Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 DV Dýrðleg veisla í Hrísey Á morgun kl. 15. veröur opnuð myndlistar- sýning í Hlein, Ráðhúsi Hriseyjar. Jafnhliða sýningaropnuninni hefst sýning á gjörningnum Dýrðleg veisla. Það er myndlistarkonan Sigrið- ur Erla Guðmundsdóttir sem hefur veg og vanda af veislunni en sex manns hefur hún sér til aðstoðar. „Hugmyndin að dýrðlegu veislunum á upp- haf sitt í keramiknámi mínu. Námið gengur að hluta til út á gerð nytjahluta en mig langaði að tengja þá hluti inn í myndlistarsýningu og nota hönnun mína á borðbúnaði í gjörning." Fyrstu veisluna hélt Sigríður Erla í Listhúsi 39 í Hafnarfirði fyrir sjö árum. „Sú veisla var svo skemmtileg þar sem eng- in alvara var að baki henni - ja, nema sú al- vara að hafa gaman af öllu saman,“ segir Sig- ríður Erla og hýrnar yflr henni við minning- una. Fljótlega segist hún hafa farið að íhuga veisluhugtakið og ákveðið að skemmtilegast væri að fara á stað þar sem hún þekkti engan og bjóða þar til veislu. Áður hafi því verið þannig farið að fólk sótti í gestrisnina á lands- byggðinni en hún hafi viljað snúa þessu alveg við. „Ég set mig í samband við menningarfull- trúa staðarins þar sem ég býð til veislunnar og hann sér um að velja til hennar fólk. Helst vil ég ekki þekkja það fólk neitt því ég er líka að vinna með það traust sem það sýnir mér, blá- ókunnugri manneskjunni, með þvi að þiggja af mér mat.“ Sigríður Erla býður upp á sjö máltíðir og matseðillinn er tileinkaður sjö löndum. „Kona og karl setjast til borðs og hafa tutt- ugu mínútur til þess að njóta dýrindismatar og drykkjar. Þegar þau hafa lokið við að borða er skipt um dúk og borðbúnað, annað par sest að borðinu og fær einnig tuttugu minútur og svo koll af kolli.“ Borðbúnaðurinn er allur unninn úr jarðleir og hinar sjö máltíðir eiga uppruna sinn í Grikklandi, Japan, Mexíkó, Ungverjalandi, á Ítalíu, Indlandi og íslandi. Tónlist frá þessum löndum verður leikin undir borðum eftir því sem þykir hæfa. Einnig verður dúkað þrettán manna borð sem Sigríður Erla kýs að nefna Upprisið og þar geta allir fengið að bragða á hnossgætinu. Listamennirnir sem sýna verk sín í Hlein eru, auk Sigríðar Erlu, þær Ingiríöur Óðins- dóttir, Jóna Thors og Kristin ísleifsdóttir. Verk þeirra eru unnin í leir, textíl og grafik. Sýning- in, sem ber heitið Meira til, stendur til 15. ágúst og verður opin á sama tíma og hrepps- skrifstofurnar. (Ó)þægileg tónlist, smurt brauð og tedans Meistari Jakob, veitinga- maður Jómfrúarinnar við Lækjargötu, á heiður skilinn fyrir skemmtilega fiölbreytni í rekstri veitingarstaðar síns. Hér á ég ekki einungis við danskan matseðO með smjör- brauði á la Idu Davidsen eða hökkuðu buffi á föstudögum (!) heldur lika endurvakningu lif- andi tónlistar á laugardagseft- irmiðdögum sem lognaðist út af hérlendis með síðustu tedönsunum á KEA og „rekstrasjónum" i Tjarnar- kaffi. Þá dönsuðu gestir - oft við svingslaufur Eydalbræðra og/eða kurteislega tóna KK- sextettsins með Gunnar Reyni Sveinsson í hlutverki sveiílu- meistarans. Nú býður Jómfrúin upp á léttan djass á laugardagseftir- miðdögum, lifandi tónlist sem er vandlega valin af veitinga- manninum í samráði við Sig- urð Flosason djassleikara. _ Þessir eftirmiðdagar Jómfrú- arinnar hafa yfirleitt verið vel heppnaðir enda er troðfullt hús hvern einasta laugardag á sumrin. Þar hefur leikið og sungið okkar ágætasta djassfólk við góðar undirtektir áheyr- enda. Ekki