Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2001, Blaðsíða 2
2
Fréttir
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2001
x>v
Um eitt þúsund manns við stærsta uppboð íslandssögunnar á laugardag:
Hamarshögg á
mínútu fresti
-114 bílar seldir - kaupendur staðgreiddu samtals 52 milljónir króna
Sýslumannsembættið í Reykjavík
hélt stærsta uppboð íslandssögunnar
í Bílageymsluhúsi Vöku á Eldshöfða
4 á laugardag. Um þúsund manns
kepptu um 114 bíla sem boðnir voru
upp. Tvær og hálfa klukkustund tók
að selja bílana og lætur því nærri að
hamarshögg Úlfars Lúðvíkssonar,
deildarstjóra fullnustudeildar sýslu-
manns, hafi glumið á rúmlega mín-
útu fresti.
„Þetta er örugglega stærsta upp-
boðið sem við höfum haldið," sagði
Bjami Ingólfsson hjá Vöku við DV.
Sumir „redduðu sér“ á síð-
ustu stundu
Á föstudeginum stóð til að bjóða
upp mun fleiri bíla, 160-170 að sögn
Úlfars, en eigendum um 50 þeirra
tókst að „redda málum“ - sumum á
síðustu stundu, það er undir hádegi á
laugardag með því að semja við upp-
boðsbeiðendur sem langflestir eru
lánastofnanir. Mikil vanskil á bíla-
lánum voru meginástæða fyrir lang-
flestum uppboðsbeiðnanna.
„Án efa gerðu margir góð kaup og
uppboðið gekk mjög hratt," sagði
Bjarni hjá Vöku. „En þetta var
óvenju fjölsótt því raunar hafa upp-
boð oft verið illa sótt. 700-800 upp-
boðslistar voru á staðnum og kláruð-
Margir gerðu góð kaup - uppboöiö gekk mjög hratt dvmvnd þök
„Menn komu hingaö strax klukkan ellefu um morguninn aö skoöa, “ segir
forstööumaður Vöku.
ust þeir fljótt - færri fengu en vildu.
„Menn komu hingað strax klukkan
ellefu um morguninn til að skoða en
uppboðið hófst klukkan hálftvö.
Mesta spennan var í kringum vin-
sæla bíla á markaði og margir höfðu
hugsað sér sömu bílana. Síðan buðu
einhverjir meira en þeir ætluðu sér í
byrjun. Menn voru að yfirbjóða hver
annan og sumir vildu ekki gefa sig.
En það var allur gangur á hvað bfl-
amir fóm,“ sagði Bjarni.
10-15 prósent undir mark-
aðsverði
Bjami segist telja vanskil vera að
aukast. Undir það tekur Úlfar: „Þetta
hlýtrn- að vera ákveðin vísbending,"
sagði hann og átti við ástandið í
skuldamálum í þjóðfélaginu.
52 milljónir komu í kassann hjá
sýslumanni á laugardag. Allir 114 bíl-
arnir voru staðgreiddir við hamars-
högg. Úlfar segir að e.t.v. sé það sorg-
legasta við uppboð að skuldir eigend-
anna em þar með ekki uppgerðar við
lánardrottnana. Þó að bflamir fari á
viðunandi verði fáist sjaldnast upp í
heildarkröfu lánastofnananna á
hendur skuldurunum. Menn missa
því ekki bara bílana heldur skulda
þeir samt áfram.
Varðandi verð sagði Úlfar að á
uppboðum seljist bílar gjarnan 10-15
prósent undir markaðsverði. „En
þetta getur verið mjög rokkandi,"
sagði hann.
Næsta uppboð verður haldið 1.
september, það er ekki fyrr en eftir
svokallað réttarhlé. Úlfar segir að
það sem af er ári hafi 442 bflar verið
seldir á uppboði í Reykjavík - á sama
tíma í fyrra höfðu 355 bílar farið und-
ir hamarinn. Þetta er 87 bíla aukning
- 24,5 prósent - sem sagt fjórðungi
fleiri bílauppboð í ár en í fyrra. Á
stærsta uppboðinu á síðasta ári voru
94 bflar seldir en 20 fleiri, eða 114 á
laugardag eins og áður segir. -Ótt
Sonia Gandhi:
Sagði Ólaf góð-
an vin Indlands
Sonia Gandhi, formaður Kon-
gressflokksins á Indlandi, kom
hingað til lands um helgina í
boði Ólafs Ragnars Grímssonar,
forseta íslands. Gandhi átti fund
með Ólafi Ragnari á Bessastöðum
á laugardag. Hún sagði að fundi
loknum að Ólafur væri góður
vinur Indlands.
Á laugardag heimsótti Gandhi
Árnastofnun, þar sem hún skoð-
aði handritin. Þá tók Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á
móti Gandhi og fylgdarliði í
Höfða og síðan sat hún kvöldverð
í boði forseta á Bessastöðum. í
gær heimsótti Gandhi Þingvelli
þar sem Ástríður Thorarensen,
eiginkona forsætisráðherra, tók
á móti henni. Nesjavellir, Svarts-
engi og Bláa lónið voru áfanga-
staðir Gandhi áður en hún hélt af
landi brott í gær. -aþ/kip
Sonia Gandhi á Bessastööum dv-mynd þök
Sonia Gandhi, formaöur Kongressflokksins á Indlandi, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og Dorrit Moussaieff.
