Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001 Skoðun DV Ekki rugga þjóðarskútunni j.iiiS'" \ A á "Ú igg i""'""- *■ voom umsr^. Húsbréfin Erum viö föst í kerfinu? Spuming dagsins Hvert er vandræðalegasta atvikið sem hefur hent þig? Ólafur Þór Sumarliöason öryrki: Þegar ég datt kylliflatur fyrir framan fjölda fólks á Hlemmi. Jakob B. Ingimundarson nemi: Ég man nú ekki eftir neinu. Er ef- laust bara heppinn að því leytinu til. Bryndís Einarsdóttir nerni: Þegar ég flaug á hausinn fyrir fram- an sundlaugina á Selfossi þegar ég ætlaði að heilsa vinum mínum. Aöalheiöur Björg Halldórsdóttir nemi: Þegar ég tók utan um ókunnuga konu í bænum sem ég hélt að væri frænka mín. Þórunn Guöbjörnsdóttir nemi: Þegar ég fór óvart inn I drengjaklefann í skólanum og þar voru allir naktir. Ragna Sif Þráinsdóttir nemi: Þegar ég tók aö mér píanóspi! á skólaskemmtun án þess að kunna nóturnar í laginu. Það var hörmulegt. Hæfileiki okkar íslendinga til að fyrirgefa er ótrú- legur. Langtíma- minnið er löngu farið og skamm- tímaminnið skert. Stundum virðist mér við vera nett rugluð. Við byggj- um verslunarhall- ir sem sæma stór- þjóð. Við samþykkjum með þögn- inni innherjaviðskipti í bönkum landsmanna. Verðum enn stóreygð af undrun þegar kvótakóngar selja gjafakvóta sinn fyrir stórfé og flytja á mölina. Og erum sakleysið upp- málað þegar í ljós kemur að samein- ing fyrirtækja er ekki ávísun á hag- stæðari rekstur og ódýrari vörur. Okkur er gert erfitt fyrir með mið- stýringu lánveitinga að velja bú- setuform eftir eigin vali. Hvenær fáum við nóg og gerum kröfum um eðlilegar leiðréttingar og að ein lög gildi um alla í þessu landi? Það má hugsa sér að sjálfstæð lánastofnun lánaði einstaklingum allt að 95% af kaupverði á lánum sem væru til allt að 60 ára. Af ein- hverjum ástæðum erum við fóst í 40 ára almennum lánstíma, ekkert virðist geta breytt því. Ríkið getur svo í samstarfi við aðra aðila annast fjármögnun sérlánveitinga vegna byggingar leiguíbúða, bæði almenn- ar og fyrir sérhópa í samfélaginu. í kvótamálinu á að skoða svo- nefnda „fyrningarreglu" sem leið til langtimainnlausnar á gjafakvótan- um og úthluta svo aftur með eðlileg- um hætti til einstaklinga, fyrir- tækja og sveitarfélaga. Fiskveiði- stjórnun getur auðveldlega haldist í hendur við sjálfsagðar kröfur um dreifingu kvótans og að allir borgi sitt gjald fyrir fiskinn i sjónum. Út- gerðarmenn jafnt sem aðrir. Verk- fóll eru enn í gangi þrátt fyrir Unnur Berg Árnadóttir skrifar: Góðviðrisdag einn fyrir nokkru var ég farþegi í bíl i Langadal í Húnavatnssýslu. Höfðum við ekið u.þ.b. 10 eða 15 mínútur frá Blöndu- ósi á norðurleið, og nokkrir bílar ekið fram úr okkur, er lögreglubíll kom á móti og gaf okkur merki um að stoppa. Út úr lögreglubílnum snaraðist kona og skipaði öku- manni með þjósti að koma í lög- reglubílinn og með ökuskírteini. Eftir drykklanga stund kom öku- maður til baka og var þá fokreiður og sagði að ekkert vantaði á, að þetta væri eins og i amerískri hasarmynd, nema að hann væri lagður fram á húddið og handjárn- aður. Með sér fékk hann þessa „vin- „Það má hugsa sér að sjálf- stæð lánastofnun lánaði einstaklingum allt að 95% af kaupverði á lánum sem vœru til allt að 60 ára. Af einhverjum ástœðum erum við föst í 40 ára almennum lánstíma, ekkert virðist geta breytt því. “ breytta tíma! Hurðum skellt og far- ið i fýlu. Á meðan tapar þjóðarbúið. Hvar er ábyrgðartilfmningin? Og að öðru; Lesbíur og hommar náðu stórkostlegum árangri sl. ár í „Mér finnst lögreglunni hins vegar bera skylda til að sýna almenna kurteisi. Tel ég ökumann hafa verið mun hœttulegri í umferð- inni