Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Page 10
10 Hagsýni FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 E>V Mörg sveitarfélög með þjónustu fyrir elli- og örorkulífeyrisþega: Geta fengið aðstoð við garðvinnuna Unglingar í garðvinnu Það er ekki amalegt að fá slíkan hóp til að snurfusa hjá sér garðinn en mörg sveitarfélög bjóða eldri borgurum og ör- yrkjum þann kost. Verð og umfang vinnunnar er þó afskaplega misjafnt. Mörg bæjarfélög hafa um árabil aðstoðað öryrkja og ellilífeyrisþega við umhirðu garða á sumrin. Flest bæjarfélögin gera það 1 gegnum Vinnuskólann og eru unglingarnir notaðir til þessara starfa. Ekki er þó þjónustan sambærileg milli.staða, hvorki í verði né umfangi. Sum sveitarfélög bjóða enga slíka þjón- ustu, önnur alla almenna garðvinnu og enn önnur eingöngu slátt á grasi. Garðabær er þó undantekningin þar sem ekki er slegið gras en boðið upp á aðra garðvinnu. Ástæða þess er sú að börn undir 16 ára aldri eiga ekki að stjórna sláttuvélum eða öðrum slikum tækjum. Verðið er einnig mjög misjafnt, t.d. er sláttur frír fyr- ir þessa hópa hjá Reykjanesbæ á meðan önnur sveitarfélög taka allt að 10-15.000 kr. fyrir garðvinnuna sem í þeim tilvikum er reyndar mun umfangsmeiri. Neytendasíðan kannaði málin hjá nokkrum sveitar- félögum, vítt og breitt um landið. Reykjavík Ellilífeyrisþegum og öryrkjum býðst aðstoð við garðaumhirðu á vegum borgarinnar. Unglingar í Vinnuskólanum slá garðana, hreinsa beð, stinga upp flfla, kantskera og framkvæma alla al- menna garðvinnu. Fyrir þetta er greitt 2.000 kr. í hvert skipti og mest er hægt að fá slika þjónustu tvisvar yfir sumarið. Þó er ekki víst að hægt sé að fara í alla garða tvisvar en þeir ganga fyrir sem skrá sig fyrst. Skráningin hófst 1. mars sl. en þeir sem vilja skrá sig núna hringja í Vinnuskóla Reykjavikur í síma 511 2590. Hafnarfjörður í Hafnarfirði er ekki boðið upp á neina garðaþjónustu fyrir ellilifeyr- isþega og öryrkja á vegum bæjarins. Eingöngu er slegið við elliheimili og á opinberum svæðum. Bæjarstarfs- menn hafa vísað fólki á verktaka sem taka að sér umhirðu garða. Kópavogur Eldri borgarar og öryrkjar í Kópavogi geta fengið góða hjálp í görðum sínum í sumar fyrir vægt verð. Garðar eru slegnir, beð hreinsuð og kantskorin og unnin er létt garðvinna sem húsráðendur biðja um. Þjónustan er veitt tvisvar yfir sumarið og er verðið miðað við stærð garðsins. Vinna við litinn garð kostar 2.000 kr., við meðalstór- an garð 2.500 kr. og stóran garð 3.500 kr. Athugið að þetta verð á við hvert skipti. Þeir sem hafa hug á að nýta sér þessa þjónustu hringi i síma 554 0230. Garðabær í Garðabæ geta ellilífeyrisþegar og öryrkjar fengið unglinga til að hreinsa garðinn en ekki er boðiö upp á slátt. Eingöngu er um að ræða almenna hreinsun, svo sem hirð- ingu beða, hreinsun stétta, kantskurð og þess háttar. Verðið miðast við þann tíma sem verkið tekur og fjölda unglinga sem vinna það. Greiddar eru 245 kr./klst fyrir hvern ungling. Sem dæmi um kostnað má nefna að ef 11 manna hópur er við störf í 4 klst., sem ekki er óalgengt, kostar verkið 10.780 kr. Unglingahópnum fylgir flokksstjóri sem skipuleggur starfið í samráði við garðeigandann. Símanúmerið hjá Vinnuskóla Garðabæjar er 565 8255. Mosfellsbær Engin þjónusta af þessu tagi er á vegum bæjarins. Vísað er á verk- taka, fagmenn og aðra sem taka að sér slík ráð en bærinn býður fólki