Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2001 Fréttir I>V Matvöruverð hækkar eftir því sem austar dregur á Suðurlandi: Ein dýrasta mat- vöruverslun í heimi - segir formaður verkalýðsfélagsins í Vík í Mýrdal eftir verðkönnun í bænum DV, SUDURLANDI:______________________ „Eg ákvað í framhaldi af verð- könnuninni sem var tekin á Selfossi og birtist í DV á fimmtudaginn að bera saman verðlagið í verslun Kaupáss hf„ Kjarval, hér í Vik við niðurstöðu könnunarinnar á Sel- fossi. Með þeim samanburði stað- festist grunur minn um að hér væri verðlag talsvert hærra en á Sel- fossi,“ sagði Eiríkur Tryggvi Ást- þórsson, íbúi í Vík í Mýrdal. Eirík- ur sem er formaður verkalýðsfélags- ins Víkings segir aö sér hafi í raun ekki komið verulega á óvart sá verðmunur sem hann uppgötvaði í könnun sinni. „En aö verðlagið hér væri 16 prósentum yftr meðalverð- inu á Selfossi finnst mér einum of,“ sagöi Eiríkur. Hann segist ekki get- að fundið tilheyrandi skýringu á verðmuninum. „Fjarlægðirnar eru tæplega það sem getur réttlætt þetta. Það getur ekki verið að vörur þurfi aö hækka þetta mikið þó aö DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Dýr aðföng Eiríki Tryggva Ástþórssyni, verkalýös- foringja í Vík í Mýrdal, blöskrar verö- lagningin á lífsnauösynjum í sínum heimabæ. Verölagiö er enn dýrara en f dýrustu búöinni á Selfossi. þær séu fluttar hér á milli sýslna á Suðurlandi," sagði Eiríkur. 50% hærra verð Innkaupakarfan í Vikinni kostaði 5.173 krónur. Það er 229 krónum hærra en dýrasta karfan kostaði í KÁ á Selfossi. Verðmunurinn milli Kjarval í Vík og í Bónuss á Selfossi er hins vegar 1.796 krónur eða 49,6%. I verðkönnun Eiríks studdist hann við körfu DV í verðkönnun- inni á Selfossi. Af þeim 15 tegund- um sem voru í körfunni reyndust aðeins tvær ódýrari í Víkinni en hæsta verð á Selfossi, rauö paprika og agúrka. Þrjár vörutegundir voru jafndýrar og hæsta verð, bananar, tómatar og kókómjólk. Það eru því tíu tegundir sem eru dýrastar í Kjarval í Vík, samanborið við versl- anir á Selfossi. Ef aðeins eru teknar dýrustu vörutegundirnar á Selfossi er karfan í Vík samt 111 krónum dýrari en það samansafn. Sjá töflu. “Fyrst að verðlag á íslandi er það hæsta í Evrópu, miðað við nýgerða könnun, þá hlýtur það vöruverð sem við búum við hér í Víkinni að vera eitt það hæsta í veröldinni.og því miður endurspeglar það ekki það launaumhverfl sem við búum við hér í Mýrdalnum," sagði Eirík- ur Tryggvi Ástþórsson, verkalýðs- leiðtogi í Vík i Mýrdal að lokum. NH Vík Self. lægst Self. hæst °Maraþon-color 712 499 676 kr. °1 kg rauð paprika 849 539 898 °Gunnars-majo. 250 g 98 kr. 67 88 °Bananar1 kg 225 kr. 49 225 “Tómatar 1 kg 498 kr. 169 498 “Agúrkur1 kg 398 kr. 239 399 “Maxvell-kaffi, 500 gr 429 kr 329 409 °0ra-fiskbollur, heild. 312 kr 195 279 °Royal-lyftiduft í dós 338 kr. 243 314 “Camembert-ostur 289 kr. 221 279 °Létt og laggott 185 kr. 155 179 °1 I mjólk 82 kr. 73 81 °2 I kók 220 kr 183 219 °Kókómjólk 250 ml 59 kr 41 59 “Cocoa puffs 553 g 479 kr. 335 459 °Samtals karfa: 5.173 3.437 5.062 Raforkuframleiðsla að hefjast í Súgandafirði: Raforkubændur reisa stöðvarhúsið DV, SUDUREYRI:______________________ Bændurnir í Botni II og Birkihlíð í Súgandafirði hafa unnið að þvi nú um nokkurt skeið að koma upp vatnsaflsvirkjun á landi sínu. Fram- kvæmdir hófust í vor og er nú unn- ið að því að reisa stöðvarhúsið. Virkjunin mun framleiða 230-500 kilówött af rafmagni eftir árstíðum. Þegar hefur verið gengið frá sölu á rafmagninu til Orkubús Vestfjarða. Fyrir skömmu kom færeyska flutn- ingaskipið Skandia með rör frá Sandevik í Noregi til virkjunarinn- ar. Um er að ræða um tvo kílómetra af rörum úr trefjaplasti og mesta flutningsgeta um 500 sekúndulítrar. Stofnað hefur verið einkahlutafé- lag um virkjunina. Birkir í Birkihlíð segir vonir standa til að hægt verði að fram- leiða rafmagn öðru hvoru megin við áramótin. „Við erum fullir bjartsýni þrátt fyrir það að gengið hafi fallið verulega undanfarið sem raskar að sjálfsögðu öllum arðsemisútreikn- ingum. Ég tel að víðar séu tækifæri til að virkja hagkvæmt á Vestfjörð- um.