Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2001, Blaðsíða 10
HARTOPPAR Frá| BERGMANt^? og HERKULES Margir verðflokkar Rakarastofan Klapparstíg Verktakar, útgerðarmenn, bændur og aðrir VÍR ■fyrir ■ LYFTUR tæki og vélar Höfum ávallt á lager ýmsar geröir víra. r • Stálvír ■ Kranavír ■ Riðfrír vír Göngum frá endum í samræmi við óskir kaupenda. Netagerð Jóns Holbergssonar ehf Hjallahraun 11, 220 Hafnarfjörður sími: 555 4949 Sól og öryggisfilma. Sandblástursfilmui • Stórminnkar sólarhita • Gerir sólabirtuna mildari og þægilegri • Cltilokar nánast útfjólubláa geisla og upplitun • Eykur öryggi í fárviðrum og jarðskjálftum • Eykur öiyggi gegn innbrotum • Brunavarnarstuðull er F 15 • Elnangrar gegn kulda, hita og hávaða • Glerið verður 300% sterkara • Minnkar hættu á glerllísum I andlit • Gerir bílinn/húsið glaesilegra GLÓIHF Dalbrekku 22 • Kópavogi sími 544 5770 Útlönd. MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2001 I>V 7,9 á Richter: Gríðarlegt tjón eftir jarðskjálfta í Perú Gríðarlegt tjón varð þegar jarð- skjálfti upp á 7,9 á Richter reið yfirí Suður-Ameríkulandinu Perú í fyrra- kvöld. Upp undir 50 hafa fundist látn- ir og 550 slasaöir eftir skjálftann sem stóð i eina mínútu og 15 sekúndur. Um 90 prósent húsa í borginni Chuguibamba eyðilögðust og þorp jöfnuðust nánast gervöll við jörðu. í gærkvöld hófst örvæntingarfull leit björgunarsveita að fórnarlömbum skjálftans. Óbætanlegt tjón varð einnig á hafnarborginni Arequipa, sem nefnd hefur verið „Hvíta borgin“ vegna fjölda bygginga og fagurra kirkna frá nýlendutíma Spánverja. M.a. skemmdist dómkirkja frá árinu 1656, sem reyndar hafði verið endur- byggð eftir jarðskjálfta 1868. Sam- kvæmt upplýsingum frá borgarstjór- anum skemmdust 70 prósent heimila í borginni. Strandbærinn Camana varð fyrir flóðöldu í kjölfar skjálftans og skemmdust mörg hús. 36 eru týnd- ir eftir að aldan skall á bæinn. Fréttir hafa ekki borist frá afskekkt- Alejandro Toledo Forseti Perú aflýsti Bandaríkjaferö til þess aö vera meö landsmönnum sínum á áfallatímum. Hér er hann fyrir framan skemmda nýlendudóm- kirkju. um svæðum Perú, þar sem símalínur liggja niðri og vegir eru víða tepptir vegna skriðufalla. Upptök skjálftans voru undan Kyrrahafsströnd, um 190 kílómetra vestur af Arequipa. Þrátt fyrir það skalf jörð í Bólivíu og Chile. Eftir- skjálftar hafa skipt hundruðum og hafa þeir mest mælst 6,1 á Richters- kvarða. Margir íbúa þeirra svæða sem verst urðu úti í skjálftanum brugðu á það ráð að sofa í almenningsgörðum og á öðrum opnum svæðum aðfaranótt sunnudags. Árið 1970 reið skjálfti 7,7 á Richter yfir Perú. Þá létust um 70 þúsund manns og 600 þúsund urðu heimilis- laus. Alejandro Toledo forseti frestaði ferð til Bandaríkjanna í gær vegna skjálftans til að efla samhug á meðal íbúa tjónasvæðanna. Reiknað er með að tala látinna eigi eftir að hækka næstu daga þegar frétt- ir berast frá afskekktum svæðum og björgunarmenn ná að rannsaka rústir. Andkapítalistar í Barcelona Nokkrir tugir andkapítalískra mótmælenda fóru um götur Barcelona á Spáni og brutu rúöur í verslunum og skemmdu almenningssíma. Þeir voru meöal þúsunda sem tóku þátt í mótmælagöngu gegn alþjóöavæðingu, en flestir hegöuöu sér friösamlega. Alþjóðabankinn færöi fund sinn, sem vera átti í borginni í dag, á Netiö til aö foröast óeiröir. Montesinos fundinn: Landflótta njósnaforingi gómaður í Venesúela Landflótta perúski njósnaforing- inn Vladimiros Montesinos var tekinn höndum í Venesúela á laug- ardagskvöld, að því er Hugo Chavez, forseti landsins, lýsti yfir í gær. Montesinos