Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 8
8
Notaðir bílar hjá
Suzuki bilum hf.
Toyota Corolla Luna, 5
d., ssk.Skr. 9/97,
ek. 50 þús. Verð
kr. 1.250 þús.
Ford Focus1
Skr. 3/00
ek. 11 þús.
Verð kr. 1.390 þús.
VW Vento GL Skr. 7/94,
ek. 87 þús.
LR-245
Verð kr. 670 þús.
Suzuki Baleno GLX, 4 d.,
ssk.Skr. 6/96, ek. 73 þús.
Suzuki Jimny JLX, 3 d.,
ssk.Skr. 7/99,
ek. 20 þús.
Verð kr. 1220 þús.
Honda Civic Si,
4 d., bsk.Skr. 10/98,
ek. 44 þús.
Verð kr. 1.020 þús.
Suzuki Vitara JLX, 5 d.,
bsk.Skr. 3/98, ek. 55 þús.
Verð kr. 1.190 þús.
Suzuki Vitara V6,
ssk.Skr. 6/95, ek. 99 þús.
Verð kr. 1.040 þús.
Suzuki Swift GLX, 5 d.,
bsk.Skr. 3/98, ek. 52 þús.
Verð kr. 650 þús.
Hyundai Accent GLSi, 5
d., ssk.Skr. 3/99, ek. 20
þús.
Verð kr. 840 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
---------------.....—.
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, simi 568-5100
Viðskipti
Umsjón: Vi&skiptablaðlð
Verðbólgureikn-
ingsskil til óþurftar
Umræðan um það hvort halda
eigi í eða leggja niður verðbólgu-
reikningsskil hér á landi hefur far-
ið stigvaxandi á undanförnum
árum, en slík reikningsskil leið-
rétta ársreikninga fyrirtækja fyrir
verðlagsbreytingum og veita
þannig lesendum nákvæmari upp-
lýsingar um niðurstöðu rekstrar-
ins. íslenska hagkerfið hefur verið
að opnast allan síðasta áratug og
krafan um verðbólgureikningsskil
hefur skapað ýmsar hindranir fyr-
ir islensk fyrirtæki erlendis, bæði
gagnvart lánsfjármagni og eins
fjárfestum. Hindrunin felst aðal-
lega í því að verðbólgureiknings-
skilin torvelda erlendum aðilum
raunhæft mat á afkomu islenskra
fyrirtækja þar sem þeir reka upp
stór augu þegar lesa skal í aðferðir
slíkra reikningsskila.
Málþing stendur fyrir dyrum
Á morgun verður haldið málþing
um slík verðbólgureikningsskil að
frumkvæði endurskoöunar- og ráð-
gjafarfyrirtækisins Deloitte &
Touche í samvinnu við Félag lög-
giltra endurskoðenda og Félag við-
skipta- og hagfræðinga. Málþingið
verður haldið í Hvammi á Grand
Hótel og stendur frá klukkan 16-19.
Að margra mati er orðið löngu
tímabært að afnema verðbólgu-
reikningsskilin sem lögbundið form
en fylgjendur slíkra reikningsskila
hafa að undanfórnu getað bent á
horfur á vaxandi verðbólgu og
aukna hættu á þenslu innan ís-
lenska hagkerfisins.
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, löggilt-
ur endurskoðandi hjá Deloitte &
Touche, hefur tekið saman afkomu
27 af 49 skráðum fyrirtækjum á VÞÍ
yfir 3 ára tímabil, með tilliti til
verðleiðréttinga. Samkvæmt niður-
stöðum hennar er afkoma fyrirtækj-
anna á árinu 2000 2,6 milljarðar skv.
ársreikningi en væri 1,8 milljarðar
króna ef verðbólgureikningsskil
hefðu verið afnumin í upphafi
rekstrarárs. Munurinn er 31% en á
árinu 1999 var þessi munur 8,6% og
1,7% árið 1998.
Af þeim fyrirtækjum sem tilheyra
fjármálageiranum nemur hagnaður
864 m.kr. samkvæmt ársreikningi
en væri 1,3 milljarðar án verðbólgu-
reikningsskila. Þetta kemur hins
vegar verr út fyrir sjávarútveginn.
Tap upp á 2,6 milljarða króna yrði
að 3,1 milljarðs króna tapi ef ekki
væru gerð verðbólgureikningsskH.
„Það er þumalputtaregla i þessu
sambandi að þau fyrirtæki sem hafa
miklar peningalegar skuldir á móti
peningalegum eignum koma yfir-
leitt verr út á pappírunum ef verð-
bólgureikningsskil yrðu afnumin.
