Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 Skoðun DV Spurning dagsins Hver er uppáhalds- hljómsveitin þín? Jóna Salvör Kristinsdóttir nemi: Rammstein, hún eru góö. Ólöf Kristín Halldórsdóttir nemi: S Ciub 7. Eygló Björnsdóttir nemi: Buttercup. Margrét Lilja ívarsdóttir nemi: Buttercup. Guöfinna Betty Hilmarsdóttir nemi: S Club 7. Þórgunnur Hartmannsdóttir nemi: Land og synir. Álveriö í Straumsvík Gjaldeyrsskapandi auölind. Afturhvarf til fortíðar Karl Ormsson deildarfulltr. skrifar: Ég hvet þá sem eru meö sífellt nagg út I virkjan- ir og stóriðju að lesa ævisögu Ein- ars Benedikts- sonar. Þeir myndu varla tala svona hefðu þeir kynnt sér hans háleitu hugsjón- ir. Einu sinni ...............sagði vitur mað- ur að ef þjóðin hefði skilið þennan stórbrotna mann þá væri ísland hálfri öld á undan flestum þjóðum á mörgum sviðum. Við vorum að skríða út úr moldarkofunum á sama tíma og Einar lét sínar hugsjónir á blað. Það er rétt sem sumir umhverfis- innar segja, að feröamönnum fer sí- fellt fjölgandi en ferðamannaþjón- ustan er brothætt af mörgum ástæð- um. Gott er að muna hrikalega dyntótta veðráttu eins og núna, ferðamenn koma hingað, allnokkur flöldi, og búast við þokkalegri veðr- áttu. En þeir eru varla komnir i „Hafa menn gleymt rífrild- inu um fyrsta álverið héma (Straumsvík) sem átti að spúa eiturgufum um allt svo enginn gróður á Reykjavíkursvœðinu yxi, allt legðist í auðn?“ land af Norrænu fyrr en þeir fá að kynnast íslenskri veðráttu þegar hún sýnir sínar grimmustu hliðar. Ferðamenn velja sér margs konar ferðamáta, sem oftast hefur ekkert með virkjanir eða stóriöju að gera, þeir hafa ekki hugmund um að ver- ið sé að vinna þrekvirki á hálend- inu. Ef satt er að um hundrað skemmtiferðaskip komi að sumri, mörg hver tugi þúsunda tonna að stærð, má bóka að með þeim séu um hundrað þúsund manns. Fæst skip- anna stoppa lengur en daginn, sum- ir farþegar fara aldrei í land, marg- ir aðeins upp í borg eða bæ en eng- inn til fjalla, í mesta lagi að Gull- fossi og Geysi eða Mývatni. Og ekki má gleyma því að ísland er að verða eitt dýrasta ferðamannaland í heimi. Það getur aldrei verið annað en hagnaður í stórvirkjunum og þar með stóriðju, sérstaklega álverum. Það verður alltaf meiri eftirspurn eftir léttmálmi sem áli. Segja má að ál sé notað í svo miklum mæli að enginn málmur slái notkun þess við. Allar bílaverksmiðjur í heimin- um sækjast eftir léttmálmum. Allar þjóðir heims verða að berj- ast gegn mengun og nú er orku- kreppa í Bandaríkjunum. Hvaðan heldur fólk að þeir fái sér orku? Frá kjamorkuverum eða olíu, jafnvel kolum. Þótt álver mengi eitthvað er það brot af því sem önnur orkuver menga. Stóriðjan er forsendan fyrir því að virkjað sé í stórum stíl og með stórvirkjunum skapast ótal fjöl- breyttar aðrar gjaldeyrisskapandi auðlindir. - Hafa menn gleymt rifr- ildinu um fyrsta álverið héma (Straumsvík) sem átti að spúa eitur- gufum um allt svo enginn gróður á Reykjavíkursvæðinu yxi, allt legðist í auðn? Oflof hljómar oft sem háð Sigurpáil Óskarsson skrifar: Ekki fyrir margt löngu fór ég að horfa á fréttimar á Skjá einum og á eftir fylgdi „Málið“. Þar skáru tveir pistlahöfundar sig úr að því leyti að vera eljusamir mannorðsglefsarar. Heldur hefur þó úr því dregið síðan, þótt enn megi sterklega keiminn kenna. Annar þessara mælskumanna hef- ur