Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Qupperneq 15
14
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNl 2001
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001
35
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aðstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson
Auglýslngastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Gr»n númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreíf@ff.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Plötugerö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Verðbólga
Endurskoðuö þjóðhagsáætlun Þjóðhagsstofnunar bendir
til þess að verðbólga á yfirstandandi ári verði umtalsvert
meiri en við íslendingar höfum átt að venjast á síðustu
árum. Ekki er gert ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna aukist. Vegna minni aukningar einkaneyslu er einnig
búist við að hagvöxtur verði aðeins 1,5% i stað 2% eins og
vonast hafði verið til.
í flestu er spá sérfræðinga Þjóðhagsstofnunar í takt við
það sem gerst hefur í efnahagsmálum siðustu vikur og mán-
uði. í leiðara DV sama dag og endurskoðuð þjóðhagsáætlun
var kynnt var bent á að verðbólga væri gamall óvinur okk-
ar íslendinga - „óvinur sem flestir stóðu í góðri trú um að
væri fallinn fyrir fullt og allt. Þróun síðustu vikna sýnir
hins vegar að það má aldrei sofna á verðinum, hvorki nú né
í framtíðinni". Þá var einnig bent á að launaliðir kjara-
samninga gætu komið til endurskoðunar ef ekki tekst að
ráða niðurlögum verðbólgunnar og að forsendur rekstrará-
ætlana fyrirtækja væru í hættu. Sérfræðingar íslandsbanka
ganga raunar enn lengra og benda á að í spá Þjóðhagsstofn-
unar sé ekki gert ráð fyrir að til endurskoðunar launaliðs
kjarasamninga komi á næsta ári: „Þetta verður að teljast
hæpið í ljósi spárinnar þar sem ljóst er að ef verðbólga verð-
ur þetta mikil mun kjarasamningum verða sagt upp í upp-
hafi næsta árs. Hvað hins vegar kemur út úr þeirri samn-
ingalotu er vandséð,“ segir í Morgunkorni íslandsbanka.
Alltaf er hægt að deila um þær forsendur sem hagfræð-
ingar gefa sér þegar þeir reyna að rýna inn í framtíðina.
Gengi íslensku krónunnar hefur snarfallið að undanfórnu
sem aftur er meginskýringin á því að Þjóðhagsstofnun
reiknar nú með allt að 9,1% verðbólgu frá upphafi til loka
árs. Allar efnahagslegar forsendur virðast hins vegar fyrir
því að krónan styrkist á komandi vikum og mánuðum, sem
aftur ætti að leiða til þess að verðlag hækki ekki eins mik-
ið og þjóðhagsáætlun gerir ráð fyrir.
Mestu skiptir að þó nokkuð sé dökkt yfir spám Þjóðhags-
stofnunar til skemmri tíma geta bjartari tímar verið
skammt undan. En til þess þurfa fyrirtæki að leita allra
leiða til að auka framleiðni, jafnt vinnuafls sem fjármagns.
Flest bendir til þess að heimilin séu þegar byrjuð að leita
leiða til að draga úr neyslu og skuldum. Skýrar vísbending-
ar í þessa átt ættu að styrkja krónuna enn frekar og draga
úr verðbólgu þegar líður á árið.
Deilur í Jyrirtœki
Harðar og djúpstæðar deilur hafa verið undanfarið innan
stjórnar Lyfjaverslunar ríkisins vegna væntanlegra kaupa
fyrirtækisins á Frumafli, en Öldungur, dótturfélag þess, hef-
ur með höndum uppbyggingu og rekstur hjúkrunarheimilis
við Sóltún í Reykjavík.
Rétt rúmt ár er síðan ríkið gekk frá samningi við Öldung
vegna Sóltúns undir merkjum einkaframkvæmdar. Með
samningnum var stigið merkilegt framfaraspor á sviði heil-
brigðisþjónustu, en þegar í upphafi var deilt um hversu hag-
kvæmur samningurinn væri í raun fyrir sameiginlegan
sjóð landsmanna.
Svo virðist sem meirihluti stjórnar Lyfjaverslunar telji
samninginn við ríkið gríðarlegan verðmætan. Vandinn er
hins vegar sá að þær miklu deilur sem hafa verið innan
stjórnar fyrirtækisins vekja upp spurningar um samning-
inn sjálfan. Verst er þó ef deilurnar verða til þess að hug-
myndafræðin á bak við einkaframkvæmd í opinberri þjón-
ustu bíði skaða af. Hvernig forráðamönnun Lyfjaverslunar
tekst að leysa sín mál kann því að hafa víðtækari áhrif en
á fyrirtækið sjálft.
