Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Page 27
43
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001
DV
Robert Zemeckis 49 ára
Einn besti starf-
andi leikstjóri í
Hollywood, Robert
Zemeckis, á afmæli
í dag. Myndir hans
hafa náð miklum
vinsældum og hefur
hann oftar en ekki
verið á undan öðrum hvað varðar
tækniframfarir. Zemeckis hefur leik-
stýrt þrettán kvikmyndum og meðal
þeirra eru Romancing the Stone, Back
to the Future, myndirnar þrjár: Who
Framed Roger Rabbit, Death Becomes
Her, Forrest Gump, og nú síðast What
Lies Between og Cast Away, sem báð-
ar hafa slegið í gegn.
Gildir fyrlr þriöjudaginn 15. maí
Vatnsberinn (20. ian.-l8. febr.):
■ Vinur þinn leitar til
þin með vandamál sem
kemur þér ekki síður
við en honum. Lausn
vandans veltur þó aðallega á
þriðja aðila.
Rskarnlr (19. febr.-20. mars):
Þér gengur vel að tala
Ivið fólk i dag einkum
þá sem þú þekkir ekki.
Þú finnur lausn á
vandamáli innan fjölskyldunnar.
Happatölur þínar eru 3, 11 og 17.
Hrúturinn (?1. mars-19. aprill:
. Þú þarft að gefa þér
* meiri tima til að hitta
vini og ættingja þó að
það komi niður á vinn-
unni. Láttu einkamálin ganga fyr-
ir.
Nautið (?0. apríl-20. maíl:
í dag gefst gott tæki-
færi til að kynnast
ýmsum nýjungum og
færa sig yfir á annan
vétívang. Ekki vera of fljótur að
taka ákvarðanir.
Tvíburarnlr (21. maí-21. iúni):
Einhver er ekki sáttur
við framkomu þína í sinn
— / / garð og er líklegt að þú
sért ekki heldur alls kost-
ar ánægður með sjálfan þig. Hafðu
frumkvæðið að því að leita sátta.
Krabbinn (22. iúnt-22. iúii):
Farðu varlega í allar
I breytingar og við-
skipti. Hugsaðu þig vel
__ um áður en þú ferð
■ ráðleggingum ókunnugra.
Llónlð (23. iúli- 22. áeúst):
Skemmtilegur dagur
er framundan og þú
átt í vændum rólegt
kvöld í góðra vina
hópi. Happatölur þínar eru 6, 19
og 27.
Mevian (23. agflst-22. seotð:
/*. Þetta verður rólegur
dagur. Þú hittr ætt-
^^^lfcingja þína og vini og
^ f þið ræðið mikilvæg
mál sem snerta fjölskyldumeðlim.
Vogin (23. sept-23. okt.l:
J Fyrri hluti dagsins
verður viðburðarríkur
V f og þá sérstaklega í
r f vinnunni. Þú skalt
nota seinnihluta dagsins til að
hvíla þig.
Sporðdreki (24. okt.-2l. nóv.i:
Einhver órói gerir vart
við sig innan vinahópsins
l\> og þú sérð fram á að
þurfa að koma málunum
1 lag. Ekki hafa of miklar áhyggjur
þetta á alit saman eftir að jafna sig.
Bogamaður (22. nðv.-21. des.l:
.Ferðalag er á dagskrá
'hjá sumum og þaö
þarfhast mikillar
skipulagningar. Not-
aðu tíma þinn vel og gættu þess
að fá næga hvíld.
Stelngeitln (22. des.-i9. ian.i:
Fáðu álit annarra á
áætlun þinni í sam-
bandi við vinnuna
áður en þú framkvæm-
ir hana. Þú ættir að fara varlega í
viðskiptiun.
a
ir hana. Þi
Jói útherji
Reykjavlkuiiíorg
Borgarverkfrœðingur
Lóðir á
Kjalarnesi
Auglýst er eftir umsóknum um byggingarrétt á
eftirtöldum lóðum við Jörfagrund á Kjalarnesi:
Embýlishús: Lóðir nr. 1 — 10 við Jörfagrund
(10 lóðir).
