Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Síða 29
45
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001_________________________________________
X>-v" Tilvera
E vró vis j ónkvöld
í Reykjavík
Kvöldverður, kertaljós og Evróvisjón
Vinkonurnar Edda Waage, Ólöf Sigvaldadóttir og Bogey Ragnarsdóttir komu
saman í Þjóöleikhúskjallaranum til að fylgjast meö söngvakeppninni. Þær
voru bjarstsýnar og spáðu íslenska laginu fimmta til sjöunda sæti en sú spá
rættist því miöur ekki eins og alþjóð er kunnugt.
Menn komu víða saman á laugar-
dagskvöldið til að fylgjast með
Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva sem send var út frá Kaup-
mannahöfn. Ýmsir staðir auglýstu
sérstök Evróvisjónkvöld þar sem
hægt var að fylgjast með keppninni
á stórum skjá og njóta góðra veit-
inga um leið. Að vísu lék lukkan
ekki við íslendinga í Parken í þetta
skiptið frekar en í landsleiknum
hér um áriö. Margir höfðu jú bund-
ið vonir við að Two tricky-flokkur-
inn myndi blanda sér í baráttuna
um efstu sætin og urðu vonbrigðin
því talsverð þegar leið á stigagjöfma
og hlutskipti okkar manna varð
Ijóst.
Evróvisjón-menn dvmyndireinarj
Skjöldur Sigurjónsson, fyrrverandi stórkaupmaöur, stóö ásamt fleiri aö Evró-
visjónkvöldi í Þjóöleikhúskjallaranum. Hér er hann ásamt Kristjáni Jónssyni,
myndlistarmanni og Evróvisjón-áhugamanni.
Evróvisjónstemning í Stúdentakjallaranum
Viöskiptafræöinemarnir Arnar Björnsson, Elsa Böövarsdóttir, Hrund Jóns-
dóttir og Atli Freyr Sævarsson gerðu sér glaöan dag í Stúdentakjallaran-
um: gæddu sér á pitsum, drukku bjór og fylgdust meö Evróvisjón. Betra
gæti þaö ekki veriö.
Andrea í Evróvisjón
Þaö væri ekki úr vegi aö senda Andreu Gylfadóttur á Evróvisjón. Hún mætti
ásamt Einari Rúnarssyni, eiginmanni sínum, í Þjóöleikhúskjallarann á
laugardaginn.
Hlnsegin Evróvisjón
Sunna og Jóhann Freyr voru meöal gesta á sérstöku Evróvisjónkvöldi
Spotlight. Heidur fámennt var þar á bæ og róleg stemning, eins og reyndar
víðast hvar.
Sviðsljós
McCartney á
biðilsbuxunum
Paul McCartney segir allar líkur
á því að hann gangi að eiga unnustu
sína, fyrirsætuna Heather Mills.
„Ég gifti mig kannski aftur en
það er ákvörðun sem við munum
taka i einrúmi og ekki fyrr en þá
verður það gert opinbert,“ hafa
bresk dagblöð eftir Bitlinum fyrr-
verandi sem var með öllu hinu fína
fólkinu á kvikmyndahátíðinni í
Cannes. Paul, sem er 58 ára, byrjaði
að vera með hinni 33 ára gömlu He-
ather árið 1999, hálfu öðru ári eftir
andlát Lindu, eiginkonu sinnar til
þrjátíu ára.
Notar ekki fjöl-
miðlana
Leikkonan Nicole Kidman, sem
vakti mikla athygli á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes, kvaðst aldrei ræða
um skilnað sinn opinberlega. Hún
sagöi að ýmislegt heföi verið sagt og
skrifað en að eina leiðin til að halda
virðingu sinni væri að ræða ekki
málið. Það ætti ekki að nota fjöl-
miðla til að greina frá málavöxtum.
Nicole kvaðst eiga frábæra fjöl-
skyldu, sterka, trausta og jarð-
bundna. Leikkonan ræddi fúslega
um samstarf sitt við leikstjórann
McGregor og sagði þau hafa sungið
saman fyrst þegar þau hittust. Það
hefði verið yndislegt.
*
<
íþróttafélagið Valur í Reykjavík
fagnaði níutíu ára afmæli sínu síð-
astliðinn föstudag í félagsheimili
sínu að Hlíðarenda. Fjöldi Vals-
manna á öllum aldri tók þátt í að
fagna áfanganum í kaffisamsæti
sem haldið var í tilefni af afmælinu.
Hátíðarhöldin hófust strax um
morguninn með athöfn við styttu
sr. Friðriks Friðrikssonar og vigslu
á nýju skrifstofuhúsnæði.
T"---
Klipptu á borðann
Þeir Sigurður Ólafsson og Úlfar Þóröar-
son, sem báöir eru heiðursfélagar í
Val, klipptu á boröann og tóku þar
meö í notkun nýja skrifstofuhúsnæðiö.
Valur níutíu ára
HARTÖPPAR
FrálBERl
og HERKUL]
Margir
verðflokkar
Rakarastofan
Klapparstíg
Fjolmenn afmælisveisla
Fjöldi Valsmanna var mættur til
aö leggja blómsveig aö styttu
sr. Friðriks og til aö taka þátt í
hátíðahöldunum.
DV-MYNDIR ÞÓ
Blómsveigur iagöur að styttu
sr. Friðriks Friðrikssonar
Þóröur Þorláksson, einn heiö-
ursfélagi Vats, leggur blómsveig
að styttu sr. Friöriks Friöriksson-
ar á Hlíöarenda aö morgni af-
mæiisdagsins.
vtsA
Toyota
Nissan
Range Rover Ford
Chevrolet
Suzuki
Cherokee
JeepWillys
Land Rover
Musso
Isuzu
/'Píi'Y heimasíða:
www.sinmet.is\aplast
ALLT PLAST
Kænuvogi 17 • Sími 588 6740
Framleiðum brettakanta. sólskyggni og boddíhluti á flestar gerðir jeppa.
einnig boddíhluti í vorubíla og vanbíla. Sérsmíði og viðgeiðir.