Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guómundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Oræn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Frjáls fjöimiðlun hf. Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Fimmfáldir sóðar Bandaríkjamenn eru 5% af íbúum jaröar og bera ábyrgð á 25% af útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Að mati George Bush Bandaríkjaforseta er þetta afar fátæk þjóð, sem hefur ekki efni á að taka til hendinni í þessu efni. Vís- ar hann í staðinn á auðþjóðir Indlands og Kína. Bush hefur dapurlegt veganesti með sér á ferð sinni um Evrópu. Ríkisstjórn hans hefur á skömmum tíma kippt Bandaríkjunum úr forustu vestrænna ríkja fyrir margvís- legum framförum í heiminum, þar á meðal i baráttunni gegn aukningu gróðurhúsalofttegunda. Sinnaskiptin vestra stafa ekki af nýjum vísindum. Þvert á móti hefur Vísindaráð Bandaríkjanna nýlega stað- fest þær niðurstöður vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá í vetur, að loftslag og veðurfar á jörðinni sé af manna- völdum að breytast á afar skaðlegan hátt. Á hvern íbúa eru Evrópubúar ekki nema hálfdrætting- ar á við Bandaríkjamenn í þessum sóðaskap, en vilja fyr- ir sitt leyti taka til hendinni. Ríkisstjórnir Evrópu hafa gagnrýnt stefnubreytingu Bandaríkjaforseta, sem gengur þvert á yfirlýsingar hans í kosningabaráttunni. Ráðgert hafði verið, að árið 2002 mundu aðildarríki Kyoto-sáttmálans frá 1997 vera búin að staðfesta hann. Evrópuríkin segjast enn vera reiðubúin til þess, þótt Bandaríkin hafi ákveðið að vera utangarðs með tveimur öðrum sóðaríkjum, sem heita Ástralía og ísland. í rauninni eru hagsmunir olíufélaga í Texas, heimaríki Bush, að baki sinnaskipta forsetans. Að yfirvarpi er þó haft, að bandarískt atvinnulíf hafi ekki ráð á hreinsun og að ósanngjamt sé að undanskilja fjölmenn ríki á borð við Indland og Kína frá fyrstu aðgerðum í málinu. í Kyoto var þó litið þannig á málið, að núverandi meng- un andrúmsloftsins væri einkum gömlu iðnríkjunum að kenna. Þvi bæri þeim að taka til hendinni í fyrstu umferð. í annarri umferð aðgerðanna kæmu svo þróunarlöndin, sem eru nýlega byrjuð að menga andrúmsloftið. Kyoto-sáttmálinn er engin fyrirmyndarlausn, heldur niðurstaða langvinns samningaþjarks með þátttöku Bandaríkjanna. Sum atriði hans verða erfið í framkvæmd. Hann átti bara að vera fyrsta skrefið til stöðvunar á meng- un andrúmsloftsins. Fleiri skref áttu að fylgja. Það er svo alveg nýtt fyrir mönnum, að Bandaríkja- menn séu svo fátækir, að þeir hafi ekki sömu efni og aðr- ir á að hreinsa eftir sig skítinn. Auðvitað verður hver þjóð fyrir sig að meta, hvort hún hafi komizt í álnir eða ekki, en óneitanlega leggst lítið fyrir kappann. Bush Bandarikjaforseti hefur ákveðið að taka ekki frek- ar mark á Vísindaráði Bandaríkjanna en á vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur ákveðið að leggja ekki fram tillögur um betri lausn á málinu en fólst í Kyoto- sáttamálanum. Hann kemur berhentur til Evrópu. Það eina, sem hann hefur til málanna að leggja, er að skipa enn einu sinni nefnd og reyna að finna, hvernig hægt sé að fá fyrirtæki til að laga stöðu sína á sjálfviljug- an hátt. Meðan hann fer undan í flæmingi, versnar ástand heimsins stöðugt vegna bandarískrar mengunar. í kjölfar ákvörðunar forsetans er eðlilegt, að Evrópa setji