Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 DV Fréttir 9 Vest-Norden-ráðstefnan um veiðar skerpti á sérstöðunni: Hvalveiðar í sátt við umheiminn Sjálfbærar veiöar Mikilvægt er, segir Svanfríöur Jónasdóttir alþingismaður, að Vestnorrænar þjóðir komi því á framfæri að hvalveiðar þeirra séu sjálfbærar. Á myndinni er Konráð Eggertsson hvalveiðimaður í pontu á ráðstefnunni. Ráðstefna Vest-Norræna ráðsins um veiðar var nýlega haldin á Ak- ureyri. Svanfríður Jónasdóttir al- þingismaður sat ráðstefnuna og hún telur mjög mikilvægt fyrir Vestnorrænu þjóöimar, ísland, Færeyjar og Grænland, að snúa saman bökum og hluti af því er að ræða um veiðimenn og veiði- mannasamfélög en öll þessi ríki byggi á veiðum og nýtingu nátt- úruauðlinda. Ýmislegt sem sé hefð- bundið í atvinnu þessara þjóða, s.s. nýting hvala og sela, hafi átt undir högg aö sækja á undanförnum ára- tugum og það sé íslendingum mik- ilvægt til þess að þessi samfélög fái að þrífast áfram að koma því á framfæri við umheiminn að þessar veiðar séu sjálfbærar og mikilvæg- ar til þess að viðhalda menningar- legri fjölbreytni. Ef veiðimanna- samfélögin verða eyðilögð er verið að gera heiminn fátækari. „íslendingar, ekki sist þeir sem búa á landsbyggðinni, hafa góða tilfinningu fyrir mikilvægi sjálf- bærra veiða og það eiga þessar þjóðir sameiginlegt í sinni lífsbar- áttu. Við erum að hluta til að tala um eins konar byggðastefnu þegar fjallað er um málefni þessara svæða því við erum að tala um svæði sem eiga í vök að verjast og við verðum sam- eiginlega að leita leiða svo þau nái að blómstra og vera hluti af okkar sérstöðu," segir Svanfriður Jónasdóttir. Talið er að hér við land hafi ver- ið um 28.000 hrefnur árið 1991 en þær voru orðnar 62.500 talsins árið 1998 og tóku þar með liðlega helmingi meira til sín af fæðu í formi bol- fisks. Grænlendingar veiða nokk- uð af hval til eigin nóta fyrst og fremst og Færeyingar veiddu á síð- asta ári um' 1.500 grindhvali en talið er óhætt að veiða um funm- falt það magn án þess að ganga nærri stofninum. „Ég vona að við getum innan tíð- ar hafið hvalveiðar í sæmUegri sátt við umheiminn en ég sé ekki að það verði á næstu árum þrátt fyrir inngöngu í Alþjóða hvalveiði- ráðið, sem var nauðsynleg að mínu mati sem fyrsta skref í þá átt að hefja hvalveiðar að nýju.