Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 DV Fréttir Vestmannaeyingar upplifa sorg vegna framgöngu þingmanns síns: „Taktu pusið í hnakkann<£ Skattalækkun á dísilbíla Sturla Böðvarsson samgönguráðherra áformar að lækka skatta á minni dísil- bifreiðar þannig að innfluningur á þeim aukist á kostnað bensínbifreiða. Sam- gönguráðherra kynnti í gær skýrslu um losun gróður- húsalofttegunda frá samgöngum. Um 25% til 30% minni útblástur er frá dísilbílum en bensínbílum. Tugur innbrota upplýstur Lögreglan á Akranesi og í Borgar- nesi upplýsti í dag bmbrot i 8 sumar- bústaði í Svínadal og Skorradal, sem framm voru um síðustu helgi. Fimm menn á aldrinum 16 til 20 ára voru handteknir í fyrrinótt eftir að hafa reynt að brjótast inn í húsnæði í Borg- arfirði og í kjöifar húsleitar hjá þeim fannst töluvert magn af þýfi úr eldri innbrotum. Atvinnuleysi eykst í júni voru 1.820 manns á atvinnu- leysisskrá. í þeim hópi voru tvöfalt fleiri konur en karlar. Jókst á höfuð- borgarsvæðinu þar sem það var 1,3%. Á landsbyggðinni batnaði hins vegar atvinnuástandið miðað við maímánuð, - RÚV greindi frá. Óljóst um orsök sjóslyss Enn er óljóst hvað olli því að Una í Garði sökk. Þrir skipverjar voru yfir- heyrðir í gær hjá lögreglunni í Kefla- vík. Þar kom fram að báturinn sökk á innan við mínútu og tveimur mönnum sem fórust hafi ekki tekist að komast úr bátnum. Skipstjórinn telur leka þó helstu skýringuna. Siv vongóð Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra er stödd í Bonn í Þýskalandi þar sem hún vonast til þess að hægt verði að út- færa frekar Kyoto- bókunina svoköÚuöu sem kveður á um los- un koltvioxíðs í andrúmsloft. Island hefur farið fram á að fá undanþágu frá takmörkunum. Olíuflutningabann Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að leggja til að bannað verði að flytja olíu og bensín um Hvalfjarðargöng og ítrekaði þar með samþykkt bæjar- stjómar frá 1999. Bæjarráðið bendir á nýlegt atvik þar sem bensín lak í Hval- fjarðargöngum með augljósri hættu fyrir vegfarendur. Kannski tækifæri Ómar Benedikts- son, framkvæmda- stjóri íslandsflugs, sagði stjómendur ís- landsflugs ekkert hafa rætt þá möguleika að félagið tæki upp flug á þeim áætlunarleiðum sem Flugfélag íslands hætti að fljúga á. „Við vorum á útleið i innanlandsfluginu en kannski er þama eitthvert tækifæri," segir Ómar við Fréttablaðið. Hættir gjaldtöku Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra lagði til á ríkisstjómarfundi í gær að flugleiðsögugjald af innan- landsflugi yröi fellt niður frá og með 1. ágúst. Tekjur ríkissjóðs af þessu gjaldi hafa verið um 45 milljónir á ári. Leitað að olíu Iðnaðarráöherra hefúr veitt norska fyrirtækinu InSeis leyfi til leitar að olíu og gasi innan íslensku efnahags- lögsögunnar. Þetta er i fyrsta skipti sem leyfi af þessu tagi er veitt á ís- lensku hafsvaeði samkvæmt heimild í lögum frá því í vor. -HKr. - sagði vinur í síma við beygðan Árna Johnsen Höföaból, helmlll Áma Johnsens í Vestmannaeyjum Árni var í gær í óöaönn ásamt smiöum aö klæöa þéttidúk á þakiö á nýþygg- ingu sem er viö hiiö hússins. Kannski mynd Árni vildi ekkert ræða þau mál sem tröllriðið hafa islenskum fjöl- miðlum að undanfömu. Þó féllst hann á, fyrir gamlan kunningsskap við Gunnar V. Andrésson ljósmynd- ara, að láta taka af sér mynd. Ella hefði hann líkast til tekið á móti blaðamönnum að sjómannasið eins og hann orðaði það. Hann vildi að myndin yrði tekin á einum af hans uppáhaldsstöðum, suður undir Stór- höfða á Heimaey. Myndatakan skyldi framkvæmd á klöppunum í fjörunni í svonefndri Klauf. Það var hins vegar ekki við það komandi að taka mynd af Árna við húsbygginguna, nóg væri samt að gert. Farðu bara á baksund og taktu pusiö í hnakkann! Árni sagði fátt á leiðinni niður í Klauf. Hann vildi ekkert ræða við- brögð flokksfélaga sinna, ráðherra eða sína hlið á málinu. Hann vildi frið til að íhuga stöðuna. Þó minntist hann á að hafa fengiö ótal símhring- ingar undanfarna daga. Mjög