Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Side 24
40
Tilvera
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001
r>v
ASCO
Hagstætt verð
varahlutir
Stórhöfða 15
S. 567 6744 • Fax 567 3703
exxxotica
www.exxx.is
GERUM GOTT
KYNLÍF BETRA!
LANDSINS MESTA ÚRVAl AF
UNAÐSTÆKJUM ÁSTARLÍFSINS
Barónsstíg 27 - S: 562 7400
Ball í
Gúttó
Höfundur og leikstjóri
Maja Árdal
Næstu sýningar
laugard. 19. maí,
næstsíðasta sýningarhelgí.
Föstud. 25. mai og
laugard. 26. maí,
síðustu sýningar
sýningar hefjast kl. 20
Leikhúskórínn sýnir:
Sígaunabaróninn
eftir Johann Strauss.
Leikstjóri Skúli Gautason.
Tónlistarstjórn Roar Kvam.
Einsöngvarar:
Alda Ingibergsdóttir,
Ari J. Sigurðsson,
Baldvin Kr. Baldvinsson,
Haukur Steinbergsson,
Hildur Tryggvadóttir,
Sigríður Elliðadóttir,
Steinþór Þráinsson,
Sveinn Arnar Sæmundsson
og Þórhildur Örvarsdóttir.
fimmtud. 17. maí
og sunnud. 20. maí.
Sýningar hefjast kl. 20.30
Sniglaveislan
eftir:,
Ólaf Jóhann Ólafsson
Leikstjórn:
Sigurður Sigurjónsson.
Sýningar í
Loftkastalanum
Miðasalan opin alla virka daga,
nema mánudaga, frá kl. 13:00-
17:00 og fram að sýningu,
sýningardaga.
Sími 462 1400.
www.leikfelag.is
Upp að altarinu
- Guðlaugur Þór og Ágústa ganga í það heilaga
Tími brúðkaupanna er runninn
upp og á laugardaginn fór fram eitt
glæsilegasta brúðkaup ársins þegar
borgarfulltrúinn og athafnamaður-
inn Guðlaugur Þór Þórðarson gekk
að eiga Ágústu Johnson likams-
ræktarfrömuö. Hjónavigslan sjálf
fór fram í Dómkirkjunni en á eftir
var slegið upp heljarinnar veislu á
Hótel borg þar sem fjöldi gesta
mætti tii að samfagna brúðhjónun-
um.
Kossinn
Guölaugur Þór geröi sér lítiö fyrir og
smellti kossi á sína heittelskuðu.
Valdimar og Nanna
Valdimar Svavarsson hjá Heritable
Bank og Nanna René skrifstofumær.
Nýgift og hamingjusöm
Brúöhjónin ungu voru óneitanlega glæsileg þegar þau gengu út úr Dómkirkj-
unni aö athöfn lokinni.
Bíógagnrýni
M mmS.
Regnboginn - Dungeons & Dragons: The Movie
Þar sem galdrar eru daglegt brauð
Hitmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Gylfi Rútsson, framkvæmdastjóri fjármálasviös Tals, Arni Sigfússon,
framkvæmdastjóri Tæknivals, Bryndís Guömundsdóttir talmeinafræðingur
og Ágústa Kristjánsdóttir snyrtifræöingur voru meöal gesta.
Þrjú af Skjánum
Þaö fór vel á meö þeim Árna Þór Vigfússyni, sjónvarpsstjóra Skjás eins, Vil-
borgu Halldórsdóttur, leikkonu og dagskrárgeröarkonu, og
Helga Björnssyni söngvara.
Hetjurnar tvær gegn ofureflinu
Justin Whalin og Marlon Wayans í hlutverkum Ridleys og Snails.
Drekar og dýflissur eru einhver
lífseigasti ævintýraleikur sem gerð-
ur hefur verið og enn þann dag í
dag er hann sígilt verkefni fyrir þá
sem hafa gaman af tölvuleikjum eða
bara gamaldags spilaleikjum.
Hræddur er ég um að hinir fjöl-
mörgu aðdáendur leiksins verði fyr-
ir vonbrigðum með Dungeons &
Dragons: The Movie. Leikurinn góði
er orðinn að færibandaframleiðslu
þar sem allt er lagt í brellur sem
bjóða ekki upp á nýmæli i þeim
geira kvikmyndanna - virka frekar
sem sýnishorn af því sem var nýtt
fyrir tiu árum.
Brellur duga sem sagt skammt og
þegar sagan er frekar óspennandi
þá er það fátt sem gleður augað. í
upphafi fylgjumst við með hinum
illa Profion (Jeremy Irons) reyna að
ná stjóm á drekunum með göldrum
sínum. Honum mistekst og sendir
því aðstoðarsvein sinn, Damodar
(Bruce Payne), til að komast yfir
töfrastaf sem er i vörslu hinnar
ungu drottningar, Savinu (Thora
Birch). 1 millitíðinni kynnumst við
tveimur smákrimmum, Ridley
(Justin Whalin) og Snails (Marlon
Wayans), sem óvænt verða þátttak-
endur í stríði milli hinnar góðu
drottningar og hins vonda Profions,
strið þar sem hver persónan á fætur
annarri kann eitthvað fyrir sér í
göldrum.
Dungeons & Dragons er dæmi-
gerð kvikmynd sem hefur útlitið
með sér en ekkert annað. Hraðinn
er mikill sem stundum getur falið
glamrið í tómri tunnu. Myndin er
best þegar aðeins er slakað á og
reynt aö byggja upp spennu, eins og
til að mynda þegar Ridley þarf að
ganga í gegnum þrautirnar hjá kol-
legum sínum í þjófastéttinni.
Eins og oft vill verða í slökum
ævintýramyndum, þar sem hið góða
berst gegn hinu illa, þá eru þeir
leikarar skástir sem eru á bandi
hins illa. Jeremy Irons yfirleikur
skemmtilega í hlutverki Profions;
hin glæsilega rödd hans er seiðandi
sem fyrr. Spurningin er hvað slíkur
gæðaleikari er að gera um borð í
framleiðslu eins og þessari og svar-
ið hlýtur að vera: peningar. Bruce
Payne er einnig ábúðarmikill og
sterkur persónuleiki. Þegar kemur
að persónunum sem eru á bandi
hins góða þá er eins og reynt hafi
verið að búa til einhverja Stars
Wars-stemningu sem ekki virkar.
Savian er eftirmynd af Leiu
prinsessu og Ridley að sama skapi
eftirmynd af Luke Skywalker.
Það er ákveðið metnaðarleysi
sem einkennir Dungeons &
Dragons. I stað þess að gera þessum
skemmtilega leik hátt undir höfði er
leitast við að vera eins og allir aðr-
ir og treysta á að tæknimennirnir
sjái um að myndin verði vinsæl,
sem að sjálfsögðu hefur aldrei nægt
og mun ekki nægja.
Leikstjóri: Courtney Solomon. Handrit:
Topper Lillian og Carroll Cartwright. Kvik-
myndataka: Doug Milsome. Tónlist:
Justin Caine Burnett. Aðalleikarar: Jer-
emy Irons, Justin Whalin, Marlon Wa-
yans, Bruce Payne og Zoe McLellen.