mengunarskatt á bandarískar vörur, svo að þær njóti þess ekki á markaði að vera framleiddar á ódýrari og sóðalegri hátt en evrópskar vörur. Skattinn má svo nota til róttækari aðgerða gegn mengun andrúmsloftsins. Valdataka Bush i Bandaríkjunum er áfall fyrir allt mannkyn og sérstaklega fyrir Vesturlönd, sem eru orðin höfuðlaus her síðan Bandaríkin hurfu inn í skelina. Jónas Kristjánsson DV Átak til að efla þjóðþingið „Kjördœmaskipanin sem kosið verður eftir vorið 2003 er ótrúlegur óskapnaður. - Með landið sem eitt kjördæmi yrði úr sögunni állt karp um misvægi atkvæða og kjördœmapot og stjórnmálaflokkar og þingmenn væru knúðir til að líta heildstæðara en nú er á landsins gagn og nauðsynjar. “ Fátt er brýnna fyrir íslendinga en að þannig sé búið að þjóðþingi okkar að það geti risið undir hlutverki sinu sem löggjafarsam- koma en sé ekki háð fram- kvæmdavaldinu um mótun lög- gjafar í þeim mæli sem nú er. Jafnframt þarf að tryggja með sanngjörnum fjárframlögum úr almannasjóðum að stjórnmála- flokkar geti rækt hlutverk sitt án fjárframlaga fyrirtækja eða ann- arra utanaðkomandi þrýstihópa. Löggjöf um fjármál stjórn- málaflokka þar sem settar séu reglur um framlög til þeirra, opið bók- hald og eftirlit með fjárreiðum er löngu tímabær og myndi auka traust almennings á stjórnmálastarfi. Þá þyrfti að bæta sem fyrst úr þeim miklu mistökum sem gerö voru með kjördæmabreytingu fyrir fáum árum og gera ísland að einu kjördæmi sam- hliða reglum sem auki rétt kjósenda um fulltrúaval en tryggi jafnframt jafnræði milli kynja. Bættur aðbúnaður þingsins Góð viðleitni hefur verið tO þess mörg undanfarin ár að bæta starfsað- stöðu þingmanna og þingflokka en þó langt frá því fullnægj- andi. Sérstaklega þarf að styrkja aðstöðu þing- flokka og einstakra þing- manna til sjálfstæðrar vinnu við mótun og at- hugun löggjafar, bæði eigin tillagna og tillagna frá öðrum þingflokkum, ráðuneytum eða með uppruna í tilskipunum og tilmælum erlendis frá. Launa þarf starfsfólk Alþingis og þingflokka þannig að von sé til sæmilegs stöðugleika í mannahaldi, en eins og nú er má segja að þingið sé eins konar þjálfunarstöð fyrir ráðuneyti og hagsmunasamtök sem bjóða mun hærri laun. Þátttaka Aþingis í alþjóð- legu samstarfi þyrfti einnig að verða burðugri en nú er, ekki síst upplýs- ingagjöf til þingmanna og þingflokka almennt um það sem fram fer í alþjóða- stofnunum. Ráðherrar hafi ekki atkvæðisrétt Mikilvægur liöur í því að skilja á milli framkvæmda- og löggjafarvalds væri að ráðherrar hefðu aðeins setu- rétt en ekki atkvæðisrétt á Alþingi. Varamaður tæki sæti þingmanns sem yrði ráðherra en jafnframt mætti leita út fyrir raðir þingmanna við val á ráð- herrum eins og víða tíðkast. Þessi breyting myndi meira en flest annað lyfta Alþingi sem handhafa lög- gjafarvalds, bæði táknrænt en einnig að innihaldi þar sem það yrði sjálf- stæðara gagnvart ríkisstjórnum og réði meira um starfshætti sína en nú er. Ráðherrar bæru að sjálfsögðu eftir sem áður upp mál sin fyrir þinginu og hefðu þar viðveruskyldu þegar þau væru til umræðu. Landið allt eitt kjördæmi Kjördæmaskipanin sem kosið verð- ur eftir vorið 2003 er ótrúlegur óskapnaður. Stiga þarf skrefið til fulls og gera landið að einu kjördæmi til Alþingis hið fyrsta en jafnframt ætti að setja upp millistig í stjórnsýslunni byggt á landsfjórðungum sem