Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Blaðsíða 24
36 MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2001 Tilvera DV Hefö og saga Sumarsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar ber heitið Hefð og saga. Þar getur að líta úrval verka eftir Sigurjón Ólafsson frá þrjátíu ára tímabili, 1930-60. Á sýningunni eru þrjátíu ljósmyndir og tuttugu og fjögur skúlptúrverk, bæði raunsæ portrett og abstraktverk, meðal annars verk sem ekki hafa verið sýnd opinberlega í fjóra áratugi. Sýningar ■ KIRKJA. ARKITEKTÚR. SKRÚÐI Sýningin Samræmd heildarmynd - Kirkja, arkitektúr, glerlist, skrúði stendur yfir í Fella- og Hólakirkju. Þar eru sýnd frumdrög að teikningum kirkjunnar, frumdrög vinnuteikningar og Ijósmyndir af vinnuferli glerlistaverkanna og skrúðans. Hönnuðir eru Leifur Breiöfjörð og Sigríöur Jóhannsdóttir. Sýningin stendur til 8. júlí og er opin alla virka daga kl. 10-16. ■ ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR OG ^VINTYRI Sumarsýning i sgrímssafns að Bergstaöastræti 4 í Reykjavík ber heitið íslenskar 'jóðsögur og ævintýri. Þar eru largar af frægustu þjóðsagna- , lyndum listamannsins. Einnig er 'innustofa hans, heimili og innbú lans til sýnis. ■ VÍKINGAR í BYGGÐASAFNI HAFNARFJARDAR Götulíf víkinganna í York og Blóðug vígaferli eru sumarsýningar Byggðasafns Hafnarfjaröar. Þar er endurgerö á götu í víkingaþorpi þar sem hægt er að sjá fólk við vinnu stna og hins vegar má sjá beinagrind og hauskúpur víkinga sem féllu í bardögum. Á sýningunni eru raunverulegar líkamsleifar sem geta valdiö óhug hjá viðkvæmum sálum. Sýningin er opin alla daga frá 13-17. ■ LIST FRÁ LIÐINNI ÖLD í LISTASAFNI ASI Svninein List frá iiðinni öld stendur yfir í Listasafni ASÍ. Þar eru öndvegisverk I eigu Listasafnsins. Litið er til fyrri hlutar síöustu aldar og sjónum meðal annars beint að yngri verkum frumherjanna. ■ SVIPIR LANPS OG SAGNA í ÁSMUNDARSAFNI Svning á verkum Asmundar Sveinssonar í Listasafni Reykjavíkur, Ásmundarsafni, heitir Sviplr lands og sagna. Þar eru verk sem spanna allan feril listamannsins. Sýningin er opin daglega frá 10-16. ■ 1461 PAGUR Á KJARVALSSTOÐUM I Mlðrými Kjarvalsstaöa er sýningin 1461 dagur. Þar sýnir Grétar Reynisson verkefni sem hann hefur unnið að frá 1. janúar 1977 og sér ekki fyrir endann á. Þetta er nefnilega vaxtarverkefni. ■ KRISTBERG Á AKUREYRI Verk Kristbergs O. Péturssonar eru sýnd í Ketilhúslnu á Akureyri um þessar mundir. Sýningin stendur til 8. júní. ■ ÞORRI í LÓNKOTI Þorri Hringsson ætlar að framlengja sýningu sína í Galleríi Sölva Helgasonar í Lónkoti til 7. júlí. Krár j PUNDURraEtTÍR Á GÁUKNÚM Dúndurfréttlr veröa aftur á sínum stað á Gaukl á Stöng í kvöld og færa okkur allt þetta helsta. ■ TRÚBBINN EINAR Trúbadorinn Einar Orn frá litla bænum Bolungar- vík ætlar aö trylla KR-inga á Rauða Ijóninu í kvöld. SJá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísi.ls Fókus 3 ára: TP* • •• * Fjor a Fókushátíð - líf færöist í Hljómskálagarðinn Hljómskálagaröurinn iðaði af