Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2001 MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2001 27 Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiS DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Rltstjórn: dvritst@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dvdreif@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Fólk ogfordómar Kynþáttahatur er einhver aumasta mynd sem til er af manneskju. Þaö er skilgetið afkvæmi hroka og leti, en það eru tvær af leiðinlegustu eigindum mannfólksins. Heimsk- ir hreykja sér gjama hátt og engir fara þar hærra en kyn- þáttahatarar sem telja sér fært að dæma fólk og þjóðir í krafti þess eins sem litaraft þeirra er. í reynd er erfitt að átta sig á innviðum þessa fólks sem fer einatt saman í hóp- um með hnefann á lofti og gubbar út úr sér vitleysunni. En galið er það. Lengi vel hafa íslendingar talið sér trú um að kynþátta- hatur þrífist ekki á íslandi. Þeir hafa gengið út frá því sem vísu að hér á landi búi fólk með betra geðslag en gengur og gerist úti í heimi. Gestrisni landans sé við brugðið og hvergi á kringlunni sé að finna meira og betra vinarþel í samskiptum fólks en hér á landi. Þetta er rómantísk mynd og hvergi til nema í hugum fólks. íslendingar eru jafh gall- aðir og annað fólk og gefa ekkert eftir í kynþáttahatri og villimennsku þegar á reynir. Vel má vera að mörgum dagfarsprúðum manninum hafi brugðið við þau tíðindi síðustu vikna sem hafa verið að birtast á síðum blaðanna. Vel má vera að margir leiði þær fréttir hjá sér og haldi enn í þá fögru veröld sem þeir hafa alið innra með sér. Veruleikinn er hins vegar æði ljótur þegar að er gáð. Fólki frá öðrum menningarsvæðum en Evrópu og norðanverðri Ameríku er tekið illa á ís- landi, einkanlega dökku fólki frá Afríku og Asíu, sem taldi sig vera komið í fagurt lýðræði á friðsamri eyju. Fertugur íslendingur, Þráinn Stefánsson, sagði sína sögu í síðasta Helgarblaði DV. Lýsingar hans eru sláandi. Við lesturinn er ekki laust við að lesandinn skammist sín fyrir að vera íslendingur. Þráinn, sem hefur verið giftur tailenskri konu í 12 ár og á með henni eitt bam, segir birt- ingarmyndir kynþáttahatursins á íslandi vera margar. Og sist hafi dregið úr þessu ofbeldi síðustu árin. Þráinn bendir á kerfið. Hann segir að fólki eins og konu sinni reynist erfitt að að takast á við kerfið á íslandi. Fólk- ið fái alls ekki sömu þjónustu og hvítir íslendingar í opin- bemm stofnunum. Hann bendir sérstaklega á tvær stofn- anir, Tryggingastofnun ríkisins og Útlendingaeftirlitið. Á þessum stöðum sé skýrt áhugaleysi á að afgreiða þetta fólk og hjálpa því. Útlendingaeftirlitið sé sýnu verst; þar sé augljóslega reynt með flóknu skrifræði að gera útlend- ingum eins erfitt fyrir og hægt er. Hér talar engin nefnd eða ráð. Hér talar maður sem þekkir vandann af eigin raun. Hann nefnir ömurlega dæmisögu - og því miður sanna - af viðskiptum konu kunningja síns við Vinnumálaskrifstofuna. Hún hafði um langt skeið freistað þess að fá bróður sinn frá Taílandi til íslands, en hér á landi beið hans örugg vinna. í einni af mörgum ferðum konunnar á Vinnumálaskrifstofuna sagði islensk kynsystir hennar - fulltrúi ríkisins - á bak við glerið að „við viljum nú ekkert fá svona fólk hingað“. Um 400-500 Taílendingar búa á íslandi. Fólk frá Filipps- eyjum er hér enn fjölmennara. Fjöldi þjóðarbrota er um- talsverður á íslandi og líklegt er talið að innflytjendur á íslandi skipti þúsundum. íslendingar búast ekki við köld- um viðtökum í