Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Síða 26
42
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
85 ára_______________________
Ársæll Jóhannesson,
Skólastíg 14a, Stykkishólmi.
Lísbet Friðriksdóttir,
Austurbyggö 17, Akureyri.
90 ára_______________________
Ingvar Björnsson,
Nóatúni 30, Reykjavík.
Sigþór Lárusson,
Bollagötu 8, Reykjavík.
75 árg_______________________
Halldóra Sigrún Ólafsdóttir,
Gullsmára 8, .
Stefanía Jónsdóttir,
Leifsgötu 21, Reykjavík.
70 ára_______________________
Engilbert Sigurðsson,
Fjólugötu 7, Vestmannaeyjum.
Guðbjörg Daníelsdóttir,
Hólagötu 11, Njarövík.
Helga Guðrún Berndsen,
HSaleitisbraut 17, Reykjavík.
Sigríður Jónsdóttir,
Sörlaskjóli 42, Reykjavík.
60 ára_______________________
Bjarni Guðmundsson,
Fossheiöi 48, Selfossi.
Gísli Sigurðsson,
Kambaseli 70, Reykjavík.
Krístján Þórhallsson,
Ásgarði, Akureyri.
gOJra________________________
Marel
Ingvi
Þorbjömsson,
Giljaseli 7,
Reykjavík.
Guöbjörg Sigurbjartsdóttir,
Skúlagötu 74, Reykjavík.
Guöbrandur Ingimundarson,
Holtsgötu 16, Hafnarfiröi.
Guðrún Skúladóttir,
Keilufelli 39, Reykjavík.
Hanna Jonna Hauksdóttir,
Hverafold 88, Reykjavík.
Hilmar Helgason,
Krummahólum 6, Reykjavík.
Jens Elísson,
Klapparbraut 12, Garði.
Lúðvík Eckardt Gústafsson,
Hagamel 26, Reykjavík.
Ólafur Torfason,
Hólavallagötu 9, Reykjavík.
Unnur Sólrún Bragadóttir,
Hringbraut 48, Reykjavík.
40 ára__________________________
Eyjólfur Eyjólfsson,
Vesturgötu 45, Reykjavík.
Eyjólfur Rúnar Sigurðsson,
Hjallabraut 39, Hafnarfirði.
Gísli Örn Gíslason,
Hálsi 1, Mosfellsbæ.
Guðmundur Sveinn Halldórsson,
Gunnarsbraut 28, Reykjavík.
Ingvar Árni Óskarsson,
Lágengi 5, Selfossi.
Kjartan Már Kjartansson,
Freyjuvöllum 17, Keflavík.
Kristján Gunnarsson,
Brekkubyggö 28, Garöabæ.
Kristján Sverrisson,
Hlíðargötu 10, Akureyri.
Óskar Guðjónsson,
Laufbrekku 27, Kópavogi.
Sigríður Stefánsdóttir,
Bogahlíö 10, Reykjavík.
allan sólarhringinn. WWW.Utforin.is
Suójrhll&35 • Síml 581 3300
Persónuleg,
alhlifie útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Einarsson
útfararstjóri
Baldur Fredríksen
útfararstjóri
Útfararstofa íslands
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001
I>V
Fólk í fréttum
Kristinn Björnsson
forstjóri Skeljungs
Kristinn Björnsson, forstjóri
Skeljungs hf., var í hressilegu helg-
arviðtali DV nú um helgina, en
Skeljungur hækkaði ekki bensín-
verðið á dögunum eins og önnur ol-
íufélög höföu þó gert.
Starfsferilt
Kristinn fæddist í Reykjavík 17.4.
1950 og ólst upp í vesturbænum og
miðbænum. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR 1970, lögfræðiprófi frá
HÍ1975 og öðlaðist hdl.-réttindi 1977.
Kristinn vann hjá borgarverk-
fræðingi til 1975, rak lögmannsstofu
meö Gesti Jónssyni hrl. frá 1976 og
síðar einnig Hallgrími B. Geirssyni
hrl., var forstjóri Nóa-Síríus hf. og
Hreins hf. frá 1982 og er forstjóri
Skeljungs hf. frá 1990.