eftir en áður ..." samlegu" kveðju frá lögreglunni á Blönduósi: „Ágæti ökumaður; Höfð hafa ver- ið afskipti af þér vegna gruns um umferðarlagabrot og verður meint brot þitt kært. Þér er óskylt að svara spurningum sem varða brot það sem þér er gefið að sök, en kjós- ir þú að tjá þig um sakarefnið skal það brýnt fyrir þér að segja satt og mannréttindabaráttu sinni. En ágætu þingmenn, er ekki kominn tími til að ljúka þessu? Samþykkja þær breytingar á lögum sem þarf til að eyða þvi misrétti sem eftir stend- ur. Mín krafa er einfóld: full rétt- indi er það eina sem hægt er að samþykkja. Leiðrétting á einni grein í stjórnarskránni, heimild til ættleiðinga, að skrá sig í sambúð eru dæmi um það sem eftir stendur. Um kirkjuna er ekkert að segja. Ég trúi því að Guð sé til fyrir alla án skilyrða. Hann fer ekki í mann- greinarálit. Við gerum það. Mín trú, mín kirkja, er innra með mér og ég þarf ekkert leyfi til að eiga hana. - Við búum í landi allsnægta. Við eig- um valið. rétt frá og draga ekkert undan sem máli kann að skipta, sbr. 3. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 33 gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. - Lög- reglan Blönduósi." Nú er ég ekki að mæla því bót að aka of hratt. - Samkvæmt mælingu lögreglunnar vorum við á 106 km hraða. Mér finnst lögreglunni hins vegar bera skylda til að sýna al- menna kurteisi. Tel ég ökumann hafa verið mun hættulegri í umferð- inni eftir en áður, þar sem hann taldi að sér hefði verið gróflega mis- boðið, og ók hann reiður a.m.k. í klukkustund á eftir. - Við sem í bílnum vorum ákváðum að á Blönduósi myndum við ekki stoppa í framtíðinni, þótt við ættum þar leið um. Percy B. Stefánsson réögjafí skrifar: Búum við í lögregluríki? Garri ...kalt og hvasst Mw#«r nmnikulr «m hverja IðA i ^ Fúlsað við byggingar- lóðum á Kjalarnesi aðclonJUArlr umstckWatUttr tnn 23 lóðlr A Kjulnmesd Garra kom ekki sérlega á óvart þegar sagt var frá því í fréttum aö fáir hefðu haft áhuga á lóð- um sem í boði voru á Kjalarnesi. Aðeins fjórir sóttu um þær 23 lóðir sem Reykjavíkurborg bauö þar fram í því lóðahallæri sem allt er að sliga á höfuðborgarsvæðinu. Fólk hungrar og þyrstir í lóðir - bara ekki á Kjalamesi. Frænkan í sjóinn Garri veit skýringu þessa því hann átti einu sinni lítið sumarhús á Kjalarnesi og dvaldi þar langdvölum eða þar til kofinn fauk á haf út eitt stormasamt haustkvöld. Það er miklu hvassara á Kjalarnesi en annars staðar í nágrenni Reykja- víkur. Sviptivindar undan Esjunni eru löngu landsfrægir en það var einmitt einn slíkur sem þeytti sumarhúsi Garra út á Faxaflóa. Sem betur fer var hann ekki heima þegar þetta gerðist en frænka hans var í bústaðnum og vaknaði hálf i kafi 50 metra frá landi. Hún bjargaðist sem betur fer í land enda sundkennari að mennt. En það er ekki bara rokið sem gerir Kjalarnes- ið illbyggilegt. Varla má snjókorn falla til jarðar án þess að hvilftin i Kollafirði teppist vegna snjóþyngsla. Oft var Garri veðurtepptur í bústað sínum vegna þessa, jafnt á vorin sem í sumar- lok. Var þá fátt við að vera á Kjalar- nesinu annað en að hlusta á gnauðið í vindunum sem átti það til að æra skepnur þegar hvein sem mest. Líktist vindgnauðið þá einna helst skelfingar- ópi kvenmanns sem telur sér ógnað og gat varað í stundarfjórðung án hlés. Á Kjalamesi býr samt ágætt fólk sem unir hag sínum vel. Þetta er fólk sem er orðið vel viðrað og getur vart hugsað sér að búa í logni. Vindurinn er orðinn hluti af lífsstíl þess og það hefur þróað með sér ákveðið göngulag gegn vindi. Þekkjast Kjalnesingar í höfuðborginni á því að þeir halla sér fram í göngu og halda fyrir