðning rík-
isstjómar og jafnvel þrýsting
að baki, og hins vegar févana
einstaklingar, félög og samtök
með lítið annað en sannfær-
inguna að liði. Sannfæringin
og samtakamátturinn hafa
reyndar oft reynst sú þúfa sem
velt getur þungu hlassi eins og
dæmin sanna.
Notum amboðin
Með lögum um mat á umhverfisá-
hrifum er okkur tryggður rétturinn
til að fylgjast með og tjá okkur um
gang mála. Það er gríðarlega mikils
virði að nýta þann rétt. Það er til lít-
ils að fá okkur amboð í hendur ef við
notum þau ekki.
Á tölvuöld er auð-
veldara en nokkru
sinni að fylgjast með
og vafalaust hafa
margir heimsótt
heimasíður þeirra að-
ila sem að fyrirhuguð-
um framkvæmdum
standa. Þar hafa um
nokkurt skeið birst
fréttir og myndir sem
segja auðvitað ekki
nándar nærri allt
heldur hafa fyrst og
fremst orðið til að
kveikja áhuga á að fá
meira að vita.
Það tækifæri gefst
næstu daga og þarf að
nýta til hins ýtrasta til
að leggja grunn að áliti
okkar hvers og eins á
þessum stórkarlalegu
áformum sem hafa
munu svo gríðarleg
áhrif á náttúru og um-
hverfi lands og þjóðar ef af þeim verð-
ur. Fyrir alla muni nýtum rétt okkar
til skoðanaskipta og áhrifa á ákvarð-
anir stjórnvaldá.
Kristín Halldórsdóttir
Kristín
Hatldórsdóttir,
fyrrverandi
alþingiskona
Flugvöllur við Bessastaði
ekki verið talin neitt merki-
legt svæði í landnámi Ing-
ólfs. Hún komst fyrst á blað
er Reykjavíkurskáldið
Tómas Guðmundsson sá
fegurðina alls staðar, jafn-
vel í Vatnsmýrinni, og orti
um hana hástemmt ljóð i
bókinni Fögru veröld.
Hagsmunamál fyrir
landsbyggðina
En svo kom „blessað
stríðið“ og Bretar hernámu
ísland. Þeir sáu fljótt i hendi sinni að
byggja þyrfti flugvöll sem næst
Reykjavík og fyrir valinu varð
Vatnsmýrin. Flugvélar voru á þeim
tíma hvorki stórar né burðarmiklar.
Engu að síður byggðu Bretamir
ágætan flugvöll af miklum vanefnum
og hefur hann staðist tímans tönn í
meira en hálfa öld. Eftir striðslok af-
hentu bandamenn íslendingum flug-
völlinn, sem og flest önnur stríðs-
mannvirki, fyrir lítið. Þóttust þeir
víst heppnir að sleppa lifandi frá
þessu stormskeri.
Það er því deginum ljósara að rík-
ið (þjóðin öll) á Reykjavíkurflugvöll
og borgarbúar hafa ekkert leyfi til
þess aö ráðskast með hann að eigin
geðþótta, enda þótt þeir telji sig eiga
einhvem lítinn part af flugvallar-
svæðinu. Hér er um verðmæti að
ræða upp á marga milljarða sem
myndu fara í súginn yrði völlurinn
lagður niður.
Allir hljóta að sjá hvílíkt hags-
munamál það er fyrir landsbyggðina
að flugvöllurinn verði áfram í Vatns-
mýrinni fyrir innanlandsflug. Verði
það flutt til Keflavíkur myndi senni-
lega allt innanlandsflug í núverandi
mynd leggjast af og einka-
bílisminn taka við, hversu
æskilegt sem það væri.
Bessastaðir sem safn
Fari nú svo að meirihluti
Reykvíkinga hafi sitt fram
og flugvöllurinn verði lagð-
ur niður í Vatnsmýrinni
eru ýmsir kostir fyrir
hendi aðrir en Keflavík.
