Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 22
42 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára__________ Stefán Árnason, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfiröi. 85 ára__________________________________ Ingibjörg Brynjólfsdóttir, Hofteigi 14, Reykjavík. 80 ára__________________________________ Guðrún Þorvaldsdóttir, Lindargötu 64, Reykjavík. Kristján B. Þorvaldsson, Efstaleiti 14, Reykjavík. 75 ára__________________________________ Gísli H. Kolbeins, Ásholti 32, Reykjavík. Hjalti Ólafsson, Þinghólsbraut 55, Kópavogi. Jónas Þóröarson, Eyrarholti 6, Hafnarfiröi. Sigrún Rögnvaldsdóttir, Víðilundi lOa, Akureyri. Valgeir Hannesson, Akraseli 2, Reykjavik. TOára___________________________________ Margrét S. Guðmundsdóttir, Efri-Torfustöðum, Hvammstanga. Unnur Ósk Valdimarsdóttir, Uppsalavegi 3, Sandgerði. 60 ára__________________________________ Hilmar Friðsteinsson, Brekkulæk 4, Reykjavík. Eiginkona hans er Margrét Kristjánsdóttir. Þau verða meö heitt á könnunni í sal SVR föstud. 1.6. kl. 16.30. Vonast þau til aö sem flestir láti sjá sig. Benedikt Reynir Valgeirsson, Sigtúni 45, Reykjavík. Ólafur Nikulás Elíasson, Háaleitisbraut 52, Reykjavík. Rósa C. Magnúsdóttir, Álfaborgum 25, Reykjavík. Soffía Guöbjörg Sveinsdóttir, Melgerði 15, Reykjavík. Steinunn Gísladóttir, Tjarnarflöt 8, Garöabæ. Örn Friöriksson, Lækjarhvammi 2, Hafnarfiröi. 50 ára__________________________________ Krlstín Ingólfsdóttir, Hrafnakletti 6, Borgarnesi. Hún tekur á móti gestum í féiagsheimilinu Skugga, Borgarnesi, föstud. 1.6. kl. 20.00. Þorgrímur J. Sigurösson, Skógum 2, Húsavík. Hann tekur á móti gestum í félagsheimilinu Heiöarbæ, föstud. 1.6. Alda Kolbrún Helgadóttlr, Bæjargili 1, Garöabæ. Bjarni Geir Alfreðsson, Víöimel 61, Reykjavík. Bryndís Jónsdóttir, Þrastarhólum 8, Reykjavík. Elísa Guöjónsdóttir, Skólabrekku 2, Fáskrúðsfirði. Guöni Vignir Jónsson, Ásbúö 83, Garðabæ. Kristján Jóhannesson, Hraunbæ 196, Reykjavík. Ólafur Guömundsson, Auöarstræti 15, Reykjavík. Sigurgeir Þorsteinsson, Sæviöarsundi 40, Reykjavík. Þóröur Árnason, Hafnargötu 17, Grindavík. 40ára___________________________________ Ársæll Guðmundsson, Birkihlið 1, Sauöárkróki. Ásta Guöríöur Kristinsdóttir, Hólum, Þingeyri. Bergþóra Birgisdóttir, Búlandi 16, Djúpavogi. Guömundur Gunnarsson, Vestursíðu 26, Akureyri. Joao Manuel Marques Fernandes, Bjarkargötu 5, Patreksfiröi. Jón Jóhannesson, Ljósabergi 10, Hafnarfirði. Jón Margeir Hróömarsson, Selvogsgrunni 12, Reykjavík. Kjartan Snorrason, Stórageröi 16, Akureyri. Kristín Ottesen, Hávegi 26, Siglufirði. Óskar Stefán Óskarsson, Hvannahlíö 7, Sauðárkróki. Smáauglýsingar Allt til alls MIDVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001 DV Fólk í fretturn Ríkarður Másson sýslumaður í Skagafirði Ríkaröur Már Ríkarösson, sýslumaöur í Skagafiröi. Ríkaröur hefur heldur betur vakið athygli á því álitamáli hvort 16 ára ungtingar eigi aö fá aö skemmta sér þar sem áfengi er mikiö haft um hönd. Ríkarður Másson, sýslumaður í Skagafirði, hefur mikið verið í