Oli Björn Kárason
Skoðun^
Útsölur á kostnað ríkissjóðs
Á sumrin er gert hlé á
störfum Alþingis. Að
sönnu eru þingnefndir iðu-
lega að störfum og þing-
menn sinna margvíslegri
undirbúningsvinnu fyrir
komandi þing. En Alþingi
kemur ekki saman og gefst
því ekki færi á að nýta
þann lýðræðislega vett-
vang sem þingið er til þess
að sinna aðhaldshlutverki
sínu í samfélaginu. Nú
veitti ekki af að hafa að-
gang að þeim vettvangi. En
í staðinn er leitað inn á síður DV.
Umræðuefnið eru sumarútsölur á
hlutafé í Öldungi hf.
Um þessar mundir fylgist þjóðfé-
lagið með peningabröskurum bítast
um verðgildi undirskriftar heilbrigð-
isráðherra. Á siðasta ári hét heil-
brigðisráðherra því að Öldungur hf.,
sem er samheiti Securitas hf. og Að-
alverktaka hf., fengi leyfi til að reka
öldrunarstofnun aö Sóltúni 2 í
Reykjavík á kostnað íslenskra skatt-
greiðenda. Með í kaupunum var gert
ráð fyrir því að fjárfestamir fengju
að hiröa gróðann af því að reka
gamla fólkið og kvittaði sjálf Ríkis-
Ogmundur
Jónasson
alþingismaöur og
form. BSRB
endurskoðun upp á að á við-
skiptaöld væri slíkt eðlilegt.
Braskarar fá meira en
þjónustuaðilar
í þessu sambandi er rétt
að hafa i huga að Ríkisend-
urskoðun hafði verið beðin,
að kröfu undirritaðs, að
kanna samninginn við Öld-
ung hf. Stofnunin gerði
ágæta skýrslu um þetta við-
fangsefni. Því miður svaraði
stofnunin ekki nema litlu af
þeim spumingum sem til
hennar var beint og komst einnig
óumbeðið að því að eðlilegt væri að
peningabröskurum væri greitt mun
hærra gjald en sjálfseignarstofnun-
um sem sinna öldrunarþjónustu.
í skýrslu Ríkisendurskoðunar
sagði m.a um samanburðinn á milli
gróðafyrirtækjanna annars vegar og
þjónustustofnananna hins vegar:
„Við þennan samanburð ber að hafa
í huga, að þau hjúkrunarheimili,
sem hann tekur til og rekin eru sem
sjálfseignarstofnanir, eiga að jafnaði
ekki að sýna hagnað af starfsemi
sinni. Að sjálfsögðu á slíkt ekki við
um hlutafélög og aðra sambærilega
-------------
5S
11
Wltún 09 Mánalún
„ Um þessar mundir fylgist þjóðfélagið með peningabrösk-
urum bítast um verðgildi undirskriftar heilbrigðisráð-
herra. - Á síðasta ári hét heilbrigðisráðherra því að Öld-
ungur hf, sem er samheiti Securitas hf. og Aðalverktaka
hf, fengi leyfi til að reka öldrunarstofnun að Sóltúni 2 í
Reykjavík á kostnað islenskra skattgreiðenda. “
einkaaðila á borð við Öldung hf. For-
svarsmenn félagsins hljóta að gera
eðlilegar kröfur um hagnað af starf-
semi fyrirtækisins.“
Nú er er að koma á daginn hvernig
„eðlilegar kröfur“ um arð af skuld-
bindingum ríkisstjórnarinnar eru.
Einn eigandinn vill selja undirskrift
Fylgispekt og forsendufúsk
Vísindin misstu sakleysi sitt 1945
með atómsprengjunni í Hiroshima;
skyndilega varð breyting á afstöðu
gagnvart þeim og þau urðu flest póli-
tisk, í.þ.m. raunvísindin. Sannleik-
urinn gerir þig frjálsan en þekkingin
þvoglumæltan, því hún býr yfir aili
sem auðvelt er að misnota; margir
vísindamenn ræða því undir rós við
pólitíkusa. Sumir brjóstvitar hafa
gaman af því að hæðast að fræðing-
um; verkfræðingar pissa upp í vind-
inn og fískifræðingar þekkja ekki
veiðarnar; þeir eiga að rannsaka sjó-
inn en ekki pólitíkina. Sambýli
stjórnmála og vísinda er þvi oft
slæmt því þau spilla frjálsri hugsun
og starfi.