margar hafi verið frá góðum vinum og kunn- ingjum. „Einna vænst þótti mér um orð Guðlaugs Friðþórssonar (sem bjarg- aði sér á sundi á ótrúlegan hátt úr sjávarháska) sem sagði: „Ámi, farðu bara á baksund og taktu pusið í hnakkann!" - Þetta máttu hafa eftir mér,“ sagði Árni Johnsen. -HKr. Það er einkennilegt andrúmsloft í Vestmannaeyjum þessa dagana í kjöl- far ótrúlegra uppljóstrana um mis- ferli þingmannsins Áma Johnsens. Helst er hægt að lýsa því sem sorg, rétt eins og fólk hafi glatað einum af sínum bestu sonum. Á götum vill fólk helst ekki ræða málið, þykir það óþægilegt og finnur til með þingmanninum. Sjá má fólk ræða í hálfum hljóðum á götuhornum og á höfninni voru menn sammála um að þetta væri vandræðamál fyrir bæjarfélagið. Forráðamenn bæjarins hafa tekið svipaða afstöðu og vilja ekki ræða málið frekar en orðið er. Árni Johnsen, fyrsti þingmaður Sunnlendinga, tilkynnti Davíð Odds- syni forsætisráðherra í gær að hann myndi segja af sér þingmennsku á allra næstu dögum. I heila viku hefur vart verið um annað rætt á íslandi en mál Áma Johnsens sem uppvís hefur orðið að því að misnota aðstöðu sína sem formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins í eigin þágu. Blaðamaður og ljósmyndari DV brugðu sér til Eyja í því augnamiði að heimsækja Árna Johnsen að heimili hans, Höfðabóli, í gær. Árni stóð þá úti við lítið hús i burstabæjarstil sem hann er með í byggingu á lóðinni við hús sitt. Með honum voru tveir smið- ir að baksa við gráan þéttidúk í sól og vindsperringi. Dúkurinn skyldi fara á þakið sem síðan átti að tyrfa - en tek- ið var fram að þetta væri ekki dúkur úr Garöheimum!!! Búlö er aö drepa mig Það var greinilega bugaður maður sem mætti blaðamönnum DV og allt annar en sá kraftmikli og glettni Árni Johnsen sem landsmenn hafa kynnst í gegnum tíðina. Þrátt fyrir það sem á hefur dunið notar hann nú krafta sína við að klára þetta myndarlega hús sem talsvert hefur komið við sögu undanfama daga. Við hliðina á byggingunni var timburstafli merkt- ur frá verksmiðju með nafni BYKO sem svo mjög hefur komið við sögu. Árni þvertók fyrir að tjá sig nokk- uö um það sem á hefur dunið að und- anfórnu en sagði aðeins: „Hvað get ég sagt þegar búið er að drepa mig.“ Hann var greinilega mjög sár út í kollega sína í blaðamanna- stétt og engu líkara en hann gæti ekki skilið það írafár sem misnotkun hans á almannafé hefur valdið í þjóðfélag- inu. Sjálfur lýsti hann þessu strax á fóstudag í síðustu viku sem mistök- um og yfirsjón og vart var að finna það í gær aö það viðhorf hefði mikið breyst. Klapp á bakiö Árni Johnsen stendur þó ekki einn í öllum þessum hremmingum og það fúndu blaðamenn DV vel á meðan staldrað var við í Eyjum. Vinir Árna DV-MYNDIR GUNNAR V. ANDRÉSSON Ámi Johnsen í gær Fyrsti þingmaöur Sunnlendinga eftir aö hafa tilkynnt forsætisráöherra aö hann hygöist segja af sér. Þarna siturÁrni Johnsen á klöppunum í Kiaufinni á suöurhluta Heimaeyjar. komu einn og einn í hlað, gengu tU hans, klöppuðu á bakið og fóru að svo búnu. Heyra mátti hlýleg orð í hálf- um hljóðum á borð við „Árni, við erum gamlir Eyjapeyjar og stöndum saman, hvaö sem á dynur." Dúkurinn á þakið var þungur og þó Árni sýndist tveggja manna maki á móti smiðunum tveim þá gátu blaðamenn ekki horft aögerðalausir á án þess að rétta þeim hjálparhönd við að hemja dúkinn í vindsperringnum sem þama var. Litlu síðar bar að svartklæddan mann í jakkafótum, sem sagði fátt. Þar var enginn annar en presturinn Kristján Björnsson. Hann heUsaði Árna, smiðum og komumönnum. Óumbeðið greip hann fjögurra tommu planka tU að leggja smiðunum lið. Þannig var greinilegt að vinir Árna í Eyjum komu hver af öðrum til að stappa stálinu í niður- brotinn þingmann sinn þó fátt væri sagt. Húslð góða komið með dúkinn á þakið Byggingin, sem veröur meö torfþaki, hefur gengiö undirýmsum nöfnum. Hún hefur veriö kölluö kapella og grillskáli en Árni kallar þetta vinnuskúr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.