Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2001, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2001 r>v Tilvera 37 Um eitt þúsund manns á Errósafni Fjölmenni var samankomið í Listasafni Reykjavíkur - Hafnar- húsi síðastliðið laugardagskvöld. Ástæðan var opnun á yfirlitssýn- ingu Errósafnsins og hafa aldrei verið jafnmargir við einstaka opnun hjá Listasafninu síðan það var opn- að. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opnaði sýninguna og um leið fór fram afhending úr Lista- sjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, móðursystur Errós, en hann stofn- aði sjóðinn til minningar um frænku sína og er honum ætlað að efla og styrkja efnilegar listakonur. Að þessu sinni var það Gabríela Friðriksdóttir sem fékk framlag sjóðsins. Uppi á svölum Sumir skelltu sér upp á svalir til að horfa á myndirnar og mannskapinn. Ánægðir gestir Eiríkur Smith var meöal þeirra sem skoöuöu verk Errós á opnuninni. Spjallað á opnun Þeir Atli Heimir og Thor Vilhjálmsson ræddu málin og ef- laust hefur myndlistina boriö þar á góma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.