Naflaskoðun er nú mjög heilsu-
samleg því margir draga í efa hæfni
fiskifræðinga til að segja fyrir um
aflahorfur; því á að gera úttekt á
starfsemi Hafró. Gott og vel, sumir
segja vandamálin vera fiskifræðileg
en ekki pólitísk. Þeir vilja að flski-
fræðin sé rannsökuð en ekki pólitík-
in; hún á samt að velja hlutlausa vís-
indamenn til endurskoðunar. Hvað
hefur LÍÚ annars marga fulltrúa í
Háskólaráði og hvað með Hafró og
Jónas Bjarnason
efnaverkfræðingur
„Gott og vel, sumir segja vandamálin vera fiskifrœðileg
en ekki pólitísk. Þeir vilja að fiskifræðin sé rannsökuð
en ekki pólitikin; hún á samt að velja hlutlausa vís-
indamenn til endurskoðunar. “
skipunarvald þar? Það get-
ur verið erfitt fyrir vís-
indamenn að vinna undir
stjórn pólitíkusa sem segja
þeim að rannsaka allt ann-
að en pólitikina sem þó
getur skipt sköpum.
Heilingur af
hagfræðingum
Þegar slóð rifrildanna er
rakin í skrifum hagfræð-
inga kemur margt á óvart.
Margir þeirra stunda
slóttugt forsenduval til að komast að
niðurstöðu sem er geðþekk. Allir
hagfræðingar verða að starfa út frá
forsendum sem standast eins og allir
aðrir verða að gera; þeir sjálflr eru
oft blanda af fræðingum og pólitíkus-
um. Nýlega var kynnt rannsókn hag-
fræðings sem reiknaði það út, að
framleiðsla og notkun vetnis sem
eldsneytis væri hagkvæm með því
að nýta ónýtt afl í virkjunum; hann
byggði á sandi því ekkert ókeypis
rafmagn er til. Formaður kvóta-
nefndar Framsóknar sagði að unnt
væri að eyðileggja miðin með hvaða
stjórnkerfi sem er. Þar með er hann
búinn að gefa kvótakerfinu sakleys-
isvottorð því aðrar leiðir séu ekkert
skárri.
Þessi aðferð er fræg frá tímum
kalda stríðsins þegar USA og USSR
voru lögð að jöfnu; ekkert mark á nú
að taka á Færeyingum sem segja
ekkert brottkast vera nú þar í landi.
Ýmsir hagfræðingar hafa skrifað um
hagræðingu í kvótakerfinu eftir aö
hafa rýnt í reikninga stórútgerða og
séð að stækkun þeirra og kvótasöfn-
un hlaut að byggjast á henni. Þeir
ættu frekar að gera samanburð á
hagkvæmni bátaútgerðar á
heimamiðum og stórútgerða
á fjarmiðum; jafnræði á
milli þeirra er ekki til og
„frjálsar veiðar“ báta er ein-
falt að hefta. Ættu kannski
smábátar að draga á eftir sér
laxaháfa á djúpmiðum eða
stórskip að vera bundin í
brælum? Epli og appelsínur
verða aldrei eins og gæði
þeirra verður að meta á
þeirra eigin forsendum.
Ollum gengur eitthvað til
Formaður LÍÚ segir sífellt að
kvótakerflð sé að mestu óumdeilt;
það séu aðeins nokkrir hagfræðingar
í Seðlabankanum og Háskólanum
sem séu á öðru máli; en skv. skoð-
anakönnunum eru 3/4 landsmanna á
móti því! Það er stundum hættulegt
að vera hagfræðingur; fjórir þeirra
vildu nýverið (Mbl.) verja kvótakerf-
ið og töldu sig handhafa staðreynd-
anna og gáfu sér „þægilegar“ for-
sendur. Fyrir utan ,jafnslæmu-að-
ferðina" áðurnefndu hvað varðar
brottkast segja þeir sifellt „er“ um
ástand sem þeir vilja ganga út frá; já,
það er þjáning að lesa það allt.
