Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Side 5
5 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001________________________________________________________________________ 33V Fréttir Forsætisráöherra hefði betur látið ósagt aö allt yrði bætt - segir Heiða Magnúsdóttir á Hellu sem var nýbúin að kaupa húsið þegar það eyðilagðist Eftir skjálftann Heiöa segir aö undanfarið ár sé búiö að vera ár mikiis umróts. „ Viö fórum fyrst á sveitabæ hér rétt hjá og vorum þar í sumar. DV, SUDURLANDI:_________ Heiða Magnúsdóttir bjó í húsi sem hún hafði nýlega fest kaup á að Leikskálum 2 á Hellu þegar jarðskjálftinn þann 17. júní í fyrra reið yfir. í skjálftanum gjöreyðilagð- ist hús Heiðu. Það hefur nú verið fjarlægt af lóð- inni, í stað þess er þar nú bráðabirgðahús. Heiða stendur illa eftir skjálft- ann og afleiðingar hans. „Húsið var illa tryggt, á því var afgömul trygging, þetta var stórt og mikið hús og tryggingin á því síðan 1988, síðan var búið að endurbæta húsiö allt saman, Þetta var mjög stórt og faílegt hús, innbúið sem eyðilagðist meira og minna var óvátryggt svo ég fékk ekk- ert út úr því,“ sagði Heiöa Magnús- dóttir sem starfar á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Lundi á Hellu. Heiða segist vera búin að sækja um að tryggingamatið verði endurskoðað en hún hafi ekki heyrt frá nokkrum manni lengi en henni skiljist að það sé í vinnslu og segist ekki trúa öðru en svo sé. „Hús- ið var um 150 fermetrar, ég fékk tæpar 8 miljónir í bætur fyrir það. Bæturn- ar hrukku varla fyrir þeim lánum sem á því hvildu. Heiða er nú flutt inn í bráðabirgðahús sem er á sama stað og húsið hennar stóð á. „Það var sett á grunn, ég var að hugsa um að ef það væri sett á grunn á lóðinni mundi ég festast héma og jafnvel kaupa húsið. Ég er nú samt ekki búin að ákveða mig í þvf máli enn þá. Ég er ekki að fullu sátt við húsið, það er svolítið sumarbústaðarlegt og er kannski ekki það draumahús sem mig hefur langað til að eiga, um 80 fer- metrar eða um helmingi minna en hitt húsið var. Samt reikna ég frekar með að ég kaupi húsið á endanum ef um semst,“ sagði Heiða. Henni býðst bráðabirgðahúsið til kaups á grunnin- um fyrir 5,5 milljónir króna. Heiða segir að undanfarið ár sé búið að vera ár mikils umróts. „Við fórum fyrst á sveitabæ hér rétt hjá og vorum þar í sumar. Við flúðum þaðan hálfum mánuði áður en við fengum húsið afhent vegna músagangs, þá fengum við inni hér á Lundi á meðan. Síðan komumst við í bráðabirgðahús- næðið, þá fór lífið að færast í betri skorður," sagði Heiða. Hún segist vera örugg um sig í húsinu en jarð- skjálftinn sé samt enn ofarlega í henn- ar huga. „Ég stend mig að því að stirðna upp þegar þungur bíll keyrir fram hjá og veldur titringi, maður er stöðugt á vaktinni," sagði Heiða. Hún segir að þegar litið sé til baka yfir lið- ið ár sé margt sem stendur upp úr. „Það sem ég er mest þakklát fyrir er það sem Rauði krossinn gerði fyrir okkur. Hann reyndist okkur alveg óskaplega vel, bæði í andlegri og ver- aldlegri aðstoð. Aftur á móti hefur það sem forsæt- isráðherrann sagði hér á fundi daginn eftir skjálftann valdið okkur miklum vonbrigðum og hefði betur verið látið ósagt. Þar sagðist hann ábyrgjast að við hlytum engan skaða af hamfórun- um, hann skyldi sjá til þess. Þetta