frétt- um að undanfömu eftir að hann hækkaði aldurstakmark á sveitaböll úr 16 árum í 18 ár. Fjölskylda Ríkarður fæddist i Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1964, stundaði nám í læknisfræði við HÍ 1964-66 og lauk embættisprófi í lögfræði við HÍ1975. Ríkarður var fulltrúi hjá sýslu- manninum í Barðastrandarsýslu 1975 og 1976 fulltrúi hjá sýslumann- inum í Dalasýslu 1975-76, fulltrúi hjá bæjarfógetanum i Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjarnarnesi og sýslumanninum í Kjósarsýslu 1976-77, fulltrúi hjá sýslumanninum í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 1976 og 1977-83, settur sýslumaður i Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 1982, skipaður sýslumaður í Strandasýslu frá 1983, skipaður sýslumaður á Hólmavík 1992-96 og hefur verið skipaður sýslumaður Skagafjarðar frá 1.4. 1996. Þá hefur hann gegnt setudómarastörfum. Ríkarður var formaður Rauða- krossdeildar Strandasýslu 1984-92, var formaður sjálfstæðisfélags Strandasýslu og hefur setið í stjórn Sýslumannafélags íslands. Fjölskylda Fyrri kona Ríkarðs var Sigrún Aspelund, f. 11.4. 1946, ritari og gjaldkeri. Þau skildu 1991. Sonur Ríkarðs og Sigrúnar er Ríkarður Már, f. 18.6. 1965, tann- smiður, búsettur í Mosfellsbæ, kvæntur Lilju Þorsteinsdóttur hús- móður og eiga þau tvö böm. Eiginkona Ríkarðs er Herdís Þórðardóttir, f. 3.8. 1948, húsmóðir. Hún er dóttir Þórðar Finnboga Guð- mundssonar, f. 27.5. 1919, kjötiðnað- armanns í Reykjavík, og k.h., Ólafar Hagalínsdóttur, f. 27.11. 1921, hús- móður. Herdís var áður gift Óskari Kjart- anssyni, f. 23.4. 1949, d. 3.3. 1988, gullsmið í Reykjavík. Börn Herdísar og fósturbörn Rík- arðs eru Hilmar Þór Óskarsson, f. 22.1. 1971; Sólveig Lilja Óskarsdótt- ir, f. 3.5. 1972; Davíð Þór Óskarsson, f. 9.4. 1979. Systkini Ríkarðs eru Björn Þor- geir Másson, f. 15.3.1944, fulltrúi hjá Hagstofunni, búsettur í Reykjavík; María Másdóttir, f. 8.2. 1946, skrif- stofumaður hjá Hjartavernd, búsett í Reykjavík. Foreldrar Ríkarðs: Ríkarður Már Ríkarðsson, f. 4.12. 1915, d. 17.11. 1946, arkitekt í Reykjavík, og Þórey Jóna Bjamadóttir, f. 28.2. 1924, hús- móðir og fyrrv. umboðsmaður Happdrættis Háskóla íslands í Reykjavík. Ætt Már var sonur Ríkarðs, mynd- skera í Reykjavík, bróður Finns list- málara. Ríkarður var sonur Jóns, b. og smiðs í Strýtu, Þórarinssonar, b. á Núpi og á Krossi á Berufjarðar- strönd, bróður Maríu, langömmu Eysteins Jónssonar ráðherra, afa Pjeturs, ljósmyndara og knatt- spyrnudómara. Bróðir Eysteins var dr. Jakob, sóknarprestur og rithöf- undur, faðir Jökuls leikritaskálds, föður rithöfundanna Illuga, Hrafns og Elísabetar. Hálfbróðir Þórarins var Matthías Long, langafi Jónínu Michaelsdóttur, fyrrv. ritstjóra. Þór- arinn var sonur Richards Long, ætt- föður Long-ættar. Móðir Jóns á Strýtu var Lísibet Jónsdóttir. Móðir Ríkarðs myndskera var Ólöf, systir Margrétar, ömmu Ingvars Gíslason- ar, fyrrv. ráðherra og ritstjóra, og ömmu Sigurborgar, móður Karls heitins Sighvatssonar tónlistar- manns og Sigurjóns kvikmynda- framleiðanda. Ólöf var