Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 23
43 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001 I>V Tilvera Colm Mea- ney 48 ára írski leikarinn Colm Meaney verður flörutíu og átta ára í dag. Hann er sjálfsagt þekktastur fyrir að hafa leikið í Star Trek-kvikmyndun- um og eiga fastasæti í sjónvarpsserí- unni Star Trek: Next Generation. Meaney hefur þó gert margt fleira. Hann er meðal virtustu leikara ír- lands og lék í mörg ár á sviði og í breskum úrvalskvikmyndum áður en hann flutti vestur um haf. Meðal ann- ars var hann tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn í The Snapper. Gildir fyrir fimmtudaginn 31. maí Vatnsberinn i?.o. ian.-ia. fehr.): . Dagurinn verður róleg- ur og það er gott and- rúmsloft í kringum þig. Hópvinna gengur vel og þú kannt vel við þig f stór- um hópi. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: Varastu að baktala þá Isem þú þekkir þvl að það kemur þér í koll síðar. Ekki segja neitt um einhvem sem þú treystir þér ekki til að segja við hann. Hrúturinn (gi.mars 39. gpríl): . Reyndu að taka það ' rólega í dag, einkum fyrri hluta dagsins. Þú færð óvænt skilaboð í kvöld. Farðu gætilega í fjármál- um. Nautið (20. april-20. maíl: Það kemur upp vanda- mál í vinnunni en þér tekst að leysa greið- lega úr því. Varastu eruleysi. Tviburarnir (21. mai-21. iúní): V Fjármálin standa vel °g þér gengur vel í við- skiptum. Gættu þess þó að rasa ekki um ráð fram. Krabbinn (22. iúní-22. iúiii Þú átt skemmtilegan | dag í vændum. Félags- lífið er með besta móti ______ en þú skalt fara var- lega í fjármálum. Liónið (23. iúli- 22. áaústt: Það er mikið að gera hjá þér í dag og þú verður að vera fljótur ..........að meta aðstæður svo að þú getir tekið réttar ákvarðan- ir. Mevlan (23. ágúst-22. sept.k Vinir þínir em þér of- <\V\\ arlega í huga i dag og 'l-þú nærð góðu sam- ^ f bandi við fólkið í kringum þig. Happatölur þlnar era 6, 29 og 32. Vogjn (23. sept.-23. okt.l: Heppnin er með þér í dag og þér bjóðast tækifæri sem þú hefur beðið eftir lengi. Kvöldið gæti þó valdið smávægi- legum vonbrigðum. Sporðdreki (24. okt.-21. nnv.l: Núna er góður timi til að sýna öðmm hvað *þú raimverulega getur, | sérstaklega í vinnunni. Heimilislifið verður gott í dag. Bogamaður (22. nnv.-?l. des.l: lEinhver sem þú þekkir 'vel hefur mjög mikið að gera og veitti ekki af aðstoð frá þér. Þú fengir hjálpsemina laimaða ríku- lega seinna. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: Ástarmálin era í ein- hverjum ólestri en vandinn er smærri en þig granar og það leys- ist úr honum fljótlega. Happatölur þinar eru 3, 7 og 17. voem us. ý Bill Bourne og KK á tónleikum: Fyrrverandi körfuboltastjarnan og núverandi partífikillinn Dennis Rodman heldur því fram að hann sé ofsóttur í bæjarfélagi sínu, Newport Beach í Kalifornfu, og íbúar þess hafi verið að reyna að bola sér í burtu síðan hann flutti þangað. Samþykkt var á bæjarráðsfundi að taka harðar á hávaðaseggjum og telst Rodman vera þeirra verstur með um 50 heimsóknir frá lögreglu vegna kvartana um hávaða seinasta árið, auk þess hefur hann verið sektaður um 8500 dollara. Rithöfundar og aörir rugludallar Þórarinn Óskar Þórarinsson (Aggi) hefur fyrir löngu skapað sér sess sem einn fremsti mannlífsljós- myndari okkar íslendinga. Bera ljósmyndabækur hans, Innan garðs og í bláum skugga, hæfileikum hans og næmu auga fagurt vitni. Um helgina opnaði Aggi sýningu undir yfirskriftinni Rithöfundar og aðrir rugludallar í Galleríi Smíöar og skart. Eins og ráða má af titlinum getur þar að líta ljósmyndir af rit- höfundum og öðru fólki sem