upp á ráðgjöf og er hún töluvert mikið notuð. Hjá garðyrkjustjóra fengust þær upplýsingar að ákveðið hefði verið að hætta allri slíkri þjónustu þar sem ekki var mann- skapur til að sinna henni. Eins hafi komið upp misnotkun á þessari þjónustu þar sem efnameiri einstak- lingar, í stórum húsum með stórar lóðir, voru með unglinga frá vinnu- skólanum í garðvinnu jafnvel svo vikum skipti. Seltjarnarnes Garðar eru slegnir fyrir eldri borgara og öryrkja á Seltjarnarnesi en ekki er veitt önnur þjónusta á vegum bæjarfélagsins í þessum efn- um. Því er ekki hægt að láta hirða beð, kantskera eða framkvæma aðra garðvinnu. Það kostar 1250 kr. að fá garðinn sleginn. Þeir sem óska eftir slætti hafi samband við Vinnu- skólann. Akureyri Engin þjónusta á vegum bæjarins og hópur á vegum Sjálfsbjargar sem bauð upp á þessa þjónustu undan- farin ár er ekki lengur starfandi. Því þurfa þeir sem vilja fá aðstoð við garðverkin að leita til sjálf- stæðra verktaka. Reykjanesbær Á vegum Reykjanesbæjar eru slegnir 200 garðar hjá öryrkjum og ellilifeyrisþegum í sumar. Slátturinn fer fram þrisvar sinnum yfir sumar- ið og er garðeigendunum að kostnað- arlausu. Ekki er unnið í beðum eða framkvæmd önnur garðvinna. ísafjöröur ísafjarðabær er með þjónustu fyrir alla garðeigendur og er greitt fyrir hana kostnaðarverð. Um er að ræða tvo verðflokka, annars vegar slátt sem kostar 1.500 kr./klst. en 2-3 tíma tekur að slá meðalstóran garð. Hins vegar er önnur garðvinna, svo sem hreinsun beða verðlögð á 2.000 kr./klst. Reikna má með að um 10- 15.000 kr. kosti að hirða meðalstóran garð sem er í rækt en verðið verður endurskoðað þegar líður á sumarið því ætlast er til að þjónustan standi undir sér Qárhagslega þar sem bæjar- félagið veitir þessa þjónustu ein- göngu vegna þess að enginn annar gerir það. Bærinn sendir 6-7 harð- duglega unglinga í þessi störf. Tilboð versiana Esso Tilboöin gilda til 30. júní. \ 0 Sóma langloka 220 kr. Q Orville örbylgjupopp 159 kr. Q Mentos Fruit 59 kr. 0 Mentos Mint 59 kr. Q Bounty 55 kr. Q Twix King Size 79 kr. Q Mozart kúlur 45 kr. Q Emmess Djæf íspinnl 129 kr. Q Djæf íspinni m/möndlum 129 kr. 0 Djæf íspinnl m/cappuccino 129 kr. Tilbobln gllda tll 17. júní. 0 Goba Bayonneskinka 1095 kr. kg Q Ekta krakkabollur 758 kr. kg Q Merrlld kaffl, 103, 500 g 299 kr. 0 Emmess hversdagsís, 2 I 399 kr. Q ÍM graflnn lax 1698 kr. kg Q Kjúkllngalæri frosln 398 kr. kg Q Myllu helmilisbraub 159 kr. Q Edta Gordon bleu 342 kr. kg Q All svinakótll. reyktar 1123 kr. kg 0 Emmess hversdagsís, 11 219 kr. Tilbobin gilda meban birgbir endast. Dane Cake luxus kökur 129 kr. Daloon kjötréttir, 350 g 219 kr. O&S sveppasúpa, 300 g 178 kr. O&S grábaostasósa, 300 g 178 kr. Nóa kropp, 200 g 199 kr. Campino jarbarbbrjóstsykur 159 kr. Tilbobin gilda tll 20. júní. Q Stelktir kjúklbitar, 6 stk. 799 kr. kg Q UN grillborgari, 140 g 159 kr. 0 VSOP helgarsteik 1198 kr. kg Q VSOP kon/lærlssn. 1 fí. 1769 kr. kg Q VSOP kon/lærlssn. 2 fí. 1198 kr. kg Q VSOP kon/framhr. vöbvl 1959 kr. kg Q Svínakótel. hambreykt 1395 kr. kg Q Svínakótel. þurrkrydd. 