dóttir Finns, söðlasmiðs á Tunguhóli i Fáskrúðs- flrði Guðmundssonar, og Önnu Guðmundsdóttur, b. í Brimnesi, Magnússonar á Sandfellsætt. Móðir Más var María Ólafsdóttir, b. á Dallandi í Húsavík eystra, Kjartanssonar, og Bjargar Elísabet- ar Stefánsdóttur. Þórey er dóttir Bjarna Marinós, sjómanns í Reykjavík, Einarssonar, frá Búastöðum í Vestmannaeyjum, Árnasonar, b. í Berjanesi undir Eyjafjöllum, Einarssonar. Móðir Bjarna Marinós var Jónína Áma- dóttir frá Holti i Mýrdal. Móðir Þóreyjar Jónu var Guðrún Ingibjörg Magnea Jónsdóttir, verk- stjóra á Hóli við Bræðraborgarstíg í Reykjavík, Jónssonar, húsmanns á Kluptum í Hrunamannahreppi, Jónssonar, b. á Tjörvastöðum, Jóns- sonar, b. á Vindási, Jónssonar, yngri Halldórssonar, ættföður Vík- ingslækjarættar, Bjarnasonar. Móð- ir Guörúnar Ingibjargar Magneu var Þóra, systir Önnu, ömmu Egg- erts skipstjóra og Þorsteins, fyrrv. fiskimálastjóra. Þóra var dóttir Pét- urs, í Vaktarabænum í Grjótaþorpi í Reykjavík, Grímssonar, i Vik í Sæ- mundarhlíð, Péturssonar. Johann Vilbergsson, bóndi að Felli í Biskupstungum, er sjötugur í dag. Starfsferill Jóhann fæddist á Eyrarbakka og ólst þar upp. Hann stundaði sjó- mennsku frá unglingsárunum en vann við línulagnir hjá Rafveitun- um á sumrin. Jóhann flutti að Felli 1963 og tók þar síðan við búinu en stundaði þó jafnframt vetrarvertíðir í nokkur ár eftir það. Fjölskylda Jóhann kvæntist 26.12. 1963 Auði Kristjánsdóttur, f. 1.10. 1932, ráðs- konu, en hún er dóttir Kristjáns Loftssonar, b. að Felli, og Guðbjarg- ar Greipsdóttur sem látin eru fyrir nokkrum árum. Börn Jóhanns og Auðar eru Kjartan, f. 17.2. 1964, á Fáskrúðs- firði, kvæntur Steinunni Bjama- dóttur og eru börn þeirra Áuður, Ragnheiður, Sigrún og Jóhann; Agnar, f. 17.2. 1964, bóndi á ísa- bakka, kvæntur Margréti Gunnars- dóttur og eru börn þeirra Ævar, og Eyrún; Guð- björg, f. 21.1. 1966, hús- freyja í Ása- túni, gift Grími Guðmundssyni og eru börn þeirra Loftur Óskar, Jónína Sigríð- ur og Auður Hanna. Systkini Jóhanns: Karen, f. 17.5. 1926, húsmóðir í Reykjavík, var gift Prepen Jóni Sigurðssyni sem lést 9.8. 1965; Ólafur, f. 21.2. 1929, búsett- ur á Eyrarbakka, var kvæntur Hildi Ágústdóttur sem er látin; Þórunn, f. 9.7. 1932, búsett á Eyrarbakka, gift Óskari Magnússyni skólastjóra; Sig- ríður, f. 20.9. 1939, búsett á Selfossi, gift Magnúsi Ellertssyni mjólkur- fræðingi. Foreldrar Jóhanns: Vilbergur Jó- hannsson, f. 29.3. 1899, d. 2.7. 1939, bifreiðarstjóri og sjómaður á Eyrar- bakka, og kona hans, Ragnheiður Ólafsdóttir, f. 1.3. 1906, d. 9.6. 1998, húsmóðir og verkakona. Jóhann tekur á móti gestum í Gistheimilinu að Geysi, fostudaginn 1.6. kl 20.30. Jóhann Vilbergsson bóndi að Felli í Biskupstungum Björg Fertug Margrét Þóra Einarsdóttir bankastarfsmaður í Keflavík Margrét Þóra Einars- dóttir bankastarfsmaður, Sólvallagötu 44, Keflavík, er fertug í dag. Starfsferill Margrét fæddist á ísa- firði en ólst upp í for- eldrahúsum i Bolungar- vík. Hún gekk í barnaskóla og gagnfræðaskóla Bolungarvíkur, stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi 