Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001______________________________________________________________________________________________ JOV Útlönd Falun Gong félaga mlnnst Ellen Chou, taívanskur félagi Falun Gong, heldur hér ásamt fleiri úr Fatun Gong á minningarspjöldum um trúarbræöur sína sem kínversk stjórnvöld eru sökuð um aö hafa banaö. Safnaöarmeölimirnir gengu aö þinghúsi Bandaríkjanna til aö mótmæla meöferð kínverskra yfirvalda á trúfélaginu Falun Gong. Sólarfilma á glugga - þegar sólin angrar Frlösamleg mótmæli Þrátt fyrir áhyggjur hafa mótmæli aö mestu veriö friösamleg. Barlómur í Bonn Þaö fer ekki mikið fyrir bjartsýni á loftslagsráðstefnunni í Bonn. Þrátt fyrir að bjartsýni hafi aukist til muna þegar Japanir lýstu því yfir að þeir ætluðu að gera sitt til að styðja Kyoto-sáttmálann. Eftir það lýstu Kanadamenn einnig yfir stuðningi sínum. Bandaríkin hafa hins vegar hvergi hvikað frá höfnun sinni á sáttmálanum. Sú staðreynd vofir eins og skuggi yfir ráðstefnunni þar sem 185 ríki reyna að leysa þau deilumál sem enn koma í veg fyrir endanlegan texta fyrir rikin að samþykkja. Stærsta deilumálið er talið vera hversu stóru hlutverki gróður á að gegna sem frádráttur frá útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Nokkur lönd þar sem stærstu löndin eru Japan, Rússland, Kanada og Ástral- ía, hafa farið fram á að fá verulega frádrætti út á skóga og gróðurfar. Sérstaklega Kanada og Rússland sem saman ráða yfir 70% landmassa og 70% gróðurs þessara landa. Mikið er sagt bera þeirra í milli sem vilja nota gróður til frádráttar og þeirra sem vilja fara varlega í þeim málum, undir forystu Evrópu- sambandsins. Ráðstefnugestir telja flestir að ekki náist saman í þessari lotu. Zhirinovsky af gyðingaættum Rússneski öfgamaðurinn Vla- dimir Zhirinovsky viðurkennir í nýútgefinni bók að faðir hans hafi verið gyðingur af pólskum ættum. Zhirinovsky hefur í gegnum tíðina neitað að viðurkenna ættemi föður síns og lítið viljað ræða það. Hann hefur einnig veriö þekktur fyrir að viðra hatur sitt á gyðingum og m.a. kennt þeim um fall Rússlands og að stunda sölu á heilbrigðum börnum, líffærum og kvenfólki til vændis. Zhirinovsky vill þó enn meina að hann sé hreinræktaður Rússi. Einn lítill blóðdropi úr föður hans dugi ekki'til að afneita hinni raunveru- legu arfleifð sinni. Gott gengi flokks Zhirinovskys í kosningum árið 1993 olli brottflutn- ingi þúsunda rússneskra gyöinga. Gyðingahatur er á undanhaldi í Rússlandi. Miami: Dráp lögreglu rannsökuð Lögreglan í Miamiborg í Banda- ríkjunum er undir rannsókn fyrir skotgleði sína sem bitnar á minni- hlutahópum. Lögregluforinginn í Miami rak í síðustu viku lögreglu- þjón fyrir að hafa reynt að fela dráp lögreglunnar á heimilislausum manni fyrir fjórum árum. Lögreglan taldi hann hafa byssu en rannsókn leiddi í ljós að byssan reyndist vera ferðaútvarp. Engu að síður fannst byssa á vettvangi, sem lögreglumað- urinn hafði komið fyrir. Einnig er í rannsókn dráp á manni í hjólastól, sem lögreglan skaut fjórum sinnum i bakið. Miami á sér sögu kynþátta- óeirða. Áriö 1980 létust 17 í uppþoti svartra gegn lögregluofbeldi. Vladimlr Zhirinovsky Hefur í gegnum árin talaö fjálglega um óbeit sína á gyöingum. Benyamin Ben-Eliezer, vamar- málaráðherra