Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Side 12
28
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001
I>V
KRAKKftKOT
Stærð:
I. 120 cm
br. 180 cm
h. 170 cm
Pallur 60cl 80 cm
Verð kr. 49.500,-
(hægt að fá þau samsett
og/eða send á staðinn)
FftieRIK ft. Johssom ehf.
Éyjorsíeft 7
121 Reykjövík,
s. 552 2111/696 5296
Smáauglýsingar
Markaðstorgið
-allt til alls
550 5000
Nú eru sumarplönturnar komnar á stjá!
Opið verður alla virka daga í sumar
frá kl. 9 til 21 og um helgar frá kl. 10 til 20.
Verið velkomin!
GROÐRARSTOÐIN
S TJORNUGROF18, SIMI581 4288, FAX 581 2228
www.mork.is mork@mork.is
Langaöi að breyta tíl
Þó að Bjarni Finnsson hafi selt Blómaval er hann ekki sestur í helgan stein. Hann segist sjá mörg sóknarfæri innan
garðyrkjunnar og hann ætli ekki að láta þau í friði.
Bjarni Finnsson:
Ekki sestur
í helgan stein
Það vakti nokkra athygli þegar
bræðurnir Bjarni og Kolbeinn
Finnssynir seldu Blómaval. Fyrir-
tækið hefur verið í örum vexti
undanfarin ár og Bjami stýrt þvi
af mikilli lagni.
Bjami er fæddur í Reykjavík
árið 1948 og því fimmtíu og þriggja
ára á þessu ári. Hann lauk námi
við Garöyrkjuskóla ríkisins árið
1968 og var í hópi fyrstu garðyrkju-
fræðinganna sem læröu skrúðgarð-
yrkju eftir að hún varð að löggildri
iðngrein.
Bjami segist ekki hafa sagt skil-
ið viö garðyrkjuna þó hann hafi
selt Blómaval. „Það eru miklir
möguleikar í greininni og ég er
ekki sestur í helgan stein.“
Gróðurhúsið við Sigtún
„Ég fékk snemma áhuga á að
selja blóm og garðyrkjuvörur og
eftir að ég lauk námi hér heima fór
ég til Danmerkur á nokkurra mán-
aða námskeið í blómaskreytingum.
Þar lærði ég ýmis undirstöðuatriði
í markaðsmálum og bókhaldi og
augu mín opnuðust fyrir möguleik-
unum á þessu sviði.
Þegar ég kom heim fór ég að
vinna hjá Jóni H. Björnssyni í
Alaska - gróðrarstöðinni við
Miklatorg. Ári seinna tók hann við
rekstri Gróðurhússins við Sigtún
af Stefáni Árnasyni garðyrkju-
manni og gerði mig að verslunar-
stjóra. Skömmu seinna fór Kol-
beinn bróðir minn aö vinna þar
líka og ári seinna eða 1970 leigðum
við reksturinn en keyptum hann
svo árið 1974. Þegar við seldum
Blómaval vorum við búnir að reka
það í nákvæmlega þrjátíu ár.
Gróðurhúsið var um sjö hundr-
uð fermetrar þegar við tókum við
því og þótti mjög stórt á sínum
tíma. Við höfðum verslun í einum
þriðja hússins til að byrja með en
vorum með ýmiss konar ræktun í
restinni.
Fyrsta árið vorum við Kolbeinn
þama tveir með einn hálfs dags
starfsmann en smátt og smátt fór
að bætast við fólk. Blómaval hefur
reyndar alltaf verið fjölskyldufyr-
irtæki; konurnar okkar komu fljót-
lega til starfa og sáu um bókhaldið
og annað sem til féll.
Reksturinn gekk vel
Bjami hefur alltaf verið fram-
kvæmdamaður og er lítið fyrir að
sitja auðum höndum. Árið 1983
stofnaöi hann heildverslunina
Brum ásamt Kolbeini bróður sín-
um. Hann var um tíma formaður
Kaupmannasamtaka Islands og í
forsvari fyrir pokasjóðinn. Blóma-
val átti Gróðrarstöðina Alaska í
Breiðholti í nokkur ár og rak Foss-
vogsstöðina í samvinnu við Barra
á Egilsstöðum.
