Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Síða 10
10
Utlönd
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001
Reylgavíkurbor^
Borgarverkfrœðingur
Grafarholt
Úthlutun lóða fyrir íbúðarhús
Reykjavíkurborg úthlutar á nœstunni
byggingarréttifyrir 360 íbúðir í Grafarholti.
Um er að ræða lóðir sem hér segir:
• 64 lóðir fyrir einbýlishús við Jónsgeisla,
Þorláksgeisla og Gvendargeisla.
• 11 lóðir fyrir fjölbýlishús með samtals
251 fbúð við Gvendargeisla, Þórðarsveig og
Andrésbrunn.
• 10 lóðir fyrir raðhús með samtals 31 íbúð við
Jónsgeisla og Þorláksgeisla.
• 7 lóðir fyrir parhús með samtals 14 íbúðum
við Jónsgeisla og Þorláksgeisla.
Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar á
tfmabilinu júlí til september 2001.
Lóðir fyrir einbýlishús
Auglýst er eftir umsóknum um byggingarrétt á ofan-
greindum 64 einbýlishúsalóðum. Byggingarrétturinn
verður eingöngu seldur einstaklingum og fjölskyldum
á föstu verði. Hver umsækjandi getur sótt um eina
lóð og litið verður á hjón og sambýlisfólk sem einn
umsækjanda. Þeir sem hafa áður fengið úthlutað
byggingarrétti fyrir einbýlishús í Grafarholli geta ekki
sótt um í þessari úthlutun.
Dregið verður úr umsóknum sem uppfylla skilyrði
fyrir þessar lóðir og fá umsækjendur að velja sér lóðir
í þeirri röð sem umsóknir þeirra eru dregnar út. Áður
en val lóða fer fram skal umsækjandi m.a. leggja fram
skriflegt mat banka eða annarrar viðurkenndrar
fjármálastofnunar sem staðfestir að hann ráði við 20
milljóna króna húsbyggingu. Þeir sem ekki leggja
fram fullnægjandi greiðslumat glata valrétti sínum.
Umsóknum um byggingarrétt á ofangreindum lóðum
fyrir einbýlishús skal skila til skrifstofu borgar-
verkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, fyrir kl. 16:00
miðvikudaginn 23. maí 2001.
Lóðir fyrir fjölbýbshús, raðhús og parhús
Auglýst er eftir kauptilboðum f byggingarrétt á ofan-
greindum lóðum fyrir fjölbýlishús, raðhús og parhús.
Byggingarrétturinn er boðinn út til einstaklinga og
fyrirtækja. Tilboð skulu taka til alls byggingarréttar
á hveni lóð. Hæstbjóðandi skal leggja fram upplýsingar
um fjánnál sín og áætlun um fjármögnun framkvæmda
við viðkomandi húsbyggingu áður en afstaða verður
tekin til tilboðs hans.
Kauptilboðum í byggingarrétt á lóðum fyrir
fjölbýlishús, raðhús og parhús skal skila á skrifstofu
borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, fyrir kl.
16:00 föstudaginn 25. maí 2001. Tilboðin verða opnuð
f Skúlatúni 2, 5. hæð, sama dag kl.l6:10 að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
Skilmálar, eyðublöð og frekari upplýsingar
Umsóknareyðublöð, tilboðseyðublöð, útboðsreglur og
skilmálar fást á skrifstofu borgarverkfræðings,
Skúlatúni 2, 3. hæð frá og með 15. maí. Einnig er
hægt að nálgast þessi gögn á heimasíðu borgar-
verkfræðings (www.reykjavik.is/bv) undir mála-
flokknum „lóðir“. Brýnt er fyrir umsækjendum og
bjóðendum að kynna sér rækilega þá skilmála sem
um lóðirnar gilda. Nánari upplýsingar eru veittar í
síma 563 2300.
Borgarverkfrœóingurinn í Reykjavílc
Útgönguspár eftir kosningarnar á Ítalíu:
Berlusconi vann
Kosningabandalag mið- og hægri-
flokkanna á Ítalíu, undir forystu
fjölmiðlakóngsins og milljarðamær-
ingsins Silvios Berlusconis, sigraði
bandalag vinstriflokkanna, sem fer
með völdin, í þingkosningunum í
gær, ef marka má útgönguspár í
gærkvöld. Talskona hans sagði
hann bæði rólegan og kátan en
hann myndi bíða frekari úrslita áð-
ur en hann tjáði sig.
Samkvæmt útgönguspá Data-
media könnunarfyrirtækisins fékk
bandalag Berlusconis, þar sem með-
al annars eru flokkur hans, Forza
Italia, og hið hægrisinnaða Þjóðar-
bandalag, hreinan meirihluta í báð-
um deildum þingsins.
Meirihluti er nauðsynlegur ef
Berlusconi á að takast að mynda 59.
stjórnina á Italíu frá stríðslokum.
Útgönguspá þessi var fyrsta vís-
bending um niðurstöðu kosning-
anna þar sem mjög hart var barist
til síðustu stundar. Fyrstu kosn-
ingaspár voru væntanlegar um mið-
nætti að staðartíma en fyrstu opin-
beru tölurnar voru ekki væntanleg-
ar fyrr en i morgunsárið.