Hingað til hefur umræðan um þetta
mál nánast einskorðast við fjár-
málaráðuneytið og löggilta endur-
skoðendur en vakin verður athygli,
með málþinginu á morgun, á því
sem aðilar atvinnulífsins hafa um
þetta að segja. Hingað til hafa verð-
bólguleiðrétt reikningsskil án efa
torveldað útrás íslenskra fyrirtækja
á alþjóðlegum vettvangi,1' segir Sig-
rún.
Hrein erlend verðbréfa-
kaup dragast saman
Veröbréfakaup
Þaö sem af er árinu nema hrein erlend viöskipti 5,7 milljöröum króna
en voru 21,4 milljaröar á sama tímabili í fyrra.
Hrein erlend verðbréfakaup í apr-
H námu 1,1 miHjarði króna saman-
borið við 5,7 milljarða króna í apríl
í fyrra. Kaup á erlendum verðbréf-
um námu um 7,6 miUjörðum og
sala/innlausn um 6,6 milljörðum
króna.
í apríl í fyrra voru kaup á erlend-
um verðbréfum töluvert hærri eða
um 9,3 miUjarðar króna en þá nam
sala/innlausn um 3,8 milljörðum, að
því er segir í Hálf fimm fréttum
Búnaðarbankans Verðbréfa.
Það sem af er árinu nema hrein
erlend viðskipti 5,7 milljörðum
króna en voru 21,4 miUjarðar á
sama tímabili í fyrra. Að sögn Hálf
fimm frétta er meginskýringin á
þessum umskiptum sú að nettó-
kaup á hlutdeUdarskirteinum í er-
lendum verðbréfasjóðum hafa
dregist verulega saman. í aprU í
fyrra námu hrein viðskipti með
verðbréf um 4,9 miUjörðum króna
samanborið við um 0,6 milljarða
nú í apríl. HeUdarviðskipti með
hlutdeildarskírteini í verðbréfa-
sjóðum hafa dregist saman miUi
ára eða úr 6 milljörðum (aprU
2000) niður í 2,3 milljarða (aprU
2001) .
Viðskipti með hlutabréf hafa
hins vegar aukist en velta þeirra
viðskipta nam um 6,7 mUljöðrum
króna í apríl 2000 en var nú um
11,9 milljarðar. Að mati Hálf fimm
frétta er ástæða þess trúlega sú að
kauptækifæri hafa skapast á er-
lendum hlutafjármörkuðum eftir
lækkanir síðustu mánaða. MikU
sala/innlausn á hlutabréfum er-
lendra fyrirtækja helst þó í hendur
við kvika markaði en sem dæmi
um það má nefna að Nasdaq-vísi-
talan náði í byrjun apríl sínu
lægsta gUdi síðan 1998 en hafði i
lok mánaðarins hækkað um rúm-
lega 30% frá botngUdinu. Gengi ís-
lensku krónunnar féU verulega í
aprUmánuði eða um 6,3% sem hef-
ur líkast tU haft einhver áhrU á
viðskipti með erlend verðbréf.
Gott uppgjör hjá Sjóvá
- afkoma af vátryggingarekstri hefur batnað
Hagnaður Sjóvár-Almennra
trygginga hf. á fyrsta ársfjóröungi
var 208 milljónir króna en ekki
liggja fyrir samanburðartölur við
fyrsta ársfjórðung í fyrra. Stjórn-
endur félagsins eru sáttir við af-
komuna og gera ráð fyrir að af-
koma ársins í heUd verði betri en
hún var á árinu 2000.
í frétt frá Sjóvá segir að það sé
ljóst að afkoma af vátrygginga-
rekstri hefur batnað eftir slæma
afkomu undanfarinna ára, eink-
um í ökutækjatryggingum. Of
snemmt sé þó að fullyrða hvort
viðunandi jafnvægi miUi iðgjalda
og tjóna hafi náðst í þeirri trygg-
ingagrein en það er meginfor-
senda fyrir jákvæðri afkomu í vá-
try ggingarekstr inum.
Hagnaður af vátryggingarekstri
var 298 milljónir króna. Bókfærð
Betri afkoma
/ frétt frá Sjóvá segir aö þaö sé Ijóst
aö áfkoma af vátryggingarekstri hef-
ur batnaö eftir slæma afkomu und-
anfarinna ára, einkum í ökutækja-
tryggingum.
iðgjöld voru 2.838 mUljónir króna
en eigin iðgjöld, að teknu tiUiti til
breytinga á iðgjaldaskuld, voru
1.645 miUjónir króna. Bókfærð
tjón voru 1.251 milljón króna en
eigin tjón, að teknu tiUiti til breyt-
inga á tjónaskuld, voru 1.260 millj-
ónir króna.
