Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Blaðsíða 4
Fréttir FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 DV Náttúruperla á hálendinu í brennidepli: Átök um lón í jaðri Þjórsárvera - náttúruverndarsinnar vilja ekki taka áhættuna í skoðanakönnun, sem birt var í DV I gær, kemur fram að meiri- hluti þjóðarinnar, eða 62%, er and- vígur því að skerða Þjórsárver með gerð uppistöðulóns vegna virkjana. í viðræðum við fólk sem tók þátt í könnuninni mátti samt vel greina takmarkaða vitneskju almennings á þessu friðaða svæði sem Þjórsárver eru. Deilt er um hvort, eða hversu mikil áhrif miðl- unarlóns við Norðlingaöldu verði á friðlandið. Norðlingaölduveita og Norðurál Gerð lóns við Norðlingaöldu hef- ur verið í brennidepli undanfama mánuði vegna þess að fyrir liggur áhugi Norðuráls á frekari orku- kaupum vegna áforma um stækkun álversins á Grundartanga upp í þá stærð sem rekstrarleyfi er fyrir. Til þess að uppfylla á umbeðnum tíma þessar þarfir Norðuráls fyrir raf- orku er taliö nauðsynlegt að byggja Búðarhálsvirkjun og Norðlinga- ölduveitu. Aörir kostir eru ekki taldir mögulegir. fáímÚXlíÍÍmLM * jr Hörður Kristjánsson blaðamaður Ákvörðun um lón frestað Undanfarin misseri hefur Þjórs- árveranefnd unnið að því að komast að niðurstöðu um hvort áform Landsvirkjunar samræmast ákvæð- um friðlýsingarinnar frá 1981 og ber henni að vísa niðurstöðu sinni til Náttúruvemdar ríkisins sem tekur afstöðu til heimildar fyrir lóninu áður en það kemur til ákvörðunar umhverfisráðherra. Til þessa hefur nefndin haft til umíjöllunar mis- munandi lónhæðir upp að 581 metra og hugsanlegan 6. áfanga Kvísla- veitu. Á fundi 3. maí 2001 samþykkti nefndin eftirfarandi: „Þjórsárveranefnd hafnar áform- um um 6. áfanga Kvíslaveitu. Nefndin hafnar einnig öllum hug- myndum um lón sem eru hærri en 575 m y.s. Nefndin samþykkir að fresta ákvörðun um lón í 575 m y.s. þar sem hluti nefndarmanna telur nauðsynlegt að fá fyllri úttekt á áhrifum þeirrar lónhæðar á nátt- úruverndargildi Þjórsárvera." Gróðurvin á hálendinu Þjórsárver er samheiti yfir um 140 ferkílómetra gróið svæði milli upptakakvísla Þjórsár suður af Hofsjökli. Er svæðið oft skilgreint sem víðáttumesta gróðurvin á mið- hálendinu. Þar eru einnig mestu varpstöðvar heiðagæsarinnar í heimi. Þjórsárver voru fyrst lýst friðland 1981. Þau eru skilgreind sem svonefnt Ramsar-svæði sam- kvæmt alþjóðlegum samþykktum og njóta verndar samkvæmt því. Frá fyrstu tíð friðlýsingar hefur þó ver- ið gert ráð fyrir að Landsvirkjun sé heimilt að mynda lón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m hæð y.s. að ákveðnum skilyrðum upp- fylltum. Mikil andstaða Veruleg andstaða reyndist við Norðlingaöldumiðlun, einkum meiri vatnsborðshæð en nú er rætt um. Við slíkt hefði allt að 50-62% af gróðurlendi veranna farið undir vatn en stærð (um- reiknað í algró- ið land) þess er alls talin um 120 ferkílómetr- ar. Þá hefðu glatast um 60 til 74% af hreiður- stæðum gæsanna sem árið 1970 voru talin um 10.700. í áætlunum Landsvirkjunar var því miðað við vatnsborðs- hæð 581 m y.s. sem minnkaði verulega áhrif lónsins. Við þá vatnshæð hefði um 13% af gróð- urlendinu og 8,5% hreiðr- anna farið und- ir vatn. Miklar rannsóknir hafa staðið yfir frá því snemma á 9. áratugnum og hafa verið til skoðunar misstór lón með hæstu vatnshæð á bilinu 575 til 581 metra yfir sjó. Horft inn í Þjórsárver frá neöri mörkum svæðisins Blái liturinn neðst á myndinni, sem skyggöur eryfir ána og landið þar næst, sýnir hvar vatn myndi flæða yfir land innan friðaða svæðisins ef miðlunarlón yrði að veruleika. Minna lón, mfnni áhætta Rannsóknir benda til þess að um- hverfisáhrif lóns með vatnshæð 575 m y.s. séu umtalsvert minni en þau sem yrðu við lón í 581 m y.s. Vatns- borð lóns sem næði i 575 metra yfir sjó yrði 6 metrum lægra og flatar- mál þess (29 ferkílómetrar) yrði meira en helmingi minna en lóns í 581 m hæð sem gert er ráð fyrir í friðlýsingunni. í slíku lóni færu einkum áreyrar undir vatn innan friðlandsins og einungis um 1,4 km2 af 93 km2 grónu landi í'friðlandinu. Eigi að síður telja ýmsir náttúru- verndarsinnar sem DV hefur rætt við að neikvæð áhrif af gerð lónsins séu óásættanleg. Óttast menn þar mjög að við mannvirkjagerðina upphefjist uppfok og nefna sem rök- semd mismunandi vatnshæð í lón- inu