útlöndum. Þeir íslendingar sem setjast að i útlöndum eru stoltir af að halda hópinn og viðhalda móð- urmáli sínu. Þeir eiga ekki von á því að verða fyrir aðsúg í miðborg. Þeir telja sig hólpna. Eðlilega, enda eiga allir skilið þau sjálfsögðu réttindi að vera lausir undan ótta. Sigmundur Ernir DV Skoðun Utstöðvar heimilanna Bílar eru mörgum okkar afar kærir. Flestum þykir vænt um að komast erinda sinna i fallegum, heitum og gangkátum bíl. Ekki má gleyma því að margir stefna að því að greiða allt að verði smáíbúðar fyrir bílinn, svo ljóst er að menn telja mikið á sig leggjandi til að geta verið ánægðir með bílinn sinn. Hann er í senn andlit fjöl- skyldunnar og iðulega eina afdrep þeirra meðlima sem hafa aðgang að honum. - Að- göngumiði ungdómsins inn í neyslugleðskapinn svo og skjól og stolt hins þreytta húsbónda, flóttatæki þreyttrar móður á leið í saumaklúbb seint og um síðir og vettvangur sam- ræðna við yngstu bömin. Bíllinn er líka orðinn eitt þýðingar- mesta sameiginlega rými fjölskyldu - hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þegar svo við þetta allt bættist að geta með einfóldum hætti fjarstýrt bæði vinnu og heimili akandi á milli staða meö lítið símtæki í hendinni - þá hefur billinn loks ratað í það hásæti hugans sem hann á skilið. - Tekið á sig það hlutverk að vera, líkt og sumarbústað- ur, útstöð heimilisins. Sigfrídur Björnsdóttir tónlistarkennari Innrás í útstöð Það er því töluverð innrás í hvert skipti sem með til- skipunum eða lögum mönn- um eru settar reglur eða skorður um það hvað má gera í bílum og hvað ekki. Það tók marga langan tíma að sætta sig við jafnskynsam- lega tilskipun eins og þá að keyra með öryggisbelti. Og nú er komin önnur tilskipun. Vegna slysahættu á nú að _____ banna mönnum að tala í far- ” síma í bíl nema að viðkom- andi sé með handfrjálsan búnað. Allir sem hafa prófað að keyra með síma við höndina vita hvenær hann er varhugaverðastur. Það er þegar hann hringir ofan í töskunni í farþegasæt- inu og þú ferð að berjast við að finna hann og svara í miðri eftirmið- dagsösinni. Eða þegar þú vilt vita hver er að hringja áður en þú svarar og þarft því að líta hratt en örugglega nið- ur þar sem örlítið númerið birtist á skjánum. Síminn er hættulegur þegar þú ert að rétta hann félögunum í aftursætin- um sem líka vilja tala við þann sem er á hinum endanum. Hann er þó ekki síst hættulegur þegar þú hefur ákveð- „Ekki má gleyma því að margir stefna að því að greiða allt að verði smáíbúðar fyrir bílinn, svo Ijóst er að menn telja mikið á sig leggjandi til að geta verið ánœgðir með bílinn sinn. Hann er í senn andlit fjölskyldunnar og iðulega eina afdrep þeirra meðlima sem hafa aðgang að honum. “ ið að hringja og þarft að velja númer- ið með öðru auganu og annarri hönd- inni. Erfið löggæsla - talsvert rugl Þetta takmarkaða bann tekur aðeins á hluta þess vanda sem annars hugar keyrsla skapar. Margir borða og drekka í bil og það verður ekki gert nema að nota til þess hendurnar. Nánast allir bílstjórar hlusta á útvarp eða afspilun tónlistar í bílnum og þurfa iðulega að stilla og leita til að finna hvað þeim lík- ar. Margir keyra enn beinskipta bíla og hafa það fyrir sið að keyra með aðra hönd á gírstönginni. Einstaka maður reykir jafnvel enn þá í bílnum sínum. Mæður þurfa iðulega að sinna börnum sínum akandi á fullri ferð, snuðin og pelarnir eiga það til að fara á flakk og þurfa að komast hratt til síns heima. Þær hættur sem skapast af því að keyra með hálfum huga og aðra hönd á stýri verða