Stórsigur
Útgönguspá Datamedia gerir ráð
fyrir að kosningabandalag Berlus-
conis fái 369 menn kjörna í neðri
deild þingsins þar sem 650 þing-
menn eiga sæti og 179 menn af 315 í
efri deildinni. Berlusconi mun því
hafa rúman meirihluta í báðum
deildum þingsins.
Bandalag vinstriílokkanna, undir
forystu Francescos Rutellis, fyrrum
borgarstjóra græningja í Róm, fékk
247 menn kjörna í neðri deildinni,
samkvæmt útgönguspánni, og 119
menn i efri deild.
Ef þetta verður niðurstaðan er
augljóst að Berlusconi hefur unnið
stórsigur. Úrslitin eru að sama
skapi mikill ósigur fyrir vinstri-
flokkana sem hafa farið með völdin
á Ítalíu síðan 1996.
Norðanmenn tapa
„Jafnvel þótt þetta séu aðeins
fyrstu tölur má sjá að við höfum
sigrað og að líkur eru á að styrk
stjórn komist á laggirnar,“ sagði
Antonio Martino, sem gegndi emb-
ætti utanríkisráðherra í skammlífri
ríkisstjórn Berlusconis á árinu 1994.
Allt bendir til að Bandalag norð-
anmanna, undir forystu Umbertos
Bossis, hafl ekki fengið nema tvö til
fjögur prósent atkvæða og kemur
það á óvart. Norðanmenn fengu tíu
prósent atkvæða 1996.
Þetta þýðir að Berlusconi gæti
stjórnað án fulltingis Bossis, sem
margir evrópskir stjórnmálamenn
hafa gagnrýnt fyrir kynþáttahatur.
Útgönguspá Datamedia kom heim
og saman við könnun sem fyrirtæk-
ið Abacus gerði meðal fimmtán þús-
und kjósenda frá síðastliðnum mið-
vikudegi fram til sunnudagsins.
Skipulagsleysi á kjörstað
ítalskir kjósendur kvörtuðu sár-
an yfir skipulagsleysi á kjörstöðum.
Víða voru langar biðraðir og þurftu
margir að bíða í klukkustund eða
lengur eftir þvi að geta neytt kosn-
ingaréttar síns. Framlengja varð
kjörfund til að gera fólki i biðröðum
kleift að kjósa.
„Þetta er hræðilegt," sagði kona
nokkur sem beið eftir að kjósa.
„Þetta er endir við hæfi á viður-
styggilegri kosningabaráttu."
Fréttaskýrendur bæði á Ítalíu og
annars staðar hafa velt fyrir sér
hvernig Berlusconi, sem er auðug-
asti maöur Ítalíu, geti stjórnað land-
inu án þess að til hagsmunaárekstra
komi. Hefur Berlusconi verið ákaft
gagnrýndur og breska tímaritið The
Economist sagði meðal annars á
dögunum að hann væri óhæfur sem
forsætisráðherra Italíu.
Berlusconi á leið úr kjörklefanum
Svo viröist sem meirihluti ítalskra kjósenda sé á sama máli og fjölmiölakóngurinn Silvio Berlusconi um þaö aö hann
sé hæfastur tii aö veita nýrri stjórn landsins forystu. Fyrstu útgönguspár í gærkvöld bentu til góös sigurs Berlusconis
og bandalags miö- og hægriflokkanna. Vinstrimenn, sem hafa stjórnaö Ítalíu undanfarin fimm ár, töpuöu.
Háttsettur palestínskur ráðherra:
Engar viðræður nema land-
nám gyðinga verði stöðvað
Háttsettur ráðherra í heimastjóm
Palestínumanna útilokaði í gær að
friðarviðræður við ísraela yrðu tekn-
ar upp að nýju nema endi yrði bund-
inn á allt landnám gyðinga á landi
sem var hertekið í Sex daga stríðinu
1967.
Nabil Shaath, ráðherra skipulags-
mála, sagði á fundi með fréttamönn-
um í Vesturbakkaborginni Ram-
allah að þjóðir heims væru famar
að átta sig á því að nauðsynlegt
væri að stöðva nýbyggingar land-
nema til að draga úr ofbeldisverk-
um og til að koma friðarviðræðun-
um aftur af stað.
Tveir landnemar gyðinga særðust
þegar þeim var gerð fyrirsát og skotið
var á þá á vegum úti á Vesturbakkan-
um í gær. Á Gazaströndinni eyðilögðu
ísraelskar jarðýtur hús á yfirráða-
svæðum Palestínumanna.
Slagorð gegn ísrael
Palestínskt ungmenni hrópar vígorö
gegn ísrael viö útför manns sem féll
í skothriö ísraela á Gazaströndinni.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, sakaði ísraela
um að beita „óhóflegu valdi“ gegn
uppreisn Palestínumanna. í viðtali
við fréttamann Reuters í Brussel
sagði hann enn fremur að viðræður
deilenda hefðu til þessa borið lítinn
árangur.
„Ég vona þó að með tímanum muni
þær leiða til vopnahlés, draga úr efna-
hagslegum þvingunum á hendur
palestínsku þjóðinni og fá deilendur
aftur að samningaborðinu," sagði
Annan.
Saeb Erekat, helsti samningamaður
Palestínumanna, hélt til New York í
gær þar sem hann mun ræða við Ann-
an um þrengingar Palestínumanna.
Jóhannes PáO páfi hvatti til friðar
fyrir botni Miðjarðarhafsins i viku-
legu ávarpi sínu til fólks sem kom
saman á Péturstorginu.