ísraels, sagði í gær að ísrael gæti þolað að bandarískum eftirlitsmönnum yrði komið fyrir í landinu til að fylgjast með framtíð- arvopnahléi Palestínumanna og gyðinga. Þetta stingur í stúf við fyrri stefnu ríkisstjórnar Israels. Utanríkisráðherrar 7 helstu iðn- ríkja heims ásamt Rússlandi hvöttu deiluaðila fyrir botni Miðjarðarhafs til að samþykkja að þriðji aðili fengi að fylgjast með framgangi vopna- hlésins. Palestínumenn hafa beðið um alþjóðlega eftirlitsmenn á svæð- ið til að vernda þá gegn ísraelsher. Bandaríkin hvöttu ísraelsmenn í gær eindregiö til þess að draga aft- ur hersveitir sínar sem þeir hafa sent inn á Vesturbakkann siðustu daga. ísraelsmenn segjast hafa fjölg- að í herliðinu til þess að vara Yass- er Arafat, leiðtoga Palestinumanna, við því að stöðva ekki árásir palest- inskra uppreisnarmanna. Banda- Fornarlomb landnema Tveir menn og 3 mánaöa barn voru skotin til bana af ísraelskum landnem- um. Fórnarlömbin voru í bíl á leiö úr brúðkaupi. 5 aörir í bílnum særöust og var hann aö þeirra sögn fullur af blóöi og byssukútum. ríkjamenn hvöttu einnig Palestínu- menn til að láta af árásum sínum. Ofbeldið hefur stigmagnast á svæö- inu síðan tvítugur Palestínumaður gerði sjálfsmorðsárás á lestarstöð í miðhluta Israels með þeim afleið- ingum að tveir hermenn létust. ísraelskir landnemar skutu á palestínska fjölskyldu á leið úr brúðkaupi í gær. Þrír úr fjöl- skyldunni féllu, þar á meðal þriggja mánaða barn. Barnið er yngsta fórnarlamb 10 mánaða ofbeldistíma í Palestínu. Fimm aðrir særðust í bílnum, sem sagður var fullur af blóði og byssukúlum eftir árásina. Landnemarnir eru í samtökum sem kalla sig „Vegaöryggishópinn" og berjast fyrir auknu öryggi fyrir gyð- ingalandnema á vegunum. Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, fordæmdi árásina í gær. Talið er að útfor fórnarlambanna í dag muni æsa upp hefndarþorsta meðal Palestínumanna. Vitnisburdur laföi Archer rannsakaður Helgi Snorrason s: 863 5757 helgisn@binet.is J Jeffrey Archer lávarður, meðlimur bresku lávarðardeildarinnar og rit- höfundur, hóf fjögurra ára fangelsis- vist sína í gær í háöryggisfangelsinu Belmarsh, oft kallað „Hellmarsh“. Það er kaldhæðni að fangelsið er að- eins nokkra kílómetra frá þakíbúð Archers við ána Thames. Archer verður fluttur í lágöryggisgæslu eftir nokkrar vikur. Hann var dæmdur í gær fyrir að bera ljúgvitni og reyna að hindra framgang réttvísinnar í skaðabóta- máli Archers gegn dagblaðinu Daily Star árið 1987. Skaðabótamálið var höfðað þar sem dagblaðið birti grein um að Archer hefði sofið hjá vændis- konu. Lögfræðingar Archers segjast ætla að áfrýja málinu. Nú er veriö að rannsaka vitnisburð eiginkonu Archers sem hún gaf í rétt- Jeffrey Archer Fangelsiö aöeins nokkra kílómetra frá þakibúðinni. arhöldunum. Talsmaður lögreglu sagði að málið yrði skoðað en ekkert hefði verið ákveðið í því sambandi. Daily Star hefur hafið nýtt mál þar sem ætlunin er að ná aftur þeim 500.000 pundum sem Archer fékk í skaðabætur í upphaflega málinu. Sú upphæð að viðbættum vöxtum er nú komin upp í 2.2 milljónir punda. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. NY NAM rÁwww.ttsi.is T’W TÖLVUTÆKNISKÓLI ÍSLANDS Gætu þolaö erlenda eftirlitsmenn í ísrael

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.