aldrei yfirstignar. Það verður aldrei hægt að banna þetta allt. Og að banna bara sumt er uppskrift að erfiðri löggæslu og tölu- verðu rugli. Handfrjáls tæki leysa of lít- ið til þess að það taki því fyrir löggæslu að fylgja þessu eftir. Þessi leið sem menn reyna núna er tilgerðarleg og grefur undan almennri trú á löggjafann og um leið hlýðni við hann.Hvemig væri að horfast í augu við mikilvægi þess að þynna umferðina með mark- vissri uppbyggingu almenningssam- gangna og svo sómasamlegri löggæslu vegna hraðakstursbrota? Að lokum skal þess getið, að á undir- ritaða hefur einu sinni verið ekið með slæmum afleiðingum. Ökumaður bíls- ins hafði misst kassettu í gólfið og var að ná í hana þegarslysið varð. - Bílpróf hans var vikugamalt. Sigfríður Björnsdóttir Arðsemi Kárahnjúkavirkjunar Guðmundur Ólafsson hagfræðiiektor sem sýndi fram á að Fljótsdalsvirkjun stæðist ekki lágmarkskröfur um arð- semi, sýnir i Mbl. 16. júni, að „Kára- hnjúkavirkjun hljóti að vera einhver arðsamasti virkjunarkostur sem Islend- ingum getur boðist“. Lítuin betur á þessa einföldu reikninga hans og for- sendur þeirra. Tölur eru í centum (krónum þ.e. tölur Landsvirkjunar 31. des. 2000 eru umreiknaðar í dollara (84,7 kr/$) og hann siöan reiknaður sem 100 kr. Neikvætt eigið fé 1. forsenda: Kárahnjúkavirkjun sem skilar 4890 Gwh/ári kostar 107 Gkr. (þ.e. milljarða) Það þýðir þá 21,85 kr/kwh/ári. Framleiðsla Landsvirkjunar er nú 6300 Gwh/ári, mest til stóriðju og til þess hefur hún fjárfest 234 Gkr. Það þýðir 37,10 kr/kwh/ári. Að Kára- hnjúkavirkjun sé næstum helmingi ódýrari en aðrar stóriðjuvirkjanir kemur ekki til greina. Annaðhvort er byggingarkostnaður hennar stórlega vanmetinn eða þá að fjárfestingar og þá sérstaklega eigið fé Lands- virkjunar er stórlega ofmet- ið. Á meðalvirkjanaverði kostar Kárahnjúkavirkjun 181 milljarð króna. Á Kára- hnjúkaverði er stofnkostn- aður Landsvirkjunar 138 milljarðar. Að frádregnum afskriftum og skuldum verð- ur eigið fé hennar þá nei- kvætt um 13,5 milljarða króna. 2. forsenda. Rekstrarkostnaður er 1,07 milljarðar: Rekstrarkostnaður Landsvirkjunar var á síðasta ári, fyrir utan orkukaup, 3,46 Gkr þar af 2,19 Gkr í launakostnað. Samkvæmt stærðar- hlutfóllum gerir það 2,69 Gkr fyrir Kárahnjúkavirkum, þar af 1,70 Gkr i launakostnaö. Landsvirkjun er vaxandi bákn og sú stefna að stóriðjan eigi bara að borga laun vaktmannsins í virkjun- inni, og almenningsveiturnar allt hitt er óásættanleg. Er þörf á vaxtagreiðslum? 3. forsenda: Ávöxtunarkrafa iðnaðar- ráðherra, sett fram á Alþingi 21.12.1999 er 5,5%. Raunvaxtakostnaður Landsvirkjunar árið 2000 var 6,6 %. - 4. forsenda: Afborgan- ir af lánum eru óþarfar. Þótt hægt sé að komast hjá afborg- -unum með því að taka ný lán kemur samt að skuldadögun- um. Á þessu ári verða afborg- anir Landsvirkjunar 16.225 Gkr en nýjar lántökur eru sjálfsagt enn meiri. - Er nokk- ur þörf á að greiða vexti? Það er lika hægt með velta vaxtasnjóboltamun í hundrað ár með endurfjármögnun. Reyndar varla vit í öðru sam- kvæmt núvirðisbull- reikningum ef ávöxt- unarkrafan er hærri en lánsvextirnir. 5. forsenda: Engin ástæða er til að af- skrifa neitt. Bókfærð eiginfjárstaða Lands- virkjunar er nægilega góð (40 Gkr.) til að af- skrifa 107 Gkr eign í 17 ár. Eftir það verður eiginfjárstaðan nei- kvæð og fyrirtækið gjaldþrota ef ekkert kemur inn nema fyrir vöxtum og rekstrar- kostnaði. Það á ekki að geta fengið að rúlla lánunum lengur áfram. Landsvirkjun hefur heldur engan RÉTT til að fóma eig- in fé sínu í Kára- hnjúkavirkjun. Það væri þjófnaður frá eigendum Landsvirkj- unar. Landsvirkjun hefur engan rétt til að selja rafork- una fyrir neitt minna en full- um vaxta- og afskriftakostn- aði. Afskriftir Landsvirkjun- ar árið 2000 voru 5,3 Gkr sem þýðir 2,43 milljarða fyrir Kárahnjúkavirkjun, þ.e. ef hún kostar ekki nema 107 Gkr. Kannski óverðtryggt rafmagnsverð? 