síst þegar veður hefur gert tónlist- armönnunum kleift að leika utandyra. Það eina sem sem skyggir á annars ágætan tónlistar- flutning er að Jómfrúin hefur ekki komið sér upp píanói enn þá. Þar af leiðandi verða pí- anistar og áheyrendur að sætta sig við rafpí- anó/orgel, sem hljóma oft á tíðum vægast sagt alveg hræðilega. Dansað af lyst Laugardaginn 7. júni sl. lék trió píanóleikar- ans Árna Heiöars fyrir gesti Jómfrúarinnar innandyra. Með Árna léku þeir Tómas R. Ein- arsson, bs, og Matthías M. D. Hemstock, trm. Kvartett Hauks Gröndal á Jómfrúnni Það er oft á tíöum erfitt aö leika utandyra eins og flestir reyndir lúörasveitamenn þekkja. Haukur var stundum eilítið falskur á efri nótunum og Thoroddsen og Kvar- an áttu í baráttu viö sumargoluna sem m.a. flutti tóna þeirra í samflot viö rokk- hljómsveit sem var aö leika í námunda viö Lækjartorg. Þeir léku þægilega tónlist sem féll áheyrendum augljóslega vel í geð. Að minnsta kosti gátu tveir þeirra ekki stillt sig þegar hljómsveitin lék „Girl from Ipanema" með miklum tilþrifum og dönsuðu af mikilli lyst inn á milli matar- borðanna sjálfum sér og öðrum til mikillar ánægju. Það var ekki laust við að þeir eldri meðal áheyrenda könnuðust við stemninguna frá fyrri tíð á KEA/Tjarnarkaffi. Tríóið sem slíkt bar ótvíræð merki byrjun- arörðugleika. Ámi Heiðar hefur búiö í London síðastliðinn vetur og stundað þar nám i klass- ískum píanóleik. Hann hefur því ekki náð „djassgripunum" enn þá en þau verða fljót aö koma. Ég veit að Árni er ágætur djasspíanó- leikari en það var gjörsamlega ómögulegt að gera sér grein fyrir hve góður hann er við hlustun á rafpíanóleik hans. Þægileg tónlist þeirra félaga varð meira og minna óþægileg fyrir þá sem vildu hlýða á hana af einhverri alvöru. í baráttu viö sumargoluna Á laugardaginn var lék kvartett Hauks Gröndals utandyra. Kvar- tettinn lék á Jómfrúartorginu við góðar undirtektir fjölmargra áheyrenda sem nutu veðurblíð- unnar og leiks þeirra Björns Thoroddsen, gtr., Gunnars Kvaran Hrafnssonar, bs., Matthiasar M.D. Hemstock, trm., og Hauks Grön- dals, altosax. og klar. Það er oft á tíðum erfitt að leika utandyra eins og flestir reyndir lúðrasveitamenn þekkja. Hér var engin undantekning. Haukur var stundum eilítið falskur á efri nót- unum og Thoroddsen og Kvaran dv-mynd: einar orn áttuí baráttu við sumargoluna sem m.a. flutti tóna þeirra í samflot við rokkhljómsveit sem var að leika í námunda við Lækjartorg. Þrátt fyrir þetta var kvartettinn einstaklega áheyrilegur. Þeir Bjöm og Haukur náðu vel saman og léku skemmtilega sveiflutónlist sem naut sín ekki síst þegar Haukur lék á klarínettið. Hér er kominn kvartett sem á eftir að skemmta landsmönnum vel og rækilega ef strákarnir fá fleiri tækifæri til að leika saman. Að minnsta kosti fannst „fastagestunum“ þess virði að bregða undir sig betri fætinum þegar kvartettinn lék „Girl from Ipanema" samkvæmt sérstökum óskum viðstaddra dans- ara! Ólafur Stephensen Pjé-ess: Þar sem Múlinn er ekki starfræktur á sumr- in væri ekki upplagt að fá flygil „Heita potts- ins“ lánaðan yfir á Jómfrúna á meðan Múlinn er í sumarfríi? _______________________Menrnng Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Undrabarn í Hallgrímskirkju Um helgina heldur Felix Hell, fimmtán ára gamall þýskur orgelleik- ari, tónleika í Hallgríms- kirkju. Felix Hell leikur á hádegistónleikum í kirkjunni á morgun kl. 12.