Hreinn rekstrarkostnaður
vegna vátryggingarekstrar var 230
miUjónir króna. Fjárfestingatekj-
ur yfirfærðar á vátryggingarekst-
ur voru 303 mUljónir króna. Hagn-
aður af fjármálarekstri var 9 miUj-
ónir króna.
í ljósi fyrirliggjandi árshluta-
uppgjörs gera stjórnendur Sjóvá
ráð fyrir því að afkoma ársins
2001 verði betri en hún var á ár-
inu 2000. í frétt félagsins um upp-
gjörið er þó tekið fram að afkom-
an fyrstu þrjá mánuði ársins þarf
ekki að endurspegla reksturinn á
ársgrundveUi.
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001
I>V
Þetta helst
imwjiMaggEGGi.
■ ucn nnnwincuiDTi o
HEILDARVIÐSKIPTI 2070 m.kr.
- Hlutabréf 350 m.kr.
- Húsbréf 1000 m.kr
MEST VIÐSKIPTI
iTryggingamiðstöðin 57 m.kr
Sjóvá-Almennar 48 m.kr.
Flugleiðir 43 m.kr.
MESTA HÆKKUN
Osjóvá-Almennar 5,9%
©Marel 4%
©Búnaöarbankinn 3,3%
MESTA LÆKKUN
OGrandi 2,4%
© Baugur 1,6%
©Pharmaco 1%
ÚRVALSVÍSITALAN 1096 stig
- Breyting O 0,25%
Evran er góð
fyrir Bretland
Seðlabankastjóri þýska Seðla-
bankans, Ernst Welteke, segir að
upptaka evrunnar í Bretlandi yrði
gott skref fyrir breskt efnahagslíf og
þær 12 þjóðir sem nú þegar nota
evruna.
„Bretland og Evruland eru mikil-
vægustu viðskiptaaðilar hvors ann-
ars. Meira en helmingur af viðskipt-
um Breta eru við Evruland," segir
Welteke.
„Af þvi leiðir að meiri samruni
fjármála- og vörumarkaða, með því
að hafa sama gjaldmiðU, virðist fyr-
ir mér skynsamlegur kostur.“
Skuldabréfa-
skipti íbúðalána-
sjóðs svipuð
Fyrstu Qóra mánuði ársins var
fjöldi samþykktra skuldabréfaskipa
hjá íbúðalánasjóði svipaður og á
síðasta ári. Fjárhæð samþykktra
skuldabréfaskipta er um 13% lægri
á þessu ári en því síðasta.
Á sama tíma hefur fasteignaverð
á höfuðborgarsvæðinu hækkað um
12,8% en meðalfjárhæð samþykkts
láns hefur lækkað um 11% miUi
ára. Samþykktum lánum vegna ný-
bygginga einstaklinga hefur fjölgað
um 8% en fjárhæð þeirra hefur vax-
ið um 10%. Það bendir því til að
ekki dragi úr fjárfestingu í íbúðar-
húsnæði á þessu ári. Á fyrsta starfs-
ári Byggingasjóðs, sem var 1999,
voru samþykkt lán sjóðsins 31,5
miUjarðar. Horfur eru á að sam-
þykkt skuldabréfaskipti á þessu ári
verði um 24-25 miUjarðar. Þetta
kann að vera vísbending um að
dragi úr þenslu á fasteignamarkaði
á árinu. Þetta kemur fram í Hagvís-
um Þjóðhagsstofnunar.
EMMl___________ 30.05.2001 kl. 9.15
KAUP SALA
PSS§Dollar 102,900 103,430
HHQ tSSPund 146,230 146,980
l*lkan. dollar 66,880 67,300
lÍ Dönsk kr. 11,7900 11,8550
H-nNorsk kr 11,1180 11,1790
BSIsansk kr. 9,6990 9,7530
H—ln. mark 14,7844 14,8732
1 J§Fra. franki 13,4008 13,4814
| ÍBolg. franki 2,1791 2,1922
Sviss. franki 57,6700 57,9900
QhoII. gyllini 39,8890 40,1287
Ipýskt mark 44,9445 45,2146
l lH. líra 0,04540 0,04567
flZílAust. sch. 6,3882 6,4266
S * ÍPort. escudo 0,4385 0,4411
U—|Spa. peseti 0,5283 0,5315
1 * jjap. yen 0,85600 0,86110
H —lírskt pund 111,614 112,285
SDR 129,4300 130,2100
Hecu 87,9038 88,4320
■
I
i
I
I