þar sem rokgjarn sandur yrði af og til ofan yfirborðs við lága vatns- stöðu. Þessar áhyggjur komu einnig fram við náttúrufarsrannsóknirnar. Rannsóknir sem Landsvirkjun gekkst fyrir sýna að við 575 m hæð lóns eru um 0,5 km2 gróins lands í hættu utan lóns og að ráð séu til að bregðast við því. Grunnvatnsborð mun hækka í næsta nágrenni lóns- ins, en áhrifa mun ekki gæta langt út frá lóninu. Norðlingaöldulón í 575 m hæð er að þremur fjórðu hlut- um utan friðlandsins og stíflan er um 5 km utan við mörk þess. Áhrif lóns á grunnvatnsborð í verum ofan lónstæðis verði því lítil að sögn Landsvirkjunarmanna. í samtölum við þá sem óttast framkvæmdir á svæðinu er þessi niðurstaða Landsvirkjunar um áhrif á grunnvatnsyfirborð í Þjórs- árverum þó dregin í efa. Þvi beri að láta friðaða svæðið njóta vafans og hverfa frá áformum um gerð lóns á svæðinu. Vatnsyfirborð stöðugt yfir sumarið Blaðið bar það undir sérfræðinga Landsvirkjunar hvort yfirborðs- staða vatnsins í miðlunarlóninu yrði breytileg með tilheyrandi áhættu fyrir umhverfið. Sú hættan er að mati Landsvirkjunarmanna hverfandj. Leysingavatn á vorin fylli lónið strax í júni. Yfirborðs- staða lóiisins verði síðan óbreytt yfir sumarið. Áhrif af lækkun yfir- borðs þegar tekið er úr lóninu yfir vetrartímann eigi líka að vera hverfandi vegna þess að þá sé svæð- ið að mestu hulið snjó og ís. Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- ráðherra segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um gerð miðlunar- lóns i Þjórsárverum. Ferlið muni fara sinn eðlilega lögformlega far- veg sem taki einhverja mánuði. Veðríö í kvöfd 02.56 24.58 00.58 02.54 18.06 05.31 & Sólartag í kvöld Sólarupprás á morgun Síðdeglsflóð Árdegisflóð á morgun SlíýrlngfUf & veðurtáknum J*''ViNOÁTT *—HITI 15} ,10o 'WINDSTYRKUR XfrR0ST HE!ÐSKIRT í metrum & su'kiÍþííu rioo\ ***> LÉTTSKÝJAÐ O O HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SKÝJAÐ Hætt við síðdegisskúrum Fremur hæg breytileg átt eða hafgola. Dálítil súld eða skúrir á Suöur- og Suöausturlandi en RIGNING SKÚRIR w SLYDDA SNJÓKOMA annars skýjað með köflum og hætt við síödegisskúrum, einkum inn til landsins. Hiti 7 til 14 stig, mildast suövestan til en 2 til 7 stig í nótt. **v? ÉUAGANGUR -S? ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Veðríð á morgtm REYKJAVIK AKUREYRI 24.00 00.02 ■ v (8 Færð BYGGT A UPPLYSINGUM FRA VEGAGERÐ RIKISINS Fært um Kaldadal Færöln er góö á öllum aðalvegum landsins og fjallvegir eru að opnast einn af öörum. Kjölur er fær, einnig er fært í Landmannalaugar, bæði um Sigöldu og Dómadalsleið. Fært er í Laka og í dag veröur opnaður vegurinn um Uxahryggi og Kaldadal. Mildast suðvestan til Fremur hæg breytileg átt. Dálítil súld á Suöur- og Suðausturlandi en annars skýjað með köflum og hætt við síðdegisskúrum inn til landsins. Hiti 7 til 14 stig að deginum, mildast suðvestan til en 2 til 7 stig í nótt. Surtrmd íllí Vindur: í 3—6 Hití 7°til 14' Fremur hæg breytileg átt eða hafgola, skýjaö með köflum og víða hætt vlð skúrum um landið sunnan- og austanvert. Hitl 7 tll 14 stig yfir daginn. Hæg breytlleg átt, skýjað meö köflum og víða hætt vlð skúrum, elnkum um landlö sunnan- og austanvert. Hiti 7 tll 14 stlg yfir daginn. IB Vitidur: \ 3-7 m/s J Marrud Hiti 5° ti! 15 Fremur hæg suðlæg eöa breytileg átt og dálítll súld eða skúrlr vestan tll en þurrt að kalla austan tll. Hlti 5 tll 15 stlg. AKUREYRI alskýjaö 4 BERGSSTAÐIR alskýjaö 3 BOLUNGARVÍK skýjað 5 EGILSSTAÐIR 2 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 7 KEFLAVÍK léttskýjaö 8 RAUFARHÖFN alskýjaö 2 REYKJAVÍK léttskýjaö 7 STÓRHÖFÐI skýjaö 8 BERGEN skýjað 8 HELSINKI skúr 12 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 12 ÓSLÓ skýjaö 11 STOKKHÓLMUR 14 ÞÓRSHÖFN skýjaö 6 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 7 ALGARVE heiöskírt 20 AMSTERDAM léttskýjaö 13 BARCELONA léttskýjaö 18 BERLÍN skýjaö 13 CHICAGO léttskýjað 26 DUBLIN þokumóöa 12 HALIFAX þoka 12 FRANKFURT léttskýjað 14 HAMBORG rigning 11 JAN MAYEN léttskýjaö 0 LONDON léttskýjaö 12 LÚXEMBORG skýjaö 13 MALLORCA léttskýjaö 18 MONTREAL heiöskírt 19 NARSSARSSUAQ léttskýjaö 7 NEW YORK þokumóöa 20 ORLANDO heiöskírt 22 PARÍS þokumóöa 13 VÍN skýjaö 14 WASHINGTON þokumóöa 21 WINNIPEG alskýjaö 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.