“ Hefur staða kvenna í veiðisarnfé- lögum farið versnandi? „Staðan er mjög sérstök og þegar þau breytast þurfa menn auðvitað að fylgjast með þróuninni ef menn ætla að halda í konurnar. Kannan- ir sýna að ungar konur flytja burt frá minni stöðum á landsbyggðinni en strákarnir eiga mun auðveldara með að finna atvinnu við hæfi enda er þetta karlasamfélag. Sama munstur má flnna í Færeyjum, Grænlandi og á landsbyggðinni á íslandi, t.d. hvað varðar þátttöku i sveitarstjórnum. Konurnar eiga hins vegar erfíðara með að upplifa sig sem nútímamanneskjur í þess- um samfélögum. En kvenmanns- laust samfélag er dæmt til að deyja. Því er nauðsynlegt að velta fyrir sér stöðu kvennanna í þess- um veiöimannasamfélögum." -GG Svanfríöur Jónasdóttir. InotaðiR BÍLAR mí z i =1 ■ vebð RENAULT KANG00 VSK, 06/00, HVÍTUR, 5 GÍRA, EK. 32 Þ. KM, AUKAHLUTIR. ÚTV/KAS. SAMLÆS/ÞJÓFAV. Verð. 1.190.000. DODGE DAK0TA SLT CLUB CAB, 03/00, VRAUÐ. SSK, EK. 43 Þ.KM. AUKHLUTIR 0G BÚNAÐUR:ÚTV/KASS/CD. 30' DEKK. ÁLF. CRUISE.ALLT RAFDR. Verð. 2.690.000 -100% BÍULÁN. JEEP GRAND CHER0KEE LTD, V-8, '95, BRÚNN, SSK., EK. 92 Þ. KM.AUKAHLUTIR 0G BÚNAÐUR:CD. ALLT RAFDR. ABS. DRKRÓKUR. LEÐURSÆTI. ÞJÓFAV/SAMLÆS. T0PPLÚGA. Verð. 1.750.000. VW G0LF C0MF0RTL., 1600,07/98. RAUDUR, SSK., EK. 32 Þ. KM.AUKAHLUTIR 0G BÚNA0UR: ÚTV/KAS.RAFDR. RÚ0/SPEGL. ABS. ÞJÓFAV. SP0ILER. Verð 1.250.000. Smábátar tvö- földuðu afla í sjó- mannaverkfalli Fiskaflinn í maimánuði sl. var 51.062 tonn sem er mun minni afli en fyrir sama tímabil í fyrra en þá nam aflinn 117.290 tonnum. Sam- drátturinn er því 66.228 tonn og skýrist hann af lítilli sjósókn vegna verkfalls sjómanna framan af mán- uðinum. Smábátar með aflamark juku afla sinn ef miðað er við maí- mánuð síðasta árs, nú öfluðu þeir 3.274 tonna en 1.526 tonna í fyrra og er aflaaukning þeirra 1.748 tonn. Botnfiskafli í maí nam 29.796 tonnum samanborið við 55.316 tonn í maímánuði í fyrra. Mestur sam- dráttur í afla einstakra tegunda er í afla úthafskarfa, af honum veiddust 17.564 tonn í fyrra en einungis 104 tonn í ár og þá skrapp kolmunnaafli saman um tæp 40 þúsund tonn, féll úr 55.288 tonnum í 16.024 tonn. Steinbítsaflinn eykst hins vegar á milli ára, var 2.004 tonn í maí í fyrra en var 3.213 tonn í ár, þar af veiddu krókabátar 2.390 tonn. Heildaraflinn það sem er af árinu nemur 996.748 tonnum sem er sam- dráttur upp á 119 þúsund tonn. Sam- drátturinn skýrist best af verkfalli sjómanna og miklum samdrætti í afla á kolmunna og úthafskarfa. GG Fær ekki skipið DVÍ STYKKISHÓLMI: Sólborg ehf. í Stykkishólmi fær ekki Sæþór EA 101 frá Samherja á Ak- ureyri. Kaupin hafa gengið til baka þar sem Akureyrarbær ákvað að neyta for- kaupsréttar skömmu áður en afhend- ing átti að fara fram til að selja það síð- an tO Árskógsstrandar. Að sögn Gunn- laugs Ámasonar, framkvæmdastjóra Sólborgar, kom þessi gjörð gjörsam- lega í opna skjöldu. Af þeim sökum hefði af háifú Sólborgar verið gengið frá sölu á Ársæli og hefði hann verið af- hentur skömmu áður en tilkynning barst um ákvörðun Akureyrarbæjar. Gunnlaugur taldi Oia komið fyrir við- skiptasiðferðuiu þegar ekki mætti leng- ur