eining- um að viðbættu höfuðborgarsvæði. Ekkert vit er í því að þenja sveitar- stjórnarstigið út með þeim hætti sem sumir mæla fyrir. Með landið sem eitt kjördæmi yrði úr sögunni allt karp um misvægi at- kvæða og kjördæmapot og stjórnmála- flokkar og þingmenn væru knúðir til að líta heildstæðara en nú er á lands- ins gagn og nauðsynjar. Ég er sann- færður um að landsbyggðin myndi síður en svo tapa á slíkri skipan á vali fulltrúa til setu á Alþingi og meginat- riði er varða málefni landsins alls verða sýnilegri. Átak til að efla Al- þingi ætti að vera inntak í þjóðhátíð 17. júní. Hjörleifur Guttormsson Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaiur Vanþekking eða blekking? Þegar kvótakerfi í sjávarútvegi var komið á var þvi haldið fram að það væri gert í skyni fiskverndunar- sjónarmiða. Blekking. Fyrsti kafli laga nr 38 um stjórn fiskveiða segir beint út aö úthlutun aflaheimilda myndi aldrei neina varanlega eign- arheimild. Hann segir einnig að lög þessi eigi að stuðla að jafnvægi í byggðum landsins. Blekking. Núver- andi stjórnvöld reyna að verja gerðir sínar með því til dæmis að bera á móti hinni gífurlegu byggðaröskun sem kvótakerfið hefur valdið. í staðinn fyrir útgerð Hagfræðingurinn Haraldur L. Haraldsson hefur sannað það á ótvíræðan hátt að okkar ágætu stjórnvöld eru einfaldlega að blekkja, kvótakerfið er að leggja landsbyggðina af. Stjórnvöld halda því einnig fram að núver: andi útgerðarform, með öllum sínum náttúruspjöllum og gífur- legu mengun, sé hagkvæmara en hinar hefðbundnu veiðiaðferðir með kyrrstæðum veiðarfærum sem engum spjöllum ollu. Þetta er blekking svo sem áþreifanlegt er. Fyrir 1960 voru borin á land hér milli 5 og 600.000 tonn, en hvað nú? Kjallari Garöar H. Björgvinsson útgeröarmaöur og bétasmiöur. Nú, þegar útgerðin er að fara með á meðan efnahag þjóðarinnar á vonarvöl, á að sökkva hálendinu og laða að stóriðju til að hægt sé að selja raf- magn á útsöluverði. Það á að koma i stað- inn fyrir þá útgerð sem verið er að leggja í rúst með núverandi kvótakerfi. Þeir landsmenn sem láta smala sér að færi- böndum auðhring- anna verða þá að ” standa þar ævilangt, efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar tapast. Og á meðan munu gripdeildarmenn fiskimiðanna selja útgerðarmönnum ESB aðgang að fiski- miðunum. Fræðslufundur sj á varútvegsstofnun- ar Háskólans á liðn- um vetri, sem bar nafnið Ógnir undir- djúpanna, sýndi fram á að orkufrek stóriðja losar fjórum sinnum meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið á hverja vinnsluvirðis- einingu en gerist í fiskiskipaflotanum. „Nú er frákast orðið svo gífurlegt að þegar t.d. togari landar 200 hefur^rdkjiað^út'1 að tonnum af frystum flökum þá liggja á botninum 7-800 tonn af nýt- fiskiskipin skapa anlegu hráefni. í þessu felst hið mikla hrun fiskistofna því í reynd ^r°nu^.ak^t®r.t eru drepin 5-600 þúsund tonn á íslandsmiðum árlega. “ sýringi en stóriðjan 11.300 krónur. Þessar tölur skarast enn meir með notkun kyrrstæðra veiðarfæra. Það kom einnig fram i þessari rannsókn Þjóðhagsstofnunar að tog- arar losa tíu sinnum meiri koltví- sýring á hvert veitt tonn en smábát- ar. Háskólinn segir að smábátar skili 2,16 tonnum af fiski á móti þvi að frystitogarar skila aðeins 0,58 tonnum á móti sama magni af koltvísýringi. Hruniö felst í frákastinu Smábátaflotinn hefur breyst á undanförnum árum, varðandi vélar- stærð. Vélarstærð var að meðaltali undir 100 hestöflum en eftir um 1995 fóru vélar að stækka og eru nú flest- ir smábátar komnir með vélar sem eru milli 400 og 500 hestöfl. Fyrir þann tíma var að meðaltali 50 lítra olíueyðsla á móti hverju veiddu tonni en var og er nú á togurum. 