Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Blaðsíða 22
34 _______________________________________________MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2001 íslendingaþættir______________________________________________________________________________________________________py Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára_________________________________ Málmfríður Jóhannsdóttir, Austurgötu 25, Hafnarfiröi. Jón Kristinsson, Austurbyggö 21, Akureyri. Helga Eysteinsdóttir, Hrauni 2, Selfossi. 80 ára_________________________________ Rannveig Kristjánsdóttir, Boöahlein 5, Garöabæ. 7.5 ára________________________________ Herdís Guðrún Ólafsdóttir, Mávahlíð 23, Reykjavík. Adam Örn Ingólfsson, Mýrarvegi 111, Akureyri. Snorri Þór Rögnvaldsson, Goöabyggö 12, Akureyri. Halldór Ingimundarson, Bröttuhlíö 16, Hveragerði. 70 ára_________________________________ Örn Stefánsson, Skúlagötu 20, Reykjavík. Gísli Guðmundsson, Kambsvegi 25, Reykja- vík er sjötugur í dag, Hann tekur á móti gest- um í félagsheimili Kiwanisklúbbsins Eld- eyjar viö Smiðjuveg 13a í Kópavogi eftir klukkan 17.00 í dag. Sigurbjörn Þorgrimsson, Hamraborg 22, Kópavogi. María S. Eyjólfsdóttir, Gullsmára 5, Kópavogi. Eyjólfur Helgason, Tunguvegi 2, Njarövík. Oddur Pétursson, Seljalandsvegi 38, ísafirði. Jón Guðmundsson, Lyngheiöi 18, Selfossi. 60 ára_________________________________ Gunnhildur Valtýsdóttir, Markholti 8, Mosfellsbæ. Sonja F. Jónsson, Skagabraut 35, Akranesi. Sigurður Kristjánsson, Stöng 2, Reykjahlíö. Aðalheiður Óskarsdóttir, Heiðarvegi 6, Selfossi. Ingibjörg Sæmundsdóttir, Selvogsbraut 13, Þorlákshöfn. 50 ára_________________________________ Anna Sigrún Hermannsdóttir, Leifsgötu 3, Reykjavík. Ragnar Þorsteinn Ragnarsson, Búlandi 16, Reykjavík. Anna Guðný Ásgrímsdóttir, Bakkastööum 21, Reykjavík. Guðrún Krístinsdóttir, Mánageröi 6, Grindavík. Anne Grethe Hansen, Arkarholti 10, Mosfellsbæ. 40 ára_________________________________ Þröstur Brynjarsson, Grettisgötu 46, Reykjavik. Áslaug íris Valsdóttir, Drápuhlíð 24, Reykjavík. Maria Egdicia Valladolid Chavez, Þingaseli 5, Reykjavík. Guðrún Ásta Franks, Þverárseli 4, Reykjavík. Gunnar Ás Vilhjálmsson, Logafold 41, Reykjavík. Guðmundur Skúlason, Lækjarhjalla 24, Kópavogi. Brynja Laxdal, Jökulhæö 1, Garöabæ. Bjarni Jónsson, Bjarnastaöavör 6, Bessastaðahreppi. Sólveig Sigurðardóttir, Noröurvör 11, Grindavík. Persónuleg, alhliöa útfararþjónusta. Sverrir Einarason Bryndís útfararatjóri Valbjomardóttir úttararstjóri Útfararstofa íslands Su6urhlló35* Sími 581 3300 Fólk í fréttum Sigurður Björnsson krabbameinslaeknir Sigurður Björnsson Sigurður Björnsson, formaður Krabbameinsfélags íslands, hefur meðal ann- ars verið í fréttum að undanförnun vegna samnings við ÍE um aögang að Krabbameinsskrá félagsins. Sigurður Björnsson, krabba- meinslæknir og formaður Krabba- meinsfélags íslands hefur verið í fréttum að undanförnu vegna samn- ings Krabbameinsfélags íslands við íslenska erfðagreiningu og vegna 50 ára afmælis félagsins. Starfsferill Sigurður fæddist þann 5. júní 1942 í Princeton í New Jersey í Bandaríkjunum. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1961 og cand. med. frá Háskóla ís- lands 1968. Hann tók Amerískt út- lendingapróf í Reykjavik 1968, og sérfræðipróf í lyflæknisfræði 1973. Árið 1974 tók hann Amerískt lækna- próf og sérfræðipróf í lyflækningum krabbameina 1975 - öll tekin í Buffalo í New York-ríki. Sigurður fékk almennt lækninga- leyfi á íslandi 1969 og í New York- ríki 1974. Þá fékk hann sérfræðings- leyfi í lyflækningum í Bandaríkjun- um 1973 og í lyflækningum krabba- meina 1975. Sama ár fékk hann sér- fræðingsleyfi i almennum lyflækn- ingum og lyflækningum krabba- meina á íslandi. Sigurður vann meðal annars á námsárum sínum í Blönduóshéraði og á Landspítalanum. Hann var að- stoðarlæknir og stundaði sérfræði- nám í lyflækningum á New Britain General Hospital í New Britain í Connecticut frá 1970 til 1972. Frá 1972 til 1974 var hann Resident Fell- ow og í sérfræðinámi í lyflækning- um krabbameina við Roswell Park Memorial Institute 1 Buffalo í New York-ríki, krabbameinslækninga- deild. Síðar var hann í