1395 kr. kg Q Mexíkó svínakótelettur 1395 kr. kg 0 Sýrbur rjómi, bragbbættur 1395 kr. Tilboöin gilda til 17. júní. Q Svínahnakksneibar, úrb. 958 kr. kg Q Svínabógur, hringskorinn 398 kr. kg Q Prince Póló, 3 I pk. 119 kr. 0 Marmaraostakaka 798 kr. kg Q GuHostur 359 kr. Q Búri, 38% 973 kr. Q Dan Cake 139 kr. 0 Marmarakaka 139 kr. 0 Dan cake lemon 139 kr. 0 Dan cake súkkulabi 139 kr. Select Tilboöin gllda til 27. júni. 1 0 Bahlsen saltkringur 119 kr. Q Prins polo XXL 69 kr. Q Marabou súkkulaöirúll., 3 teg. 99 kr. 0 Bllly’s pan pizzur, 3 teg. 110 kr. 0 Tempoklútar 99 kr. 0 Sterling gasgrill 17900 kr. Q Grillpro tréplnnar 99 kr. 0 Grlllpro töng meö spaöa 259 kr. 0 Grillpro stuttur pensill 199 kr. 0 Hlaupahjól-Wln max 4990 kr. llidikT'M IIIIIIIII—__________ Tilbobin gilda I júní. Q Knorr bollasúpur (margar teg.)99 kr. 280 kr. 190 kr. 110 kr. 148 kr. 148 kr. 319 kr. 310 kr. 332 kr. 319 kr. Q Lion Bar, 4 I pakka Q Kit Kat, 31 pakka Q Mix, 0,51 í plastl Q Appelsínusvali, 31 pakka 0 Eplasvali, 31 pakka Q Rafhlöbur Energizer LR03 0 Rafhlöbur Energizer LR14 Q Rafhlöbur Energizer LR20 0 Rafhlöbur Energizer LR6 Tilbobin gilda til 17. júní. Raubvínsl. svínakótelettur899 kr. kg Kjarnafæbis grábaostasósa 120 kr. Kjarnafæbis grlll-piparsósa 120 kr. Grillkartöflur 149 kr. Pöddur og stofublóm Ef upp kemur óþrifnaður í stofu- blómunum er óþarfi að hlaupa til og kaupa dýrt og skaðlegt eitur. í Sví- þjóð þekkist sú aðferíi að stinga 1-2 litlum hvít- lauksgeirum í moldina i pottinum og sagt er t ', að losna megi1 við marga óværuna með I því. Beri þessi náttúrlega að- ferð ekki árang- ur má reyna aðr- ar leiðir, eins og að hvolfa plöntunum á kaf ofan í veika blöndu af uppþvotta- legi og vatni eða setjið blönduna á úðabrúsa og úða yfir plöntuna. Ef þið eruð ekki viss um hvort blómin þola slíka meðferð leitið þá ráða hjá fagmönnum. Sumar tegundir skor- kvikinda, sem leggjast á blóm, má fjarlægja með því að setja sneið af hrárri kartöflu ofan á moldina í pottinum og fjarlægja hana síðan þegar skordýrin hafa safnast á hana Þetta þarf að endurtaka nokkrum sinnum eða þar til engin padda finnst lengur. Fréttatilkynning frá Tali: Réttar stilling- ar farsíma - þegar ferðast er út á land Nokkuð hefur borið á því að not- endur Tal GSM nái ekki reikisam- bandi við dreifikerfi Símans GSM þegar þeir eru utan þjónustusvæðis Tals. Anna Huld Óskarsdóttir, fram- kvæmdastjóri viðskiptatengsla Tals, segir að í slikum tilfellum þurfi að stilla Tal GSM-símann þannig að hann fmni dreifikerfi Símans GSM með réttum hætti. Viðskiptavinir Tals geta verið i reikisambandi í dreifikerfi Símans þegar þeir eru utan þjónustusvæðis Tals. Fýrirtækin gerðu samning um slíka reikiþjónustu á Vestfjörðum utan ísafjarðar, Norðurlandi utan Eyjafjarðarsvæðisins og Húsavíkur, svo og á austan- og sunnanverðu landinu að Vík í Mýrdal. í valglugga Tal GSM-símans þarf að finna stillingar fyrir dreifikerfi (Network) og stilla þar handvirkt á dreifikerfi Símans GSM. Þetta þarf að gera þegar Tal-notandinn er staddur inni á þjónustusvæði Sím- ans GSM þar sem reikisamningur- inn gildir. Þegar þessu er lokið þarf að stilla aftur á sjálfvirka (automat- ic) leit að dreifikerfi. Eftir það eiga engin vandkvæði að koma upp þótt fólk fari á milli GSM-kerfa Tals og Símans. Anna Huld segir að þessar still- ingar þurfi aðeins að framkvæma í þetta eina skipti. Eftir þaö leitar GSM-síminn sjálfkrafa að því dreifi- kerfi sem stendur til boða hverju sinni. Hún bendir jafnframt á að nánari upplýsingar sé að finna á vefsíðu Tals og einnig séu allar upp- lýsingar veittar í þjónustuveri fyrir- tækisins í gjaldfrjálsu númeri, 1414.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.