6. forsenda: Opinber kostn- aður er enginn. - Sægreifar greiða fullt kvótaverð í fórnarkostnað fyrir aðganginn að fiskimiðunum sem þeir gætu selt öðrum, en Landsvirkjun gengur frítt í íslenskar auðlindir og greiðir alls ekkert til samfélagsins! Rétt- lætiskrafa er að þau fyrirtæki sem vilja sækja í orkuauðlindina greiði eiganda hennar markaðsverð (vonandi nokkrar kr/kwh) fyrir aðganginn. 7. forsenda: Annar útlagður kostnað- ur er enginn. Þar með talið viðhald virkjananna, fjármagnskostnaður á byggingartíma, áhætta og gengislækk- un dollarans, samningakostnaður, o.s.frv. 8. forsenda: Verðið fyrir rafmagnið er 1,6 kr/kwh - Kannski óverðtryggt eins og upphaflegi 25 aura/kwh samningur- inn við ísal? Verðið sem Landsvirkjun fékk fyrir stóriðjurafmagnið á síðasta ári var 1,2 kr/kwh. Forsendurnar eru sem sagt allar vit- lausar þ.e. of bjartsýnar nema sú 6. - En þörf er á að líta betur á reikningana og síðustu forsenduna, að fórnarkostnað- urinn sé minni en 1 Gkr. - Það verður gert í annarri grein. Einar Júliusson „Að Kárahnjúkavirkjun sé næstum helmingi ódýrari en aðrar stóriðjuvirkjanir kemur ekki til greina. Annað- hvort er byggingarkostnaður hennar stórlega vanmetinn eða þá að fjárfestingar og þá sérstaklega eigið fé Lands- virkjunar er stórlega ofmetið. “ Þrjár slæmar helgar „Ég vil... biðja fólk að dusta að- eins rykið af „harða diskinum" og rifja það upp í huganum hvernig ástandið var í mið- borginni áður en afgreiðslutimi veitingahúsanna var lengdur. Þá voru veitingahúsin tæmd og rýmd á hverjum fóstudegi og á hverjum laugardegi kl. 03.00. Við það skapaðist neyðarástand um hverja helgi. Núna erum við að tala um þrjár slæmar helgar á ári. Það er þegar samræmdu prófum 10. bekkjar grunnskóla lýkur, í kring- um 17. júní og í upphafi skólaárs að hausti. Þessar uppákomur hafa ekk- ert með afgreiðslutíma veitingahúsa að gera.“ Óskar Bergsson á Hrifla.is. Niðursveifla fylgir uppsveiflu „Ekkert þróað ríki hefur sloppið við hagsveiflur svo vitað sé. Niður- sveifla fylgir ávallt í kjölfar upp- sveiflu og einhverjir sem hafa spennt bogann of hátt eða tóku rangar ákvarðanir munu tapa og jafnvel verða gjaldþrota. Slíkt er óumflýjanlegt í frjálsum markaðs- hagkerfum. Þaö sem skiptir hins vegar mestu máli er aö aðstæður og verðhlutfóll í samfélaginu snúist svo snögglega á einni nóttu að hóp- ar fólks eða fyrirtækja, sem annars hefðu lifað við góð efni, lendi í vandræðum. Það er einmitt þessi hætta sem gengisfall krónunnar getur skapað.“ í leiöara Viðskiptablaösins. Ómar Garðarsson, bladamadur í Vestmannaeyjum. Góð samvinna hagur beggja „Eftir að hafa verið í Færeyj- um og kynnt mér þar stöðu sjálf- stæðismála þá hef ég fulla trú á því aö Færeyingar gætu vel spjarað sig sem sjálfstæð þjóð. Því eigum við að leggja þeim lið því ég tel að hagur beggja þessara bræðraþjóða sé sá aö góð samvinna takist, það er í heimi þar sem samkeppni og alþjóðhyggja fer vax- andi á öllum sviðum. Færeyingar horfa mjög hing- að til lands hvaö varðar þeirra sjálfstæðisbaráttu, við sjálf börðumst lengi fyrir því að komast undan Dönum eins og Færeyingar eru að gera nú. Af þessari reynslu eigum við að miðla - og