Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2001 DV 7 Fréttir v •'*,S 'V.l DV-MYND SKH Staðarvörður á Geysi Þessi viröulegi hundur rölti um bílastæðin hjá Geysi í Biskupstungum í gær eins og einhver staðarvörður en hann gaf sér þó tíma í smá uppstillingu fyrir Ijósmyndarann. Ferðahelgi fram undan: Karlmenn nota síður bílbelti Fram undan er mikil ferðahelgi. Það eru ófáir sem fara í ferðalag innanlands fyrstu helgina í júlí og er helgin ein mesta „umferðarhelgi" ársins. Um þessa helgi verða jafn- framt að jafnaði nokkur umferðar- slys. I fyrra slösuðust um 15 ein- staklingar í bílslysum fyrstu helg- ina í júlí. Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur gefið út skýrslu um banaslys í umferðinni árið 2000. Þar kemur fram að vanræksla á notkun bíl- belta er helsta ástæða þess að um- ferðarslys verða að banaslysum. Þannig notaðu 40% þeirra sem létu lifið í umferðarslysum í fyrra ekki belti. í skýrslunni kemur enn frem- ur fram að gögn síðastliðinna þriggja ára bendi til að 18 einstak- lingar sem létust í umferðarslysum hefðu lifað þau af og jafnvel sloppið með litla áverka, ef þeir hefðu verið í bílbeltum. Það vekur athygli að notkun bíl- belta er kynbundin og töluverður munur er á notkun kynjanna á bil- beltum. Um 60% kvenna notar bíl- belti en hlutfall karla er mun lægra. Innan við helmingur þeirra, eða um 40% notar bílbelti. Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknar- nefndar umferðarslysa, segir að- spurður að engar haldbærar skýr- ingar séu á þessum mun á bílbelta- notkun kynjanna. „Ég hef ekki skýringu á því hverju þetta sætir. Þó er enn kynslóð akandi sem gekk í gegnum í lögleiðingu beltanotkun- ar. Sumir atvinnubílstjórar og eldri bílstjórar, sérstaklega karlmenn, fundu bílbeltum ýmislegt til foráttu og töldu þau jafnvel verri. Það eim- ir að einhverju leyti enn af þessu hugarfari hjá eldra fólki,“ segir Ágúst. Ágúst ráðleggur vegfarendum að spenna beltin. „Það er fyrsta atriðið, syo er mikilvægt að gæta sin við framúrakstur. Þá ráðlegg ég fólki að passa sig á því að aka ekki þreytt, þreytan er lúmsk.“ -þor Vegurinn á milli Gullfoss og Geysis: Malbikaður næsta sumar - stórhættulegur, segir bílstjóri Feröamannaleiö Langflestir erlendir ferðamenn sem heimsækja Island leggja ieið sína að náttúruperlunum Gullfossi og Geysi. Biskupstungna- braut á milli Gull- foss og Geysis hef- ur löngum verið þyrnir í augum atvinnubílstjóra. Bundna slitlagið á veginum, sem sett var fyrir fjöl- mörgum árum, er svo mjótt að bUar geta með engu móti mæst; nema að setja annað hjólið út í veg- araxlirnar. Nú hefur verið ákveðið að laga veginn en vegfarendur verða að hafa biðlund í eitt ár til viðbótar. Viðgerð vegarins verður boðin út í þessari viku. „Við vitum að þessi vegur er langt frá því að vera nógu góður. Á sínum tíma var gripið til ódýrrar aðgerðar til að gera veginn skapleg- an. Við sjáum fram á að vegurinn verði unninn næsta vetur og ætti að verða fullbúinn í júlí að ári,“ segir Svanur G. Bjarnason, rekstrarstjóri. Vegagerðarinnar á Suðurlandi. „Það er betra seint én aldrei enda vegurinn stórhættulegur. Það er beinlínis hræðilegt að mæta bUum þarna. Margir bUstjórar vUja síður fara út af slitlaginu og þá sitja menn og horfa hver framan í annan,“ sagði bílstjóri hjá Kynnisferðum. -aþ Kærður fyrir að hafa dökkar plastfilmur í bílgluggum: Dómarinn skoöaði og sýknaði ökumanninn Lögreglan á Akranesi stöðvaði öku- mann í lok janúar fyrir að þekja fremri hliðarrúður i bíl sínum með dökkri plastfilmu. Ökumaðurinn, 34 ára, var beðinn að fjarlægja fiimurn- ar þegar hann kæmi heim tii sín í Reykjavík. „Ökumaður kvaðst hafa fulla heimild tU að vera með filmurn- ar og kvaðst ekki fjarlægja þær úr gluggum bifreiðarinnar nema að vera dæmdur til þess af dómara," segir í lögregluskýrslu um málið. „Ég tel þetta vera mér til öryggis að hafa þessar filmur innan á fremstu hliðarrúðum bifreiðarinnar. Nú er ég búinn að fá sent til mín sektarboð vegna þessa máls og vil ég mótmæla þessu og fer fram á að sektarboð þetta verði fellt niður,“ sagði bíleigandinn fyrir dómi og benti á að filmurnar drægju úr áhrifum sterks sólarljóss og væru þannig til öryggis. Hann sagði að fllmumar takmörkuðu ekki útsýni úr bifreiðinni. Dómari skoðaði bifreiðina að morgni 14. júní sl„ áður en aðalmeð- ferð hófst, ásamt ákærða og sakflytj- endum. „Ekki liggur fyrir mat eða fagleg skoðun á því hvort filmumar sem ákærði setti eða lét setja innan á fremstu hliðarrúður bifreiðar sinnar takmarka útsýn eða geta gert það. At- hugun dómara benti að hans dómi ekki til að svo væri,“ segir í dómsorð- um. Bíleigandinn var því sýknaður af kröfu lögreglunnar á Akranesi og heldur lituðu plastfilmunum í bíl sín- um. Ríkið borgar málskostnaðinn. -JBP Saklausar plastfilmur Anton Jóhannesson i gær við nýtegan Nissan Doublecab, árgerð 2000 - með litaðar plastfilmur sem héraðsdómur hefur dæmt löglegan búnað i bílum. Toyota Nissan Range Rover Ford Chevrolet Suzuki Cherokee JeepWillys Land Rover Musso Isuzu SE (D heimasíða : www.sinmet.isXaplast ALLT PLAST Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 Framlejðum brettakanta. sólskyggní og boddíhluti é flestar gerðir jeppa, einnig boddíhluti í vörubíla og vanbíla. Sársmiði og viðgerðir. Bretdd 80 sm. Dýpt 60 sm. Hæð 162.5 sm S-*- - ; Tegund 2740 Það þarf ekki mikið pláss fyrir heimaskrifstofuna frá SAUDER. Frábær lausn fyrir þá sem vilja vinna heirna við fyrsta flokks aðstæður. Til í fleiri útfærslum og litum. HU5GAGNAHOLLIN Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík, sfmi 510 8000, www.husgagnaholiin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.