„Fyrir fjórum til fimm árum fór-
um við Kolbeinn að velta því fyrir
okkur hvemig við ætluðum inn í
framtíðina, hvort við ætluðum að
vera áfram í þessu og láta keyra
okkur út í hjólastól eða fara að
gera eitthvað annað. Við vorum
ekki nema rúmlega tvítugir þegar
við stofnuðum Blómaval og það er
svo margt sem mann langar til að
gera í lífinu. Við ákváðum því að
slá til og selja allt saman og fara að
gera eitthvað annað.
Það var ótrúlega spennandi að
reka Blómaval og verslunin mótað-
ist hægt og sígandi. Reksturinn
gekk vel flest árin en þetta var
aldrei neitt stórgróðafyrirtæki.
Mig langar reyndar að nota tæki-
færið og þakka starfsfólki Blóma-
vals frábært starf, þetta hefði
aldrei verið hægt án þess.“
Bjarni vill ekki með nokkru
móti gefa upp hvað hann fékk fyr-
ir Blómaval og snýr bara út úr og
hlær. „Nei, nei, það þýðir ekkert
að spyrja að þessu, ég segi þér það
aldrei." Hann segir aftur á móti að
það hafl verið erfitt að hætta. „Ég
og fjölskylda mín erum búin að lifa
og hrærast í þessu í þrjátiu ár og
Blómaval er stór hluti af lífi mínu.
Maður var búinn að koma sér upp
ákveðinni rútínu og það er heil-
mikið átak að koma sér út úr
henni. Ég er búinn að keyra sömu
leiðina í vinnuna í þrjá áratugi og
eftir að ég hætti hefur það
nokkrum sinnum komið fyrir að
ég hef rankað við mér á planinu
fyrir utan Blómaval þegar ég hef
ætlað annað.“
Ótrúleg sóknartækifæri
„Mér líst mjög vel á þær hug-
myndir sem Húsasmiðjan er með
um framtíð Blómavals og held að
fyrirtækið eigi eftir að blómstra í
framtíðinni.
Menn eru oft að spyrja hvort ég
sé ekki orðinn ríkur og satt að
segja er ég það. Ég er hraustur og
á góða fjölskyldu og það er
stærsta ríkidæmið. En ég þarf
ekkert að kvarta yfir afkomunni."
Fyrir tveimur árum var Bjarni
gerður að heiðurskonsúl Hollands
á íslandi. Hann er búinn að koma
sér upp lítilli skrifstofu í Borgar-
túni en vonast til að fá meira
pláss fljótlega.
Bjarni vill ekki segja hvað
hann ætlar að gera í framtíðinni
og verst fimlega öllum uppástung-
um. „Ég ætla að slappa af fyrsta
kastið og sjá hvemig landið ligg-
ur. Garðyrkja býður upp á ótrúleg
sóknartækifæri og ég ætla að ein-
beita mér að þeim.“ Hann hristir
hausinn þegar minnst er á stór-
fellda laukarækt eða framleiðslu
afskorinna blóma til útflutnings
en bætir við að hann sjái ýmsa
möguleika á því sviði. „Það eru
líka miklir möguleikar innan-
lands og ég ætla ekki að láta þá í
friði. Nú orðið þykir ekkert mál
að flytja vörur á milli heimsálfa
og menn eru farnir að hugsa á
heimsvísu. Hugtök eins og inn- og
útflutningur koma til með að
hverfa úr málinu og það verður
bara talað um verslun.
Verndartollar koma til með að
hverfa og fyrirtækin verða að
standa sig í samkeppni við er-
lenda aðila. Ég er sannfærður um
að fyrirtæki eru betur rekin ef
þau taka þátt í virkri samkeppni.
Aðstæður til ræktunar eru að
vísu erfiðari hér en sunnar í álf-
unni en við þurfum bara að finna
leiðir til að leysa það. ísland er
með hreina ímynd út á við og við
eigum að notfæra okkur það.“
Að lokum er Bjarni spurður
hvort hann eigi sér einhverja
uppáhaldsplöntu. „Já, þú segir
nokkuð. Ég held mikið upp á ís-
lenskt birki og rósir eru líka mjög
fallegar. Svo þori ég varla að segja
frá því en stjúpur eru uppáhalds-
sumarblómin mín.“
-Kip