1000 lítrar olíu á móti veiddu tonni af fiski. Varðandi nýtingu sjávarfangs á smábát og togara, eft- ir að sala og leiga aflaheimilda var sett á, þá urðu smábátar að hlýta lögmáli kvótakerfisins, að fleygja smærri fiski, en áður en kvótakerf- ið kom á þá skiluðu bæði smábátar og stærri skip öllum fiski að landi, eins og nú er t.d. i sóknardagakerfi Færeyinga. Nú er frákast orðið svo gífurlegt að þegar t.d. togari landar 200 tonn- um af frystum flökum þá liggja á botninum 7-800 tonn af nýtanlegu hráefni. í þessu felst hið mikla hrun fiskistofna því í reynd eru drepin 5-600 þúsund tonn á íslandsmiðum árlega. Garðar H. Björgvinsson, Bjart steinbítstímabil „Ég efast ekki um að margir ykkar horfi björtum augum til næsta steinbíts- tímabils því ekki gekk ykkur sem verst á því liðna. Ég minnist þess að ein af þeim ástæðum sem ykkur var tíðrætt um hve vel ykkur gekk var að engir togarar og stór línuskip voru á miðunum vegna verk- falls. Ég er einn af þeim sem árvisst hef stundað steinbítsveiðar á togbát mínum út af Vestfjörðum, bæði grunnt og djúpt.“ Rúnar S. Magnússon skipstjóri á Patreksfjordur.is. Draumavörur „Tölvutæknin og Netið bjóða neytendum nú þeg- ar upp á ýmis skilvirk aðstoðartæki eins og til dæmis öflugar leitarvélar sem leita að besta verði ákveðinnar vöru eða þjónustu sem neytandi er að leita eftir kaupum á. Hin nýja tækni mun því hafa mikil áhrif og bæta stöðu neytenda að því er varðar aðgengi aö upplýsingum sem geta hjálpað þeim til þess að meta með upplýstum hætti, áður en teknar eru ákvarðanir á markaðnum." Valgeröur Sverrisdóttir iönaðarráöherra á heimasíöu sinni. Hugsjónir og veruleiki „Tækifæri fyrir alla, „opportunity for all“, er lykilhugtak í stefnu Tony Blairs. Hann hefur lagt lykiláherslu á að menntakerflð veröi endurskipulagt með það í huga að það þjóni öllum án mis- mununar. Nýtt nafn kennslumálaráðu- neytisins er ráðuneyti kennslumála og hæfileika til að undirstrika að nám er æfistarf og að allir eigi að hafa tækifæri til að þróa hæfileika sína til fulls. En þetta gerir hann ekki með því að leggj- ast kyHiflatur fyrir hagsmunaaðilum." Árni Páll Árnason lögfræöingur á strik.is. Spurt og svaraö Eru líkur á að Sjálfstœðisflokkurinn sigri R-listann í nœstu borgarstjórm Sveinn Jónsson feröaþjónustubóndi: „R-lislinn mer þettáe „Það held ég varla, ég held að R- listinn rétt merji þetta og haldi völdum áfram í Reykjavík. Þetta verður voða líkt og síðast þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði aðeins meira í skoðana- könnunum síðustu mánuðina fyrir kosningar en tapaði svo á kjördegi. Ég legg þetta að jöfnu. En ef R-listinn klofnar og boðnir verða fram fleiri listar á vinstri vængnum þá spyr ég ekki að leikslokum því hann má ekkert missa til þess að halda höfuðborg- inni. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn hafa sigur. Ég held hins vegar að það verði engin sveifla á lands- vísu og í þessum sveitarstjórnarkosningum ráðast úrslit meira af persónufylgi en flokkslistum en oft- ast áður.