Undirritaður sagði fyrir 30
árum að framtíðarflugvöll-
ur höfuðborgarsvæðisins
ætti að vera á Álftanesi. Þá yrði leið-
in úr Reykjavík suður á flugvöll
álíka löng og til Hafnarfjarðar sem
ætti að vera nokkuð ásættanlegt.
Forsetann yrði að flytja frá Bessa-
stöðum. Mætti byggja yfir hann við
Tjömina, við hliðinu á Ráðhúsinu,
enda ekki fordæmi fyrir því í ná-
grannalöndunum að þjóðhöfðingjar
búi á sveitasetrum að staðaldri.
Bessastaðastofu mætti varðveita sem
safn, sömuleiðis kirkjuna.
Enda þótt byggð sé nú farin að
þéttast á Nesinu mun enn þá vera til
nægilegt landrými fyrir nógu langar
flugbrautir og ekki aðeins fyrir inn-
anlandsflug heldur einnig flug milli
landa. Þar með yrði Keflavíkurflug-
völlur lagður niður sem alþjóðaflug-
völlur í farþegaflugi, enda mál til
komið. Bandaríkjamenn eiga Kefla-
víkurflugvöll og geta lokað honum
fyrir umferð farþegaflugvéla hvenær
sem þeim sýnist.
Það er enn skoðun mín að á Álfta-
nesi eigi framtíðarflugvöllur Reyk-
víkinga, jafnt innanlands- sem utan-
landsumferð, að vera og hvergi ann-
ars staðar.
Agnar Hallgrímsson
Agnar
Hallgrímsson
cand. mag.
Eitt af því sem einkennir íslenska
fjölmiðlun er tímabundin umfjöllun
um eitthvert málefni sem gengur
yflr með offorsi en heyrist síðan ekki
nefnt á nafn. Gott dæmi um þetta er
öryrkjadómur Hæstaréttar er tröll-
reið þjóðinni fyrir síðustu áramót og
hafði m.a. nærri kostað hæstvirtan
heilbrigðismálaráðherra okkar lifið.
Á þetta hefur nú ekki verið minnst í
langan tíma.
Atkvæðagreiðsla er staðreynd
Síðan kom til sögunnar ný uppá-
koma af öðru tagi, spurningin um
hvort Reykjavikurflugvöllur eigi aö
fara eða vera áfram í Vatnsmýrinni.
Reykvíkingum gafst kostur á að
greiða atkvæði um þetta og fóru þeir
sem vilja völlinn burt með nauman
sigur af hólmi. Ekki stendur þó til að
leggja hann niður fyrr en að 15 árum
liðnum. Hætt er við að einhverjir af
þeim er atkvæði greiddu verði þá
komnir undir græna torfu og hafi þá
harla lítil not fyrir flugvöll. Mér vit-
anlega hefur til þessa ekki þurft flug-
vélar eða önnur loftfarartæki til þess
að komast upp til Almættisins. Þessi
atkvæðagreiðsla er þó staðreynd
engu að síður þótt ekki væri hún
bindandi.
Svonefnd Vatnsmýri í landi
Reykjavfkur hafði um langan aldur
„Forsetann yrði að flytja frá Bessastöðum. Mœtti
byggja yfir hann við Tjömina, við hliðina á Ráðhús-
inu, enda ekki fordœmi fyrir því í nágrannalöndunum
að þjóðhöfðingjar búi á sveitasetrum að staðáldri. “
Tákn alls hins versta
„Á sínum tíma var
rætt um hættuna frá
kapítalistunum í Wall
Street, sem áttu öllu og
öllum að ógna, síðan
komu auðhringarnir og
á sjöunda áratugnum
blasti glötunin við okkur íslendingum
vegna þess að fyrirtæki á borð við
Alusuisse vildi fjárfesta í álveri hér á
landi. Nú er McDonalds tákn alls hins
versta í heiminum og á að hafa líf
ríkisstjórna í hendi sér.“
Björn Bjarnason ráöherra í nýjasta
vefpistli sínum.
