Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Side 4
4
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001
DV
Fréttir
Sjómenn æfir vegna frumvarps sjávarútvegsráðherra sem stöðvar verkfall:
Sjávarútvegsráð-
herra mun í dag
mæla fyrir frumvarpi
á Alþingi sem stöðv-
ar verkfall sjómanna
sem staðið hefur frá
1. apríl. Frumvarpinu
var dreift í þinginu á
laugardag þótt ekki
Sævar væri mælt fyrir því
Gunnarsson. þá, en þaö var til þess
að þurfa ekki að treysta á að þingmenn
minnihlutaflokkanna myndu sam-
þykkja afbrigði til að taka mætti málið
á dagskrá um leið og það væri lagt
fram.
Samkvæmt heimildum DV er litið
þannig á málið af háifu stjómarflokk-
anna að það verði keyrt af krafti gegn-
um þingið, sjávarútvegsnefnd fái það
til umfjöllunar milli umferða og senni-
legast þykir að frumvarpið verði að lög-
um í kvöld og flotinn geti þá haidið til
veiða.
Oröahnippingar
Mikið uppnám varð á Alþingi á laug-
ardag þegar þingmenn vom boðaðir á
fund til að veita fmmvarpinu viðtöku.
Þingmenn stjómarandstöðuflokkanna
töldu sér stórlega misboðið og kom til
nokkurra orðahnippinga milli þeirra
og Halldórs Blöndals, forseta Alþingis.
Megininnihald frumvarpsins er, eins
og fram hefur komið, að verkfalli sjó-
manna verði þegar aflýst, samninga-
nefndir sjómanna og útvegsmanna fái
frest til 1. júní til að semja en takist það
ekki skipi Hæstiréttur gerðardóm til að
setja deiluaðilum samninga tii að
starfa eftir.
„Við höfúm alltaf hvatt okkar menn
til að fara að lögum en það er alveg á
hreinu að nú er mælirinn fullur og við
Ráðherra og tveir þingmenn DV'MYND E0J
Fámennt var á þingfundi sem boöaö var til á laugardaginn - en þar lagði Árni Mathiesen fram frumvarp um aö aflýsa
verkfalli sjómanna.
munum grípa til allra hugsanlegra
ráða og þar er ailt inni í myndinni. Það
liggur þó ekkert fyrir um það að við
hvetjum menn til að neita að fara til
sjós, enda óvíst að þeir yrðu við því,“
segir Sævar Gunnarsson, formaður
Sjómannasambands íslands, um það
hvort hugsanlegt sé að sjómenn verði
hvattir til að hlíta ekki lögum sem
stöðva verkfall þeirra og neita að fara á
sjó. Formaður Sjómannafélags Reykja-
vikur lét í þetta skína í útvarpsviðtali
fyrir helgina.
Sævar sagði hins vegar að það væri
alveg ljóst að þessum átökum nú lyki
ekki með lagasetningu Alþingis sem
stöðvaði löglegt verkfall þeirra og það
yrði gripiö til allra ráða i því sam-
bandi. „Það eru til dómstólar bæöi hér
innanlands og einnig erlendis sem
hægt er að leita til og má m.a. nefna
mannréttindadómstóla í því sambandi.
Þá er það líka alveg borðleggiandi að
við munum beita okkur fyrir því er-
lendis hjá alþjóðlegum samtökmn
flutningamanna að þeir neiti að landa
og flytja fisk sem kemur héðan frá þess-
um verkfallsbrjótum. Við munum setja
allt í gang til að stöðva þetta og beita
öllum tiltækum ráðum,“ segir Sævar.
