Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Blaðsíða 7
7 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001____________________________________________________ DV Fréttir Kjartan Ólafsson tekur sæti Árna Johnsens á Alþingi: Flokkurinn ekki í sárum - segir nýr þingmaður Sunnlendinga DV-MYNÐ NH Tilbúinn að moka spillingunni burt! Garöyrkjubóndinn Kjartan Ólafsson sest á þing í kjölfar afsagnar Árna Johnsens. „Þetta mál er allt búið að vera afskap- lega leiðinlegt og erfitt fyrir alla þá sem að því koma. Það hefði nú verið skemmtilegra að taka þingsætið með öðrum hætti, það verður að segjast eins og er,“ segir Kjartan Ólafsson, sem verð- ur þingmaður Suðurlandskjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjölfar af- sagnar Árna Johnsens. Kjartan er framkvæmdastjóri Steypu- stöðvar Suðurlands á Selfossi frá 1998. Hann hefur verið formaður Samtaka garðyrkjubænda síðustu tíu árin. Kjart- an rekur iitla garðyrkjustöð við heimili sitt ásamt konu sinni. Kjartan segir Áma ekki hafa haft sam- band við sig eða aðra samstarfsmenn sína á lista sjálfstæðismanna á Suðurlandi síð- an DV greindi fyrst frá úttekt þingmanns- ins í BYKO fyrir réttri viku. Sjálfstæðis- menn á Suðurlandi hafa enn ekki kallað saman fund vegna málsins. „Þetta á sér stuttan aðdraganda og hlutimir hafa gerst mjög hratt. Þá tek ég undir orð for- sætisráðherra sem hefur sagt að þetta sé fyrst og síðast mál Áma sjálfs og hans að taka ákvarðanir um framhaldið. Hann tók sér þann tíma sem hann þurfti,“ seg- ir Kjartan og bætir við að sér hafi komið flest á óvart 1 máli Áma síðustu vikuna. „Ég átti ekki von á að menn væm að stunda þá iðju sem fjölmiðlar hafa lýst að undanfómu." Kallar á endurskoðun Kjartan er þriðji maður á lista Sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi en flokk- urinn náði tveimur þingmönnum inn í síðustu kosningum. Kjartan hefur því setið heima það sem af er kjörtímabil- inu, fyrir utan stuttan tima síðastliðið haust þegar hann settist á þing sem varamaður. Hann segir þingsetuna fram undan hafa í fór með sér ýmsar breytingar. „Þetta ber brátt að en þeir sem gefa kost á sér á framboðslista verða auðvitað að vera reiðubúnir að skipta skyndilega um vinnu. Ég tók þessa ákvörðun á sín- um tima. Þegar kosningaúrslit lágu hins vegar fyrir var ljóst að ég var ekki orð- inn þingmaður og þá ákvað ég halda áfram fyrra starfi mínu og standa mig á þeim vettvangi. Breytt staða kallar á endurskoðun ailra hluta og vissulega eru miklar breytingar fram undan sem ég verð að fara yfir með fjölskyldunni og sjálfum mér,“ segir Kjartan. Rokkurinn ekki í sárum Kjartan segir þingstarflð eiga eftir að mótast og hann sé ekki með málefna- pakkann í töskunni. „Þingmenn eru kjömir sem fúlltrúar ákveðinna lands- hluta og því kannski ekki óeðlilegt að mál, er varða kjördæmið, séu meira í brennidepli. Þingmenn verða samt fyrst og síðast að hugsa um hag þjóðarinnar því auðvitað er það stjórn landsins í heild sem vigtar mest á Alþingi,“ segir Kjartan. Mál Áma Johnsens hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal þjóðarinnar. Um fátt annað er talað og virðist engu skipta hvar í flokki menn standa; afstaðan ein- kennist af fordæmingu og hneykslan. Er Sjálfstæðisflokkurinn í sámm eftir þess- ar hremmingar? „Ég fæ ekki séð að flokkurinn sem slíkur sé í sárum. Hér hefur einn ein- staklingur lent í mikiili ógæfu og sú ógæfa tengist á engan hátt flokknum né þeim einstaklingum sem em á þingi fyr- ir flokkinn. Þetta mál á ekki að þurfa að skaða flokkinn á nokkum hátt,“ segir Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokks á Suðurlandi. -NH Fornleifarannsóknir í Reykholti í Borgarfirði: Rannsaka þúsund ára mannvistarleifar DV-MYND DANÍEL Fornleifarannsóknir í Reykholti Guörún Sveinbjarnardóttir stýrir hópi sex fornleifafræöinga sem rannsaka fornminjar í Reykholti í Borgarfiröi. Sex fomleifafræðingar vinna nú að rapnsóknum í Reykholti í Borg- arfirði. Uppgröfturinn, sem er á veg- um Þjóðminjasafnsins, mun standa í rúmar sex vikur. „Við erum að rannsaka gamla bæjarstæðið en þar stóð bær allt til ársins 1930. Elstu byggðaleifar sem unnt hefur verið að timasetja eru frá 10. eða 11. öld,“ segir Guðrún Sveinbjarnardóttir, sem stjómar fomleifauppgreftinum. Guðrún segir að mörg bygginga- skeið hafi verið greind en fyrst hafi menn komið