hef- ur engan veginn staðist og við höfum kannski orðið reið yfir því að hann hefur verið að bera á móti því að hafa sagt þetta, sem fjölmörg vitni voru að. Því þetta eru sannarlega erfiöleikar sem margir hafa lent i. Það þarf að flytja búslóðir á milli fram og aftur, koma sér upp nýju, flytja síma og ann- að sem kostar töluverða fjármuni. Við þurftum að borga rif á húsinu okkar og grunninn undir bráðabirgðahúsið og margt annað. Þetta eru allt saman hlutir sem leggjast á okkur sem í þessu lentum. Þessum ósköpum sem við báðum ekki um aö dyndu yfir okk- ur.“ -NH DV-MYNDIR NJORÐUR HELGASON Ósátt við vanefndir for- sætisráöherra Heiða Magnúsdóttir á vinnustaö sínum, Dvalar- heimilinu Lundi á Hellu. DV-MYND NJORÐUR HELGASON Við nýja húsið Sveinbjörn og Heiörún framan viö nýja húsiö sitt aö Freyvangi 12 á Hellu. Ár að verða liðið frá þjóðhátíðarskjálftanum: Ólýsanleg tilfinning að sjá húsið sitt ónýtt - segir Sveinbjörn Jónsson á Hellu DV, SUÐURLANDI:_______________________ „Við rifum gamla húsið undir mán- aðamótin júní-júlí. Strax í kjölfarið var byrjað að grafa fyrir nýja húsinu og byrjað á byggingu þess. Við flutt- um síðan inn í það 17. desember, hálfu ári eftir að það gamla eyðilagðist," sagði Sveinbjörn Jónsson sem býr að Freyvangi 12 á Hellu ásamt Heiðrúnu Ólafsdóttur, konu sinni, og tveimur sonum. íbúðarhús fjölskyldunnar gjöreyðilagðist í jarðskjálftanum 17. júní. Þau áttu því engra annarra kosta völ en að fjarlægja það og byggja sér nýtt hús. Þau ákváðu að byggja að nýju á sama stað og gamla húsið þeirra stóð, óbangin við það sem hafði gerst. Sveinbjöm segir að aðrar áherslur hafi verið lagðar við byggingu nýja hússins en þær sem greinilega hafi áður verið notaðar. „Það er mjög vönduð uppfylling undir því, mal- arpúði ofan á klöpp, sökkullinn vand- aður að allri gerð og húsið sjálft er mjög sterkt og prýðilegt í að búa,“ sagði Sveinbjörn. Byggingarlag eldra hússins sem Sveinbjörn og Heiðrún áttu var barn síns tíma. Grafið var fyrir sökklum niður fyrir frost, gólfin náðu ekki tengingu við sökklana og ekki var skipt um jarðveg undir grunnunum. Húsin stóðu því á mis- jöfnu undirlagi sem dró ekki úr skjálftahreyfingunum, jafnvel magn- aði þær upp. Sveinbjörn segir að undanfarið ár sé kannski ekki dæmigert fyrir hans fjölskyldu. „Strákarnir okkar hristu þetta af sér strax, þeir komust i ágæt- ismál hjá foreldrum mínum á Rauða- læk þar sem við vorum meðan á fram- kvæmdum stóð. En maður er marg- reyndari eftir, allt er í sóma þannig, en það er ólýsanleg tilfmning að standa frammi fyrir því að húsið manns er ónýtt og allt sem búið er að gera því horfíð. Það er heilmargt sem maður þarf að vinna sig út úr á eftir, þó maður geri sér kannski ekki enn grein fyrir því öllu saman. Það var líka mikiö átak að fara út í að byggja strax annað hús í kjölfarið svo maður var orðinn nokkuð spenntur á tíma- bili. En í dag erum við afskaplega sátt og ánægð héma. Þetta tímabil er að baki og nú höfum við það óskaplega gott hérna í nýja húsinu okkar,“ sagði Sveinbjörn Jónsson á Hellu í samtali viö DV. -NH Sé einn og pú ferð létt með hana Olympus C-i, stafræn myndavél, ein sú allra nettasta og skemmtilegasta OLYMPUS BRÆÐURNIR MYNDAVELAR Lágmúla 8 • Sími 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.