treysta orðum manna, Einsdæmi væri að sveitarfélag neytti forkaupsrétt- ar á kvótalausu skipi. -DVÓ/GK Amtmannsstígur 2 er nýuppgert og glæsilegt hús Það var flutt inn tilhöggvið frá Noregi árið 1906. Amtmannsstígur tvö endurnýjaður: Gamalt hús fær andlitslyftingu - kom tilhöggvið frá Noregi árið 1906 Framkvæmdasýsla ríkisins hefur oftar en ekki legið undir ámæli fyr- ir eftirlit með opinberum fram- kvæmdum. Almenn ánægja virðist hins vegar vera með nýjasta verkið sem er endurbygging Amtmanns- stígs 2 í Reykjavík. Bæjarhús ehf. og Einar S. Hjart- arson hafa haft verkið með höndum en Einar hefur gert upp mörg hús i miðborginni. Búið er að færa útlit hússins tO upprunalegs horfs og hafa fagmenn borið mikið lof á handbragðið. Guðni Walderhaug hjá Fram- kvæmdasýslu ríkisins segir að hús- ið sé byggt og hannað árið 1906 af Einari Pálssyni. Það var flutt inn tilhöggvið frá Noregi líkt og mörg önnur sögufræg hús. Sighvatur Bjamason, þáverandi bankastjóri Islandsbanka, lét reisa húsið og var það í eigu sömu fjölskyldu þar til ríkið eignaðist það. Húsiö er að heOdarstærð um 450 fermetrar. Samkvæmt gömlum mælingum er það sagt sjö álnir á hæð, fjórtán áln- ir á breidd og tuttugu og tvær og hálf alin á lengd. Árið 1922 var byggt anddyri úr steini á vesturgafl- inn og 1933 var innréttuð íbúð í kjaUara hússins. Þeim kjaUara var breytt í fornbókaverslun árið 1960. Það var svo árið 1947 að næsta hús við hliðina, að Amtmannsstíg 4, brann. Þá kviknaði í þessu húsi að Amtmannsstíg 2 og brunnu gluggar og gafl þess skemmdist töluvert. Þá- verandi slökkviliðsstjóri lét þá hafa eftir sér að húsið hefði að öUum lík- indum brunnið líka ef viðir I því hefðu ekki verið svo vandaðir. Þó búið sé aö mestu að endurnýja húsið að utan er mikið verk eftir við endurnýjun að innan. Kostnað- ur við verkið nemur nú um 18 miUj- ónum króna en húsið er nú í eigu menntamálaráðuneytisins. -HKr. M.BENZ E 240 AVANTGARDE '98, BIÁR, SSK„ EK. 76 Þ. KM.AUKAHLUTIR 0G BÚNA0UR: CD. ALLT RAFDR. ABS. ÁLF. LE0URSÆTI. AIRBAG. AIRC0NTI0N. Verð 3.290.000. KIA CLARUS GLX 2000, STW'00, BLÁR, SSK, EK. 10 Þ. KM. AUKAHLUTIR 0G BUNA0UR. CD. ALLT RAFDR. ABS. ÞJÓFAV/SAMLÆS. ALF. UPPHÆKKA0UR, Verð.1.590.000. F0RD KA '98, BLÁR, 5 GÍRA, EK. 25 Þ. KM. AUKAHLUTIR 0G BÚNA0UR: C0. ÁLF. RAFDR. RÚ0. SAMLÆS. SUMAR- 0G VETRARDEKK. BlLALÁN KR 500.000,18 Þ. A MÁN. KJÖR: BlLALÁN + KR 100.000 ÚTB0RGUN. Verð. 720.000. BMW 318 IS '93, RAU0UR, 5 GÍRA, EK. 174 Þ. KM. AUKAHLUTIR 0G BÚNA0UR: CD. RAFDR. RÚ0. ÁLF. T0PPLUGA SAMLÆS. Verð. 950.000. Greiðslukjör, Visa/Euro raðgreiðslur.skuldabréf, öll skipti möguleg, ódýrari. Komdu með bílinn, skráð'ann og við auglýsum hann frítt á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.