eyrun. Er það bæði til að vemda hlustirnar fyrir hvin vindsins og svo til að halda á sér höfuðfót- um sem eru algeng á Kjalamesi vegna kuldans sem þar er. Ort um vindinn Er nema von að aðeins fjórar umsóknir hafi borist um þær 23 lóðir sem í boði voru. Allir vel upplýstir Reykvíkingar vita að hverju þeir ganga þegar þeir koma upp á Kjalarnes. Eða eins og skáldið sagði: Á Kjalarnesi er kalt og hvasst könglar úr nefi fjúka heldur vindinum ekkert hlass helst vildi öllu Ijúka. Þessi vísa er eignuð Kidda Kjalnesingi en hann var fæddur og uppalinn á Kjalarnesi. Bar hann þess merki alla tíð og fauk til dæmis í hann af minnsta tilefni. Þá var hann þekktur fyrir óvenjumikinn vindgang. Hann hefur haldið sig til hlés hin síðari ár. Garri Við Seljavallasundlaug Þekkt langt út fyrir landsteinana. Seljavallasundlaug Páll skrifar: Laugardaginn 26. maí mætti hópur fólks við gömlu Seljavallalaugina, sem byggð var árið 1923, til að lagfæra hana fyrir sumarið og var unnið mik- ið og gott starf. Kemur hópur fólks víða að til að vinna að viðhaldi laug- arinnar því áhuginn er mikill á varð- veislu hennar, enda er hún þekkt langt út fyrir landsteinana. Margir leggja góðu máli lið, svo sem Málning hf. sem gefur alla málningu og SS sem býður mat að verki loknu. Þessi stór- fyrirtæki eiga þakkir skildar fyrir langa og trygga aðstoð við varðveislu laugarinnar. Vonandi verður Selja- vallalaugin varðveitt með góðri um- gengni og virðingu fyrir henni og um- hverfi hennar. Ekki í verkmenntun Ásbjörn skrifar: í fréttum er greint frá því að menntamálaráðherra hefur áhyggjur af því að fáir vilji orðið leggja stund á verkmenntun og sífellt fleiri fari lang- menntunarbrautina með háskólanámi. Ástæða er til að ræða þetta mál nánar, þar sem fleiri og fleiri fara þá braut að skrá sig í langskólanám sem síðan verður þeim ekki sá ávinningur sem að var stefnt. Verkmenntun hefur hins vegar gefið mun betri tekjur og nefni ég bara af handahófi greinar eins og pípulagningar, trésmíði, og aðrar greinar á byggingasviði, hárgreiðslu og snyrtingu hvers konar, tækniteikn- un, xaftækni og ótal margt annað, sem gefur einnig kost á sjálfstæðum at- vinnurekstri. En fjöldinn vill í félags- vísindin, fábreytnina og ríkisforsjána og grætur svo lágu launin. Ríkisstjórnin blívur Stefán Ólafsson þnngdi: Fréttablaðið gerir ítrekað klaufaleg- ar árásir á ríkisstjórnina. Nú sl. mánudag og segir grimm átök innan ríkisstjórnarinnar vegna smábáta- málsins svonefnda. Ég tel að ríkis- stjórnin hafi sjaldan haft sterkari stöðu en nú. Vinstrimönnum verður ekki að ósk sinni um að ríkisstjórnin sé á forum. Hún blívur og hefur senni- lega ekki verið sterkari í annan tíma. Kirkjuráð og mágur Ólafur Kristjánsson skrifar: . Nú kemur að því að Kirkjuráð ákveði hver verð- ur nýr rektor Skál- holtsskóla en tals- verður styrr hefur staðið milli ráðs- ins og skólanefnd- ar í Skálholti um hvort ráða skuli fyrrum fram- kvæmdastjóra Hjálparstofnunar kirkjunnar eða mág núverandi biskups, mann sem hefur verið í sérverkefnum fyrir kirkjuna og kannski í einhvers konar biðstöðu eftir embætti rektors. Ein- kennilegt finnst mér að oftast skuli sama sagan endurtaka sig þegar mál- efni kirkjunnar eru í sviðsljósinu og dómgreindin skili sér illa. Er ekki óþægilegt að koma biskupi í þá stöðu að þurfa að gera biskup íslands van- hæfan í Kirkjuráði vegna tengsla við umsækjanda? Þetta rýrir enn stöðu valdamesta manns íslenskrar kirkju. Linnir þessu aldrei? I Skálholti Aldrei er ein báran stök hjá kirkjunni. gfggf Lesendur geta hrlngt allan sólarhring- inn í slma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.