Hið sama kom fram hjá einum
ágætum verkfræðingi, formanni
„Gallup-nefndar“ þingsins, sem túlk-
aði „nákvæmlega" umfang brott-
kasts eftir skoðanakönnun meðal sjó-
manna, sem þó eru hreinir hags-
munaaðilar (sic!). Hann hefði betur
virt dómgreind landsmanna og feng-
ið óháða fræðimenn til að túlka nið-
urstöður; burðarþolsfræði mann-
virkja dugar skammt til að meta
burðarþol viðkvæmra lífauðlinda.
Jónas Bjarnason
ráðherrans fyrir tæpan milljarð
króna. Geisar nú stórstyrjöld á meðal
peningamanna um eignaraðildina að
skuldbindingum ríkisstjórnarinnar.
Sannleikann upp á yfirborðið
Enda þótt gagnrýna megi Ríkis-
endurskoðun fyrir að taka af alltof
mikilli hlédrægni og hógværð á því
hneykslismáli sem samningurinn
við Öldung hf. er og þótt hagsmunum
fjármálabraskara sé sýnd óskiljanleg
velvild í skýrslu Ríkisendurskoðun-
ar ber stofnuninni engu að síður að
þakka það sem þó vel er sagt í úttekt
hennar á samningnum og hvassri
gagnrýni fyrir hönd skattborgara og
rikissjóðs. Öll kurl eru ekki komin
til grafar og heitir undirritaður
stuðningi við fréttamenn sem hyggj-
ast grafa í þetta mál og færa stað-
reyndirnar upp á yfirborðið.
Aðalbraskararnir eru byrjaðir að
kveinka sér undan því að málið sé
farið að skaða þá. En ég ætla að leyfa
mér í fyllstu hógværð að spyrja á
móti: Getur sannleikurinn nokkurn
tima orðið til ills, eða er það ef til vill
svo að sannleikurinn sé hlutaðeig-
endum þessa máls skaðlegur?
.Ögmundur Jónasson
Gefa starfsmönnum RÚV
„Ég vil einkavæða
RÚV. Annaðhvort
gefa starfsmönnum
hana eða selja. Það
má vel vera að
markaðurinn sé
dauðadómur yfir
RÚV eins og mörg-
um öðrum ríkisfyrir-
tækjum. Ýmis teikn eru á lofti um
þetta, t.d. að þrátt fyrir mikla sam-
keppnisskekkingu með afnotagjald-
inu þá virðast stofnuninni ekki
ganga sérstaklega vel í samkeppn-
inni. Þetta sýnir að kostnaðarvitund
stofnunarinnar er í grundvallaratrið-
um ábótavant og að hún spillir
markaðnum. Við megum ekki missa
fólk af landi brott vegna of mikils
ríkiskapítalisma."
Pétur Blöndal alþingismaður
í Fréttablaöinu.
Þjóðviljinn og stolt
„Það er merkilegt
hvað verður að um-
ræðuefni í okkar
litla þjóðfélagi. Til
dæmis er einkenni-
legt að það sé um-
ræðuefni manna á
meðal að ég hafi
unnið á Þjóðviljan-
um. Það er ef til vill enn merkilegra
að svo virðist sem einhverjir telji það
ljóð á ráði manna að hafa unnið á
þvi merka dagblaði Þjóðviljanum. Ég
lýsi því yfir hér að ég er mjög hreyk-
inn af því að hafa unnið á Þjóðviljan-
um. Ég byrjaði þar síðsumars árið
1990 og einu og hálfu ári seinna var
Þjóðviljinn allur. Á þessum tima má
segja að Alþýðubandalagið hafði gef-
ist upp á Þjóðviljanum."
G. Pétur Matthíasson fréttamaður
á heimasíðu sinni.
Spurt og svaraö
Hyggst þú fara í sumarfrí í sumar og hvemig œtlar
Guðrún Ögmundsdóttir
alþingismadur.
Rimini og
Svarfaðardálur
„Ég ætla að fara með 9 ára
gamalt barnið mitt til Rimini á
Ítalíu i byrjun júlí þegar vinnu-
töminni lýkur. Síðan geri ég
mér vonir um að komast norður í land en þar er
alltaf svo margt að skoða.