1976-77 og stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefur nú lokið þar nokkrum önn- um. Margrét flutti til Keflavíkur 1983. Hún stundaði verslunarstörf í versl- uninni Stapafell i fjögur ár. Þá hóf hún störf viö Sparisjóðinn í Kefla- vik, 1987, og hefur starfað við hann síðan. Margrét gekk í Kvenfélag Kefla- víkur 1989, sat i stjórn þess í nokkur ár og var gjaldkeri félagsins um skeið. Þá hefur hún verið sjálfboða- liði i Rauðakrossdeild Suðumesja. Fjölskylda Margrét giftist 14.1. 1989 Hjalta Gústavssyni, f. 30.6. 1960, bifreiða- stjóra. Hann er sonur Gústavs A. Bergmann, f. 19.2. 1933, d. 11.2. 1997, að- stoðarvarðstjóra á Kefla- víkurflugvelli, og k.h., Svövu Ásbjömsdóttur, f. 30.3.1933, d. 13.1. 1996, dagmóður og húsmóðir. Böm Margrétar og Hjalta eru Elsa Rut Hjaltadóttir, f. 19.6. 1985, nemi; Helena Svava Hjaltadóttir, f. 14.12. 1989. Systkini Margrétar eru Elísabet Kr. Einarsdóttir, f. 27.8. 1955, hús- móðir i Bolungarvík, og á hún þrjá syni;Ásberg M. Einarsson, f. 11.8. 1967, sjómaður, búsettur í Reykja- vík og á hann tvö börn. Foreldrar Margrétar eru Einar Magnússon, f. 21.4. 1931, fiskmats- maður í Bolungarvík, og k.h., Elsa Ásbergsdóttir, f. 15.1. 1932, húsmóð- ir i Bolungarvík. Merkír Islendingar Leifur Guðmundsson, for- stjóri Mjólkurfélags Reykjavík- ur, fæddist á ísafirði 30 maí 1910. Hann var sonur Guðmund- ar Guðmundssonar, bakara á ísafirði og síðar í Reykjavík, og k.h., Nikólínu H.K. Þorláksdótt- ur húsmóður. Fjölskylda Leifs flutti frá ísa- firði 1914, var eitt ár í Ólafsvik en síöan í Reykjavík þar sem Leifur ólst upp, elstur tíu systk- ina. Leifur stundaði nám við Verslunarskóla íslands og lauk þaðan verslunarprófi 1932. Hann hafði þá misst föður sinn rúmum tveimur árum áður. Leifur stundaði lengst af verslunarstörf. Hann starfaði fyrst við Verslun Gunnars Gunnarsonar í Reykjavík, vann í versluninni Novu í nokkur ár, starfaði hjá Heildverslun Egg- erts Kristjánssonar hf. á árun- um 1941-1963 og var síðan for- stjóri Mjólkurfélags Reykjavík- ur til 1980 er hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Leifur var helsti hvatamaður að stofn- Leifur Guðmundsson un og byggingu Kornhlöðunnar hf. í Sundahöfn sem var stofnað sem sameign Mjólkurfélags Reykjavikur, Fóðurblöndunnar og SLS en Kornhlaðan jók mjög hagkvæmni í innkaupum á fóðri. Leifur vann mikið að skáta- og æskulýðsmálum. Hann var einn stofnenda skátafélagsins Einherjar á ísafirði 1928, var fé- lagsforingi skátafélagsins Vær- ingjar í Reykjavík og fyrsti fé- lagsforingi Skátafélags Reykja- víkur. Hann lést 25. maí 1986. Tómas B. Sturlaugsson, Sólheimum 23, Reykjavík, verður jarösunginn frá Digraneskirkju miðvikud. 30.5. kl. 15.00. Vignir Sveinsson, fyrrv. lögregluþjónn og ökukennari, sem lést í bílslysi í Svíþjóð mánud. 14.5., verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikud. 30.5. kl. 15.00. Gísli Jónsson, Bauganesi 5, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikud. 30.5. kl. 13.30. riCT vísir.ís

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.