Raðhús: Fjórar lóðir við Jörfagrund:
Nr. 23 - 27, 29 - 33 og 35 - 39
(3 fbúðir á hverri lóð)
og nr. 46 — 52 (4 íbúðir).
Umsóknareyðublöð og skilmálar fást á skrifstofu
borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð.
Einnig er liægt að nálgast þessi gögn á heimasíðu
Borgarverkfræðings (www.reykjavik.is/bv) undir
málaflokknum „lóðir“.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563 2300.
Umsóknum um byggingarrétt á ofangreindum lóðum
skal skila til skrifstofu borgarverkfræðings, Skúla-
túni 2, fyrir kl. 16:00 mánudaginn 21. maí 2001.
Reynist eftirspum meiri en framboð verður dregið úr
innsendum umsóknum. Umsækjendur fá síðan að
velja lóðir f þeirri röð sem umsóknir þeirra em dregnar
út, enda uppfylli þeir skilyrði úthlutunarskilmála.
Vakin er athygli á því að á ofangreindum
umsóknarfresti verður ekki tekið við umsóknum frá
lögaðilum.
Borgarverkfrœðingurinn í Reykjavík
Tilvera
Kidman í Cannes
Ástralska leikkonan Nicole Kidman kom, sá og sigraði á kvikmyndahátíöinni í
Cannes í Frakklandi þar sem nýjasta myndin hennar, Moulin Rouge, var sýnd
viö opnunarathöfnina. Myndin ku vera falleg ástarsaga sem gerist meðal
dansara og annarra í þeim fræga næturklúbbi Rauöu myllunni í París.
mmm
Legghlífar
Mitre Max Pro legghlífar,
r. 1.990.
Legghlífar
Mitre Titanium Pro
legghlífar, léttar og sterkar,
kr. 2.490.
ÍLrs''
Markmannshanskar
Mitre Trancender Pro-
hanskar, kr 2.990.
Skór Mitre Supremo MX
leðurskór, skópoki fylgir,
kr. 9.990.
Skór Mitre Salvador
RMS, st. 28-40.
Verð kr. 2.990.
5kór Mítré Satrun RMS,
•st. 33-38. Verð kr. 3.490.
Knattspymuverslun i
Ármúla 36, Reykjavik,
sími 588 1560
www.mitre.com
Kata Zeta vill
engan glamúr
Kvikmyndadísin Catherine Zeta-Jo-
nes var náttúrlega afar ánægð með að
vera á forsíðu tímaritsins People þeg-
ar það birti lista sinn yfir þá 50 falleg-
ustu. Kata er hinsvegar ekki jafn
ánægð með að vera á forsíðu tímarits-
ins Glamour í júní. Tímaritið er með
umfjöllun um leikkonuna og birtir af
henni tveggja ára gamlar myndir.
Þykir Kötu það móðgandi. Litið er á
umfjöllun Glamour sem svar við við-
tali tímaritsins Vogue við Kötu er birt
verður í júli næstkomandi.
Grillað undir
kirk j uveggnum
Síðasti dagur sunnudagaskóla
Þrátt fyrir þræsing hlýjaði sólin annaö veifiö og griHveislan var hin besta hátíö hjá krökkunum á Suöureyri.
DV, SUÐUREYRI:___________________
Á Suðureyri er rótgróin hefð
fyrir sunnudagaskólastarfi í
kirkjunni. Hefur verið vel mætt í
allan vetur sem endranær, milli
30 til 50 manns í hvert sinn.
Sunnudaginn 29. apríl sl. lauk
vetrarstarfi sunnudagaskólans.
Var af því tilefni slegið upp grill-
veislu að sunnudagaskóla lokn-
um undir suðurvegg kirkjunnar.
Brögðuðust pyslurnar vel en
grillmeistari var Snorri Sturlu-
son, útgerðarmaður og gjaldkeri
sóknarnefndar. Veður var allgott
en nokkuö kólnaði þegar ský dró
fyrir sólu annað veifið. Andaði þá
gjarnan köldu um leið af norð-
austri. Sumir hlupu heim eftir
úlpum en aðrir brugðu á þaö ráð
að neyta veitinganna inni í kirkj-
unni. -VH
DV*IVND VALDIMAR HREIÐARSSON