það að okkur hafi tekist að halda sjálfstæðinu í 57 ár er Færeyingum hvatning í sinni baráttu." Kristrún Heimisdóttir lögfrœdingur. Fœreyingar hafa réttinn „íslenskt hugvit hefur þegar verið lagt til þessarar baráttu með framlagi þeirra Guðmund- ar Alfreðssonar þjóðréttarfræðings og Sigurðar Líndal lagaprófesors. íslendingum ber að styðja smáþjóðina Færeyinga í þessari baráttu, vitandi aö við sjálf erum eitt smæsta fullvalda ríki með aðild að samfélagi þjóðanna. Því eigum við meira sameiginlegt með Færeyingum en íslend- ingar eru allajafna meðvitaðir um. Ég tel að Færeyingar hafi þjóðréttarlegan rétt til að fá sjálfstæði en hvort af þvi verður veltur væntan- lega á vilja almennings í Færeyjum sem og vafa- laust efnahagslegum forsendum líka.“ Björgvin G. Sigurðsson, framkvœmdastjóri Samfylkingar. Sýna samstöðu og ráða heilt „Já, það eigum við að gera með ráð og dáð. Færeyingar eru eins og við litil og stolt eyþjóð sem margt tengir okkur við. Úpp- runi og saga þjóðanna eru um margt lík og sé það vilji þeirra að brjótast undan veldi Dana og öðlast fullt sjálfstæði eigum við að standa með þeim í því eins og kostur er. Við höfum áður og oft sýnt frum- kvæði í því að sýna samstöðu með þjóðum sem eru að sækja sjálfstæði sitt og það eigum við áfram að gera. Heimsókn forseta íslands til Færeyja skiptir miklu máli í því sambandi. Hvort heldur það er að tala máli þeirra út á við eða ráða þeim heilt og miðla af okkar reynslu frá því að við börðumst frækilega fyrir okkar dýrmæta sjálfstæði." Ragnar Stefánsson jarðskjálftafrœdingur. Standa sterkir á bak við kröfiina „Við eigum að leggja lið öllum þeim sem vilja móta sitt líf og lífs- hætti sjálfir. Þetta er oft erfitt skref að stiga og því getur stuðn- ingur þjóðar eins og Islendinga, sem nýlega hafa gengið í gegnum þetta, veriö afskaplega mikils virði. Kröfur Færeyinga hafa verið m.a. þær að efnahagsleg tengsl við Dani veröi ekki slitin í bráð að fullu þótt pólitískt sjálfstæði fáist. Ég held að slikt sé mikilvægt því þessi efnahagslegu tengsl hafa mótað stöðu mála í Færeyjum mikið. Mér þótti afar merkilegt að heyra í fréttum í sl. föstudag að Fær- eyingar vilja afsala sér hluta af Qárstuðningi Dana nú þegar sem sýnir vel hvað þeir - þrátt fyrir allt - standa sterkir á bak við sjálfstæðiskröfu sína.“ Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var í síðustu viku í opinberri heimsókn í Færeyjum. Háaloftið Vestast í vesturbænum Ef heldur sem horfir þarf ekki að spyrja hvort íþrótta- bandalag Akaness verði eitt Reykjavíkurliðanna í fót- boltanum heldur hvenær. KR hefur til þessa verið hið eina og sanna vesturbæjar- lið og er búið að takmarka Gróttu við Seltjamarnes og setti sjálfstæði þess bæjarfé- lags gróflega ofan þegar KR hirti bestu fótboltastrákana þar. En nú eru blikur á lofti hjá liði sannra vesturbæ- inga og óvist um veldi þeirra. Reykjavík og Akranes eru í trúlofunarhugleiðingum og getur svo farið í fyllingu tímans að Skaginn verði vestast í vesturbænum. Orkuveitur bæjanna hafa þegar ruglað saman reytum sínum og fleira er í bigerð. Verkalýðsfélögin eru komin á rekspöl með að samein- ast og verið er að hyggja að sameig- inlegu samgöngukerfi kauptúnsins fyrir vestan og þorpaþyrpingannar víðfemu sem talin er vera höfuðborg lýðveldisins. Auk þess að teygja Reykjavík upp á afrétti Mosfellinga er byggðin að þróast í norður- og vesturátt. Innlimun Kjalamess og Hvalfjarðarganga eru forsendur þess að Skaginn verði eitt af fjölmörgum úthverfum Reykjavíkurborgar. Einu sinni stóð