Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Qupperneq 32
 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001 Verkfall Hlífar í Hafnarfirði hófst á miðnætti: Yfir þúsund leik- skólabörn heima - hefur víðtæk áhrif, segir bæjarstjóri Verkfall tæplega 400 félagsmanna í Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnar- firöi hófst á miðnætti í gær. Félags- menn felldu í síðustu viku samning sem gerður hafði verið við launa- nefnd sveitarfélaga og var það í ann- að skiptið í kjaradeilunni sem þeir felldu kjarasamning. Að sögn Sigurðar T. Sigurðssonar, i formanns Hlífar, nær verkfallið að- allega til kvenna sem vinna á leik- skólum, gæsluvöllum, við heima- þjónustu og ræstingu hjá stofnunum bæjarins og eru grunnskólar meðal þeirra. „Verkfallið mun aðallega hafa þau áhrif að leikskólar og gæsluvellir verða lokaðir, heima- þjónusta fellur niður og ræstingar verða ekki í grunnskóium," segir Sigurður og bætir við að þetta muni Siguröar T. Magnús Sigurösson. Gunnarsson. því hafa mikil áhrif. Hann segir að fulltrúar félagsins hafi fundað í gær með launanefnd sveitarfélaga í húsakynnum sáttasemjara en ekki náðist samkomulag og verður því fundað aftur í dag, klukkan fimm. „Við hefðum viljað hafa stífari fundi og að fleiri hefðu tekið við sér,“ seg- ir Sigurður. Hann vildi að öðru leyti ekki ræða hvað skilur á milli deilu- aðila en vonar að lausn fmnist sem fyrst. Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að verkfallið muni leiða til þess að loka verði tólf leik- skólum í bænum sem á eru yfir þús- und börn. Ef verkfallið dregst á lang- inn muni það einnig verða til þess að loka verður öllum grunnskólum í bænum þar sem engar ræstingar verða í þeim. „Við lítum málið al- varlegum augum og þetta kemur niður á hinum almenna bæjarbúa og þó svo maður hafi alltaf samúð með fólki sem er að berjast fyrir sínum réttindum þá mun þetta hafa víðtæk áhrif,“ segir Magnús. Hann vonar að málið leysist sem allra fyrst. -MA Ekiö á gangandi r> vegfarendur Ekið var á tvo gangandi vegfarend- ur í Mosfellsbæ aðfaranótt sunnu- dags. Atburðurinn átti sér stað við Varmárbakka og stakk ökumaðurinn af. Hann náðist skömmu seinna eftir ábendingar fórnarlambanna og er grunaður um ölvun. Vegfarendurnir voru fluttir á slysadeild með minni háttar meiðsli. -hdm Bílvelta við Enniskot Umferðaróhapp varð við bæinn Enniskot í Húnaþingi vestra í gærdag með þeim afleiðingum að flytja varð v fólk á slysadeild. Tveir bilar voru að mætast og virðist sem annar hafi far- ið yfir á rangan vegarhelming. Bílam- ir skullu saman og valt annar við áreksturinn og voru farþegar í honum fluttir á slysadeild. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir og voru fluttir af slysstaðnum með dráttarbifreið. -hdm Tekinn á 177 Ungur ökumaður var mældur á 177 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi um helgina. Þegar lögregla ætlaði að stöðva hann reyndi hann að komast undan en það fór ekki betur en svo að vegslóðinn sem hann ók reyndist blindgata. Reyndi hann þá að komast t m undan á hlaupum en vaskir lögreglu- menn hlupu hann uppi. -hdm Ókeypis áfengi og matur - rúlletta og black-jack: Spilavíti í miðborginni - lögreglan veit ekkert Höröur Jóhannesson. „Eg hef ekki hug- mynd um þetta - hef aldrei heyrt af þessum stað,“ segir Hörður Jóhannes- son yfirlögreglu- þjónn um spilavíti sem rekið hefur verið um alllangt skeið í miðborg Reykjavíkur. Hús- næðið er skráð við Suðurgötu 3, í portinu á bak við hús Happdrættis Há- skólans og Hjálpræðis- hersins, og þar er bjalla sem gestir hringja vilji þeir fá inngöngu í spilavítið. „Ég hef ekki orðið var við að menn séu sérstaklega valdir til inn- göngu. Þarna getur hver sem er far- ið og spilað bæði rúllettu og black- jack,“ segir viðmælandi DV sem vanið hefur komur sínar í spilavít- ið. „Þama er veitt ókeypis áfengi og matur fyrir spilara og það er ef til vill glufan sem eigendur hafa fund- ið til aö fá að starfrækja spilavítið í friði. Lögreglan hlýtur að vita af þessu. Allir sem vilja þekkja þenn- an stað.“ í símaskránni er spilavítið skráð sem Bridsklúbburinn Suðurgötu 3 en á krítarkortanótum gesta er inn- Inngangurinn í spilavítiö Staöinn sækja bæöi þekktir sem og óþekktir borgarar sem eiga spila- áráttuna sameiginlega. heimtuaðili hins vegar „Bridsklúbb- urinn - Félag“. „Þarna eru posavélar og maður tekur út peninga að vild. Ég hef hins vegar aldrei séð nokkurn mann spila bridge þarna,“ segir við- mælandinn og bætir því við að alltaf sé ró yfir gestum og staðinn sæki bæði þekktir sem og óþekktir borgarar sem eigi spilaáráttuna sameiginlega. -EIR Rýnt í frumvarp °™™d pjetur Grétar Mar Jónsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins, rýnir í frumvarp sjávarútvegsráðherra sem bannar verkfall sjómanna. Mikil reiöi er meöal sjómanna vegna frumvarpsins og jafnvel er taliö að þeir muni leita liösinnis erlendis frá. Bls. 2 og 4. LÓÐ FYf^lR FULLT HU5! Reykjavíkurborg býður landrými fyrir 383 íbúðir: Lotterí með nýjar lóðir - kaupendur standist 20 milljón króna greiðslumat Reykjavíkurborg býður fram land- rými fyrir 383 nýjar íbúðir í Grafar- holti og á Kjalarnesi og hafa lóðirnar þegar verið auglýstar. Um er að ræða lóðir fyrir 360 íbúðir í Grafarholti og 23 til viðbótar á Kjalarnesi. 64 einbýlishúsaíóðir í Grafarholti verða boðnar einstaklingum á föstu verði en byggingarréttur þeirra lóða sem eftir standa verður boðinn bygg- ingaverktökum en þar er um að ræða fjölbýlis-, par- og raðhús. Einbýlis- húsalóðirnar veröa seldar á 3-3,5 milljónir króna og fer verðið eftir Nýjar lóöir í Grafarholti Dregiö úr umsóknum í viöurvist sýslumanns. staðsetningu og stærð lóðar. Lóðir sem snúa móti suðri verða dýrari en hinar sem snúa í norður, með útsýni til Esjunnar. „Eftirspurn eftir lóðum i Reykjavík er meiri en framboðið þannig að við eigum von á að færri fái einbýlis- húsalóðirnar en vilja. Því hefur verið ákveðið að draga úr umsóknum sem berast í viðurvist fulltrúa frá sýslu- manninum í Reykjavik en allir um- sækjendur verða að hafa staðist 20 milljón króna greiðslumat til að eiga möguleika á lóð,“ sagði Ágúst Jóns- son, skrifstofustjóri borgarverkfræð- ings. -EIR Verö frá 35.500 EVRó Allar staerðir Gsrf533Si4?43

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.