-12.30 og á kvöldtón- leikum daginn eftir kl. 20. Meðal verka sem hann flytur eru orgelverk eftir Johann Sebastian Bach. Organistarnir sem koma fram í tónleika- röðinni Sumarkvöld við orgelið i sumar eiga það sameiginlegt að vera ungir og efni- legir og á Hell meira erindi i þann hóp en flestir aðrir. Frá tólf ára aldri hefur hann haldið tónleika vítt og breitt um heiminn og hvarvetna vakið aðdáun. Felix Hell fæddist í Þýskalandi árið 1985. Hann lék við fyrstu kirkjuathöfn sina á páskadag árið 1994. Sem barn hlaut hann mörg verðlaun í Þýskalandi bæði fyrir org- elleik og píanóleik, en hann hefur notið kennslu margra virtra organista víða í Evr- ópu. Felix Hell hefur nú þegar leikið inn á nokkra geisladiska og hann er aðstoðar- organisti við Saint Peter’s Lutheran Church í New York. Tónlist er ekki eina áhugamál hans þvi linuskautar og mótor- hjól eru líka hátt skrifuð. Hagyrðingar styrkja Þjóðlagasetrið Annað kvöld verður hagyrðingamót í íþrótta- húsinu á Siglufirði. Þar mætast fjórir lands- þekktir hagyrðingar: Halldór Blöndal, forseti Alþingis, séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest- ur, Ósk Þorkelsdóttir, út- gerðarmaður á Húsavík, og Þórarinn Eldjárn rithöfundur. Að lok- inni rimmu þeirra verður stiginn dans við undirleik siglfirsku hljómsveitarinnar Storma. Hagyrðingakvöldið er haldið til styrktar uppbyggingu Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þor- steinssonar á Siglufirði. Eins og kunnugt er þá festi Félag um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar kaup á Maðdömuhúsinu svokallaða, elsta húsi Siglufjarðar, en því er ætlað að hýsa þjóðlagasetrið. Sr. Bjami bjó i Maðdömuhúsinu á meðan hann vann að þjóðlagasöfnun sinni í lok 19. aldar og þar urðu Hátíðarsöngvarnir til sem sungn- ir eru í kirkjum landsins á stórhátíðum kirkjunnar. Ætlunin er að hefja endurbæt- ur á Maðdömuhúsinu og koma því í upp- haflegt horf. Hagyrðingakvöldið hefst kl. 21. og dans- leikurinn um kl. 23.30. Tónleikar utan dyra Á áttundu tónleikum sumartónleikarað- ar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu, laugardaginn 21. júlí, kemur fram Jazzkvartettinn Major. Kvartettinn skipa Snorri Sigurðarson trompetleikari, Ásgeir J. Ásgeirsson gítarleikari, Valdimar K. Sigurjónsson kontrabassaleikari og Ein- ar Scheving trommuleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa til kl. 18. Tónleik- arnir fara fram utandyra á Jómfrúartorg- inu ef veður leyfir, en annars inni á Jóm- frúnni. Aðgangur er ókeypis. Rósa á Hlemmi Á morgun kl. 16 opnar ■ Guðný Rósa Ingimarsdóttir I sýningu á I galleri@hlemmur.is. Þetta I er hennar sjötta I einkasýning. Sýningin ber I yfirskriftina Tognuð tunga I en þar ferðast listakonan á | milli nokkurra augnablika | með aðstoð verka frá þessu ■ og síðasta ári. „Eftir bruna hverrar skepnu var innvolsió eins og öfugsnúió. Viö eyddum nokkrum vikum d röngunni. Svo kom aó því aö einhver sagöi eitthvaó sem fletti okkur inn aftur. Veggur skyldi byggöur til varnar svo ekki yróu á okkur varanlegar skemmdir." Guðný Rósa útskrifaðist frá MHÍ 1994 og hélt þá til náms i Brussel þar sem hún hefur verið búsett síðan. Hún hefur verið virk í sýningahaldi þar ytra og hlotið viðurkenningar fyrir störf sín þar og hér heima. Galleri@hlemmur.is er opið frá fimmtudegi til sunnudags, kl. 14-18. Sýningunni lýkur 12. ágúst. Engin boðskort hafa verið send út en allir eru hjartanlega velkomnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.