“ Grétar Mar Jónsson forseti Far- og fiskimannasamb.ísh: „Frjálslyndir tryggja setu R-listansee „Ég ætla að vona að svo fari ekki en líkurnar eru svo sem fyrir hendi. Það verður óvænt uppákoma í Reykjavík og hún heitir Frjálslyndi flokkurinn. Hann mun bjóða fram í Reykjavík til borgarstjórnarkosninga og setja stórt strik í reikninginn. Hann mun taka meira frá Sjálfstæðisflokkn- um og tryggja þannig áframhaldandi valdasetu R-listans. Einnig gæti Frjálslyndi flokkurinn lent í oddaaðstöðu svo hinir flokkarnir þyrftu að biðla til hans. Ég reikna fastlega með að R-listinn haldi sam- an og sömu öfl standi að honum eins og áður og vinstri grænir verði þar með.“ Gunnar Birgisson þingmaður: „Mikið persónufylgi íngibjargar“ „Þetta verða mjög tvísýnar kosningar í Reykjavík. R-listinn sér að eini möguleiki þessa ósamstæða fólks er að hanga saman en ekki bjóða fram hvert í sínu lagi. Nýjabrumið er farið af R-listanum eftir nær 8 ára valdasetu og hann hefur ekki gert neinar stórar meldingar í borginni á þeim tíma. Fjár- mál borgarinnar eru auk þess ekki í góðu standi. Á hitt ber að líta að Ingibjörg Sólrún á mikið persónufylgi sem vegur upp á móti þess- um þáttum og það kann að fleyta þeim áfram. Það er hins vegar ekki nokkur leið að spá fyrir um það hvort breytingar verða á forystu Sjálf- stæðisflokksins." Oddur Helgi Halldórsson bœjarfulltrúi L-lista á Akureyri: „Klúður í flugvall- armálinuee „Ef Sjálfstæðisflokkurinn fer með sigur í Reykjavík er það eingöngu vegna þess að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri klúðraði málefnum Reykjavikurflugvallar. Framkoma hennar í því máli gekk fram af mörgum, ekki bara Reykvíkingum heldur lands- mönnum öllum. Það kæmi mér þvi ekki á óvart að borgar- stjórastörf hennar væru á enda eftir eitt ár. Þótt R-listinn kæmi fram með ný kosningamál á næsta vetri kann svo að fara að það dugi þeim ekki, jafnvel þótt enginn klofningur verði í þeirra röðum og vinstri grænir verði með R-list- anum.“ Samkvæmt skoðanakönnun Gallups og fréttaþáttarins Kastljóss fengi D-listi 50,9% en R-listinn 49,1%. Skoðun Soðning og sígaretta Nýjustu tíðindin úr heimi hollustuvísindanna eru þau að uppstyttulaust át á hráu og fersku fiskmeti dragi mjög úr hættunni á að reyk- ingamenn fái lungnakrabba. Þetta er niðurstaða úr heil- miklum rannsóknum jap- anskra vísindamanna og m.a. stutt með því að tíðni lungnakrabba sé umtalsvert lægri í Japan en í Banda- ríkjunum og Bretlandi, þótt Japanir reyki ekki minna en Vesturlandabúar. Japan- ir eru aftur á móti miklar fiskætur sem kunnugt er. Þetta eru að sjálfsögðu einnig góð tíðindi fyrir íslenska reykingamenn því fáir éta jafn mikið af nýjum og ferskum flski og hérlendir. Gamla, góða soðningin stendur sem sé enn fyrir sínu á ýmsum sviðum. Þessar fréttir ættu því hugsanlega að verða til þess að auka flskneyslu i landinu, að minnsta kosti fiskát reykingamanna. Verra er hins vegar ef þessi tíðindi auka aðeins fiskneyslu en draga ekki úr reyking- um. Því þá er fræðilegur möguleiki á að auglýsingar eða önnur jákvæð umfjöllun í fiölmiðlum um nýja ýsu og steinbít varði við nýju tóbaks- varnalögin. Það er, að með því að hvetja til fiskáts sé í raun og veru verið að brýna reykingamenn til að auka getu sína til að reykja meira og meira, meira í dag en í gær. Tunglblómaolía En svona er þetta auðvitað alls ekki