Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Síða 8
8 Viðskipti ___________________________________________________________ Umsjón: Viðskiptablaðiö Stöðutaka var umræðuefni hlutabréfarabbsins í gærkvöld: Aðferðin krefst at- hygli og einbeitingar - flokkast ekki undir áhugamál, segir Sigurður B. Stefánsson Hlutabréfarabb íslandsbanka og DV fór fram í fjóröa sinn í gærkvöld. Fundurinn, sem fór fram í Garðheim- um, var vel sóttur sem endranær. Yfir- skrift rabbsins var Stöðutaka - tilraun til að hagnast 30 til 100% á einu ári og kom það í hlut Sigurðar B. Stefánsson- ar, framkvæmdastjóra íslandsbanka, að leiða viðstadda í gegnum þá hug- myndafræði. Sigurður sagði í fyrirlestri sínum aö mögulegt sé að ná 30 til 100% ávöxtim á ári en þaö sé afar sjaldgæft „Ég tel erfitt að ná 30 til 100% ár- legri ávöxtun í langan tíma hérlendis en á stærri markaði er það hægt. Á meðal frægra fjárfesta á þessu sviði eru George Soros og Jim Rogers (sem heimsótti ísland í janúar 1999 i upphafi heimsreisu sinnar á gulum Benz- jeppa) og Julian Robertson hjá Tiger Management. Á áttunda áratugnum störfuðu þeir Soros og Rogers saman hjá Soros Fund og unnu það einstæða afrek að 35-falda eignir sjóðsins á ell- efu árum, með um 100% meðalávöxtun á hverju ári allan timann. En margir af frægustu fjárfestum Bandaríkjanna hafa upplifað að tapa öllu sínu a.m.k. einu sinni." Kaupa til að selja aftur Aðspurður um hvemig best sé að fmna fyrirtæki sem gefa af sér svo háa ávöxtun bendir Sigurður á eina aðferð. „Við höfum reynt aðferð sem greina má í þrjá þætti en hún miðar við stöðutöku frá fáeinum dögum í fáeinar vikur. Fyrirtækin má til dæmis frnna á Bandarikjamarkaði með þar til gerð- um leitarvélum. Fyrst veljum við fyrir- tæki sem hafa til að bera mjög sterka grunnþætti, svo sem háa arðsemi, mik- inn vöxt í veltu og hagnaði, og em starfandi á sviði sem er spennandi þannig að víst er að markaðsstaða haldist traust, að minnsta kosti um sinn. í öðra lagi verður hlutabréfaverð að vera lágt þannig að það geti hækkað hressilega án þess að hlutfallslegt verð Fjóröa hlutabrefarabb sumarsins Stööutaka - tilraun tii aö hagnast um 30 til 100% á hverju ári var yfirskrift fyririestrar sem Siguröur B. Stefánsson framkvæmdastjóri flutti á hlutabréfarabbi íslandsbanka og DV í gærkvöld. fari úr böndunum, t.d. VH-hlutfall yflr 30 og hærra. Þriöji þátturinn er eins mikilvægur og hinir fyrri en hann fel- ur í sér að markaðsverð fyrirtækisins sé í mikilli hækkun og sú þróun á helst ekki aö snúast við á allra næstu dögum. Við þetta er hægt að nota tæknigreiningu." Sú spuming vaknar hvort aðferðin dugi í hvemig árferði sem er - og jafh- vel ef verð er lækkandi á hlutabréfa- markaði. „Spákaupmenn nota jöfnum hönd- Bók vikunnar: Stöðutaka eins og hún gerist best í bókinni What Works in Online Trading í ritstjóm Marks Etzkorns er aö finna frásögn af stöðutöku eins og hún gerist best. Fjallað eru um stöðutöku út frá grunnatriöum um aðferðir, hvað ber að varast, hvar tækifærin er að finna auk praktískra ráðlegginga um þjónustu verðbréfafyrirtækja og hvernig er WHAT WORKS -V; IN ONLINE TRADING hægt að stjórna áhættu. Bókin fæst til dæmis hjá Barnes&Noble (bn.com) á vefn- um og kostar tæpa 24 dollara. um aðferðina að kaupa til að selja aft- ur og að skortselja, þ.e. selja hlutabréf sem þeir þurfa að fá lánuð. Það er vin- sæl aðferð þegar verð er lækkandi. Á stórum og mjög þróuðum markaði, eins og í Bandaríkjunum, má líka alltaf finna fyrirtæki sem era að hækka, jafnvel þótt hlutabréfaverð al- mennt (t.d. m.v. S&P500) sé ekki að hækka eða jafnvel að lækka. Oft er um að ræða lítil og spennandi fyrirtæki sem era að blómstra. Ef hlutabréfa- verð er almennt að hækka er ekki svo erfitt að ná hárri ávöxtun, þá skiptir minna máli hvemig fjárfestirinn ber sig að.