Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Blaðsíða 6
6 Fréttir Réttlætiskennd „litlu“ mannanna í BYKO skók samfélagið: Þingmaður fellur - timbur, dúkur og steinar ollu afsögn Árna Johnsens reikninga sem gefnir voru út á Þjóðleik- húsið en því var hafnað að blaðamaður fengi að sjá sögu reikninganna. Bréfi DV til forstjóra BYKO og yfirmanns byggingardendar með kröfu um skil- greindar upplýsingar var ekki svarað. Innan fyrirtækisins var báðum reikn- ingunum snúið af kennitölu Þjóðleik- hússins á kennitölu alþingismannsins. „Misskilningur og enginn skaði skeð- ur,“ sagði þingmaðurinn við fjölmiðla þennan örlagaríka dag, fóstudaginn 13. Gripinn glóðvolgur Á því lék enginn vafi þegar DV fór í prentun þann dag að Ámi hefði reynt að brjóta af sér. Hann var gripinn glóðvolg- ur og fyrsta afleiðing var sú að hann varð að greiða báða reikningana sem kostuðu hann langt á aðra milljón króna. Þá var lesendum blaðsins að fullu ljóst hvemig lá i málum. En Árni barðist í fjölmiðlum og lýsti „veiðileyfi" og „slúðri" svo ekki sé minnst á mis- skilninginn allan. Strax eftir að DV birti fréttina óskaði Gísli J. Einarsson, alþingismaður Sam- fylkingar, eftir stjómsýsluúttekt á störf- um Alþingis. Á laugardeginum dró enn til tíðinda. Þá birti fréttastofa Ríkisútvarpsins frétt um að Ámi Johnsen hefði keypt kant- steina í BYKO fyrir 170 þúsund krónur og látið skrifa á Þjóöleikhúsið. Sá reikn- ingur háfði þegar verið sendur út. Ámi Atburðarásin frá því DV upplýsti á fóstudag um úttektir Áma Johnsens í BYKO í nafni Þjóðleikhússins var hröð. Viku eftir að sagan af „litlú' mönnun-. um í BYKO, sem mótmæltu því sem þeir töldu þjófnað á almannafé, var sögð féll þingmaðurinn. Þetta er í fyrsta sinn í sögu íslenska lýðveldisins að alþingis- maður segir af sér vegna spillingarmála og um margt er aðdragandinn merkileg- ur fyrir þær sakir að kerfið lagðist á eitt um aö þagga málið niður. Upphafsfrétt DV byggðist á fram- burði vitna um að þingmaðurinn hefði pantað efni í tvígang og að auki tiltekt- arseðli með nafni þingmannsins og GSM-númeri. Þar var skýrt tilgreint að efnið væri tekið út i nafni Þjóðleikhúss- ins og vegna byggingar leikmuna- geymslu. Að auki var því lýst að önnur úttekt hefði átt sér stað mánuði fyrr þar sem þingmaðurinn hefði einnig átt hlut að máli. Ekki var hægt að sanna seinna málið þar sem aðeins var um að ræða framburð starfsmanna og yfirmenn BYKO, Sigurður Ragnarsson, yfirmaður byggingardeilar, og Brynja Halldórs- dóttir fjármálastjóri ákváðu að hlífa þingmanninum með því að láta í sam- tali við DV sem ekkert hefði gerst. Með framburði sínum reyndu þau að telja DV trú um að framburður „litlu“ mannanna væri slúður eitt og byggður á misskilningi. DV var boðið að sjá Sendlbílstjórinn Ingvar Sigurjónsson, bílstjóri Svan- prents, var sendur til aó sækja dúk- inn sem Árni Johnsen reyndi aö lauma til baka frá Eyjum. Fallinn þlngmaður Árni Johnsen tilkynnti Davíó Oddssyni forsætisráóherra í gær að hann myndi segja af sér þingmennsku. Þessa ákvöröun tók þingmaóurinn tveimur tímum eftir aó DV birti frétt um aö dúkur sem tekinn var út í nafni Þjóöleikhúss- ins heföi verió sendur til Vestmannaeyja en síöan laumaö aftur til Reykjavíkur. Fyrsta frétt Eftir aö DV birti fréttina um verslun- arferö Árna í BYKO fór allt afstað. Viku síöar var hann fallinn,. IBYKO var starfsmönnum ofboöiö þegar Árni Johnsen tók út vörur en endur- merkti þær sjálfum sér. tjáði sig um það mál i kvöldfréttatíma útvarpsins þar sem hann lýsti enn ein- um misskilningnum. Hann rak hvað eft- ir annað í vörðumar undan óvægnum spumingum fréttamannsins þar sem hann lýsti því að steinamir væra „á bretti úti í bæ“. Þráspurður um það at- riði gat hann ekki upplýst hvar eða hver hefði komið þeim fyrir. Að kveldi sunnudags var sagt frá því í útvarpi og sjónvarpi að steinamir væra niðurkomnir í garði Áma í Breið- holtinu. Þá viðurkenndi Ámi að hafa sagt þjóðinni ósatt en han kvaðst þó myndi sitja áfram sem þingmaður. Rannsókn hafin Davið Oddsson forsætisráðherra gaf tóninn á blaðamannafúndi á mánudag þar sem hann lýsti því að sjálfur hefði hann sagt af sér í Áma sporam. Sjálfur gaf Ámi ekkert upp um málið en sagð- ist íhuga afsögn. Á þriðjudag sagði DV frá því að Jón Helgi Guðmundsson