Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001 DV Heill heimur Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson eru á tónleikaferð um landið og héldu þriðju tónleika sína af sjö á Akranesi sl. sunnu- dag. Tónleikarnir áttu upp- haflega að vera um kvöldið en var flýtt til klukkan fimm tveimur dögum áður þegar í Ijós kom að fótbolta- leikur var fyrirhugaður þetta sama kvöld í bænum. Tilfærslan hafði þó varla tilskilin áhrif þvi salurinn var ekki nema hálffullur þennan dag og sannlega má segja að fátt virðist geta keppt við staðfastan og óbilandi fótboltaáhuga Skagamanna. Þeir Kristinn og Jónas voru þó fljótir að breyta fá- brotnum og allt að því fá- mennum sal Fjölbrauta- skólans í annan og meiri. Það var eins og þurr hljóm- burðurinn fyki út í veður og vind þegar Kristinn byrjaði að syngja, og líkast til hefur velílestum tón- leikagestum fundist, þegar líða tók á konsertinn, þeir vera staddir f einhverjum allt öðrum og glæsilegri sal einhvers staðar annars staðar á hnettinum. Efnisskráin samanstóð af lögum eftir Franz Schubert, Árna Thorsteinsson og Sig- valda Kaldalóns fyrir hlé og amerískum og ítölskum lögum eftir hlé auk þriggja óperuaría eftir Verdi í lok- in. Kristinn Sigmundsson er jafnmagnaður hvar sem hann ber niður, beitir rödd sinni ýmist ofurlágt og blíð- lega í lögum eins og Nótt eftir Árna Thorsteinsson eða nýtir allan sinn ótrúlega styrk eins og t.d. 1 Hamraborginni og óperuaríunum. í hverju verki fyrir sig skapar Heimssöngvarinn og meðleikari hans Samspilið á milli þeirra var oft svo hárnákvæmt að svo virtist sem um einn mann væri að ræða. hann sérstaka stemningu svo úr verður heill heimur sem opnast áheyrendum eins og bók. Og látleysi hans og sviðssjarmi á einnig sinn þátt í því að heilla salargesti upp úr skónum. Jónas Ingimund- arson, meðleikari Kristins, fylgdi hon- um eins og skugg- inn hans á þessum tónleikum og var samspilið á milli þeirra oft svo hár- nákvæmt að manni virtist á köflum sem um einn mann væri að ræða. Á fjölmörg- um stöðum, t.d. í ró- legum og undurfal- legum lögum eins og Þess bera menn sár eftir Árna Thor- steinsson og „My curly headed babby“ eftir George H. Clutsam náðu þeir að magna upp stemningu með full- kominni „tæmingu“ sem var engu lík. Það var sérkenni- legt að verða vitni að jafnáhrifamikl- um tónleikum í litl- um sal í skóla úti á landi og eiga þeir Kristinn og Jónas heiður skilinn fyrir að leggja í slíka tón- leikaferð. Tónleik- arnir á Akranesi voru einstök upplif- un þeim sem á hlýddu og eru menn hér með hvattir til að fjölmenna á kom- andi tónleika þeirra félaga. Hrafnhildur Hagalín Þegar þessi pistill birt- ist eru tvennir tónleikar Kristins og Jónasar eft- ir: Á Laugabóli í Eyjafiröi kl. 20.30 mánudagskvöldiö 4. júní og í Dalvíkurkirkju kvöldið eftir. Bókmenntir Tímarit skiptir um ham Ég held að það hafi verið nálægt gagnfræða- prófi í MR að hún Kristín Guðmundsdóttir, frænka min, gaf mér áskrift að tímariti Máls og menningar. Síðan hef ég verið sauðtrygg- ur áskrifandi og alltaf haft jafngaman af lestrinum, þó ég hafi ekki verið sammála né jafnhrifinn af öllu því sem birst hefur á síð- um þess. Þó að útlit tímaritsins og efnisval hafi breyst í tímans rás hefur það ávallt verið í fararbroddi um vandað efni og fjöl- breytt. Mörg heftin eru mér minnisstæð vegna þess að þau hafa gefið mér innsýn í bókmenntaheim sem ég hugsanlega hefði