starfi þar og við State University of New York sem Senior Cancer Research Intern- ist til 1976, þá Cancer Research Clin- ician I til 1977 og loks Clinician II til 1978. Sérfræðingur í lyflækningum og lyílækningum krabbameina á Landskotsspítala frá 1978 til 1989, yf- irlæknir frá 1989. Sérfræðingur á Landspítalanum, geisladeild og síð- ar krabbameinslækningadeild, frá 1978. Ráðgefandi sérfræðingur í lyf- lækningum krabbameina á Borgar- spítalanum frá 1978 til 1996 og yfir- læknir blóðsjúkdóma- og krabba- meinslækningadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur nú Landspítalans I Fossvogi-háskólasjúkrahús frá 1996. Sigurður hefur einnig starfað við kennslu í Bandaríkjunum og hér á landi. Hann hefur átt sæti i ýmsum nefndum og verið í stjórn Krabba- meinsfélags íslands frá árinu 1980. Síðan 1998 hefur hann gegnt starfi formanns. Sigurður var gjaldkeri Sérfræðingafélags íslenskra lækna 1983 til 1985 og formaður frá 1995. í stjórn Læknafélags Reykjavíkur 1983 til 1985 og i stjórn Samtaka lækna gegn kjarnorkuvá 1983 til 1987. Þá hefur Sigurður verið í stjórn Læknafélags Islands frá 1996. Fjölskylda Eiginkona Sigurðar var Guðný Stefanía Kristjánsdóttir, f. 26. sept- ember 1945. Sigurður og Guðný skildu. Sambýliskona Sigurðar er Rakel Valdimarsdóttir, f. 24. júní 1946. Börn Sigurðar og Guðnýjar eru: 1) Kristin, f. 12. mars 1966; 2) Björn Pétur f. 18. janúar 1969; 3) Signý Sif f. 5. febrúar 1978. Foreldrar Sigurðar voru Björn Sigurðsson, dr. med., læknir og for- stöðumaður Tilraunastöðvar Há- skólans 1 meinafræðum að Keldum, f. 3. mars 1913, d. 16. október 1959 og Una Jóhannesdóttir, fulltrúi og hús- freyja í Reykjavík, f. 15. febrúar 1913, d. 8. desember 2000. Ætt Faðir Björns var Sigurður Árni Björnsson, bóndi, hreppstjóri og oddviti á Veðramóti í Skarðshreppi i Skagafirði, síðar framfærslufull- trúi í Reykjavík. Móðir Björns var Sigurbjörg Guðmundsdóttir hús- freyja. Faðir Unu var Jóhannes Bjöms- son, bóndi og hreppstjóri á Hofs- stöðum í Viðvíkurhreppi, Skaga- firði, síðar verkstjóri í Reykjavík. Móðir Unu var Kristrún Jósefs- dóttir húsfreyja. Merkir Islendingar Símon Bjarnarson Dalaskáld var fæddur þann 2. júní 1844 á Höskuldsstöðum í Blönduhlið í Skagafirði. Þar ólst hann upp og réð sig ungur að árum sem smalamaður að Ábæ í Austurdal. Þar bjó hann en einnig að Goðdölum í Vesturdal. Kenningarnafn hans Dalaskáld er einmitt dregið af dvöl hans í Skagafjarðardölum. Símon var aldrei ábú- andi á jörð en fyrri hluta ævinnar bjó hann í hús- mennsku á nokkrum stöðum í innsveitum Skagafjarð- ar. Hann ferðaðist líka mikið um landið til að selja rit sín. Síðustu æviár sín var Simon til heimilis í Bjarna- staðahlíð í Vesturdal. Símon var talinn mjög harðkvæð- ur maður og skemmti mönnum oft með vísnagerð. Símon Bjarnarson Hann orti meðal annars fjölda rimnaflokka á yngri ár- um en nokkrir þeirra glötuðust. Meðal rímna sem prentaðar voru má nefna Ríma af Kjartani Ólafssyni (1871), Rímur af Gunnlaugi ormstungu (1878), Rímur af Geirarð og Elínborgu (1884), Rímur af Ingólfi Arnarsyni landnámsmanni (1912) og Tvennar rímur (1953). Simon samdi einnig ljóð og dæmi um ljóðaverk eftir hann eru Bragi (1876), Kórmakur (1886), Stúfur, (1892), og Hallfreður (1909). Eina skáldsögu samdi Símon og er það bókin Árni á Arnarfelli og dætur hans (1951). Formála bókarinnar skrifar Snæbjörn Jónsson. Símon Bjarnarson lést árið 1916. Elísabet Arnarsdóttir, Einholti lOb, Ak- ureyri, verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju mánudaginn 2. júll kl. 13.30. María B.J.P. Maack, Langholtsvegi 5, Reykjavík, lést á líknardeild Landspltal- ans I Kópavogi fimmtudaginn 28. júnl. Vilhjálmur Kristjánsson, vélvirkjameist- ari, Álakvlsl 18, Reykjavík, lést miðviku- daginn 27. júnl á Landspítalanum við Hringbraut. Erlendur Árni Ahrens trésmíðameistari Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 28. júní. DV Ókeypis smáauglýsingar! ►! Gefins -alltaf á miðvikudögum ►I Tapad - fundið -alltaf á þriðjudögum Smáauglýsingar (jx 550 5000 Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSIf.ÍS allan sólarhringinn. www.Utforin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.