Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 5 Fréttir Kalkþörungavinnsla í Arnarfirði í fullum undirbúningi: Byggja á verksmiðju á Bíldudal Unnið er að undirbúningi kalk- þörungavinnslu í Arnarfirði og er hugmyndin að dæla kalkþörunga- seti af botni fjarðarins og landa því við verksmiðju sem byggð yrði í því skyni að vinna söluvöru úr setinu. Stofnað hefur verið undir- búningsfélag um verkefnið, ís- lenska kalkþörungafélagið, (Icelandic Sea Minerals Ltd), og er nú stefnt að því að rekstur hefjist á árinu 2003. Efnistaka mun fara fram á Langanesgrunni og/eða í Reykjarfirði, tvisvar til þrisvar á ári, og verksmiðja verður byggð á Bíldudal eða í næsta nágrenni. Hugmyndin um kalkþörunga- vinnslu er ekki ný af nálinni. Á Fjórðungsþingi haustið 1998 lögðu fulltrúar Vesturbyggðar fram til- lögu um að leitað yrði til Atvinnu- þróunarfélags Vestfjarða um að fylgja málinu eftir, en á þeim tíma lá fyrir þingsályktunartillaga um að skoðaðir yrðu möguleikar á efnistöku í firðinum og hafði at- vinnumálanefnd á síðasta kjör- tímabilinu fylgt málinu eftir. Nú- Frá Bíldudal. verandi fyrirætlanir um kalkþör- imgavinnslu í Arnarfirði hafa ver- ið kynntar sveitarstjórn Vestur- byggðar sem hefur mikinn áhuga á hugmyndinni, enda snýst hún um atvinnutækifæri samfara veru- legum margfeldisáhrifum á svæði þar sem atvinnulíf er einhæft og ótraust. 12 til 16 manns munu vinna við verksmiðjuna. Fyrirhug- aður er almennur borgarafundur á Bíldudal í sumar um málið. -GG Hornafjörður: Skriða lokaði vegi Skriða féll á veginn um Hval- nesskriður, austan við Höfn í Homafirði, um þrjúleytið í fyrri- nótt. Ökumaður póstbíls, sem var á suðurleið, gerði Vegagerðinni stuttu síðar viðvart um að vegurinn væri ófær. „Það féll ein skriða í gilið við Þvottaskriður. Hún hefur verið um fimmtíu metra breið,“ sagði Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerð- arinnar. Starfsmenn Vegagerðarinn- ar hófu þegar að ryðja veginn og var hann að sögn Reynis orðinn fær um sjöleytið. Miklar rigningar voru á þessum slóðum í fyrrakvöld. -aþ Kórastarf í Skagafirði: Menningarsjóður KS úthlutaði 7 styrkjum Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga úthlutaði í ár 7 menn- ingarstyrkjum að upphæð 50 þús- und krónur hver. Stefnt er að því á næsta ári að fækka styrkjum en hækka um leið upphæð hvers og eins. Vonast er til að með því verði styrkirnir að meira gagni fyrir menningarmál í Skagafirði. Þeir sem styrk hlutu í ár voru Fé- lag eldri borgara í Skagafirði, Leikfé- lag Sauðárkróks, Rökkurkórinn, Kammerkór Skagafjarðar, Skagfirska söngsveitin, Samtök um varðveislu menningarminja og Karlakórinn Heimir sem stefnir að útgáfu nýs geisladisks á haustmánuðum. -GG Um 160 fulltrúar 40 ríkja víða að úr heiminum sitja sjóveöurþing Sam- einuðu þjóðanna á Akureyri sem stendur til 29. júní nk. Sjóveðurþing SÞ hafið: Fer fram á 6 tungumálum Sjóveðurþing Sameinuðu þjóðanna var sett í íþróttahöllinni á Akureyri í gær, þriðjudag. Það er haldið á vegum Aþjóða veðurfræðistofunnar og miili- ríkjanefndar UNESCO um málefni hafsins. Fyrir hönd ríkisstjómar ís- lands standa að þinginu Ákureyrar- bær, Háskólinn á Akureyri og Veður- stofa íslands. Síðasta sjóðveðurþing var haldið á Kúbu árið 1997. Á þinginu er dagskrá um ýmis mál- efni, s.s. alþjóðlegt samstarf um marg- víslegcir athuganir á sjó, veður, vinda, sjólag og hafis, gagnasöfn, flarskipti, fjarkönnun úr gervihnöttum, sam- göngur, rannsóknir á höfunum, veður- farsbreytingar og öryggi á sjó. Með hjálp túlka fer þingið fram á 6 tungu- málum, þ.e. ensku, arabísku, frönsku, kínversku, spænsku og rússnesku. -GG Norðurland vestra Gott atvinnu- ástand DV, SAUDARKROKI:__________ „Mér líst vel á atvinnuástandið og sýnist góðar horfur með atvinnu í sum- ar héma á svæðinu. Fólk er að fara út af skrá þessar vikumar og væntanlega heldur sú þróun áffam næstu vikurn- ar,“ segir Líney Ámadóttir, forstöðu- maður Svæðisvinnumiðlunar Norður- iands vestra á Blönduósi. Líney segir aö talsvert námskeiðahald hafi verið hjá Svæðisvinnumiðluninni í vetur og svokallaðir vinnuklúbbar hafi skilað góðum árangri. í kjölfar verkfalls í framhaldsskólum í vetur var haldið svo- kallað stefnubreytingamámskeið fyrir ungt fólk og tóku þátt í því um 10 ung- menni, bæði á Sauðárkróki og Blönduósi. í framhaldi af því var komið á vinnu- klúbbi fyrir ungt fólk. -ÞÁ. Verður haldin laugardaginn 23. júní. Klukkan 13 TOYOTA °rrt>iTT þriðja umferð þriðja umferð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.