annars ekki komið auga á í önn dagsins. Fyrir rúmum mánuði bárust fréttir um að nú hefði tímaritinu verið ger- breytt og það „poppað upp“ í takt við tímann. Tekið var fram að berrassað- ar konur mundu ekki tróna á forsíð- um ritsins, þó mundi það ekki loka á sögur úr einkalífl áberandi fólks 1 þjóðfélaginu til þess að verða ekki undir á bersöglísmarkaðnum. Svo kom tímaritið, með kápu- mynd af fæðulitarflöskum i röð. Ég lagði pakkann til hliðar til að átta mig á því hvort ég ætti að endur- senda hann óopnaðan og láta þar með ára- tugasamfylgd endanlega lokið. En endursend- ingin dróst og loks varð forvitnin fordómun- um yfirsterkari og ég opnaði umslagið. Við fyrstu sýn varð ég fyrir vonbrigöum. Þegar ég fletti gegnum ritið fannst mér eitt- hvað tætingslegt við það. Það minnti mig í sumu á hið nýstofnaða Fréttablað sem mér finnst vera yfirborðskennd mynd af samtim- anum þar sem drepið er á atburð en lesandinn er látinn um túlkunina. Það er gott svo langt sem það nær fyrir fréttablað en tæplega alvar- legt bókmenntatímarit, eða ætlast útgefendur TMM ekki lengur til að ritið sé tekið alvar- lega? Ljósmyndirnar í ritinu fannst mér a.m.k. sumar dálítið þokukenndar og satt að segja fannst mér heildar- svipur ritsins fremur þoku- kenndur. Þegar ég fór að lesa fann ég þó að ýmislegt var bitastæðara en ég hafði haldið. Englar í alvöru Snúum okkur að efninu. Umræða um þjóð- menningu í þjóðmenningarhúsi milli þriggja einstaklinga sem allir hafa vélað um menn- ingu hefði sómt sér vel í sjónvarpi eða útvarpi en var tæplega nógu þétt fyrir prentað mál. Ég var í grundvallaratriðum sammála sammæl- endum, þó sérlega Sigurði A., sem sagði þjóð- menningarhúsið í núverandi hlutverki vera pjatthús, en pjatthús einkenna feril þaulsæt- inna þjóðhöfðingja hvort sem þeir búa i Par- ís, Reykjavík eða Teheran. í því sam- bandi datt mér í hug hvort ekki mætti gera húsið að vaxmyndasafni og geyma þar eftirmyndir frægra sem alræmdra íslendinga. Væri þá við hæfi að liðnir landsbókaverðir svo sem Árni Pálsson, Benedikt Sveinsson og Hallgrímur Hall- grímsson stæðu þar á sérstökum stalli. Grein um listdans var, í takt við ljós- myndimar, dálítið svífandi, a.m.k. fyrir ódansfróðan lesanda. Svipað má segja um bókmenntaumfjöllunina í ritinu. Kvik- myndaþátturinn fannst mér upplýsandi og var sammála höfundi um að Englar alheims- ins væri fyrsta íslenska alvörukvikmyndin þó ýmislegt gott hafi á undan gengið. Öll þjóðfélög hafa skuggahliðar, llka sænska velferðarþjóðfélagið sem Brynhildur Þórarinsdóttir ritstjóri ritar um. Þó er reynsla Svia og lýðræðishefð þeirra líklegri til að leysa vandamál nýbúa og hnattvæðingar en misþroska þjóð eins og íslendingar þar sem stjómmálamenn kjósa að loka augunum fyrir aðsteðjandi vanda og bíða guðlegrar (lesist frjálshyggju-) forsjónar í von um lausn. Eina nýjungin í ritinu er myndasagan. Hún er afbragð. Mættum við fá meira af jafn lit- ríku og tímabæru efni. Kannski eru laus efnistök tákn tímans i nú- tímaþjóðfélagi. Það má ekki traðka á tám. Maður veit aldrei hvar aumt líkþorn leynist í skjóli velburstaðra spariskóa. Hvað um það - ég ákvaö að troða tímaritinu innan um ritin frá fyrri tíð og þíða þess næsta áður en ég skildi við TMM að borði og sæng. Árni Björnsson læknir Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Vinsælir á Flúðum Hrafnhildur Hagalín kvartar undan aðsókn að tónleikum Kristins og Jónasar