Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001
r>v
Fréttir
Myndbandsupptaka af því þegar þrír menn gengu í skrokk á liggjandi manni:
Lögreglumaður rotaður
með spörkum í höfuð
- þetta er með því grófasta sem ég hef séð, segir yfirlögregluþjónn í Reykjavík
23 ára lögreglumaður úr Hafnar-
firði liggur illa slasaður eftir að á
hann var ráðist með einstaklega
fólskulegum hætti í Hafnarstræti í
miðborg Reykjavíkur að morgni 17.
júní. Rannsóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík er með málið í rannsókn
og er á það litið sem mjög alvarlega
líkamsárás ef ekki tilraun til mann-
dráps.
Maðurinn var fluttur meðvitundar-
laus með sjúkrabíl eftir að þrír menn
spörkuðu í höfuð hans er hann lá á
gangstétt. Á myndbandi er svo að sjá
að grimmd árásarmannanna hafi ver-
ið það mikil að þeir héldu áfram að
sparka í höfuð og líkama þó svo að
fómarlambið lægi blóðugt og hefði
þegar verið búið að missa meðvitund
í götunni.
„Þetta var eitt af því fautalegasta
sem menn hafa séð, að minnsta kosti
var árásin ótrúlega gróf,“ sagði hátt-
settur maður í lögreglunni í Hafnar-
firði í samtali við DV. „Þetta er með
því grófasta sem ég hef séð, þetta er
Á vettvangi þar sem lögreglumaöurinn var limlestur
„Þetta var svo fruntalegt aö árásir sem þessi geta bara ekki gerst verrí en
þetta, “ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn.
svo fruntalegt að árásir sem þessi geta
bara ekki gerst verri en þetta,“ sagði
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn i
Reykjavík, í samtali við DV.
Umræddur lögreglumaður var á ffí-
vakt og því óeinkennisklæddur. Hann
mun hafa verið á leiðinni heim þegar
hann og samferðamaður urðu varir
við slagsmál í uppsiglingu. Fóru þeir
af stað og reyndu að koma 1 veg fyrir
stimpingar. Skipti þá engum togum að
á manninn var ráðist þannig að hann
féll í götuna. Upphófust þá spörk sem
beint var í höfuð mannsins.
Hann var fluttur á sjúkrahús og er
andlit hans og höfuð mjög illa farið.
Fékk hann margar ákomur, sár og
bólgur og þurfti að sauma mikið sam-
an. Geir Jón telur að mikil mildi sé að
ekki fór verr en ella - árásin hefði
hæglega getað endað með mannsláti.
Þremenningamir sem að árásinni
stóðu, en fleira fólk var í kring, voru
allir handteknir og þeir yfirheyrðir.
Málið er áfram í rannsókn hjá lög-
reglu. -Ótt
Morgunsjónvarp Stöðvar 2:
Ingvi Hrafn far-
inn að hita upp
„Forsvarsmenn Stöðvar 2 hafa heit-
iö þvi að gefa okkur endanlegt svar í
þessari viku hvort af kaupunum verð-
ur,“ sagði Sigurður
Hlöðversson sem
ásamt félögum sínum
á auglýsingastofunni
Hausverk og Ingva
Hrafni Jónssyni,
fyrrum fréttastjóra,
hafa gert tilboð í
morgunsjónvarp
Stöðvar 2.
„Við þurfum tima
til undirbúnings.
Ingvi Hrafn er farinn
að hita upp fyrir
morgunsjónvarpið eftir langa fjarveru
af skjánum," sagði Sigurður.
Samkvæmt útreikningum, sem
liggja fyrir, hefur Stöð 2 verið að tapa
þremur milljónum króna á mánuði á
morgunsjónvarpi sínu. -EIR
Ingvi Hrafn
Jónsson
Farinn aö
hita upp.
DV-MYND BRINK
Róið á Pollinum á Akureyri
Þessir kappar nýttu sér sumarblíöuna á Akureyri í gær til róöraræfinga. Veöur var enda milt þótt sólarlítiö væri.
Pollurinn var því sem spegill.
Hafrannsóknastofnun fær styrk frá Rannsóknaráði:
Rannsakar tilvist ólíkra
þorskstofna við landið
- eins og sjómenn hafa haldið fram um árabil
Rannsóknaráð íslands kynnti
m.a. í Þjóðmenningarhúsinu í gær
verkefni sem það styrkir og ber
heitið „Stofngerð þorsks við fs-
land“. Styrkfiárhæðin nemur 5
milljónum króna á ári í þrjú ár en
ætlunin er m.a. að rannsaka tilurð
margra þorskstofna við fsland.
Skýtur það stoðum undir kenningar
sjómanna til margra ára um að ekki
væri einungis um einn stofn að
ræða eins og veiðistjórnun á þorski
hefur miðast við.
Guðrún Marteinsdóttir fiskvist-
fræðingur er verkefnisstjóri hjá Haf-
rannsóknastofnun. Hún segist taka
mikið mark á því sem sjómenn hafa
haldið fram um staðbundna stofna.
„Ólöf Jónsdóttir og Anna Daníels-
dóttir skiluðu niðurstöðum um
erfðarannsóknir á þorski á tveimur
hrygningarsvæðum við suður-
ströndina fyrir tveim árum. Þar
fundu þær marktækan mun á milli
svæða. Rannsóknir Vilhjálms Þor-
steinssonar frá 1991 benda einnig í
þessa átt.“
Þessu hafa sjómenn viða um land
reyndar haldið fram til fiölda ára en
ekki fengið viðurkennt fyrr en á síð-
ustu árum.
