Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Síða 13
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001
DV
13
Fréttir
Hlutfall Islendinga sem bera þau
50 fyrstu nöfn sem algengust eru:
'i jv, y>s
10 at
í
íífóiry.
w
4i
Öll önnur
fyrstu nöfn
48,5%
Næstu 10
10,5%
Næstu 30
18,2%
t »;ktj
Nær þriðjungur kvenna ber tíu algengustu nöfnin:
Enn þá flestir
Jónar og Gunnur
Gömlu nöfnin okkar virðast enn
þá afar lífseig þótt nýbakaðir for-
eldrar leggi eflaust höfuðin vand-
lega í bleyti við val á nöfnum óska-
bamanna. Þannig eru Jón og Guð-
rún enn þá algengustu nöfn á ís-
landi, borin sem fyrra eða seinna
nafn af um um 6.500 körlum og 6.600
konum, eða um 5% landsmanna.
Samkvæmt þjóðská í árslok 1999
heitir um tíundi hver karl í landinu
Jón, Sigurður eða Guðmundur og
um tíunda hver kona: Guðrún,
Anna eða Sigríður - langoftast að
fyrra nafni.
Hátt í þriðjungur allra kvenna í
landinu ber eitt af tíu algengustu
nöfnunum annaðhvort sem fyrra
nafn eða seinna (alls yfir 43.500 kon-
ur). Meðal karla er samsvarandi
hlutfall röskur fjórðungur.
Þór með yfirburði sem
annað nafn
Hagstofan birti nýlega lista yflr
50 algengustu fyrstu eða einnefni ís-
lenskra karla og kvenna. Einnig
þau 50 nöfn sem algengust eru sem
annað nafn og sömuleiðis algeng-
ustu tvínefni. I báðum þessum
flokkum hefur Þór algera sérstöðu.
Meira en einn af hveijum 25 körlum
á landinu (alls 5.640) heita Þór að
seinna nafni, nær tvöfalt fleiri en
þau sem næst eru á listanum: Öm,
Már og Ingi. Þór er líka seinna nafn-
ið í helmingnum af fimmtíu algeng-
ustu tvínefnunum þar sem Jón Þór
trónir vitaskuld á toppnum. Björk,
sem er algengasta síðara nafn
kvenna, er þó helmingi sjaldgæfara
en Þór. Þar koma Ósk og María
næst í röðinni.
Yfir helmingur landsmanna
Rúmlega helmingur allra karla
og kvenna í landinu heitir að fyrra
nafni einhverju þeirra nafna sem á
Hagstofunni eru 50 algengustu fyrri
nöfn hvors kyns. Þar við bætast
þúsundir annarra sem bera þau
sömu nöfn sem síðara nafn þannig
að langt yfir helmingur allra lands-
manna ber þessi tiltölulega fáu nöfn
annaðhvort sem fyrra nafn eða
seinna. -hei
DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON
20 milljóna króna
hagnaður hjá HB
DV, AKRANESI: "
Hagnaður Haraldar Böðvarssonar
hf. fyrstu þrjá mánuði ársins varð
20 milljónir króna. Hagnaður fyrir
afskriftir nam 373 milljónum kr. eða
27,5% af tekjum. Ekki liggur fyrir
þriggja mánaða uppgjör frá árinu
2000 og því er samanburður við það
tímabil ekki til staðar, en allt árið
2000 var hagnaður fyrir afskriftir
598 milljónir.
Rekstrarhagnaður fyrir fjár-
magnsliði nam 253 milljónum króna
en fjármagnsgjöld umfram fjár-
munatekjur voru 228 milljónir. Þar
af var gengistap vegna lána 155
milljónir kr. Hagnaður af reglulegri
starfsemi var 25 milljónir kr.
Skuldir fyrirtækisins hafa lækk-
að um 245 milljónir kr. frá áramót-
um, þrátt fyrir áhrif gengisbreyt-
inga, aðallega vegna sölu á nóta-
skipinu Óla í Sandgerði, AK 14.
Veltufé frá rekstri nam 262 milljón-
um kr. fyrstu þrjá mánuði ársins
2001 en allt árið 2000 var veltufé frá
rekstri 275 milljónir kr.
Verkfall sjómanna hefur haft nei-
kvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins
eftir að það hófst aftur í byrjun apr-
íl. Þá hefur lægra gengi íslensku
krónunnar áhrif til hækkunar á
skuldum fyrirtækisins í erlendum
myntum en jákvæð áhrif á tekju-
streymi fyrirtækisins til lengri
tíma. -DVÓ
CRáðstefna um framtíð auglýsinga-
og birtingarmála á Netinu fyrir
auglýsinga-og markaðsfólk.
Framtíð
Intemetinu
§i
Hvernig getur þú fullnýtt þá peninga
og vinnu sem fara í Netauglýsingar?
Á ráðstefnunni verður farið yfir framtíð auglýsinga á Netmarkaðnum
og stiklað á stóru í þeim nýjungum sem eru í sjónmáli í greininni.
Farið verður á fræðandi hátt yfir þann hag sem hægt er að hafa
af vel útfærðum auglýsingum á þessum ört vaxandi vettvangi.
DAGSKRÁ
12:45
13:00
14:30
14:50
15:30
16:30
Móttaka gagna
Staða markaðarins og framtíð / Brad Aronson
(Situation on the Net market/ The Future)
Kaffihlé
Fjölmiðlaglundroði morgundagsins / Hilmar Sigurðsson
(The Media Chaos of Tomorrow)
Hámarksnýting auglýsinga á Netinu / Brad Aronson
(Full value of Internet Advertising)
Léttar veitingar
■ Brad Aronson erforstjóri og aðaleigandi l-frontier.com, sem er auglýsinga-
stofa í Fíladelfíu, Bandaríkjunum. l-frontier.com hefur verið leiðandi í
þróunarvinnu við auglýsingar á Netinu síðan hún var stofnuð árið 1996.
Brad er höfundur bókanna „Advertising on the Internet", sem hefur verið
marg endurprentuð og „Banners and Beyond", sem er um framtíð skapandi
þróunarvinnu fyrir Netauglýsingar og var gefin út af Jupiter Communications.
■ Hilmar Sigurðsson er framkvæmdastjóri CAOZ hf., hönnunar- og
samskiptastofu í Reykjavík. Hann á að baki langa reynslu I auglýsinga-
iðnaðinum og var rekstrarstjóri hjá netráðgjafarfyrirtækinu lcon Medialab
í Kaupmannahöfn. Þar sem stækkaði úr fjórum starfsmönnum (250 á þeim
tíma sem hann starfaði þar.
Skráning fer fram á NetGlugga Vísis.is. Frekari upplýsingar er hægt að fá
hjá markaðsdeild Vísis.is. Þátttökugjald er kr. 12.900,- en kr. 9.900,- fyrir
viðskiptavini Vísis.is. Sérstök afsláttarkjör fyrir fyrirtæki sem senda fleiri en
einn þátttakanda. Innifalið er kaffi á meðan ráðstefnunni stendurog léttar
veitingar í lok dagskrár.
Námskeiðið er haldið mánudaginn 28. maí
frá kl. 12.45 til 17.00 í Háskólabíói.
visir.is*
punktur!