Kristinn sat í stjórn Heimdallar
1973-75, í stjóm og var formaður
Baldurs, FUS á Seltjamarnesi,
1978-80, formaður fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna á Seltjamarnesi
1983-85, í stjórn SUS 1983-85, í
stjórn Vöku í HÍ 1971-72, í stjóm
Stúdentafélags HÍ 1973-75, í fjár-
málaráði Sjálfstæðisflokksins, í
stjórn og framkvæmdastjóm Verzl-
unarráðs íslands 1986-2000 og vara-
formaður 1992-96, í framkvæmda-
stjórn og samningaráði VSÍ 1988-99
og varaformaður 1992-95, í fram-
kvæmdastjórn og stjóm Samtaka at-
vinnulífsins frá 1999, í stjórn Félags
íslenskra iðnrekenda 1983-90 og
varaformaður 1986-90.
Kristinn situr eða hefur setið í
stjórn eftirtalinna fyrirtækja: H.
Benediktssonar hf. frá 1970; Nóa-Sír-
íusi hf. frá 1990; Hreins hf. 1990-93;
Sjóvátryggingafélags íslands hf. frá
1985 og síðar Sjóvá-Almennra trygg-
inga hf. frá 1989; Haraldar Böðvars-
sonar hf. frá 1991; Hf. Eimskipafé-
lags íslands frá 1993; Draupnissjóðs-
ins hf. frá 1989 og þar til hann var
sameinaöur Þróunarfélaginu;
Stjörnusteins hf. frá 1997; Plast-
prents hf. frá 1998 og Hraðfrystihúss
.Eskifjarðar hf. frá 2000.
Fjölskylda
Kristinn kvæntist 10.1. 1976 Sól-
veigu Pétursdóttur, f. 11.3. 1952,
hdl., alþm. og dóms- og kirkjumála-
ráðherra. Hún er dóttir Péturs
Hannessonar, f. 5.5. 1924, deildar-
stjóra hjá Reykjavíkurborg, og Guð-
rúnar Margrétar Árnadóttur, f.
24.10. 1926, húsmóður.
Böm Sólveigar og Kristins eru
Pétur Gylfi, f. 6.9. 1975, nemi í
stjómmálafræði við HÍ; Bjöm Hall-
grímur, f. 3.1.1979, nemi í viðskipta-
fræði við HÍ; Emilía Sjöfn, f. 30.9.
1981, nemi við VÍ.
Systkini Kristins eru Áslaug, f.
28.12. 1948, húsmóðir í Reykjavík og
starfsmaöur á Landsspítalanum;
Emilía Björg, f. 19.6. 1954, húsmóðir
í Reykjavik og blaðaljósmyndari við
Morgunblaðið; Sjöfn, f. 19.7. 1957,
húsmóðir i Mílanó á Ítalíu.
Foreldrar Kristins: Björn Hall-
grímsson, f. 17.4. 1921, forstjóri H.
Benediktssonar hf. í Reykjavík., og
k.h., Emilía Sjöfn Kristinsdóttir, f.
12.8. 1927, húsmóðir.
Ætt
Björn er bróðir Ingileifar stjóm-
arformanns og Geirs forsætisráð-
herra. Björn er sonur Hallgríms,
stórkaupmanns og alþm. í Reykja-
vík Benediktssonar, trésmiðs á Ref-
stað, bróður Solveigar, móður ráð-
herranna Kristjáns og Péturs Jóns-
sona. Benedikt var sonur Jóns, ætt-
föður Reykjahliðarættar, Þorsteins-
sonar. Móðir Haflgríms var Guðrún
Björnsdóttir, b. á Stuðlum í Reyðar-
firði, Þorleifssonar, og Bóelar, dótt-
ur Bóasar, b. á Stuðlum, Arnbjöms-
sonar, og Guðrúnar Jónsdóttur.
Móðir Bjöms var Áslaug, dóttir
Geirs Zoéga, rektors MR, sonar
Tómasar Zoéga, formanns á Akra-
nesi. Móðir Áslaugar var Bryndís
Sigurðardóttir, kaupmanns í Flatey,
Jónssonar. Móðir Sigurðar var Guð-
rún Aradóttir, systir Sigríðar,
ömmu Matthíasar Jochumssonar.