Samninganefndir aðildarfélaga
Sjómannasambandsins funduðu
víða um land í gær og var aðalum-
ræöuefnið hvort aflýsa ætti verk-
fallinu og koma þannig í veg fyrir
að geðardómur setji lög um kjör
þeirra þar sem að mestu leyti yrði
stuðst við nýsamþykktan samning
vélstjóra. Aöalsamninganefnd Sjó-
mannasambandsins átti síðan að
koma saman í morgun og taka end-
anlega ákvörðun en samkvæmt
heimildum DV eru mjög litlar likur
taldar vera á að verkfallinu verði
aflýst. -gk
Vilja aðstoð að utan
- litlar líkur taldar á að verkfalli verði aflýst í dag
Hlutu viðurkenn-
ingar fyrir störf sín
Árlegar Vorvindaviöurkenningar
Bama og bóka - íslandsdeildar IBBY,
fyrir menningarstarf í þágu barna og
unglinga, voru veittar í Norræna
húsinu síðastliðinn laugardag. Verð-
launahafarnir, sem voru þrír að
þessu sinni, eru þau Margrét Gunn-
arsdóttir, leikskólakennari og kenn-
ari, Silja Aðalsteinsdóttir blaðamað-
ur og Þórarinn Eldjárn rithöfundur.
Margrét hlaut Vorvinda IBBY fyr-
ir störf sín í þágu barna og bama-
menningar en hún hefur kennt
barnabókmenntir í Fóstruskólanum í
25 ár. Silja Aðalsteinsdóttir fékk við-
urkenninguna fyrir fræðslustörf á
sviði barnabókmennta, en hún
kenndi um árabil barnabókmenntir
við HÍ og skrifaði einu barnabók-
menntasöguna sem út hefur komið
hér á landi. Þórarinn Eldjárn fékk
Vorvinda IBBY fyrir leikverkið Völu-
spá sem Möguleikhúsið hefur haft til
sýninga. -MA
Fengu Vorvinda IBBY DVMYND E ÓL-
Þau Margrét Gunnarsdóttir, Silja Aöalsteinsdóttir og Þórarinn Eldjárn hlutu
Vorvinda IBBY aö þessu sinni.
| Veðríð í kvöld 1 Sólargangur og sjávarföll
REYKJAVIK AKUREYRI
jÉj 8<5 :rjSB . v 4^ y(8 M c, A 0 Sólariag í kvöld 22.35 22.38
Sólaruþþrás á morgun 04J.3 03.39
Síödegisflóö 23.39 04.12
Árdegisflóö á morgun 12.12 16.42
Skýringar á veðurtáknum J*-^vindátt —HITI -10° '"^VINDSTYRKUR "Vrensr í metrum é wkúndu ^rKOSl HBÐSKlRT
& !»■ o
LETTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAD SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
*.*,•,* Wtt W Q
Yfirleitt þurrt á landinu RIGNING SKÚRIR SLYÐDA SNJÓKOMA
Vestlæg eöa breytlleg átt, 3 til 8 m/s en noröaustan 8 til 13 á annesjum norðanlands. 1 ; =
Skýjað meö köflum en yfirleitt þurrt. Hiti 2 til ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKÁF- ÞOKA
9 stig. VEÐUR RENNiNGUR
wwmR------------------
Lofthiti í maímánuði
Maímánuður er nú rúmlega hálfnaöur
og hefur veöurfar veriö með ágætasta
móti. Áriö 1931 var meðalhiti í
Reykjavík í maí 7 gráður. Tíu árum
seinna var hann 8,4 gráöur og 1951
6,9 gráöur. Áriö 1961 var meðalhitinn
8,1 og 1971 var hann 6,7 gráður.
Hann var 6,6 áriö 1981 og áratug
seinna var hann 6,8 gráöur. Á síöasta
ári var meöalhiti í maí 6,5.
Veöriö á morgun
Slydda eða rigning á Austurlandi
Á morgun veröur noröan 13 til 18 m/s og slydda eöa rigning
austanlands, él á Noröurlandi en skýjaö meö köflum suövestan til.
Hitastigiö veröur á bilinu 0 til 5 stig.
Míövíkuda
Vindur:
5—8 m/s
Eut
Fimmtudaglif,
Hiti 1» til 9°
Vindur:
5-8
Hiti 3
f- io
!° til 12° *Vá
Fóstudagiir
Vindur
5-8 m/s
Híti 3° til 12'
Breytlleg átt, 5 tll 8 m/s
og skýjað með köflum en
úrkomulitlð. Hltl 1 tll 9
stlg, hlýjast sunnanlands.
Suölæg átt og vætusamt
vestanlands en þurrt að
kalla fyrlr austan. Hlýnandl
veður.
