Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Page 24
28 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 Tilvera 3:>V lí f Lö E F T I R V I N N U i X Skógarganga um Heidmörk Gengið verður um skóglendi Heiðmerkur í kvöld, undir leiðsögn staðkunnugra. Gangan hefst kl. 20.30 við Maríuhella, við hliðið inn í Heiðmörk að vestanverðu. Gangan er á vegum skógræktarfélaganna í samvinnu við Ferðafélag íslands. Hún er ókeypis og öllum opin en rútuferð frá Mörkinni 6 kostar 500. Tónlist TENA PALMER í KAFFILEIKHÚS- INU Tena Palmer og félagar halda tónleika í Kaffileikhúsinu. Að þessu sinni ætlar hún ásamt Matthíasi Hemstock trommu- og slagverksleik- ara og Kjartani Valdimarssyni, sem leikur á píanó, hljómborð og ýmsa hljóðgervla, að leika tónlist sem er byggö á Ijóðum eftir hana sjálfa. Ljóöin skreyta þau með sameiginleg- um spuna af rafrænum og lífrænum tónum sem hefur þróast út frá sam- vinnu þeirra á geisladiski Tenu, Crucible (Smekkleysa SMJ3 cd) frá árinu 1998. Tónleikarnir hefjast kl.21.00 og miöaverð er kr. 1200. Krár BASIC Á KRINGLUKRÁNNI Hljóm sveitin Basic heldur tónleika á Kringlukrðnni. Aðalstefna hljóm- sveitarinnar er frumsamin tónlist en hún spilar einnig melódískt rokk, allt frá U2 til Creed. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og aðgangur er ókeypis. KÖNNUKVÖLD Á VEGAMÓTUM Tommi þeytir skífur á könnukvöldi (bjór í amerískum pitsjer) á Vega- mótum. Leikhús PIKUSOGUR Píkusögur éftir Eve Ensler verða sýndar í kvöld klukkan 20 á þriðju hæð Borgarleikhússins. Leikstjóri er Sigrún Edda Björnsdótt- ir en leikkonur eru þær Halldóra Geirharðsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Órfá sæti laus. Kabarett HUÖDVÉRK f NÝLIStÁSÁÍFNINU Eftirfarandi listamenn koma fram í dag: Pauia Roush, Eagle Beagle, Biogen og Plug-in. VIGDÍS FORSETI í TÚNFÆTINUM Lokadagur hátíöarinnar I túnfætinum er í dag. Hátíðin hefur staðiö í Hátúninu í Reykjavík sjðan á föstudaginn og verið vel sótt. í kvöld hefst menningardagskrá kl. 20 í samkomusalnum og þar mun Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, ávarpa gesti. Á eftir verður dansinn stiginn til miðnættis og hljómsveit hússins, Jes, leikur undir. Sýningar HEFÐ OG NYSKOPUN I LAUGARNESINU Listasafn Sigurjóns Olafssonar J Laugarnesi hefur opnaö sumarsýningu sína. Hún ber heitið Hefð og nýsköpun og birtir úrval verka eftir Sigurjón Ólafsson frá 30 ára tímabili, 1930-1960. Sýningin og kaffistofan er oþin milli kl. 14 og 17 alla daga nema mánudaga. JÖKLASÝNING í SINDRABÆ Jöklasýningin á Höfn í Hornafirði hefur verið opnuð, annað sumarið í röð. Hún er í Sindrabæ og gefur góða mynd af Vatnajökli og lífinu í kring um hann. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vtsi.is Öölingsfólk sem á allt gott skilið - segir einstæður faðir þroskahefts drengs DV-MYND TEITUR Steinar Þrastarson og Þröstur Steinarsson, faðir hans Þeir dunda sér saman á kvöldin og fara í bíltúra um helgar. „Það verður dálítið erfltt hjá okk- ur feðgum ef verkfall brestur á í Lyngási á morgun og þar verður skellt í lás, eins og útlit er fyrir,“ segir Þröstur Steinarsson lagermað- ur. Hann er einstæður faðir tveggja sona, 20 ára og 16 ára. Sá yngri, Steinar Þrastarson, er mikið and- lega fatlaður, getur ekki tjáð sig með orðum, er með bleiur og þarfn- ast hjálpar við að matast. Hann hef- ur verið í dagvistun á Lyngási frá 6 ára aldri. „Dagurinn byrjar hálfsjö hjá okkur. Þá fer ég að koma honum á fætur. Það er stundum svolítið erfitt því hann er orðinn unglingur þótt þroskinn sé ekki metinn nema eins og hjá 1 til 1 og 1/2 árs barni að sumu leyti,“ segir Þröstur. Leiðir þeirra feðga skilja um hálfátta þeg- ar rútan kemur að sækja Steinar og svo hittast þeir aftur um sexleytið þegar faðirinn hefur lokið sínum vinnudegi. „Við dundum okkur eitt- hvað á kvöldin. Hann er aðeins að fá áhuga á sjónvarpinu, annars þarf hann stöðuga athygli. Ef maður tal- ar í síma eða einhver lítur inn þá er enginn friður - og það koma ekki