á Akranesi og því er gaman að geta þess að fólk flykktist á tónleik- ana á Flúðmn f fýrrakvöld. Kiistinn gnæfði yfir salinn uppi á háu sviðinu eins og jötuninn á skjaldarmerkinu - einkum varð sú samlíking áleitin þegar hann söng „Þótt þú langfórull legð- ir“ þannig að gæsahúðin hríslaðist niður hrygg- inn. Annars tók hann á sig ýmsar myndir, varð gamall þræll í „Ol’ man river“, hin blíðmælta móðir bamsins í „My curly headed babby“, svik- inn eiginmaður í aríu Filippusar úr Don Carlo og meira að segja ung ástfangin stúlka i Forboðna laginu eftir Gastaldon. Ámesingar og aðrir lengra að komnir hylltu heimssöngvarann og meðleik- ara hans og þeir fyrir sitt leyti umvöfðu okkur ástúðlegri list sinni. Grágás á ensku Komið er út hjá University of Manitoba Press f Winnipeg slðara bindi af Grágás, mið- aldalögum íslendinga, en fyrra bindið kom út árið 1980. Þýðendur em Andrew Denn- is, Peter Foote og Richard Perkins. Grágás var gefm út á latínu og dönsku á 19. öld og á þýsku árið 1937, en aldrei fyrr hefur þessi stærsta lögbók germanskra þjóða frá miðöldum verið aðgengileg á ensku. í þýðing- unni er texti Konungsbókar lagður til grundvall- ar en viðbætur þýddar úr Staðarhólsbók, þannig að texti beggja megingerða bókarinnar er í þýð- ingunni. Þar era líka hugtakaskýringar og skrár um þýðingar hugtaka. Fyrra bindið er 287 bls. en hið síðara 465 bls. Kyrrðarstund Á Kirkjulistahátíð í Hall- grímskirkju í hádeginu á morgun syngur Jóhann Frið- geir Valdimarsson tenór á svonefhchi kyrrðarshmd og Hörður Áskelsson leikur und- ir. Meðal annars syngur Jó- hann Friðgeir Largo eftir Hándel í upprunalegri útgáfu. Athöfnin hefst kl. 12 og léttur málsverður verður í safnaðarheimil- inu að henni lokinni. Það var hrint mér Á morgun kl. 16.15 munu Sigriður Sigurjóns- dóttir, dósent við Háskóla íslands, og Joan Mal- ing, prófessor við Brandeis-háskóla, flytja fyrir- lestur í boði íslenska málfræðifélagsins í stofu 422 í Ámagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Það var hrint mér fyrir framan blokkina: Um setningafræðilega hegðun hinnar svokölluðu nýju þolmyndar í ís- lensku". í fyrirlestrinum verður hallað um þá málbreytingu sem nefnd hefur verið nýja þol- myndin og kemur fram f setningum eins og hermd er í titlinum og „Það var lamið mig í skól- anum í gær“. Bill Boume og KK Kaffileikhúsið opnar dyr sínar í kvöld kl. 21 fyrir þeim Qölmörgu ekki komust að á einstæðum tónleikum þeirra Bill Boume, kanadíska söngvar- ans og bamabamabams Stephans G. Stephanssonar, og KK í Salnum í vikunni sem leið. Þessir aukatónleik- ar í Kaffileikhúsinu verða þeir allra síðustu á Reykja- víkursvæðinu. Bill er vel þekktur á heimaslóðum sínum í Al- bertafylki og vinsæll meðal unnenda þjóðlagatónlistar um allt Kanada. Hann hefur sjö sinnum verið tilnefndur til Juno-verð- launanna, helstu tónlistarverðlauna Kanada, fyr- ir sína tegund tónlistar og tvívegis hlotið þau. Bill Bourne fer likt og KK sínar eigin leiðir í tónlist- inni, hún er framleg og sérstæð blanda af marg- víslegri alþýðutónlist, t.d. blues, keltneskri tónlist og indfánatónlist. Bill er snillingur á gítarinn og röddin er blæbrigðarík, hrjúf og mjúk í senn. Gagnrýnendur hafa talað um hann sem meistara þjóðlagatónlistar, helgimyndabrjót, seiðkarl og þjóðargersemi. Lögin hans minna á lofsöngva en em um leið ögrandi og vekjandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.