Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2001, Blaðsíða 7
mmmt*. jémmwmm. jmmmmií æhbn jinniMiiiiii <iinTrr» jaaaMK, ijgataíWk
7
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2001________________________________
I>V Fréttir
Frumeintak af
dagbókum kútt-
ers Sigurfara
Vegageröin og Flugmálastjórn:
Vegagerðin
sér um Húsa-
víkurflugvöll
Á fimmtudag var undirritaður á
Húsavík samningur milli Flugmála-
stjórnar Islands og Vegagerðarinnar
um rekstur Húsavíkurflugvallar.
Um er að ræða þjónustusamning
um rekstur vallarins til reynslu í
eitt ár. Meginatriði samningsins er
að Vegagerðin tekur að sér að reka
flugvöllinn þennan tíma fyrir Flug-
málastjóm.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra, Helgi Hallgrímsson vega-
málastjóri og Þorgeir Pálsson flug-
málastjóri, undirrituðu samning-
inn. Samgönguráðherra sagði af
þessu tilefni að samningurinn mið-
aði að því að tryggja áfram þjónustu
á flugvellinum eftir að áætlunarflug
þangað hefur lagst af. Nauðsynlegt
sé að nýta áfram þau miklu mann-
virki sem þarna séu til staðar, ekki
síst vegna sjúkra- og leiguflugs.
Húsavíkurflugvelli hafi þvi alls ekki
verið lokað, sagði Sturla Böðvars-
son.
Helgi Hallgrímsson sagði að
þama væri Vegagerðin að fara inn
á nýja braut sem gerði nýjar kröfur
til starfsmanna. Hann vonaðist til
að þeim tækist vel upp og að fram-
hald yrði á þessari þjónustu eftir að
reynslusamningurinn rennur út að
ári.
-JS
DV, AKRANESI:______________________
Nýlega fór bæjarráð Akraness í
þriggja daga ferð til Færeyja. í ferð
sinni skoðuðu bæjarstjórnarmenn
meðal annars dagbækur kútters Sig-
urfara sem em geymdar í Klakks-
vík. Segir Gisli Gíslason bæjarstjóri
að menn hafi mikinn áhuga á að fá
vönduð ljósrit af þessum gögnum til
Akraness þar sem Sigurfari er til
sýnis í byggðasafninu í Görðum.
„Við fórum til Færeyja til að end-
urgjalda heimsókn til vinabæjar
okkar Sörvágs," segir Gísli Gíslason
bæjarstjóri við DV. „Þar er nú starf-
andi nýtt bæjarráð og var m.a. rætt
um hvemig mætti halda áfram góðu
samstarfi okkar,“ sagði Gísli. Hann
segir að þama sé verið að gera jarð-
göng frá Vogey, þar sem Sörvágur
er. Göngin liggja yfir á Straumey og
auðvelda samgöngur til Þórshafnar
og annarra staða. Flugvöllurinn
kemst þannig í beint samband við
Straumey og er þetta mikið hags-
munamál fyrir byggðina.
Þá var haldið til Klakksvíkur og
rætt við bæjarstjórann og varabæj-
arstjórann um ýmis mál. Loks var
haldið til Þórshafnar þar sem rætt
var við varaborgarstjóra Þórshafn-
ar, lögþingsmanninn og formann
íþróttasambands Færeyja, Heðin
Morthensen, og borgarfulltrúann
Leiv Hansen. Ferðin var gagnleg í
alla staði að sögn Gísla enda áhugi
á því að auka samstarf við Færey-
inga á ýmsum sviðum, svo sem
varðandi menningarmál og íþrótta-
mál. -DVÓ
' DV-MYND RAGNAR
Humarmenn að störfum
Hér er humarhátíöarnefnd að störfum. Á boröinu er farandbikarinn sem
skemmtilegustu hverfisbúarnir htjóta.
Humarhátíð undirbúin
DV, HQRNAFIRDI:__________________
Humarhátíð Homfirðinga verð-
ur að þessu sinni haldin dagana
6.-8. júlí. í ár eru það Björgunar-
félag Hornafjarðar, Knattspyrnu-
deild Sindra og Kiwanisklúbbur-
inn Ós sem sjá um hátíðina. Dag-
skrá hátíðarinnar er með svipuöu
sniði og verið hefur, skemmtiat-
riði, leikir, sýningar og
humargrillið og heimsmeistara-
mótið í Hornafjarðarmanna verða
á sínum stað. Hverfahátíðir hefj-
ast kl. 16.30 á föstudag og það
hverfi bæjarins sem kemur með
bestu skemmtiatriðin á aðalsvæð-
inu við höfnina hlýtur veglegan
farandbikar eftir listakonuna
Rannveigu Gunnlaugsdóttur.
Fjöldi brottfluttra Hornfirðinga
hefur á hverju ári komið á
humarhátíðina og vonast heima-
menn eftir að svo verði áfram.
-JI
Alvöru áhöld
Afbragðs verð!
Verkfærin frá Bosch hafa fylgt okkur
Bræórunum Ormsson frá því við munum
eftir okkur og hafa margsannaó sig í
höndunum á íslenskum afreksmönnum
til sjávar og sveita.
@ BOSCH
1.470,-
Dreylarar
BOSCH
HÚSIÐ
BRÆDURNIR ORMSSON
Lágmúla 9,
sími 530-2801