Þjónar kaupendunum
„Það segir sig sjálft að markaður
með flölmörgum smáum framleiðend-
um og sárafáum kaupendum, aðallega
tveimur stórum verslunarkeðjum, þjón-
ar fyrst og fremst kaupendunum. Það
sem myndi gerast er að kaupendumir
næðu endanlega tökum á framleiðend-
unum sem mundu skaðast og þar með
neytendur einnig til lengri tima litið. „
Úr leiöara nýjasta Bændablaös.
Gleymdu hugtökin
„Þótt rétt hafi verið að breyta úr
fastgengisstefnu yfir í
verðbólgumarkmið
voru vikmörkin sett of
hátt og nú þegar er
verðbólgan í efri mörk-
unum. Seðlabankinn
átti að sýna sérstaka
aðgæslu fyrstu vikumar og verja
krónuna miklu falli. Hann gerði það
ekki og það er mjög ámælisvert. Al-
menningur undirbýr sig þegar undir
verðbólguskriðu og gleymd hugtök
eins og „vörur á gamla genginu"
skjóta upp kollinum."
Ágúst Einarsson á nýjasta vefpistli sínum.
Spurt og svarað
Hefur þú trú á að lög verði sett á
HHBl
Pétur Sigurðsson
form. Alþýðusamb. Vestfjarða
Smugur í
yfirlýsingum
„Mér finnst landið liggja
þannig og yfirlýsingar vera á
þann veg að lög verði ekki sett til
þess að leysa þessa deilu. Hugsanlegt er þó að í yfir-
lýsingum ráðherra séu smugur sem hægt er að nota
til þess að fara fram hjá, til dæmis með lögum um
frestun verkfalls og að gerðardómi verði falið að
leysa málið. Slikum dómi yrði hins vegar mikill
vandi á höndum, því lausn þessa máls er mjög flók-
in. Flotinn er stór og fjölbreytilegur og nánast eins
og margar atvinnugreinar hvað hagsmuni varðar,
bæði 1 verðlagi og sókn. Helst eiga menn þó að koma
sér saman um lausn deilunnar í alvörukjarasamn-
ingi, eins og menn hafa verið að reyna til þessa.“
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson
framkvstj. Vinnslustöðvarinnar
Hnúturinn
sífellt harðari
„Mín afstaða er sú að skynsam-
legt sé að menn ljúki þessari deilu
sín á milli með samningum. Hnút-
urinn harðnar sífellt ef alltaf eru sett lög á verkfall
sjómanna - og harður er hnúturinn orðinn nú þeg-
ar, helst vegna þess að sjómenn eru uppi með óraun-
hæfar kröfur sem ljóst er að atvinnugreinin myndi
aldrei standa undir. Þar á ég við verðmyndunarmál-
in og kröfur sjómanna um skiptaprósentu. Fyrir-
tækin standa aldrei undir þeim, einkum þau sem
eru að glíma við landvinnslu. Verkfall sjómanna
hefur nú staðið yfir á annan mánuð og kemur illa
við aðiia. En menn verða líka að taka afleiðingum
gjörða sinna.“
Halldór Bjömsson
varaforseti ASÍ
Menn skoði
allar leiðir
„Ég þori ekki að fullyrða um
slíkt en ég vil minna á að innan
miðstjómar ASÍ höfum við ályktað
gegn slíku og teljum að rétt sé að samningaleiðin sé
farin. Ella er hættan sú að vandamáliö komi upp aft-
ur og aftur, lagasetning gerir ekkert annað en fresta
málinu um tiltekinn tíma. Vandinn verður áfram til
staðar. Segja má að þetta verkfall sé farið að hafa
áhrif á efnahagslífið í landinu með alvarlegum hætti
og því er ekki undarlegt þótt menn skoði allar leiðir
út úr þessu máli, þar með talið lagasetningu. Slíkt er
í öllu falli neyðarúrræði sem verkalýðshreyflngin
getur aldrei mælt með - eins og skýrar ályktanir
okkar bera glöggt vitni um.“
Jóhann A. Jónsson
Hraðfrystistöð Þórshafnar
Sjómenn njóta
gengisfalls
„Mikil nauðsyn er á því að að-
ilar semji og samskipti manna í
greininni verði með öðram hætti
en verið hefur. Umræðan hefur skaðað greinina
verulega, með þeim afleiðingum að ungt fólk velur
sér nú annan starfsvettvang frekar en sjómennsku.