lagt sig í framkróka við að mæra vin sinn, landsfóðurinn, og hlaðið hann lofi í tíma og ótíma, svo að mörgum hefur þótt nóg um. Það er hægt að láta menn njóta sannmælis og meta við þá vel unnin störf, þótt ekki sé flaðrað upp um þá. „Annar þessara mœlsku- manna hefur lagt sig í framkróka við að mcera vin sinn, landsföðurínn, og hlaðið hann lofi í tíma og ótíma, svo að mörgum hef- ur þótt nóg um“ Ágætur sálnahirðir einn á lands- byggðinni vitnaði stundum í orð Þórarins Bjömssonar, skólameist- ara á Akureyri, um að hitt eða þetta væri óviðurkvæmilegt. Einnig hafði skólameistari orð á því, að oflof hljómaöi sem háð og hefði þveröfug áhrif en ætlast er til, þannig að margir yrðu meinfýsnir í garð þess er mæra skyldi. Og í því efni hefur pistlahöfundi tekist vel upp, auk þess sem slík mærð er frámunalega leiðigjörn er til lengdar lætur. Afdankaður bankastjóri var ekki alltaf að vanda fjandvinum sínum kveðjurnar, þegar þannig stóð í bólið hans. Oft mátti meira hóf vera á, en hann var ekki svona hrútleið- inlegur eins og viðkomandi hefur tekist að vera, þegar hann er að mæra vin sinn eða níða skóinn nið- ur af einhverjum. Uppákoman er því afskaplega, hjárænulega hvim- leið. - Enginn myndi því sakna þess, þótt lát yrði á. Garri Lata Edda Garri hefur alltaf talið sig í hópi merkra ís- lendinga. Þess vegna kom það honum ekkert á óvart þegar inn um bréfalúguna barst risastórt bréf (30X60 cm), merkt Samtímamenn 2001. í því voru pappírar til úfyllingar, svona á við skatta- skýrslu, ásamt bréfi frá margmiðlunar- og menn- ingarfyrirtækinu Eddu sem áður hét Mál og menning og Vaka Helgafell. í bréfinu var Garra tilkynnt að stjórn Eddu hefði komist að þeirri niðurstöðu að hann væri í hópi 2001 núlifandi ís- lendinga sem þættu tækir í bók em ætti að fara að gefa út með nöfnum og æviágripum þeirra ís- lendinga sem merkilegastir þykja í dag. Þetta voru svo sem ekki fréttir fyrir Garra. Að vera í svona stóru úrtaki þjóðar sem telur ekki nema rétt 200 þúsund manns. Ef þetta hefðu verið 21 merkasti íslendingurinn hefði Garri orðið upp með sér. En að vera í rúmlega 2000 manna hópi heitir að tilheyra alþýðunni. Réttur og vlnna höfunda Verst þótti Garra hins vegar að til þess var ætlast af honum aö hann fyllti út alla reiti þessa framtals á eigin ágæti og ritaði að auki stutt æviágrip sjálfur. Garri er gamalreyndur blaða- maður og upplýsingasafnari og veit sem er að það þýðir ekkert að mæta til vinnu og taka fréttirnar út úr ísskáp. Upplýsinga verður að afla og það getur reynst þrautin þyngri á köflum. í því felst starf blaðamannsins. Edda ætlar hins vegar að spara sér fyrirhöfnina og láta þessa merku íslendinga vinna verkið fyrir sig. Edda ætlast svo til að viðkom- andi sendi upplýsingamar með litmynd til höfuðstöðva sinna þar sem þær verða prentaðar og seldar dýrum dóm- um. Hvers konar tilætlunarsemi er þetta eiginlega? Ef Edda vill gefa út bók til sölu á almennum markaði verð- ur hún að afla efnisins sjálf. Ef ekki hljóta lög um höfundarrétt að tryggja þeim sem skrifuðu bókina minnst 16 prósent af útsöluverði, að frádregnum virðisaukaskatti. En það er ekki hugmyndin. Edda ætlar að hirða allt sjálf. 