Aðallega mun ég fara norður í Svarfaðardal-
inn og njóta þess besta sem hann hefur upp á að
bjóða meðan maðurinn minn er við hvalataln-
ingar og að sinna Alþjóða hvalveiðiráðinu. Mað-
urinn minn, Gísli Vikingsson, er ættaður úr
Svarfaðardal og við reynum að komast þangað á
hverju ári enda eigum við þar fullt af vinum og
yndislegt að grilla þar.“
Gunnar Gíslason,
skólafulltrúi Akureyrarbœjar.
Til ísafjarðar í
fyrsta skipti
„Ég fer auðvitað í sumarfrí,
það þýðir ekkert annað. Ég
stefni á það að þvælast um inn-
anlands og á ekki von á því að
ég fari utan að þessu sinni.
Ég hef ferðast mikið um ísland og tel mig
þekkja landið nokkuð vel.
Ég á þó eftir að fara á hluta Vestfjarða, eins
og um Strandir og í ísaflarðardjúp, og ég hef
ekki orðið svo frægur að koma til Isaflarðar sem
mér finnst sjálfum fáránlegt, en það stendur til
bóta.
Ég ferðast yfirleitt með tjaldvagn i eftirdragi
eða með tjald, ferðast sjaldan milli hótela."
Bjami Daníelsson,
framkvœmdastj. fsl. óperunnar.
Veitingarekstur
í Hólminum
„Við Björn Árnason erum
miklir skútusiglarar og komum
i Stykkishólm og duttum þá
ofan á sjávarpakkhús þar. Hús-
ið er þannig staðsett að það er ekki annað hægt
en láta reyna á það hvort það gengur ekki að
starfrækja þar kaffihús. Það verður hægt að
taka á móti gestum á fimmtudag en staðurinn,
sem heitir bara Sjávarpakkhúsið, getur tekið á
móti 40 manns auk gesta á útipalli þegar vel
viðrar. Mínu sumarfrii verður því varið í Stykk-
ishólmi en skútusiglingar mæta afgangi. Aðrir
eigendur skútu sem við erum hluthafar i munu
fyrst og fremst sigla.“
■■^■■■■■■npraSXfsSBs&S&’rj:'.' -
Jakob Bjömsson,
bœjarfulltrúi á Akureyri.
í sólina í
Portúgal
„Ég fer i sumarfrí en ég hef
ekki gert stórar áætlanir enn
sem komið er, að því undan-
skildu að ég fer i sumarbústað í
Borgarfirði i eina viku. Svo ætlum við þegar
kemur fram á haustið að fara út fyrir landstein-
ana til sólarstranda Portúgals.
Ég hef aldrei áður farið til sólarstranda Suð-
ur-Evrópu en ætla að láta til leiðast nú. En sjálf-
ur hefði ég kosið einhverja aðra staði að ferðast
til en þetta verður ábyggilega gríðarlega góð
afslöppun.
Eitthvað af fríinu verður notað heima þvi ég
þarf að mála svolitið og dunda við annað.“
Miðborginni
haldið í herkví
A&alferðatími ársins er aö bresta á og aö venju er búist víö miklum fjölda feröamanna.
Fámennum hópi ofbeldis-
og öfgamanna líðst að halda
miðborg Reykjavíkur í her-
kví. Þangað leggur enginn
heilvita maður leið sína eft-
ir að skyggja tekur. Að degi
til má greina örin á borg-
inni, hún er sjúskuð og illa
til reika eftir slark og illa
umgengni drukkins og dóp-
aðs fólks. Mér er sagt að
hundrað til tvö hundruð
drullusokkar með skerta
greindarvísitölu standi fyr-
ir því að eyðileggja okkar
góðu borg. Og við eigum
engin úrræði gegn þessum hópi
fólks. Það er ljóst að stórsködduð
Reykjavíkurborg verður kosninga-
mál næsta vor. Borgarar kreflast
þess að tekið verði til og eins konar
„frelsi“ til eiturlyflasölu og neyslu
verði afnumið.
Hamingjusama þjóðin
á valkestinum
Kvosin í Reykjavík er aðsetur lög-
gjafarþingsins, þjóðbankans, ríkis-
stjórnar, ráðuneyta - og ekki síður
eiturpésanna sem bregða á leik þeg-
ar fína fólkið er farið heim í faðm
flölskyldunnar. Þau eru orðin of
mörg, kvöldin og næturnar sem
Kvosin í Reykjavík er orrustuvöllur.