Fyrir okkur íslendinga er það döpur framtíðarsýn.
Því vil ég ekki svara þvi játandi að lög verði sett á
deiluna, en minni á að miklir hagsmunir eru í húfi.
Harkalegt er að gengisfall verkfallsins bitni á laun-
þegum en á sama tíma njóta sjómenn, ekki síst þeir
sem era á frystitogurum, þessa með ágætum en
laun þeirra era tengd afurðaverði sem myndast að
verulegu leyti eftir gengisskráningunni.“
4) Verkfall sjómanna hefur nú staðið á annan mánuö og lausn virðist langt undan.
Píkusögur
Væntanlega er það ekki
að bera í bakkafullan læk-
inn að leggja orð I belg
þeirrar ítarlegu umfjöllun-
ar sem sköp kvenna eru í
þjóðmálaumræðunni. Nýj-
ustu fréttir af þeim vett-
vangi er framlag Borgar-
leikhússins, þar sem konur
fjalla á listrænan hátt um
um efnið og opinbera hulda
dóma þeirra likamsparta
sem náttúran hefur ekki
beinlínis á glámbekk.
í viðtali við leikstjóra
verksins um hina miklu opinberun,
sem birtist í DV, kemur m.a. fram,
„að karlar geti skyggnst inn í heim
sem hefur verið þeim hulinn og
standa vonandi upp að lokinni sýn-
ingu mun fróðari um hvernig á að
umgangast konuna".
Þama er Borgarleikhúsið beinlín-
is að bjóða körlum upp á að svala
þeirri forvitni sem legið hefur á
þeim eins og mara allt frá gelgju-
skeiði. En skyldi þetta nýmæli Borg-
arleikhússins vera eins frumlegt og
af er látið?
Opinskátt kynlífstal nýrrar aldar
snýst aðallega um notkun og mis-
notkun kvenkynsins. Um nokkurra
ára skeið hefur miklu púðri verið
eytt á nokkra veitingamenn í Mið-
bænum og á Akureyri, sem riðu á
vaðið að sýna það sem nú er talinn
brýn nauðsyn að draga fram í dags-
ljósið í Borgarleikhúsinu. Þeir settu
upp súlur í búllum sínum þar sem
píurnar dingla sér og halda sýni-
kennslu á þeim skapnaði sem nú er
lika til umfjöllunar á fjölum leik-
hússins sem rekið er að miklu leyti
á kostnað skattborgaranna.
Listræn tilþrif
Það frumkvæði veitingamann-
anna að leyfa körlum að skyggnast
inn í þann heim sem þeim hefur ver-
ið hulinn hrærði heldur betur upp i
kynlífsundirvitund þeirra sem
kunna glögg skil á siðferðinu. Al-
þingi hefur enn og aftur tekið málið
upp og rætt það fram og til baka, en
afar einhliða. I stjórnarráðinu rýna
embættismenn í lög og klásúlur um
kvenfólk í evuklæðum og borgar-
stjórn og sveitarstjómir víða um
land gera samþykktir og ályktanir
um málefnð.
Félagsmálaráðherra veltir fyrir
sér hvort fræðslan stenst listrænar
kröfur og sérfræðingar í Evrópulög-
um semja lærðar greinargerðir um
frá hvaða löndum sýningargripirnir
eiga að koma. Borgarskipulaginu er
svo falið að fylgjast með í hvaða hús
súlur eru settar upp samkvæmt
ákvörðun borgarstjórnar,
sem velur þau hverfi þar
sem opinberanir eru leyfð-
ar.