“ Ný tækifæri á morgun Á hlutabréfarabbinu í gærkvöld leit- aði Sigurður einnig svara við spum- ingunni hvað ber helst að varast við stöðutöku. Hann varaði fólk við að flökta á milli aðferða við fjárfestingu. „Mikilvægt er að skipta eignum á milli áhættuflokka og færa ekki á milli, nema aö vel athuguðu máli. Við stöðu- töku í mestu áhættu ætti aðeins að vera lítið hlutfall eigna, ekki meira en tíu til 25 prósent. Það er stundum sagt að þeir sem hafa raunverulega náð því að vera ríkir hafi flestir náð því marki með því að leggja alltaf lítið undir í einu,“ sagði Sigurður. Hann benti jafnframt á að ákvörðun á aldrei að taka í stundaræsingi. Best er að finna aðferð sem hentar, prófa hana án peninga á markaði og halda síðan fast í hana ef hún virkar. „Menn eiga ekki að sjá eftir því þótt tækifæri glatist. Það koma ný tækifæri á morgun og hinn og hinn. Það er betra að athuga sinn gang vandlega en flana áfram að litt athuguðu máli. Fólki ætti ekki að láta sig dreyma um stöðutaka geti verið áhugamál sem hægt er að grípa í aðra hveija helgi eða kvöld og kvöld. Stöðutaka krefst fullrar athygli og einbeitingar," sagði Sigðurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri íslandsbanka - Eigna- stýringar. -aþ Hlutabréfaleikur íslandsbanka og DV Hlutabréfaleikur Islandsbanka og DV fer fram á hverjum föstudegi fram til 3. ágúst nk. Svara þarf einni spurningu í hvert sinn og tengist hún því umræðuefni sem var á Hlutabréfarabbinu kvöldið áður. Safna þarf saman a.m.k þremur af svörunum og senda til DV í umslagi merktu „DV - Hlutabréfaleikur - Þverholti 11 - 105 Reykjavík". Þrír heppnir þátttakendur verða dregnir út þann 9. ágúst og fær hver um sig 20 þúsund króna inneign í Astra-heimssafninu sem fjárfestir í alþjóðlegum hlutabréfum og hefur skilað 16,8% ávöxtun sl. 12 mánuði. Stöðutaka er... a. □ Áhættulítil fjárfestingaraðferð. b. □ Áhættumikil fjárfestingaraðferð. C. □ Fyrir þá sem vilja ekki taka neina áhættu. Neysluverðsvísital- an hækkar um 1,8% Samræmd vísitala neysluverðs í EES-rikjum var 109,6 stig í júní sl. og hækkaði um 0,1% frá maí. Á sama tíma hækkaði samræmda vísi- Rólegt á gjald- eyrismarkaði Töluvert hefur dregið úr sveiflum og umfangi viðskipta á gjaldeyrismarkaði að undanfómu og hefur lokagengi krón- unnar verið nálægt 138,15 síðastliðna viku að því er fram kemur í Hálf fimm fréttum Búnaðarbankans Verðbréfa. Velta á millibankamarkaði síðustu fimm viðskiptadaga nam 11,6 milljörðum króna samanborið við 20,8 milljarða króna veltu síðustu fimm daga þar á und- an. Að sögn Hálf fimm frétta má helst rekja þessa þróun til breytts fyrirkomu- lags á gjaldeyrismarkaði og árstíðabund- innar lægðar í gjaldeyrisviðskiptum. talan fyrir ísland um 1,8%. Frá júní 2000 til jafnlengdar árið 2001 var verðbólgan, mæld meö samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,8% að meðal- tali í ríkjum EES, 3,0% í Evru-ríkj- um