Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Blaðsíða 9
9 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001____________________________________________________________________________________________ py Útlönd Enn ágreiningur um eldflaugakerfi Bush KARCHER HÁÞRÝSTI DÆLUR MhV - fyrir heimilið RAFVER SKEIFUNNI 3E-F • SÍMI 581 2333 • FAX 568 0215 rafver@simnet.is Dauðarefsingar Minnihlutahópar og íbúar sérstakra fylkja eru í mun meiri hættu að veröa teknir af lífi en aörir. Þingmenn vilja setja dauðarefs- ingar á salt Nokkrir demókratar í öldunga- deild Bandaríkjaþings hafa kallað á frestun allra aftaka þar til skorið hefur verið úr um hvort dauðarefs- ingum sé misbeitt eftir kynþætti og landafræði. Bent er á að af þeim 19 sem eru á dauðadeild alríkisins nú eru 17 af minnihlutahópi og 6 frá heimaríki Bush Bandaríkjaforseta, Texas. Efast er um að dauðarefs- ingakerfið byggist á réttlæti ef reyndin er að beiting hennar ráðist af öðru en eðli glæpsins. Nokkrar umdeildar dauðarefsingar á að framkvæma á næstu dögum. Þar á meðal er Mexíkói sem myrti sam- kynhneigðan mann sem mun hafa reynt að fá hann til lags við sig. Hann á að deyja á þriðjudag. Þá er áætlað að geðklofa maður verði tek- inn af lífi í dag fyrir þátt sinn í ban- vænu vopnuðu ráni. Evrópusam- bandið hefur beðið sérstaklega um að dómnum verði ekki framfylgt en Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur synjað beiðni fangans um frestun. Augusto Pinochet Lögmenn hans segja hann of gamlan og veikan til aö hann sé meöhöndlaöur eins og venjulegur sakamaður. Dómsmálaráð- herrann heimtar ný fíngraför Dómsmálaráðherra Chile, Jose Antonio Gomez, lýsti því yfir í gær að taka yrði nýja mynd og ný fingrafór af Augusto Pinochet, fyrr- verandi einræðisherra landsins, vegna mannréttindabrotaákæru á hendur honum. Áður höfðu bæði saksóknarar og verjendur lýst þvi yfir í gær að samkvæmt ákvæði í lögunum hefði verið leyft að nota myndir og fingrafór úr gömlum gögnum vegna málshöfðunarinnar. í maí síðastliðnum úrskurðaði áfrýjunardómstóll að skrá ætti Pin- ochet þegar 1 stað sem grunaðan sakamann fyrir réttarhöldin yfir honum. Pinochet er ákærður fyrir aðild að morðum og ránum á um 75 stjórnarandstæðingum. Bond raunveru- leikans látinn David Spedding, hinn raunveru- legi James Bond, er látinn, að þvi er breska utanríkisráðuneytið til- kynnti í gær. Spedding var einn helsti njósnari Breta. Hann stýrði leyniþjónustunni MI6 í fimm ár þar til hann fór á eftirlaun 1999. Innan bresku stjórnarinnar var Spedding, sem varð 58 ára, kallaður C. Spedd- ing og var stjórnarerindreki í Chile þegar Pinochet tók völdin. Talið er honum hafi verið kunnugt um áætl- un bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, um að koma Allende Chilefor- seta frá. Jólin 1998 bauð hann leikkonunni Judi Dench, sem leikur M í Bondmyndunum, i mat. Hún vildi kynnast alvörunjósnara. Göran Persson, forsætisráðberra Sviþjóðar, kveðst vera svartsýnn á að þaö takist í raun að sannfæra Ge- orge W. Bush Bandaríkjaforseta um að minnka losun gróðurhúsaloftteg- unda þegar hann fundar með leið- togum Evrópusambandsríkjanna í Gautaborg í dag. Svíar, sem eru í forystu Evrópusambandsins, ESB, nú og önnur Evrópuríki, eru ósátt við að Bandaríkin skuli neita að staðfesta Kyoto-sáttmálann um gróðurhúsalofttegundir. Búist er við að Bush sæti harðri gagnrýni á ESB-fundinum í dag. í gær kom Bush til Brussel frá Madríd til viðræðna við leiðtoga NATO. Ágreiningur um fyrirhug- aða eldflaugavarnaáætlun Banda- ríkjanna ríkti enn að loknum leið- togafundinum í Brussel. Þar voru menn þó sammála um að stækka bandalagið og auka íhlutun sína í átökunum í Makedóníu. Eins og yfirmaöur meðal undirmanna Stjórnmálaskýrendur höföu á oröi aö Bush heföi veriö eins og yfirmaöur meöal undirmanna á fundi NATO. Kwasniewski Póllandsforseti reynir aö ná athygli Bush sem á