Krónufall hagstjórn að kenna
- segir Steingrímur J. um ummæli Davíðs
„Ummæli Davíðs
um evruna eru eitt
af þvi fáa í þessu
viðtali sem ég get í
aðalatriöum tekiö
undir," segir Stein-
grímur J. Sigfús-
son, formaður
Vinstri hreyfingar-
innar - græns
framboðs. Davíð
Oddsson forsætis-
ráðherra segir í viðtali við Morg-
unblaðið um helgina að umræða
um að íslendingar taki upp evruna
sem gjaldmiðil eða tengist dollar-
anum eigi fullan rétt á sér við nú-
verandi aðstæður. Meginatriðið
sé þó að slíkt sé ekki lausn á
þeim skammtíma-
vanda sem íslenskt
efnahagslíf sé nú í.
„Hinn augljósi kostur
við að hafa sérstaka
mynt í landi sem hef-
ur sérstakan efnahag,
og um margt ólíkan
því sem gerist í ná-
grannaríkjunum, er
ef krónan lækkar, og
það er ekki út af ein-
hverri taugaveiklun,
er það væntanlega
vegna þess að það er í
samræmi við þaö
efnahagsástand sem
er í landinu."
„Það er ekkert óeöli-
Evran
Forsætisráöherra og formaöur VG sammála um aö
evran komi ekki í bráö þótt umræöan sé eölileg.
legt að umræðan komi upp þegar
krónan hríðfellur. Hitt er jafn ljóst
að fall krónunnar er afleiðing mis-
taka í hagstjóm en ekki tflvist
hennar sem sjálfstæðs gjaldmiðfls
að kenna. í öðru lagi er ekkert um
að ræða að við tökum upp evruna
nema með því að ganga jafnframt í
ESB, með kostum þess en þó fyrst
og fremst göllum. í þriðja lagi
kæmi slíkt aldrei til framkvæmda
fyrr en að mörgum árum liðnum,
þannig að se'm lausn á bráðavanda
i efnahagsmálum er slíkt tal út í
hött. Loks standa svo eftir allir
ókostir þess vegna sérstöðu ís-
lensks efnahagslifs og margs fleira
að taka upp evruna." -sbs
msxnsmmmm
Ráðherra til Færeyja
Geir H. Haarde
fjármálaráðherra og
eiginkona hans, Inga
Jóna Þórðardóttir,
fóru í gær í þriggja
daga opinbera heim-
sókn tfl Færeyja.
Heimsóknin er í boði
fjármálaráðherra
Færeyja og munu ráðherrahjónin
meðal annars hitta lögmann Færeyja.
Ráðherra heldur síðan til Oslóar þar
sem hann hittir fjármálaráðherra
Noregs.
585 brautskráðir
585 kandídatar voru brautskráðir
frá Háskóla íslands síðastliðinn laug-
ardag. Þá luku 53 nemendur viðbótar-
námi í raunvísindadeild og félagsvís-
indadeild og 10 diplómanámi. Af
kandídötum sem brautskráðust luku
52 meistaranámi sem er 33% aukning
miðað við júníútskrift síðasta árs. Af
þeim brautskráðust 12 nemar með
meistarapróf í sálfræði og eru það
fyrstu nemamir sem útskrifast með
slíkt próf frá Háskóla íslands.
Bólusetning hafin
Þessa dagana vinnur Landlæknis-
embættið að því að hefja bólusetningu
við heilahimnubólgu en mikið hefur
verið um sjúkdómstilfelli að undan-
fornu. Um 1,5 tilfelli hafa greinst á
mánuði og er tíðni heilahimnubólgu
meiri hér en annars staðar á Norður-
löndum.
Frí nettenging í lagi
Fjármálaeftirlitið hefur úrskurðað
að viðskiptabankarnir hafi ekki brotið
lög með þvi að bjóða fría nettengingu.
Samtök netveitna eru ekki sátt við
þessa niðurstöðu eftirlitsins og útiloka
ekki að leitað verði til dómstóla. RÚV
greindi frá.
Þórir til Kára
Þórir Haraldsson,
aðstoðarmaður hefl-
brigðis- og trygginga-
málaráðherra, hefur
sagt upp starfi sínu
og mun taka við nýju
starfi á lögfræðisviði
íslenskrar erfða-
greiningar. Hann
hefur fengið lausn frá störfum frá og
með næstu áramótum.
60% ánægð
Samkvæmt nýrri viðhorfskönnun
telja tæplega 60 prósent borgarbúa að
sú þjónusta sem þeir fá hjá borginni sé
mjög eða frekar góð. Einnig kom fram
að tæplega helmingur telur að borgar-
stjómin standi sig vel í starfi sínu.
mp<á
312 óhöpp
Lögregluembættunum á landinu
bárust alls 312 tilkynningar um um-
ferðaróhöpp tengd lausagöngu búfjár á
síðasta ári. Þetta kemur fram í frétta-
blaði Sjóvár-Almennra sem út kemur
á þriðjudag.
Hættur í Hafnarfirði
Ingvar Viktorsson,
bæjarfulltrúi og fyrr-
verandi bæjarstjóri í
Hafnarfirði, hefur
ákveðið að vfkja úr
bæjarráði. Jóna Dóra
Stefánsdóttir hefur
tekið sæti hans.
Ingvar hefur setið í
bæjarstjórn og bæjarráði frá 1986.
Bílvelta á Gjábakkavegi
Þrennt var flutt á slysadeild eftir að
bíll valt á Gjábakkavegi milli Gjá-
bakka og Laugarvatns um hádegið í
gær. Að sögn lögreglunnar á Selfossi
var fólkið flutt á Landspítalann í Foss-
vogi en ökumaðurinn er grunaður um
ölvun við akstur. Einn farþeginn hlaut
alvarlega innvortis áverka en öku-
maðurinn og hinn farþeginn vom
minna slasaðir. -MA