og 7,2% á íslandi. Mesta verðbólga á Evrópska efna- hagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var á Islandi, 7,2%, og í Hollandi, 5,0%. Verðbólgan var minnst, 1,7%, í Bretlandi og í Frakk- landi og Danmörku, 2,2%. Næsta hluta- bréfarabb Hlutabréfarabb íslandsbanka og DV verður á sínum stað næstkom- smdi fimmtudagskvöld. Þá mun Soffia Gunnarsdóttir, deildarstjóri Eigna- stýringar, fjalla um hvemig velja eigi bestu íslensku hlutabréfin. FOSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 x>v Þetta helst 3 HEILDARVIÐSKIPTI 1200 m.kr. - Hlutabréf 300 m.kr. - Spariskírteini 370 m.kr. MEST VIÐSKIPTI I 0 íslandsbanki 94 m.kr. ; ( Kaupþing 66 m.kr. i © Össur 53 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 Íslandssími 16,7% : ©íslenski hugbúnaöarsj. 5,3% i © Jarðboranir 2,4% MESTA LÆKKUN o OpT kerfi 5,9% © Kaupþing 5,5% ; © Baugur 1,7% ÚRVALSVÍSITALAN 1036 stig - Breyting © -0,69% Ögrandi og hættuleg Stöðutaka er ein af mörgum að- ferðum við fjárfestingar. Hún er jafnframt sú vandasamasta, langáhættusamasta en líka sem gef- ur mest í aðra hönd. Það gef- ur auga leið að stöðutaka er ekki leiðin til að byrja á fyr- ir þá sem ekki hafa reynslu eða þekkingu fyrir. Þrátt fyrir að marg- ir séu brenndir vegna lækkunar á verði hlutabréfa síðustu mánuði nýtur stöðutaka og spákaup- mennska mikilla vinsælda nú, að minnsta kosti í Bandaríkjunum. Aukinn skilningur er á því að stöðutaka er skilgreint form innan fjárfestingarvinnunnar, hún er ögrandi og hættuleg og best að fara öllu með gát í upphafi. Fjölmargar aðferðir Með stöðutöku eða spákaup- mennsku er stefnt að 30 til 100% ávöxtun á ári, með tvöföldunartíma aðeins eitt til þrjú ár. Eingöngu er keypt til að selja aftur. Aðferðir við stöðutöku eru fjölmargar; allt frá því að kaupa og selja eftir ákveðinni aðferð á sama degi og yfir í stöðu- töku sem tekur fáeinar vikur eða jafnvel mánuði. Fólk getur verið að rannsaka verðmæti fyrirtækja ofan í kjölinn, nota eingöngu tæknigrein- ingu og atburði líðandi stunda eða sambland af þessu tvennu. 150% hækkun í Bandaríkjunum er að finna fjöl- mörg fyrirtæki sem geta tekið mikl- um hækkunum á skömmum tíma. Sem dæmi (sjá einnig nánar á Hlutabréfarabbinu á isb.is) má nefna Dycom Industries (DY) sem hefur hækkað um 150% síöan í byrj- un apríl eftir mikið hrun tólf mán- uðina þar á undan, Ryland Group (RYL) sem hefur líka hækkað um 150% en á rúmlega einu ári, eða Chicos Fas (CHS) sem hefur þrefald- ast í verði síðasta árið. Öll þessi fyr- irtæki hafa sýnt frábæran árangur í rekstri. Þau eru með arðsemi eigin fjár yfir 15%, VH-hlutfóllin eru 14, 9 og 28 og vöxtur fyrirtækjanna (hagnaður jafnt sem velta) er á bil- inu 15 til 30%. 20.07.2001 kl. 9.15 KAUP SALA BBPollar 100,900 101,410 SSPurid 144,100 144,830 : 1*1 j Kan. dollar 65,430 65,830 EIS Dónsk kr. 11,8330 11,8980 rf^Norsk kr 11,0220 11,0830 SSSænskkr. 9,5280 9,5810 hMFi. mark 14,8191 14,9081 LJjFra. frank! 13,4323 13,5130 B ÍBolg. franki 2,1842 2,1973 : Sviss. franki 58,4800 58,8100 t^Holl. gyllini 39,9827 40,2229 ” Þýskt mark 45,0500 45,3208 ÍL líra 0,04551 0,04578 j * Aust. sch. 6,4032 6,4417 ! Port. escudo 0,4395 0,4421 ;Spá. peseti 0,5296 0,5327 | • (jap. yen 0,81820 0,82320 jírskt pund 111,876 112,549 SDR 127,0900 127,8600 gjÍECU 88,1102 88,6397

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.