niður á leifar ganga- bæjar sem trúlega hefur verið búið í frá 17. til 19. öld. Undir bænum fannst niðurgrafið hús, líklega kjall- Drífa Hjartardóttir: Formaður flokks- ins talar fyrir okkur „Ég hef verið á fundi í allan morg- un og vill ekki láta hafa neitt eftir mér um þetta mál. Formaður flokks- ins er sá sem talar fyrir okkur vegna máls Áma Johnsens," sagði Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi, í gær þegar DV leitaði til hennar um viðbrögð við afsögn Áma Johnsens. -NH ari, sem gæti verið frá 14. eða 15. öld. „Síðastliðið sumar fundum við mannvistarleifar sem eru frá 10. eða 11. öld og hyggjumst við rannsaka þær nánar í sumar. Það er ljóst að íjós og hlaöa voru byggð ofan á þess- ar leifar upp úr 1930 og því miður virðast þær byggingar hafa skemmt minjarnar töluvert." Guðrún segir vonir standa til að rannsóknin í Reykholti varpi ljósi á þróun bæjarhúsa á staðnum og ekki síst á upphaf byggðar á þessum slóð- um. Reykholt er ekki landnámsjörð en Guðrún bendir á að minjar um notkun hverahita hafi þegar fundist á staönum. „Við viljum gjarna skoða það betur auk þess sem til stendur að rannsaka bæði kirkju- grunna og kirkjugarðinn hér,“ segir Guðrún Sveinbjarnardóttir og bætir við að fornleifarannsóknir í Reyk- holti muni standa yfir næstu tvö sumrin. -DVÓ BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um afgreiðslur borgar- ráðs Reykjavíkur á auglýstum deiliskipulagstillögum og tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. í samræmi við 3. mgr. 18. gr. og 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar afgreiðslur borgarráðs Reykjavíkur á eftirtöldum skipulags- tillögum: Gufunes, akstursæfingasvæði deiliskipulag. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 8. maí sl. nýtt deiliskipulag fyrir akstursæfingasvæði neðan Gufunesvegar í Gufunesi Grafarvogi. Deili- skipulagstillagan var auglýst til kynningar frá 7. febrúar til 7. mars 2001 með athugasemdafresti til 21. mars. Ein athugasemd barst við tillöguna og voru gerðar á henni nokkrar breytingar í samræmi við athugasemdir. Umsögn um athugasemdirnar hefur verið send athugasemdaaðila og honum tilkynnt um afgreiðslu borgarráðs. Skipulagsstofnun var sent deiliskipulagið til skoðunar og gerði stofnunin ekki athugasemd við aö auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins yrði birt í B-deild Stjórnartíðinda (birtist 20. júlí). Sólvallagötureitur, Sólvallagata, Ánanaust, Holts- gata, Framnesvegur, svæðið innan þessa gatna. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 27. mars sl. deiliskipulag reits sem afmarkast af Sólvallagötu, Ánanaustum, Holtsgötu og Framnesvegi. Deili- skipulagstillagan var auglýst til kynningar frá 12. janúar til 9. febrúar með athugasemdafresti til 23. febrúar. Athugasemdir bárust frá 2 aðilum. Var tillagan samþykkt nánast óbreytt að öðru leyti en því að felld var niður kvöð um spennistöð sem gerð var athugasemd við. Umsögn um athugasemdirnar hefur verið send athugasemdaaðilum og þeim tilkynnt um afgreiðslu borgarráðs. Skipulagsstofnun var sent deiliskipulagið til skoðunar og gerði stofnunin ekki athugasemd við að auglýsing um gildistöku þess yrði birt í B-deild Stjórnartíðinda þegar smávægilegar lagfæringar hefðu verið gerðar á tillögunni (birtist 20. júlí). Gatnamót Vesturlandsvegar, Reynisvatnsvegar og Víkurvegar, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 27. mars sl. breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 varðandi gatnamót Vesturlandsvegar, Reynisvatns- vegar og Víkurvegar. Tillagan var auglýst til kynningar frá 8. desember 2000 til 5. janúar sl. með athugasemdafresti til 20. janúar. Athugasemdir bárust frá þremur aðilum. Ekki þótti ástæða til að taka tillit til athugasemda og var tillagan samþykkt óbreytt. Umsögn um athugasemdirnar hefur verið send athugasemdaaðilum og þeim tilkynnt um afgreiðslu borgarráðs. Umhverfisráðherra staðfesti breytinguna þann 20. júní sl. og hefur birt auglýsingu um gildistöku hennar í B-deild Stjórnartíðinda. Nánari upplýsingar eða gögn um framangreindar skipulagsáætlanir og afgreiðslu þeirra er hægt að nálgast á skrifstofu Borgarskipulags Reykjavíkur að Borgartúni 3, Reykjavík. Borgarskipulag Reykjavíkur. Reykjavík, 18. júlí 2001. Smáauglýsingar allt fyrir heimilið 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.