Guðrún segir að markmið þessa
verkefnis sé að auka þekkingu á
stofngerð þorsks við ísland og þar
með að gera það mögulegt að meta
hlut ólikra hrygningareininga í ný-
liðun og veiðistofninum hverju
sinni. Reynt verði að skoða eins
mörg hrygningarsvæði og hægt er.
Þá verði reynt að meta framlegð
mismunandi hrygningarstofna inn í
veiðistofninn hverju sinni.
Stærstur hluti þorsks við ísland
er enn þá ókannaður hvað erfða-
Styrkveitingar kynntar
Fjögur rannsóknarverkefni uröu fyrir
valinu og eru þorskrannsóknir
eitt þeirra.
samsetningu varðar. Guðrún segir
ómögulegt að segja til um það áður
en niðurstöður liggja fyrir hvort til-
urð margra stofna hafi hugsanlega
skekkt stofnstærðarmælingar Haf-
rannsóknastofnunar við landið.
Verkefninu er skipt upp í áfanga
en í þeim fyrsta er ætlunin að kort-
leggja útbreiðslu hrygnandi þorsks
og safna upplýsingum um samsetn-
ingu og eiginleika hrygningarhópa
og umhverfisþætti sem hafa áhrif á
afkomu ungviðis á hverjum stað. Þá
verður metin eggjaframleiðsla ein-
stakra hrygningarhópa. Erfðafræði-
legur breytileiki og aðskilnaður
hrygningarhópa eftir útliti og efna-
samsetningu kvarna verður og
kannaður. Einnig verður metið
framlag einstakra hrygningarhópa
til eftirlifandi seiða að hausti, hlut-
deild einstakra hrygningarhópa í
samsetningu veiðistofns hverju
sinni og áhrif stofnsamsetningar og
umhverfisþátta á nýliðun þorsks.
Guðrún gerir ráð fyrir að verkefnið
hefiist í haust en ætlunin er að leita
eftir víðtækari styrkjum hjá Evr-
ópusambandinu. -HKr.
Samningur um „tungutækni"
Bjöm Bjarnason
menntamálaráðherra
og Páll Skúlason,
rektor Háskóla ís-
lands, undirrituðu í
dag samning um
þjónustu Háskóla ís-
lands vegna tungu-
tækniverkefna.
Tungutækni snýst um undirbúning og
smiði ýmiss konar forrita sem vinna
með tungumál.
Krókabátar með 74%
Smábátar á þorskaflahámarki vora
að jaíhaði með þrjá af hverjum fiórum
steinbítum sem dregnir voru á land á
íslandsmiðum í maímánuði. Heildar-
steinbítsaflinn í mánuðinum var 3213
tonn og þar af voru þorskaflahámarks-
bátamir með 2390 tonna steinbítsafla
eða 74,4% aflans. - InterSeafood.com
greindi frá.
Hæglr á fasteignasölu
Vísbendingar eru um að verulega sé
farið að hægja á fasteignamarkaði á
höfuðborgarsvæðinu, líklegar skýring-
ar eru taldar hátt verð og minnkandi
kaupgeta aimennings.
íbúðum á söluskrá fasteignasala
fiölgað um 55% frá því á sama tima
fyrir ári.
Orkuverð hækkar
Orkuveita Reykja-
vikur ákvað á fundi
sínum í gær að
hækka gjaldskrá raf-
magns og hita um
4,9% frá og með 1.
júli. Á fundinum
kom fram að til þess
að fylgja kostnaðar-
móun innan Orkuveitunnar hefði
jurft 7,1% hækkun á gjaldskrá hita og
6,1% á gjaldskrá rafmagns.
Hrunamenn hafna
Hrunamenn verða ekki með í sam-
einingarviðræðum Árborgar, Villinga-
holtshrepps, Hraungerðishrepps, Gaul-
verjabæjarhrepps, Skeiðahrepps og
Gnúpverjahrepps. Hreppsnefnd
Hrunamannahrepps telur það ekki
tímabært en er tilbúin að skoða minni
sameiningu. - Suðurland greindi frá.
Samningsstaða óbreytt
Fundur var í kjaradeilu þroska-
þjálfa og Skálatúnsheimilisins og
Styrktarfélags vangefinna hjá Ríkis-
sáttasemjara í morgun. Á 8. tímanum í
gærkvöld lauk fundum með launa-
nefnd sveitarfélaganna og samninga-
nefnd Reykjavíkurborgar og hafa við-
ræður enn engan árangur borið.
Beita andlegu ofbeldi
Fólk sem leitar skjóls í svokölluðum
sjálfshjálparhópum getur átt á hættu
að verða fómarlömb andlegs ofbeldis.
Hugmyndafræði leiðtoganna svipar
mjög til aðferða hættulegra sértrúar-
safnaða. Þetta kemur ffarn í nýjasta
tölublaði Vikunnar
Bera safnstjóri í Svíþjóð
Sænska stjómin
ákveður á fundi sín-
um í dag eða eftir
viku hver verði
næsti safhstjóri
Modema Museet eða
Nýlistasafhsins í
Stokkhólmi. Bera
Nordal er nefhd með-
al fárra sem koma til greina. Einnig er
Lars Nittve, stjómandi Tate Modem
safnsins í Lundúnum, talinn líklegur.
Haldið til haga
í viðtali við Jónínu Konráðsdóttur,
leikskólastjóra á Sólborg, í blaðinu
þann 14. júní er missagt að þroskaþjáif-
ar á Sólborg séu 2/3 hlutar starfsfólks-
ins. Hið rétta er að þeir em 1/3 hluti
starfsfólks. Beðist er velvirðingar á
þessari rangfærslu. -HKr.