myndinni ræöir viö Robertson, framkvæmdastjóra NATO. Bush fékk hlýjar móttökur í höf- uðstöðvum NATO. George Robert- son, framkvæmdastjóri NATO, leiddi Bush kringum fundarborðið til þess að hann gæti heilsað leiðtog- unum 18. Bush hafði sjálfur beðið um að fá að koma til NATO til að kynnast leiðtogum Evrópu. Stjórn- málaskýrendur segja að svo hafi virst sem hópur undirmanna hafi komið til að hitta æðsta yfirmann sinn. Á fundi með fréttamönnum ítrek- aði Bush nauðsynina á varnakerfi sem gæti skotið niður eldflaugar óvinanna áður en þær næðu skot- marki sínu. Bæði leiðtogar Frakklands og Þýskalands lýstu yfir tortryggni sinni i garð eldflaugavarnakerfis- ins. Chirac Frakklandsforseti sagði nauðsynlegt að jafnvægi héldist í vígbúnaðarkapphlaupinu. Syrgja fórnarlömb skriöufalla Ættingjar fórnarlambs skriöufalla í Ekvador syrgja á meöan lík eru grafin upp úr leöjunni. Aö minnsta kosti 39 eru látnir eftir flóö og skriöuföll í landinu frá því á föstudag. Flóöin hafa sjatnað en gert er ráö fyrir rigningu næstu tvo mánuöina, í minna magni þó. Hrist kornabörn skaddast á heila Rannsóknir á heilaskaða ung- barna sem grunur er á að orsakist af ofbeldisfullri meðferð á þeim leiða í ljós að minna þarf til að valda heilaskaða en hingað til var talið. Jafnvel það að hrista barn get- ur valdið banvænum taugaskaða þar sem mænan og heilinn koma saman, en þetta svæði er sérstak- lega viðkvæmt hjá ungbörnum vegna veikra hálsvöðva og hlutfalls- lega þungs höfuðs. Ný tækni gerir kleift að greina þau tilfelli þar sem ungböm verða fyrir skaða vegna klaufalegrar meðhöndlunar frá þeim sem orsakast af ofbeldi. í kjöl- farið er talið að áfrýjað verði í fjölda dómsmála. Árið 1997 komst breska barnapían Louise Woodward í heimsfréttirnar fyrir að hafa valdið dauða ungbarns. Nóg er að hún hafl hrist barnið til að valda dauða þess. Ráðamenn flæktir í alnæmishneykslið Nokkrir helstu ráðamenn Henan- héraðs í Kína höfðu sjálfir hags- muna að gæta vegna blóðgjafanna sem leiddu til að margir bæir eru að leggjast í eyðni vegna alnæmis íbú- anna. Kinverskur læknir, sem ekki vill láta nafns síns getið, greinir frá þessu í nýrri í skýrslu, að því er kemur fram í sænska blaðinu Dag- ens Nyheter. Yfirmaður heilbrigðisþjónustu svæðisins, þar sem eru um 94 millj- ónir ibúa, er sakaður um að hafa verið gripinn peningagræðgi. Hann hvatti fátæka bændur til að gefa blóð gegn greiðslu. Ættingjar yfir- mannsins og fleiri ráku blóðbank- ana. Þegar starfsemin var sem mest voru reknir um 200 löglegir blóð- bankar og miklu fleiri ólöglegir. Bændurnir fengu um 500 krónur fyrir blóðgjöf sem eru tífóld dags- laun þeirra. Blóði allra blóðgjafa var blandað saman. Framleitt var plasma úr því til lyfjagerðar. Síðan var blóðinu sprautað aftur í blóð- gjafana til að þeir gætu fyrr gefið blóð á ný. Það þurfti ekki nema einn alnæmissmitaðan blóðgjafa til að smita alla hina. Talið er að yfir 1 milljón héraðsbúa kunni að vera smituð af alnæmi. Vísindamaður í Peking áætlaði i fyrra að yfir 20 milljónir bænda í öllu landinu hefðu selt blóð á fyrri hluta tíunda áratugarins. Alnæmis- smitaðir kunna því að vera miklu fleiri þó sama aðferð og í Henan hafi ekki verið notuð alls staðar. Eftir að hneykslið var afhjúpað hafa yfirvöld bannað sölu á blóði. Vís- bendingar eru um að hún haldi þó áfram í leyni. Ekki er talið að al- þjóðleg lyfjafyrirtæki hafi fengið smitað blóð frá Henan í Kína. ^Ciötoupsveislur — útisamtomur—skemmlanir—Iðnlettor—sýningar—kynningar ogfiogfl. ogfi. Risatjöld - veislutjöid. ^ ..og ýmsir fylgihlutir Hkkl treysta á veðrið þegar skipuleggja á eftirminnilegan viðburo - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar stg. Tjöld af öilum stœrðum frá 20 - 700 mJ. Leigjum einnig borð og stóla í tjöldín. skáta skótum á heimavelli simi 550 9800 • fax 550 9801 * bis@scout.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.