margir," segir Þröstur. Þarf sólarhringsvakt Útivera og bíltúrar eru eftirlæti Steinars og hann er frískur á fæti. Faðir hans segir hann geta gengið hvern mann af sér en ekki megi af honum líta, þá sé hann hlaupinn og hlaupi hratt. „Hann þarf sólar- hringsvakt," segir hann. En hvað ætlar hann að gera ef Lyngási verð- ur lokað? „Ég verð að taka sumar- fríið núna þótt ég hefði viljað taka það síðar þegar drengurinn minn fer í hálfsmánaðarsumarbúðir upp í Reykjadal. Það veitir ekkert af því fríi bæði fyrir mig og hann,“ segir Þröstur. Hann kveðst afar ánægður með aðbúnaðinn sem sonur hans njóti i Lyngási og styður þroska- þjálfa hundrað prósent í kjarabar- áttu þeirra. „Þetta er öðlingsfólk og á meira gott skilið en orð fá lýst. Það er skömm að þvi hvað það er á lágum launum. Alger skömrn," eru lokaorð Þrastar i þessu viðtali. -Gun. Send heim þriðja hvern dag - bæði fötluð og ófötluð DV-MYND HARI Jónína Konráðsdóttir leikskólastjóri Verkfallið bitnar á börnum sem síst mega við þv/ að missa örvun og kennslu. „Við leikskólastjórar lítum það alvarlegum augum þegar við þurf- um að skerða þjónustu. Verkfall þroskaþjálfa bitnar vissulega á börnum sem síst mega við því að missa þá örvun og kennslu sem þau eiga rétt á að leikskólinn veiti þeim,“ segir Jónína Konráðsdóttir, leikskólastjóri á Sólborg. Þar á bæ eru að meðaltali 2-3 fötluð börn á hverri deild því sú heildstæða skólastefna sem unnið er eftir geng- ur út á nám án aögreiningar. Þroskaþjálfar eru um 2/3 hlutar starfsfólks og hluti af teymi sem vinnur með börnunum. Nú hafa þeir verið í verkfalli í þrjár vikur og bitnar skerðing þjón- ustunnar ekki einungis á fótluðu börnunum heldur líka á hinum. „Börnunum er skipt í þrjá hópa, einn hópurinn er alltaf heima, þannig að þriðja hvem dag er hvert barn heima, alveg sama hvort það er fatlað eða ófatlað," segir Jónína. En hvernig skyldu foreldrar taka þessu? Jónina svarar því: „Auðvitað eru þeir ekki hrifnir en eins og alltaf gerist þá leysir fólk þetta á ýmsan hátt. Sumir hafa þurft að flýta sumarleyfinu sínu, annars staðar hlaupa ömmur, afar og ann- að skyldulið undir bagga." -Gun. Hætta á að stéttin lognist út af j - segir Ingibjörg Gyöa Guðrúnardóttir þroskaþjálfi „Samningsaðilar borgarinnar virðast ekki tengja verkfallið við þjónustu þegnanna, heldur snýst allt um krónur og aura,“ segir Ingi- björg Gyða Guðrúnardóttir þroska- þjálfi sem hefur verið i verkfalli síð- an 18. maí. Hún útskrifaðist sem þroskaþjálfi 1992 eftir þriggja ára nám og hefur starfað við fagið síð- an, eða í 9 ár, auk þess sem hún hafði unnið með fötluðum áður en námið hófst og meðan á því stóð. En hver eru mánaðarlaunin? „Eins og margoft hefur komið fram eru byrj- unarlaun þroskaþjálfa 100 þúsund krónur og sjálf er ég að fá 115 þús- und í grunnlaun fyrir fulla vinnu. Engir yfirvinnutimar hífa það upp, eingreiðslur, aukagreiðslur eða fald- ir tímar,“ segir Ingibjörg og kveðst telja að staðan sé svipuð hjá ílestum þroskaþjálfum sem vinni hjá borg- inni. „Við höfum dagvinnulaunin og búið,“ segir hún. DV-MYND-HARI Ingibjörg Gyða Guörúnardóttir þroskaþjálfi Er með 115 þúsund í laun eftir meira en 10 ára starfsreynslu. Á sjálf fatlaða dóttur Sjálf á Ingibjörg fatlaða dóttur sem hefur verið heima að mestu frá 18. maí og nú er sumarleyfi leikskól- anna fram undan en leikskólar í Reykjavik eru lokaðir í 4 vikur. Ingibjörg segir verkfallið hafa gríð- arleg áhrif á mörg börn og aðstand- endur þeirra þótt hennar dóttir sé að því leyti heppin að hún hafi mömmu heima. Um 300 manns eru í félagi þroska- þjálfa og einnig er fólk með þessa menntun í öðrum félögum. Konur eru í miklum meirihluta. Ingibjörg segir laun þroskaþjálfa alltaf hafa verið langt að baki annarra félaga innan Bandalags háskólamanna og bilið breikki stöðugt. „Ef ekkert ger- ist núna sem breytir okkar högum þá líst mér þannig á að fólk muni leita í önnur störf og stéttin lognist út af,“ segir hún. -Gun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.