Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Blaðsíða 8
8
Fréttir
MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2001
DV
Mazda MX5 (Miata) árg. 2000
til sölu, ekinn 12.000 km
ATH. harður toppur, samlitur bílnum fylgir.
í síma: 577 3777 (Bíll.is)
Upplýsingar
Smáauglýsingar
atvinna
DV
550 5000
Loðnuveiöin fer ákaflega hægt af stað:
Reiðileysi á flotanum
- segir Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni
DV, AKUREVRI:_________________
Afli nótaskipanna sem fóru
til veiða úr norsk-íslenska
síldarstofninum og síðan til
loðnuveiða hér við land hefur
verið mjög lítill og ekki mikil
hamingja ríkjandi meðal
þeirra sjómanna sem staðið
hafa í þessum árangurslitlu
veiðum. Ekki náðist að taka
nema mjög lítinn hluta af
kvóta Islands úr síldarkvót-
anum og þá hefur loðnan gert
mönnum erfitt fyrir að undanförnu
og ekki hægt að tala um neina sam-
fellda veiði sem einhverju nemur.
„Þetta er bara hittingur. Ástandið
hefur verið þannig að það
finnst e.t.v. einhver loðna og
þeir sem koma fyrstir þeir fá,
aðrir ekki. Það hafa veiðst
einhverjir slattar út af
Langanesi og við Kolbeinsey
en þegar fleiri hafa komið á
vettvang hefur allt verið
búið. Svona gengur þetta fyr-
ir sig og það er engu líkara
en við höfum reitt himnafóð-
urinn til reiði,“ segir Bjami.
Hann segir að sú loðna sem þó
hefur fengist hafi verið mjög vel á
sig komin. Hún hafi verið allt að
16% feit sem eins og ástandið eigi
að vera á henni i lok júlí eða i ágúst.
Ekki er nóg með að veiðin hafi ver-
ið slök, þegar skipin hafa kastað
hefur einhver marglyttutegund eða
þörungur komið í flekkjum í nótina
og gert mönnum erfltt fyrir.
„Ég veit ekki hvað þarna er eigin-
lega á ferðinni. Maður hefur á til-
finningunni að það séu fleiri þús-
und tonn í nótinni en svo lekur
þetta út. Þetta er hálfgerð drulla,
líkist helst marglyttu en við köllum
þetta einfaldlega „sultu“,“ segir
Bjami. Hann segir dæmi þess að
nætur hafi rifnaö þegar þessi ófögn-
uður hefur komið í þær og þetta hef-
ur einnig leitt tfl þess að skipin hafa
fengið næturnar í skrúfurnar. -gk
Bjarni
Bjarnason.
■i-ftm-.....
Svalandi afdrep í veöurblíöunni
Hjá bænum Sauðhúsvelli undir Eyjafjöllum nota hrútarnir gamla pakkageymslu við þjóðveginn fyrir afdrep, ekki var
það vegna þess að veörið væri svo vont heldur vegna þess að þeim var trúlega fullheitt í veöurblíðunni sem lék við
Sunnlendinga í gærdag.
Sýslumaður gerir
áreið að fornum sið
DV, VESTFJORDUM:________
Olafur Helgi Kjart-
ansson hefur verið yf-
irvald ísfirðinga um
alllangt skeið. Á hann
ættir að rekja til fjórð-
ungsins. Er Ólafur tal-
inn farsæll í starfi.
Hann er meðal annars
kunnur fyrir áhuga
sinn á tónlist The Roll-
ing Stones og annarra
þekktra erlendra popp-
ara og sækir gjaman
tónleika hljómsveitar-
innar.
En lífið er ekki bara
DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON
Áreiö
Ólafur Helgi, vinsæll sýslumaöur ísfirðinga, er hér í áreið í Dýrafirði.
rokk og ról. Skyldur
sýslumanns eru marg-
ar og margvíslegar. Á
dögunum þurfti Ölafur
Helgi að skera úr um
vafaatriði um land-
nytjar og landamerki í
Dýrafirði. Hélt hann á
staðinn og gerði áreið
að fornum sið. Þótti
málsaðilum gott að
skoða aðstæður með
þessum hætti og virt-
ust þeim mál hafa
skýrst að áreið lok-
inni. -VH
Búðardalur:
Mótmæla harðlega lokun
sláturhúss og kjötvinnslu
DV, DALASYSLU:______________________
A fundi sveitarstjórnar Dala-
byggðar síðastliðinn fimmtudag
var samþykkt harðorð ályktun þar
sem hún átelur harðlega þau
vinnubrögð sem stjórn Goða hf.
hefur viðhaft við ákvörðun sína
um að loka sláturhúsinu í Búðar-
dal og kjötvinnslu.
„Það er mat sveitarstjórnar að
forsvarsmenn Goða hf. hafi ekki
hirt um að líta til mikilvægis
byggðarinnar og þeirra mögifleika
sem hún býður upp á í framleiðslu
á kjöti þegar ákvörðunin var tekin.
Sveitarstjóm hefur allt frá árinu
1988 tekið þátt í uppbyggingu slát-
urhússins í Búðardal með það að
markmiði að treysta innviði þess
með hagsmuni byggðarinnar að
leiðarljósi. Fyrst sem stór hluthafi
í Afurðastöðinni í Búðardal hf. og
síðan sem eignaraðili að Norðvest-
urbandalaginu hf. í gegnum eign-
arhlut sinn í Afurðastöðinni. Þá
felur sveitarstjórn oddvita og sveit-
arstjóra að óska eftir viðræðum
við forsvarsmenn Goða hf. um mál-
efni sláturhússins í Búðardal," seg-
ir í ályktun sveitarstjórnar Dala-
byggðar.
Menn segja að lokun sláturhúss-
ins sé álíka áfall fyrir Dalamenn og
fyrir Akurnesinga ef þeir misstu
Járnblendið og fyrir Hafnfirðinga
ef þeir misstu álverið. -DVÓ