í raun. Því þessi frétt um holl- ustu soðningar og sushi fyrir reyk- ingamenn er auðvitað ekki mikil frétt og óþarfi að taka á henni mikið mark. Það líður nefnilega ekki sá dagur að ekki birtist í flölmiðlum eða á Netinu fréttir af nýjum og bylt- ingarkenndum niðurstöðum úr rannsóknum „virtra og heims- frægra" næringarvísindmanna um stórkostlega eiginleika einhverrar tiltekinnar neysluvöru. Einn daginn er það hákarlalýsi, annan daginn sól- blómaolía, og þriðja daginn sushi og soðin ýsa. íVrir tilviljun hittist reyndar stundum svo á að hinir virtu vísindamenn starfa gjarnan hjá óháðum stofnunum sem fjár- magna rannsóknir sínar einkum með styrkveitingum frá framleiðend- um hákarlalýsis og sólablómaolíu og frá Sushi-veitingakeðjum. Eftir nokkrar vikur þá bregst ekki að lesa má um um glænýjar rann- sóknir annarra „heimsfrægra“ holl- ustuvísindamanna sem leiða í ljós ýmsar óheppilegar aukaverkanir af ofneyslu hákarlalýsis, sólblómaolíu og soðinnar ýsu. Hins veg- ar hafi þeirra rannsóknir sýnt fram á að ufsalýsi, tunglblómaolía og sigin grásleppa séu allra meina bót. Og auðvitað algjör til- viljun að þessar rannsókn- ir eru kostaðar af helstu söluaðilum ufsalýsis og tunglblómaolíu og af grá- sleppuköllum að hluta. Staðreyndin er auðvitað sú að það er ekki til sú neysluvara á markaði sem ekki hefur fengið gæða- stimpil hjá „virtum" vis- indamönnum. Enn eru m.a. til sér- fræðingar sem fullyrða að skaðsemi reykinga hafi ekki verið sönnuð og þarf ekki að fara í grafgötur með hverjir borga þeirra laun. Og síðustu áratugina hafa fjöl- margar rannsóknir leitt í ljós aö þeir sem drekka glas af rauðvíni á dag lifa lengur en algjörir bindindis- menn. Síðasta fréttin af þessu máli er svo reyndar sú að ekkert sé að marka þessar rannsóknir á tengslum langlífis og rauðvínsdrykkju. Það hafi sem sé gleymst, að í hópi þeirra sem ekki drekka, eru einmitt allir gömlu óvirku alkarnir og ofdrykkju- mennirnir og þeir verða náttúrlega ekki langlífir. Þessi skekkja hafi því öðru fremur leitt til þeirrar niður- stöðu að þeir sem ekki drekka lifi skemur en hófdrykkjumenn. Næsta rannsókn mun svo að sjálf- sögðu leiða eitthvað allt annað í ljós, enda verður hún kostuð af vínfram- leiðendum sem nú þurfa að rétta sinn hlut í áróðursstríðinu. Hollustutískan Málið er auðvitað það að ef maður ætlar að haga neysluvenjum sínum í samræmi við nýjustu fréttir af holl- ustuvísindum á hverjum tíma yrði maður að breyta um mataræði viku- lega til að tolla í hollustutískunni. Trauðla þætti meltingarfærunum það fýsilegur kostur að vera rétt búin að aðlaga sig einhverju fjöl- ómettuðu og þurfa svo skyndlega að skipta yfir í eitthvað fáómettað. En auðvitað er það með ólíkindum að svo margir hafi svo lengi haldið lífi og heilsu á jörðinni á síðustu ár- þúsundum, án þess aö hafa haft að- gang að ráðgjöf virtra og óháðra næringarvísindamanna og hollustu- sérfræðinga þar sem enginn telur sig geta lifað án tilskipana þeirra í dag. En kannski hafa forfeður okkar og mæður bara gert það sama og hin dýrin í skóginum, étið það sem þeim þótti gott en hafnað hinu. Og allt í hófi að sjálfsögðu. „Því þessi frétt um hollustu soðningar og sushi fyrir reykingamenn er auðvitað ekki mikil frétt og óþarfi að taka á henni mikið mark. “ Jóhannes Sigurjónsson skrifar:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.