ljós- myndarinn hefur rekist á um ævina og er sá hópur æði fjölbreytilegur. DVA1YNDIR EINAR J. Myndasmiburinn Ljósmyndarinn Þórarinn Óskar Þórarinsson í bol meö mynd af sjálfum sér og fornvini sínum, Einari Kárasyni. Yfirskriftina getur hver túlkaö aö vild. Rodman ofsóttur Sposkir á svip Sigurjón Magnússon rithöfundur og Jóhannes Magnússon húsamál- ari voru meöal gesta á opnuninni hjá Agga. Spáð í verkln Steingrímur Gautur Kristjánsson lögmaður og Pétur Örn Björnsson arkitekt spá í myndirnar. Bourne hefur heillað landann Kanadíski gítarleikarinn og söngvarinn Bill Bourne hefur heiðr- að landann með nærveru sinni und- anfama daga, haldið hljómleika í höfuðborginni og úti á landi. Það er skemmst frá því að segja að þama er á ferðinni stórgóð skemmtun frá- bærs listamanns. Og það er ekki leitt fyrir okkur að Bill Bourne rek- ur ættir sínar til íslands og er hér á landi meðal annars til að kynna sér land forfeðra sinna. í síðustu viku hélt hann ásamt KK tónleika í Saln- um í Kópavogi og var húsfyllir. Þeir félagar ætla að endurtaka leikinn í kvöld í Kafílleikhúsinu og hefjast tónleikarnir kl. 21. Bill Bourne er barnabamabam Klettafjallaskáldsins, Stephans G. Stephanssonar, sagnamaðurinn og ljóðskáldið er honum því í blóð bor- ið. Bill er vel þekktur á heimaslóð- um sínum í Albertafylki og vinsæll meðal unnenda þjóðlagatónlistar um allt Kanada. Hann hefur sjö sinnum verið tilnefndur til Juno- verðlaunanna fyrir sína tegund tón- listar og tvívegis hlotið þau (Juno- verðlaunin eru helstu tónlistarverð- laun Kanada, sambærileg við Grammy-verðlaunin í Bandaríkjun- um). BiH Bourne, líkt og KK, fer sín- ar eigin leiðir í tónlistinni. Tónlist hans er einkar frumleg og sérstæð blanda af margvislegri al- þýðutónlist, t.d. blues, keltneskri tónlist og indíánatónlist. Bill er snillingur á gítarinn og röddin er blæbrigðarík, hrjúf og mjúk í senn. Nýjasta plata hans, Tri Continental, sem hann vann ásamt Vingjarn- legri útgáfa Fyrsta stórmynd sumarsins, Pearl Harbor, hefur nú verið frum- sýnd i Bandaríkjunum. Þar segir frá árás Japana á Perluhöfnina í seinni heimstyrj- öldinni og er pólitiskur rétttrúnað- ur ekki alveg í hávegum hafður þar sem ýmis ófögur orð eru notuð um Japani. Þvi var ákveðið að sýna ritskoð- aða útgáfu í Japan þar sem niðr- andi ummæli um þá hafa verið tek- in út. Bandaríkjamenn af japönskum ættum hafa þegar látið hneykslun sina í ljós og hafa áhyggjur af því að myndin kyndi undir kynþátta- hatri. Bill Bourne Barnabarnabarn Klettafjallaskálds- ins hefur hrifiö íslendinga meö stór- góöri tónlist. Lester Quitzau og Madagascar Slim, var valin besta platan í flokki þjóð- lagatónlistar á síðustu Juno-verð- launahátið. Það er mikil upplifun að heyra og sjá Bill Bourne leika á tónleikum. Með kassagítarinn að vopni spinnur hann tónlist sína, fer frá þéttum ryþma yfir í innblásin sóló. Hann blandar saman áhrifum úr öllum áttum, frá afrískri tónlist, blús, swing, gospel, cajun-tónlist, kelt- neskri tónlist, frumbyggjatónlist og flamenco og jafnvel má heyra óm- inn af sítarleik á köflum. -HK Ársfundur Eftirlaunasjóós starfsmanna íslandsbanka Ársfundur Eftirlauna- sjóðs starfsmanna íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 14. júní nk. kl. 17.15 á 5. hæð (Hólum) á Kirkjusandi. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningar kynntir 3. Skýrsla um tryggingafræðilega úttekt kynnt 4. Fjárfestingastefna kynnt 5. Tillaga stjórnar til breytinga á samþykktum sjóðsins kynnt 6. Önnur mál Stjórn Eftirlaunasjóðs starfsmanna íslandsbanka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.