Að morgni arkar erlent ferðafólk um
stræti og torg og virðir fyrir sér val-
köstinn, syni og dætur hamingju-
sömustu þjóðar veraldar sem
Bakkus hefur lagt að velli um nótt-
ina, liggjandi í eigin ósóma innan
um glerbrot og beyglaðar öldósir.
Sjálfur hef ég séð þetta á laugar-
dagsmorgnum. Minnti sú sjón
óþægilega á Bowery í New York þar
sem rónalýðurinn sefur óáreittur á
gangstéttunum. Lögreglan i Reykja-
vík, á þriðja hundrað filefldir ágætis-
menn, hefur að sjálfsögðu reynt að
taka á þessum vanda og gengur
hvorki né rekur. Heldur er ástandið
að versna ef eitthvað er. Lögreglan á
auðvitað að geta betur og ber okkur
að styðja hana með öllum ráðum.
Smákrimmar, bófar og misindis-
menn eiga ekkert með að skemma
borgina. Það verður að sýna þeim í
tvo heimana, silkihanskar duga
ekki, því illt skal með illu út reka.
Rótföst siðspilling aö heiman
íslendingar kunna ekki allir að
fara með vín - og þegar dópið bætist
við er varla von á góðu. Sumt ungt
Jón Birgir
Pétursson
blaöamaöur skrifar:
fólk þekkir ekki annað en
heim vímunnar. Heimilin
eru mörg hver ömurlegur
staður þar sem spillingin
hefur heltekið hvern mann.
Við hverju er að búast af
börnum foreldra sem eru
slæm fyrirmynd í hvívetna?
Vandamálið er komið að
heiman, of oft úr örgum
grenjum þar sem siðspilling
er rótföst. Börnin hafa feng-
ið taumleysið, óregluna og
ofstopann í arf frá feðrum
sínum og mæðrum. Að
heiman halda ofbeldis-
mennirnir vopnaðir hnífum, hafna-
boltakylfum, hnúajárnum og fleiri
ofbeldistólum og halda til miðborgar-
svæðisins - þeir heyja stríð. Það er
alveg ljóst hver tilgangur vopna-
burðarins er og flölskyldur þessara
manna vita hvað er í vopnabúri
þeirra en finnst þetta kannski eðli-
legt. Oftast er þetta fólk í fikniefnum
og mikilli áfengisneyslu. Það starfar
ekki á vinnumarkaði og það stundar
ekki skóla. Peninga vantar og þá
sækja þessi úrhrök á sinn hátt, í
miðborginni.
Miðbærinn er eitt logandi víti þeg-
ar verst gegnir. Búllumar sem sprott-
ið hafa upp i öðru hverju húsi, hrá-
slagalegir og nöturlegir staðir, nánast<
sérsniðnir við hæfi eiturfikla og
kaupmanna ömurleikans, eru sagðir
skálkaskjól fyrir eiturpésana. Mér er
sagt að eiturlyflakaup séu álíka auð-
veld og að verða sér úti um pitsu.
Ungur maður sagði mér að reyndar
væru díleramir snarari í snúningum
en pitsubakararnir. Nú hefur komið i
ljós að á flórum krám í miðborginni
fer fram neysla fíkniefna. Lögreglan
hefur staðfest þetta og liggur ekki á
nöfnum veitingahúsanna.
Eiturbúllur burt!
Undarlegt er að borgarstjórn liðk-
aði fyrir næturhröfnum borgarinnar
með því að veita enn eitt frelsið. Nú
máttu veitingastaðir hafa opið nán-.*,
ast að vild sinni. Það var dæmt til að
mislukkast. Það er alveg ljóst að for-
gangsverkefni núverandi borgar-
stjórnar verður næstu mánuði að
hreinsa ærlega til i miðborginni.
Borgarbúar heimta að eiturkrám
verði lokað, lögreglan uppræti eitur-
lyflasalana og að skemmtanahald
borgarbúa verði fært í betra horf en
nú tíðkast.
„Það er Ijóst að stórsködduð Reykjavikurborg verður
kosningamál nœsta vor. Borgarar krefjast þess að tekið
verði til og svokallað „frelsi“ til eiturlyfjasölu og
neyslu verði afnumið. “