varð þess valdandi að Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, var steypt af stóli í desember á síðasta ári. Njósnaforinginn fyrr- verandi flúði heimaland sitt fyrir áramót eftir að myndband birtist af honum þar sem hann mútaði stjórnarandstæðingum. Fujimori kallaði á allsherjarleit að Montesinos, en sjálfur þurfti hann að flýja land til Japans vegna hneykslismála sem tengd voru spillingarvef Montesinos. Andvirði 500 milljóna króna voru sett til höf- uðs Montesinos en flótti hans hefur Vladimiro Montesinos Eftirsóttasti maöur Rómönsku Amer- íku náöist á laugardagskvöld. þótt reyfarakenndur. Hann er mik- ill aðdáandi James Bond og hefur viðurnefnið doktorinn. Miklar sögusagnir hafa verið uppi um æv- intýralegan flótta Montesinos. Með- al annars var því trúað að hann hafi farið í lýtaaðgerð í Caracas, höfuðborg Venesúela, og væri breyttur maður. Sem hægri hönd Fujimoris forseta forðaðist hann alla tíð sjást í fjölmiðlum og virtist viðbúinn því að þurfa að leggja skyndilega á flótta. Perez de Cueliar, fyrrverandi aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna og núver- andi utanríkisráðherra Perú, fagnaði handtöku Montesinos og kallaði hana siðferðilegan sigur fyrir Perú. Chavez forseti Venesúela sagðist ætla að skila Montesinos til Perú „við fyrsta hanagal". Stuttar fréttir Kastró fékk aðsvif Fidel Kastró Kúbuleiðtogi fékk aðsvif á laugardag- inn eftir tveggja klukkustunda ræðuhöld. Honum var hjálpað af ræðupallinum en sneri svo aftur tví- efldur nokkrum mínútum síðan. Þá sagðist Kúbuleiðtoginn 74 ára gamli hafa veriö að æfa dauða sinn. Bútan vill skæruliða burt Yfirvöld í búddíska smáríkinu Bútan biðja indverska skæruliða- hópa sem dveljast innan landamæra landsins um að yfirgefa það frið- samlega. Kani myrtur til lukku Líkamsleifar bandarískrar konu fundust í Malasíu á dögunum, en talið er að henni hafi verið fórnað í athöfn sem miðaði að því að velja réttar tölur í lottóinu. Þúsundir flýja eldgos Eftir nokkurra vikna umrót og hraungos hófst öskugos í eldfjallinu Maya á Filippseyjum í gær. Þúsund- ir flýja nú gosið en um það bil 560 þúsund manns búa í 15 kílómetra radíus frá eldstöðinni. Kínverji gegn tóbakinu 17 ára gamall Kínverji hefur höfð- að mál gegn 25 kínverskum tóbaks- fyrirtækjum. Hann byrjaði að reykja 13 ára og segir fyrirtækin ekki hafa útskýrt hættur tóbaksins á vefsíðum sínum. Clinton gegn alnæmi Bill Clinton, fyrr- verandi Banda- ríkjaforseti, vill að Bandaríkin leggi fram meira fé gegn alnæmisfaraldrin- um í Afríku. Hann segir baráttuna gegn alnæmi vel vera vinnandi, en ekki með jafn tak- mörkuðu fjármagni og nú tíðkast. Vopnahlé í Makedóníu Vopnahlé milli Makedóníuhers og albanskra skæruliða var í gær endurvakið eftir þriggja daga átök. Milosevic í bobba Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseti, hyggst berjast gegn úrskurði um fram- sal sitt. Stjómvöld heimalands hans munu vinna með stríðsglæpadóm- stóli Sameinuðu þjóðanna. Múgur elti satanista Réttarhöld í Gvatemala leiddu i ljós að sögusagnir móður höfðu í for með sér morð á tveimur túristum. Móðirin sagði íbúum heimaþorps síns að japanskur eldri borgari sem strauk höfuð barnsins hennar væri satanisti. í kjölfarið fór múgur um og drap annan Japana og rútubíl- Sharon hittir Blair Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, hitti að máli Tony Blair, breskan starfsbróður sinn, í gær. Sharon hefur verið herskár í yfir- lýsingum upp á síðkastið, en hann hittir næst Bush Bandaríkjaforseta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.