hefði staðfest að þingmaðurinn hefði tekið út efhi í nafhi Þjóðleikhússins í BYKO í tvígang. Þar með var fyrsta frétt DV staðfest og flett ofan af yfirhylmingu undirmanna fram- kvæmdastjórans. „Litlu" mennimir I BYKO höfíiu rétt fyrir sér. Á þriðjudeginum sagði Ámi af sér sem formaður byggingamefndar Þjóð- leikhússins. Þá bættist enn eitt málið viö þegar Stöð 2 birti frétt um að Ámi hefði keypt jarðvegsdúk í Garðheimum h IMU**** >*t«* M 1MINÍ -4 «rM M WM*uwm rbr Starfsmaöur Byko klagaöi þlngmann Innlent fréttaljós Reynir Traustason ritstjórnarfulltrúi "^fREIKNINGUR q n www.bmvolla.is |ygstne*r-ierö t*g«k* 16 .01 RVK Rfc-f.iOS et*l«ic*nts«*inn S*«rtur Stk BO-OÚS SkU««i*WI * ftírstkkju Stk. 8ér-l OS 6Jalsstvtnn 6c« Svsrtur mt 80—0‘55 •kll»qJ*i* * «t*rs*kkiu Stk. Seöilllnn Úttektarmiöinn í BYKO var sönnun þess aö Árni heföi verslaö í nafni Þjóðleikhússins. og látið skrifa á Þjóðleikhúsið. Jafh- framt sagði Stöð 2 að dúkurinn, sem kostaði 170 þúsund krónur, hefði verið fluttur til Eyja. Dúkamálið Með þessari frétt hófst einn einkenni- legasti kaflinn í átakanlegri sögu sem leiddi til falls þingmannsins. Morgun- blaðið sagði frá málinu í tvígang þar sem því var lýst að dúkurinn væri í geymslu á vegum Þjóðleikhússins og síðar í geymslu Þjóðleikhúskjallarans i Gufunesi. Moigunblaðið veittist harka- lega að fréttastofú Bylgjunnar vegna þessa máls og ítrekaði að dúkurinn væri í Reykjavik. í gærmorgun upp- lýsti DV að dúkurinn hefði farið til Eyja í gegnum Vöruflutningamiðstöð- ina Flytjanda þann 12 júlí. Ámi sá sína sæng uppreidda þegar dúkamálið kom upp og hann ákvað að senda dúkinn til baka. Hann fékk til aðstoðar við sig eiganda Flutningaþjónustu Magnúsar í Vest- mannaeyjum sem tók að sér að flytja dúkinn dularfúlla. Þá fékk hann Daníel Helgason, starfsmann Þjóðleikhús- kjallarans, til að koma dúknum fyrir i geymslu í Gufunesi. Brautin rudd En vandinn var sá að „litlu" mennimir í BYKO höfðu ratt brautina og sama staða kom upp innan Flytjanda þar sem starfsmönnum ofbauð yfirhylmingin og þeir lýstu því fúslega fyrir DV að dúkurinn hefði farið fram og til baka. Þá lýsti bílstjóri Svansprents þvi und- anbragðalaust þegar hann sótti dúkinn og alþingismaðurinn hringdi i bílinn og sagði honum að aka með farminn í Gufúnes þar sem Daníel beið og strokaði út merkingar á dúkn- um. Ámi Johnsen tilkynnti afsögn sína um sama leyti og DV barst í hús. Um sama leyti var Daníel Helgasyni vikið úr starfi hjá Þjóðleikhúskjallaranum ehf. En spurt er að leikslokum í málinu. Enn era ekki öll kurl komin til grafar. Tugmilljóna króna verkefhi Brattahlíð- amefndar, þar sem Ámi fór með fjár- málin, þarfhast útskýringar. Þá er allt eins viðbúið að fleiri mál en þessi þrjú sem reifuð hafa verið eigi eftir að koma upp. FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 DV DV birtir frétt um efniskaup Árna í BYKO. Skrifað á Þjóðleikhúsið. Gísli S. Einarsson alþingismaður óskar eftir stjórnsýsluúttekt á störfum Árna. laugardagur 14/7 Ríkisútvarpið segir frá steinakaupum Árna í BM- Vallá. Skrifað á Þjóðleikhúsið. Þingmaðurinn þrætir og segir steinana vera í geymslu. sunnudagur15/7 Kantsteinamir úr BM-Vallá finnast við heimili Árna í Breiðholti. Þingmaðurinn viðurkennir verknaðinn og að hafa logið að þjóðinni. mánudagur 16/7 Davíð Oddsson segist myndu hafa sagt af sér í Árna sporum. Framkvæmdastjóri Framkvæmdasýslu segir menntamálaráðuneytið hafa heimilað að Árni skrifaði upp á reikninga. þriðjudagur 17/7 BYKO léttir leynd af viðskiptum Árna í nafni Þjóðleikhússins. Tvær úttektir. Dúkamálið kemur upp. Upplýst er að Árni hafi keypt jarðvegsdúk í Garðheimum. Skrifað á Þjóðleikhúsið. Árni Johnsen segir dúkinn vera í geymslu í Reykjavík. miðvikudagur 18/7 Morgunblaðið upplýsir að dúkurinn hafi aldrei farið til Eyja. Fréttastofa Bylgjunnar segir dúkinn víst hafa farið til Eyja. fimmtudagur 19/7 Morgunblaðið birtir mynd af dúknum í geymslu í Gufunesi. DV upplýsir að dúkurinn hafi farið til Eyja en verið laumað til Reykjavíkur aftur. Árni Johnsen tilkynnir Davíð Oddssyni forsætisráðherra að hann muni segja af sér þingmennsku. Starfsmaður Þjóðleikhúskjallarans, sem aðstoðaði Árna í dúkamálinu, látinn hætta störfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.