Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Síða 9
9
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001
Útlönd
Vestrænt friöarframlag í Makedóníu:
Skæruliðar hlíta
ekki tillögum Nató
Tilraunir Nató í átt að nýju
vopnahléi í Makedóníu virtust vera
að renna út í sandinn í morgun. Al-
banskir skæruliðar neita að draga
sig til baka frá svæðum sem þeir
náðu á sitt vald eftir að vopnahlé
leystist upp um helgina. í gær til-
kynnti Pieter Feith, sérlegur sendi-
maður Nató í Makedóníu, að sam-
komulag hefði náðst við skæruliða
og stjórnarherinn að þeir fyrr-
nefndu myndu draga sig til baka og
þeir síöarnefndu halda aftur af sér.
Albönsku uppreisnarmennirnir
skyldu fara frá svæðum í kringum
Tetovo fyrir klukkan 4 í morgun og
í kjölfarið gætu slavneskir flótta-
menn snúið aftur til heimila sinna á
svæðinu. í nótt sagði albanskur for-
ingi skæruliðanna hins vegar að
þeim væri ómögulegt að yfirgefa
svæði sín. „Við getum ekki skilið
eiginkonur og börn eftir í höndum
Tígranna og Úlfanna," sagði foring-
inn með tilvísan í nöfn sérsveita
Makedóníuhers.
í fyrradag var Makedónía á
Hreinsaö tii á McDonalds
Starfsmaöur McDonatds hreinsar til fyrir utan veitingastaö í Skopje, höfuö-
borg Makedóníu, í gær. Nóttina á undan réöust þjóöernissinnaöir slavar gegn
vestrænum fyrirtækjum, stofnunum og sendiráöum.
barmi stjórnleysis og kynþátta-
óeirða. Slavneskir þjóðernissinnar
réðust á sendiráð og alþjóðlegar
stofnanir eftir að stjórn landsins
sakaði Vesturlönd um aðstoð við
skæruliða Albana. Leiðtogi Sósíal-
istaflokksins, næststærsta flokks
Makedóníu, fordæmdi í gær óeirð-
imar og sagði lausn á vanda lands-
ins ekki fást með því að lýsa yfir
striði gegn öllum heiminum. „Við
töpum stríðinu áður en það byrjar,“
sagði hann.
George Robertson, framkvæmda-
stjóri Nató, og Javier Solana, fram-
kvæmdastjóri utanríkismála hjá
Evrópusambandinu, heimsækja
Makedóníu í dag. Þeir hitta Boris
Trajkovski forseta og leiðtoga
helstu flokkanna. Robertson neitaði
í gær að Nató fylgdi Albönum að
málum. Makedónska stjórnin krafð-
ist þess í gærmorgun að Vesturlönd
viðurkenndu að átökin væru al-
bönskum skæruliðum að kenna.
Þýska stjórnin gerði það í yfirlýs-
ingu síðar í gær.
Kim Jong-ll
Fyrsta heimsóknin til Rússlands.
Til fundar
viö Pútín
Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-
Kóreu, hóf í morgun sína fyrstu opin-
beru heimsókn til Rússlands. Með
þessari heimsókn er Jong-Il að þekkj-
ast boð Vladimír Pútín frá því hann
heimsótti i Norður-Kóreu í fyrra.
Jong-U mun ekki hitta Pútín fyrr
en 4. ágúst í næstu viku. Ástæðan er
sú að hann ferðast með lest þvert yf-
ir víðfeðmt landsvæði Rússlands sem
spannar, m.a. 11 tímabelti. Sama sem
ekkert er vitað um dagskrá heim-
sóknar Jong-Il. Ekki er vitað hvort
ferðin verður tekin í einum rykk eða
hvort Jong-Il stoppar í fleiri borgum
en Moskvu. Fulltrúi Pútins tekur á
móti Jong-Il við landamærin.
Mordida í Mexíkó
Lögreglumaöur í Mexíkóborg tekur hér á móti mordida, lítilli mútugreiöslu, frá ökumanni vegna umferöarlagabrots.
Þetta er viötekin venja í Mexíkó þar sem fólk sparar sér þaö tímafreka skrifræöi aö fara á næstu lögreglustöö og
skrá brotiö. Vicente Fox, forseti Mexíkó, hefur skoriö upp herör gagnvart víötækri spillingu í landinu. Spilling fyrirfinnst
á öllum stigum stjórnkerfis og þjóöfélagsins, hvort sem þaö er á dómstigi, hjá lögreglu eöa almenningi.
flllar gerðir festinga
fyrir palla og grindverk
á lager
Armúli 17, lOB Reyhjavík
Síml: 533 1334 fax: 55B 0499
BYGGINGAVINKLAR
..það sem
fagmaðurinn
nntar!
Moskva og Pétursborg
12. september verður borgarferð (15
dagar/14 nætur) til tveggja merkustu
borga Rússaveldis, Moskvu og
Pétursborgar. Þessar vinsælu ferðir
eru á vegum ferðaskrifstofunnar
Bjarmalands sem sérhæfir sig i Austur-
Evrópulöndum. Lögð er áhersla á góða
og fagmannlega fararstjórn enda hefur
Haukur Hauksson áratugsreynslu á
þessum slóðum og talar rússnesku
reiprennandi. í Rússlandi er
meginlandsloftslag, sumarið nær út
septembermánuð og hitastig i Moskvu
er um 18° C. Flogið er til Moskvu og
hin merka borg skoðuð. Farið verður
i járnbrautarlest til Pétursborgar
og þaðan flogið heim um Kaupmannahöfn.
Kynnið ykkur hina vönduðu dagskrá á
vefnum: www.austur.com Sendið
fyrirspurnir á: bjarmaland@strik.is
Allar nánari upplýsingar gefur Haukur
Hauksson i simum 848 44 29 og 554 06
66.
Lifið heil.
F.h. ferðaskrifstofunnar
Bjarmalands / O.O.O. Tri
kita turagenstvo,
Haukur Hauksson