til að sameina Kópavog og Reykjavik. En nokkrir aulabárðar sem töldu sig missa tíma- bundin völd og áhrif í hreppsnefnd- inni komu i veg fyrir þau áform. Þótt íbúar beggja sveitarfélaganna eigi flest sameiginlegt og meinlítið sé á milli þeirra leika stjórnendurnir valdatafl sem er flestum til ama. Þvergirðingsháttur þeirra þegar Fossvogsbrautin var á dagskrá er þvi miður ekki dæmafá, en vald- hroki á báða bóga var öllum ljós. Fleira mætti tína til en er óþarfi í stuttum pistli. En spyrja má hvenær næststærsta sveitarfélagið verði svo burðugt að geta jarðað sína eigin ibúa þegar strikaö verður yfir þá í útsvarsskránni. Útþenslustefna Útþenslustefna Reykjavíkur á sér lítil takmörk. Keypt eru lönd á Reykjanesi, uppi á Hellisheiði og hitaveita Þorlákshafnar er gleypt eins og kleina með morgunkafTmu. Á Kjalamesi komst borgin yfir Esju- skriður og veðurlag sem veldur stór- tiðindum á hverju ári þegar bílar og annað lausafé ásamt fasteignum fjúka út i veður og vind. Ekki er fært í úthverfið Kjalames nema gegnum Mosfellsbæ. En þótt ekki sé hægt að semja við Kópavog um Fossvogsdalinn né neina tilhliðran varðandi önnur landamörk er auðvelt að kaupa lönd og færa Reykja- víkurveldið út í austur og vestur og er erfitt að sjá hvar verður látið staðar numið, ef nokkurs staðar. En samtimis því að höf- uðborgin leggur undir sig lönd og auðlindir i öðrum hreppum, gerir Alþingi sér lítið fyrir og skiptir borg- inni í tvö kjördæmi og spyr ekki einu sinni borgarstjórn um hvernig henni lítist á þá breyttu tilhögun og enn síður hvernig kjördæmin eiga að vera í laginu. En löggjafmn sann- aði enn einu sinni sérstæða ást sína á lýðræðinu þegar samþykkt var að breyta kjördæmaskipaninni án þess að nokkur umræða færi fram annars staðar í þjóðfélaginu. En lýðræðið skiptir ekki miklu máli og ekkert kærðu íbúar Reykjavikur sig um að hafa skoðun eða áhrif á sameiningu borgarinnar og Kjalarneshrepps þegar um var kosið. 10% bæjarbúa mættu á kjör- stað. Ekki er nema von að pólitíkus- ar fari sínu fram þegar atkvæði þeirra kæra sig kollótt um allar þeirra athafnir. Drelfbýlið Reykjavík Reykjavík er orðin eitt mesta land- búnaðarhérað landsins. Svína- og kjúklingaræktin á Kjalarnesi er meiri að vöxtum en hefðbundin bú- vöruframleiðsla í grónum sveitum. En nú er Reykjavíkurvaldið farið að líta orkuframleiöslu og stóriöju handan Hvalfiarðar hýru auga. Þeg- ar Kópavogur stöðvar alla framrás í suður í miðjum Fossvogi er ekki um annað að ræða en aö leggja undir sig lönd í aðrar áttir. Þeim mun meira sem forráðafólk höfuðborgarinnar tala um þéttingu byggðar, því meiri áhersla er lögð á að dreifa henni sem mest og er fram- rásin í áttina upp á Mosfellsheiði og upp í Hvalfjörð og yfir hann dæmi- gerð fyrir dreifbýlisstefnu sjálfrar höfuðborgarinnar. Sólarlagið í Ánanaustum, sem Tómas kvað um, er ekki nema svip- ur hjá sjón því nú skyggja olíusölur og sorpstöðvar á útsýnið vestur yfir Flóann. Enda er ástarbrautin gamla löngu hætt að vera vestast í vestur- bænum og hver veit nema Akranes taki við vesturbæjarhlutverkinu fyrr en varir. Það er þó huggun að strák- arnir þar eru ekki síðri í fótbolta en KR-ingarnir. Reykjvíkurvaldið teygir anga sína sífellt lengra í vest- * ur og liggja bœjarmörkin þar við Hvalfjörð. Nú eru Reykvikingar og Skagamenn famir að rugla saman reytum, sem vel getur orðið að nánari kynnum. KR- ingar geta allt eins vaknað upp við það einhvem morg- uninn að vera ekki lengur vestast í vesturbœnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.