2001 meðalmaöur Nú má vera að þetta séu viðteknar verklags- reglur í útgáfuheiminum. En ekki í heimi Garra. Hann neitar að vinna verkið fyrir Eddu og fær því líklega ekki að vera í hópi 2001 merkustu ís- lendinga samtimans. En honum er nokk sama. Síðast þegar forverar Eddu gáfu út svona bók vantaði þar marga af bestu sonum þjóðarinnar svo sem ritstjóra Morgunblaðsins - og Garra. Þessi nýja bók verður líklega upptalning á með- almennum. Þeir kaupa bókina svo sjálfir og þaö þykir ekki slæmt að selja svona rit í 2001 eintaki... Gam Frá Kirkjubæjarklaustri Vísir að sundlaug? Sundlaugar í dreifbýli Snorri skrifar: Ég las hugvekju Vikverja Mbl. um ferðalag hans um Suðurland nýlega og gat hann þess að vandfundnar væru hestaleigur á þessum slóðum og enn fremur sundlaugar, sem þá væru aukinheldur lokaðar. Það er ekki bara vegna þess að ég heiti Snorri sem ég vil hafa laug á hverjum stað í dreifbýlinu. Þetta er í raun bagalegt fyrir ferðalanga sem vilja gjarnan skola af sér ferðarykið og taka sund- sprett í leiðinni undir berum himni. Ég minnist líka Kirkjubæjarklaust- urs í öndverðum ágúst sl. og kom að lokaðri sundlaug. Ekkert einsdæmi í dreifbýlinu og lyftir ekki undir gott orðspor frá viðkomandi stöðum. Þjón- ustan er satt að segja afar döpur víða um land á fámennari stöðunum. Veiðikerfi Færeyinga Kristinn Sigurðsson skrifar: Margir íslendingar héldu að kvóta- kerfið væri það besta í heimi. Þar á meðal einn ráðherra. Nú er svo kom- ið í ljós að svo er ekki, gjörsamlega mislukkað kerfi, sem frændur okkar í Færeyjum notuðu í tvö ár en tóku upp nýtt kerfi, „sóknarkerfi", sem hefur gefist mjög vel. Hvað um LÍÚ, sjómannafélögin og ráðherra sjávar- útvegs? Hvað segja þeir um þessa hluti? Fróðlegt væri að heyra álit þeirra. Og maður spyr hvort virki- lega eigi að halda í kerfi sem hefur því miður brugðist. Ætlar LÍÚ og sjó- mannafélögin að halda áfram að taka þátt í því að leggja allt í rúst? Ég skora á sjávarútvegsráðherra að taka upp sama kerfi og í Færeyjum til prufu í eitt eða tvö ár. Lyfjaverslun Islands 800 milljónir fyrir ekkert. Til eignaaukningar Halldór Ólafsson skrifar: Landsmenn hafa nú fengið nasasjón af þvi hvemig einstak- lingar í Lyfja- verslun íslands standa að því að auka eignir fyrir- tækisins. Þetta ...... er prýðileg lexía einmitt nú í hjöðnun góðærisins. Nú á að grípa það sem tiltækt er og koma í verð - allt með „bindandi“ samning- um og með áður gerðum „bakborðs“- samningum við opinberan aðila - Reykjavíkurborg. Eðlilega á að setja lögbann á frekari framþróun þessa máls. Frumafl sýnist eignalaust með öllu og hvað er þá verið að greiða með rúmum 800 milljónun króna? Er nú ekki ráð að ríkisstjórnin eða fjár- málaráðherra taki hér í taumana á siðlausum áflogum meö fé sem hefur skapast fyrir opinberar aðgerðir? Allir í fangelsi Gisllna skrifar: í fréttum um fjölda íslendinga í fangelsum erlendis segir að sá landi okkar sem dæmdur er til refsingar er- lendis geti farið fram á að afplána refsinguna hér heima. Bæði íslensk og erlend yfirvöld verði þó að sam- þykkja þá beiðni. Ég er áreiðanlega ekki ein um að óska þess að í lengstu lög verði íslensk yfirvöld ekki við beiöni nokkurs íslensks refsifanga um að fá að afplána refsinguna hér heima. Þessir aðilar eru í flestum til- vikum harðsvíraðir glæpamenn sem eiga ekkert annað skilið en viðeig- andi refsingu í því landi sem þeir brutu lögin í. IPV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykiavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.