Suðlæg átt og vætusamt
vestanlands, en þurrt að
kalla fyrlr austan. Hlýnandl
veður.
Þjófur á ferð:
Fólkið svaf
sem fastast
DV, AKUREYRI:_____________
Tæplega fimmtugur Reykvík-
ingur var handtekinn á Akureyri
í gærmorgun en árrisull ibúi sá
manninn vera aö fara inn í bif-
reiðar við Rauðumýri.
Lögreglan fann manninn
skömmu síöar og kom í ljós að
hann hafði ýmislegt á samvisk-
unni og eitt og annaö i poka sem
hann var með. í honum voru
nefnilega m.a. 3 farsímar og tveir
geislaspilarar og ýmislegt annað.
Þegar maðurinn haföi sofið úr sér
hjá lögreglunni í gær leysti hann
frá skjóðunni og viðurkenndi að
hafa farið inn í þrjú hús um nótt-
ina og einnig inn í bíla. Þar stal
hann varningnum sem hann var
tekinn með. í ljós kom að i a.m.k.
tveimur húsanna sem maðurinn
fór inn í var fólk heima en mun
hafa sofið sem fastast meðan „að-
komumaðurinn“ lét greipar sópa.
-gk
Ógnaði fólki
með hníf
Maður var handtekinn um
kvöldmatarleytið á laugardag eftir
að hann veifaði hníf að nærstödd-
um á gistiheimili við Skólavörðu-
holt. Ekki er vitað hvort Evró-
visjónspenningurinn hefur farið
svona illa i manninn en hann var
ölvaður og fékk að gista fanga-
geymslur lögreglu. Mikiö lið lög-
reglu fór á staðinn en máliö var
fljótt að leysast. -hdm
Vestmannaey j ar:
Stútur etti
lögguna
Lögreglan i Vestmannaeyjum
þurfti að hafa afskipti af ölvuðum
ökumanni aðfaranótt sunnudags.
Málavextir voru þeir að maðurinn
keyrði inn á plan lögreglustöðvar-
innar og hóf þar að reykspóla og
lét öllum illum látum. Lögregla
veitti manninum eftirfor en eftir
stuttan spöl sneri hann við og ók í
áttina að lögreglubílnum. Sáu lög-
reglumenn sér þann kost vænstan
að bakka undan honum en ekki fór
betur en svo að þeir bökkuðu á
ljósastaur. Nokkur mannfjöldi
hafði safnast að en engan sakaði.
Maðurinn kom sjálfur á lögreglu-
stöðina skömmu síðar og gaf sig
fram. -hdm
Veðrið
AKUREYRI léttskýjaö 12
BERGSSTAÐIR hálfskýjaö 11
BOLUNGARVÍK heiöskírt 9
EGILSSTAÐIR 12
KIRKJUBÆJARKL. hálfskýjaö 13
KEFLAVlK alskýjaö 7
RAUFARHÖFN alskýjaö 7
REYKJAVÍK þokumóöa 7
STÓRHÖFDI skýjaö 8
BERGEN hálfskýjaö 12
HELSINKI skúrir 12
KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 21
ÓSLÓ skýjaö 22
STOKKHÓLMUR hálfskýjaö 20
ÞÓRSHÖFN aiskýjaö 6
ÞRÁNDHEIMUR skúrir 8
ALGARVE léttskýjaö 18
AMSTERDAM skýjaö 23
BARCELONA hálfskýjaö 19
BERLÍN léttskýjaö 22
CHICAGO heiöskírt 7
DUBLIN skýjaö 15
HALIFAX þoka 8
FRANKFURT skýjaö 22
HAMBORG skýjaö 22
JAN MAYEN alskýjaö -3
LONDON skýjaö 23
LÚXEMBORG hálfskýjaö 22
MALLORCA skýjaö 22
MONTREAL 7
NARSSARSSUAQ þokuruöningur 2
NEWYORK skýjaö 13
ORLANDO heiöskírt 19
PARÍS skýjaö 25
VÍN léttskýjaö 18
WASHINGTON léttskýjaö 12
WINNIPEG alskýjaö 13