lífi síðastliðinn fóstudag þegar vikurit- ið Fókus fagnaði þar þriggja ára af- mæli sínu. Nokkrar af fremstu hljómsveitum landsins tróðu upp af þessu tilefni og má þar nefna Jagú- ar, X Rottweilerhunda og í svörtum fótum. Einnig tók misheppnaði kyn- skiptingurinn Hedwig tvö lög fyrir gesti og var fagnað ógurlega að söng loknum. Leiktæki stóðu yngstu kyn- slóðinni til boða og voru langar rað- ir í þau fram eftir kvöldi. Þeir sem vildu fá meiri útrás og adrenalín- flæði í líkamann gátu skellt sér í teygjustökk og nýttu margir sér það tækifæri. Hápunktur kvöldsins var þó valið á Herra Fókus. Um þá eftir- sóttu nafnbót kepptu fimm vaskir sveinar sem voru hver öðrum þokkafyllri og átti dómnefnd því svo sannarlega úr vöndu að ráða. Knattspyrnukarlar Keppt var í svokölluöu „Human Table" í Hljómskálagaröinum á föstudaginn en sá leikur likist risa- vöxnu fótboltaspili meö lifandi leik- mönnum. Veiðidans Einn keppenda í Herra Fókus stíg- ur nokkur eggjandi dansspor áhorfendum til mikillar gleöi. DV-MYND EINAR J. Hedwig í ham Kynskiptingurinn misheppnaði, Hedwig, flutti tvö lög úr samnefnd- um söngleik. UllgL Ug ICIhUI 9CI Gestir afmælishátíðar Fókuss voru á öllum aldri. Þessir tveir piltar tókust á um hvor ætti aö fara fyrst í hoppkastalann. Fylgst með Herra Fókus Jafnt stelpur sem strákar fylgdust af áhuga meö Herra Fókus og létu álit sitt á keppendum óspart í Ijós. X Rottweilerhundar Þaö ríkti engin lognmolla í kringum rappsveitina X Rottweilerhunda frekar en fyrri daginn. I lokalaginu djammaöi fönksveitin Jagúar meö þeim pilt- um og hefur annar eins samhljómur aldrei heyrst á Islandi. Hálf öld frá 29. júní 1951: íþróttaafreka minnst Föstudagsins 29. júni 1951 verður lengi minnst af íþróttaáhugamönn- um en þann dag unnu íslenskir íþróttamenn mikil afrek. Ekki var nóg með að íslenska landsliðið í knattspymu ynni sigur á sænska landsliðinu heldur unnu íslenskir frjálsíþróttamenn einnig glæsta sigra á norskum og dönskum frænd- um sínum. Á föstudaginn var liðin nákvæmlega hálf öld frá þessum mikla dýrðardegi í íslenskri íþrótta- sögu og af því tilefni komu gamlar íþróttakempur saman og minntust liðinna stunda. Dagskráin hófst með athöfn i Neskirkju þar sem látinna félaga var minnst en síðan var geng- ið fylktu liði yfir á Hótel Sögu þar sem snæddur var hátíðarkvöldverð- ur og hetjurnar heiðraðar. Gamlar kempur Hluti landsliös íslands í knattspyrnu áriö 1951 stillir sér upp til mynda- töku í kvöldsólinni. Fram, fram fylking Að lokinni athöfn í Neskirkju var gengiö undir fánum til kvöldveröar á Hótel Sögu. Ráðherra íþróttamála Menntamálaráöherra heiöraöi íþróttahetjurnar meö nærveru sinni. Hér er hann ásamt eigin- konu sinni, Rut Ingólfsdóttur tónlistarmanni, og Ellerti B. Schram, forseta íþróttasambands ís- lands, eftir athöfnina í Neskirkju. Sjá mátti fána og merki hinna ýmsu íþróttafélaga i göngunni Hér er fáni Knattspyrnufélags Reykjavíkur bor- inn í hús. Ellert B. Schram fylgist meö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.