Fátt segir af menningar-
legri gagnrýni á þann list-
dans sem stiginn er kring-
um stálsúlur. Það er helst
að félagsmálaráðherra velti
þeirri hlið málsins fyrir
sér. Hins vegar er látið dátt
með þau listrænu tilþrif
sem fræðslan um hreyfiafl
sköpunarinnar í Borgar-
leikhúsinu geislar framan í
áhorfendur. Þar eru sagðar merki-
legar sögur um sama fyrirbærið og
áhorfendum súlustaða eru sýndar.
Selt er inn á hvort tveggja.
Meðvitað menningarfólk skrifar
fjálglegar greinar um gildi bersöglis-
málanna sem sögð eru á sviðinu,
sem kváðu vera afar upplýsandi.
Varla þarf að taka fram að uppselt er
á aflar sýningar út leikárið. Meira að
segja Geiri á Hafnarkránni getur
ekki gortað af meiri aðsókn, en býð-
ur samt áhorfendum sínum varla
upp á lakari fræðslu.
Breytileg viðhorf
Leikritið um sköpin er alfarið
kvennaverk. Þar hefur enginn karl-
kyns klámkjaftur komiö nærri en
konurnar hafa tekið að sér svipað
hlutverk og talsmáta og kvenmanns-
lausir karlar iðka sín á milli og eru
kallaðir dónalegir ef þeir bjóða upp á
slíkt á almannafæri eða mannamót-
um. Hins vegar mun fátiðara að þeir
leiði hugann að eða ræði á nokkurn
hátt um eigið sköpulag, enda ekki
áhugavert. Þó tókst norskum málara
að vekja nokkra athygli á eigin typpi
þegar penpíurnar á Kjarvalsstöðum
límdu yfir það á borðskorti að sýn-
ingu hans sem enn stendur yfir.
Sjálfsagt er einhver eðlismunur á ^
því að selja inn á dónalegar sögur í
virtu leikhúsi og að selja inn á dóna-
lega tilburði á drykkjukrám. Ef
marka má umsagnir þá stuða niður-
greiddu klobbasögurnar að frelsun
konunnar og til vitundar um „hreyfi-
aflið“ sem býr í djúpum líkama
hennar. Hreyfingarnar kringum súl-
unar eru hins vegar aðeins fram-
kvæmdar til að sýna körlum hvað
undir býr og það eiga þeir að læra
eftir öðrum leiðum samkvæmt nýja
kvennafræðaranum.
Viðhorfin til kynlífs eru breytileg
eftir tímaskeiðum. Það sem var ótil-
hlýðilegt klám í fyrra er er orðin list-
ræn tjáning um helgustu parta kven-
líkamans. Um hann mega konur tala
af mikilli einurð og karlar að hlýða *«-
á. Hins vegar er nánast perverst ef
konur sýna en karlar horfa. Þær
eiga sem sagt að tala og þeir að
hlusta. Hvort þetta er annars sam-
kvæmt því eðli sem skepnunni er
blásið í brjóst er svo önnur saga og
umdeilanleg.
Hitt er staðreynd að það er afskap-
lega loflegt að vera samkynhneigður
á síðustu og bestu tímum og væntan-
lega er þess ekki langt að bíða að
leikhúsin okkar fari að fjalla ítarlega
um þau tól sem enn liggja í þagnar-
gildi en kváðu tengjast svo fram-
sæknum ástríðum.
Listrænt klám og dónalegt gláp. „Þama er Borgarleikhús-
ið beinlínis að bjóða körlum upp á að svala þeirri forvitni
sem legið hefur á þeim eins og mara allt frá gelgjuskeiði. “
- Uppselt er á allar sýningar skapasagna út leikárið.