“ -VH DV MYND VALDIMAR HREIÐARSSON. Rörin komin Bræöurnir Björn og Svavar Birkissynir taka á móti rörunum sem fara í aðveitulögn til virkjunarinnar. Háskóli íslands bregst við nýrri aðalnámsskrá: Inntökuskilyrði í endurskoðun 7 in 'i 'i <* <it <s ,n " n n 1111 n 11« j -TfWtt’nTTfK TivviMPRrr i Inntökuskilyröi tll skoöunar Vinna stenduryfir í Háskóla íslands viö skilgreiningar á inntökuskilyröum til samræmis viö nýja aöalnámsskrá í framhaldsskólum landsins. Nú er unniö að því í Háskóla ís- lands að skilgreina og endurskoða inntökuskilyrði til samræmis við nýja aðalnámsskrá sem farið er að vinna eftir í framhaldsskólum landsins Þá er unnið að leiðbein- ungum fyrir framhaldsskólanema um æskilegan undirbúning fyrir nám í HÍ. Aðalnámsskráin felur í sér breytingar á því hvernig stúd- entsprófið er samsett og hvaða leið- ir eru í boði til að ljúka stúdents- prófi á bóknámsbrautum. Þórður Kristinsson, kennslustjóri i Háskóla íslands, sagði að inntöku- skilyrði gætu breyst að einhverju marki í HÍ við endurskoðunina. Ekki hefði veriö tekin ákvörðun um i hverju þær breytingar yrðu fólgn- ar. „Þetta snýst einkum um aö við- komandi einstaklingur hafi þann undirbúning sem hann þarf til að geta tekist á við námiö í háskóla," sagði hann. „Hins vegar er ekkert á döflnni að gera einkunnir aö ein- hverju skilyrði í þessu sambandi. „ Þóröur sagöi horft til samsetning- ar á náminu, þ.e. hvaða greinum viðkomandi nemandi hefði lokið. Meöan ekki væru samræmd próf í tilteknum greinum væri saman- burður á einkunnum varasamur. í framtíðinni mætti gera ráð fyrir samræmdum prófum í íslensku, ensku og stærðfræði í framhalds- skólunum. Með því yrði allur sam- anburður auðveldari. Þá kæmi til greina að láta útkomu úr framhalds- skóla ráða að einhverju leyti, til dæmis ef breytt yrði fyrirkomulag- inu á inntöku nemenda í greinar svo sem heilbrigðisgreinar þar sem nú væri takmörkun með samkeppn- isprófum. „Það skal undirstrikaö í þessu sambandi, að aðgangur að háskólan- um er opinn. Við reynum að taka inn alla sem uppfylla inntökuskil- yrði,“ sagði Þórður. Hann kvaðst búast við að Háskóli íslands gæfi út leiðbeinigar til fram- haldsskólanna í haust. Nemendurn- ir gætu þá skipulagt nám sitt í sam- ræmi við þær leiðbeiningar. -JSS Umsjðn: Sigurður Bogi Sævarsson netfang: sigurdur@ff.dagur.is Mörður í fullu fjöri Mörður Árnason íslenskufræð- ingur kann svo sannarlega þá list að valda usla með beinskeyttum skoðunum sínum. Fólki er enn í fersku minni þau læti sem urðu vegna þess að Mörð- ur fékk það samþykkt í út- varpsráði að Evrvisjónlag Is- lendinga skyldi flutt á íslensku. Nú hefur Mörð- ur skorið upp herör gegn rasisma innan íþróttahreyfingarinnar og ekki stendur á viðbrögðunum. Fót- boltabullur með þær skoðanir að örstutt sé á milli svertingja og apa hella sér yfir íslenskufræðinginn 1 afkimum Netsins. Ekki er búist við því að Mörður skipti um skoð- un í þessu máli eins og Evró- visjónmálinu forðum... Garðabæjarspildan Fornvinur Marðar Árnasonar, prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson, á sér líka baráttu- mál. Hann hefur um árabil haldið á lofti meint- um siðlausum viðskiptahátt- um Jóns Ólafssonar Skífustjóra sem dvelur f velllystingum í Lundúnum. Hannesi Hólm- steini hefur orðið tíðrætt um málefni Jóns sem og Garðarbæjarlandið sem fjár- málajöfurinn keypti fyrir 700 millj- ónir króna en getur ekki losnað við. Nú mun rofa til varðandi sölu landsins ef marka má vefsíðu ís- landsnets sem staðhæfir að landið verði selt í smáum spildum til verktaka.... Flótti? Frétt um brotthvarf dagskrár- stjórans Páls Baldvins Baldvins- sonar af Stöð 2 hefur vakið mikla athygli. Páll Baldvin hefur haft sterka stöðu sem einn hejsti ráðamaður sjónvarpsris- ans. Talið er að með þessu sé Páll Baldvin að axla sinn hluta ábyrgðar þess að uppsagnir áskrifta hafa sópast inn það sem af er árinu. Nú spyrja menn hvort fleiri toppar séu á förum og er þar horft til sjálfs forstjórans, Hreggviðs Jónssonar sem hlýtur að eiga erf- iðar stundir... Kratinn kinnarjóði Eins og DV greindi frá um helg- ina er Helgi Pétursson meðal um- sækjenda um starf í nýsköpunar- deild Orkuveitu Reykjavíkur sem nýlega var auglýst laust til umsóknar - og er raun- ar fullvíst talið að Helgi hreppi þetta staif. Með þessu mun hinn kinnar- jóöi Ríó-maður í borgarstjóm vera að bjarga sér fyrir horn, en bæði hann og aðrir innan Reykja- víkurlistans telja að pólitískur fer- ill Helga sé á enda. Bæði hafi hann ekki þótt neitt heljarmenn á sviði borgarmálanna en einnig sé tæpast vært fyrir fyrrverandi framsóknarmann að sitja sem krati í borgarstjórn, á sama tíma og Samfylkingin er að bíta i skjaldarrendur á öllum sviðum - þar á meðal í borginni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.