Móðir Bryndísar var Sigríður
Brynjólfsdóttir, kaupmanns í Flat-
ey, Bogasonar.
Móðursystkini Kristins: Odd-
björg, gift Richard Thors lækni,
Arnþrúður, gift Óttari Möfler for-
stjóra, Auður, gift Jóni Ólafssyni, í
Brautarholti. Emilía Sjöfn er dóttir
Kristins, kaupmanns í Geysi, Mark-
ússonar, verkamanns í Reykjavík,
Guðmundssonar, b. á Torfastöðum,
Guðmundssonar.
Móðir Emilíu Sjafnar var Emilía
Björg, systir Gróu borgarfulltrúa. E-
milía Björg var dóttir Péturs, sjó-
manns i Reykjavík, Örnólfssonar.
Hundrað ára
Björn Sigtryggsson
fyrrv. bóndi á Framnesi í Skagafirði
Björn Sigtryggsson, bóndi á
Framnesi í Skagafirði, er hund-
rað ára í dag.
Starfsferill
Björn fæddist á Framnesi og
ólst þar upp í foreldrahúsum.
Hann naut farkennslu í sinni
sveit eins og þá var alsiða,
stundaði nám við Flensborgar-
skólann í Hafnarfirði 1920-22
og lauk þaðan prófum, stund-
aði nám við Bændaskólann á
Hólum og lauk þaðan búfræði-
prófi 1924.
Björn hóf síðan búskap á
sinni föðurleifð að Framnesi og
stundaði þar blandaðan búskap
allt til 1986.
Björn sat í hreppsnefnd
Akrahrepps um árabil, var
einn af stofnendum ungmenna-
félagsins Glóðafeykis og sat
lengi i stjórn þess, sat I stjórn
Búnaðarfélags Akrahrepps um
skeið, var organisti í Hofsstaða-
kirkju um langt árabil, sat í
stjórn lestrarfélags hreppsins,
sat i sóknarnefnd Hofsstaða-
kirkju, í skólanefnd Akraskóla
og um langt skeið 1 stjórn
Kaupfélags Skagfiröinga. Hann
starfaði mikið fyrir Framsókn-
arflokkinn, sat í stjórn fram-
sóknarfélags sveitarinnar og
starfaöi fyrir Sögufélag Skag-
firðinga.
Fjölskylda
Björn kvæntist 14.5. 1935 Þur-
íði Jónsdóttur, f. 10.3. 1907, hús-
freyju. Hún er dóttir Jóns Jón-
assonar, bónda á Flugumýri í
Skagafirði, og k.h., Sigríðar
Guðmundsdóttur húsfreyju.
Börn Björns og Þuríðar eru
Sigtryggur Jón Björnsson, f.
4.1. 1938, kennari á Hvanneyri,
búsettur í Varmahlíö í Skaga-
firði, kvæntur Jónu Jónsdóttur
frá Brúnastöðum í Fljótum og
eiga þau fjögur börn; Broddi
Skagfjörö Björnsson, f. 19.7.
1939, bóndi og oddviti á Fram-
nesi, kvæntur Arndisi Guð-
rúnu Óskarsdóttur frá Sleitu-
stöðum og eiga þau fimm börn;
Sigurður Hreinn Björnsson, f.
16.5. 1941, kennari við Nesja-
skóla í Hornafirði, var kvænt-
ur Sigríði Sigurbergsdóttur frá
Svinafefli í Hornafiröi en þau
skildu og eiga þau sex börn;
Sigurlaug Una Björnsdóttir, f.
25.2. 1943, starfsmaður hjá
Rekstrarvörum í Reykjavík,
var gift Guðjóni Bjarnasyni frá
Selholti í Mosfellsbæ en þau
skildu og eiga fjögur börn;
Helga Björk Björnsdóttir, f.
7.11. 1944, forstjóri í Hvera-
geröi, var gift Björgvini Gunn-
arssyni en þau skildu og eiga
þau þrjú börn; Gísli Vlðir
Björnsson, f. 16.4. 1947, trésmið-
ur, búsettur í Varmahlíð, var
kvæntur Hallfríði Hönnu
Ágústdóttur frá Kálfardal en
þau skildu og er sambýliskona
Gísla Dagný Gunnarsdóttir;
Ingimar Birgis Björnsson f. 1.3.
1950, húsasmíðameistari á
Sauðárkróki, kvæntur Sigríði
Sigurðardóttur og eiga þau
þrjú börn; Valdimar Reynir
Björnsson, f. 15.10. 1951, búsett-
ur á Sauðárkróki.
Systkini Björns eru öH látin.
Þau sem komust til fullorðins-
ára voru Hólmfriður, húsfreyja
í Felli í Sléttuhlíð og síðar i
Reykjavík; Kristín, húsfreyja í
Garði í Hegranesi og síðar í
Kópavogi; Una, hjúkrunarkona
í Reykjavík; Helga, húsfreyja á
Víðivöllum í Blönduhlíð; Jón,
bóndi á Framnesi og síðar í
Reykjavík; Jóhannes, dó rúm-
lega tvítugur.
Foreldrar Björns voru Sig-
tryggur Jónatansson, siðast
bóndi í Framnesi, og k.h., Sig-
urlaug Jóhannesdóttir hús-
freyja.
Ætt
Sigtryggur var sonur Jón-
atans, b. í Litla-Árskógi og síð-
ar á Reykjahóli í Fljótum, Ög-
mundssonar, b. á Efri-Vind-
heimum i Eyjafiröi, Ólafssonar,
b. á Kálfskinni.
Móðir Sigtryggs var Hólm-
fríður Gunnlaugsdóttir frá Gröf
á Höfðaströnd, Þorvaldssonar.
Sigurlaug var dóttir Jóhann-
esar, hreppstjóra á Dýrfmnu-
stöðum, Þorkelssonar, b. á
Svaðastöðum, Jónssonar. Móð-
ir Sigurlaugar var Kristín
Jónsdóttir, b. á Framnesi, Jóns-
sonar, og Rannveigar, systur
Györíðar, móður Stefáns Steph-
ensens, prófasts í Vatnsfirði.
Merkir íslendingar
Klemens K. Kristjánsson tilraunastjóri
fæddist í Þverdal í Sléttuhreppi í Norður-
ísafjarðarsýslu 14. maí 1895. Hann var sonur
Bárðar Kristjáns Guðmundssonar, bónda í
Þverdal, og f.k.h., Júdit Þorsteinsdóttur hús-
freyju.
Klemens stundaði nám í Lýðháskóla i
Reykjavík 1915-1916, sigldi til Noregs og
stundaði nám við Tuni Landboskole 1917-1918,
í Viborggaard Græsmarkskole 1919-1922 og
lauk þaðan prófum í búvísindum með áherslu
á grasfræ- og grasrækt, stundaði nám við
Landbúnaöarháskólann í Noregi 1922-1923 og
lauk þaöan prófum.
Klemens var starfsmaöur hjá Búnaðarsam-
bandi Suðurlands og Búnaðarfélagi íslands
Klemens K. Kristjánsson
1919-1921, var aðstoðarmaður við Gróðrarstöð-
ina í Reykjavík 1923-1927 en lengst af tilrauna-
stjóri og bústjóri á Sámsstöðum í Fljótshlíð
eða frá 1927 og til starfsloka. Tilraunastöðin á
Sámsstöðum var fyrst á vegum Búnaðarfélags
íslands en frá 1941 á vegum ríkisins. Þar
stjórnaði Klemens hinum merku kornyrkjutil-
raunum sínum sem hófust 1923.
Klemens gegndi ýmsum trúnaöarstörfum,
var formaður Ræktunarsambands Fljótshlíð-
ar, Hvolhrepps og Rangárvalla, Búnaðarfélags
Fljótshlíðar og Fóðurbirgðafélagsins þar.
Kristján konungur X veitti honum silfurbikar
1935 í viðurkenningarskyni fyrir kornyrkjutil-
raunirnar.
Þjónustu-
auglýsingar
►I550 5000