Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. AGUST 2001 Hagsýni JL>V Gósentíö hjá hinum hagsýnu: Utsölulok um helgina Nú er sumarútsölunum að ljúka og hægt að gera mjög góð kaup. Hagsýni kíkti í Kringluna í gær en þar fer nú fram svokallaður götu- markaður þar sem verslanir setja punktinn yfir i-ið á verðlækkunum og þjóða ýmsar vörur á stórlækk- uðu verði. Nokkuð fjölmennt var í Kringlunni og ljóst að margir vilja nýta sér þennan kost. Auðvitað eru sumarfötin alltaf ráðandi á útsölum á þessum tima en inn á milli er t.d. hægt að finna góð skólafót á yngri hörnin, raftæki, skrautmuni, skó, snyrtivörur og fylgihluti og jafnvel ágætis skólatöskur á fínu verði fyr- ir börnin. Við tókum nokkra Kringlufara tali. Fyrst varð á vegi okkar Margrét Finnbogadóttir en hún stóð fyrir utan Hagkaup og skoðaði hvað var í boði þar. „Ég er að skoða fatnað á þarnaþömin og ég sé að hægt er að gera mjög góð kaup. Eins og t.d. í þessum buxum," segir hún og sýnir blaðamanni gráar buxur sem voru upphaflega á 1695 kr. en eru nú á 350 kr. „Maöur fær ekki efni í hálfa skálm fyrir þennan pening," segir hún. Hún segist nýta sér útsölurnar töluvert og kaupir jólagjafir á þeim. „Þetta er mikil búbót, sérstaklega ef maður á fullt af barnabörnum, eins og raunin er með mig." Næst hittum við fyrir Söndru Sig- þórsdóttur en hún var að skoða undirföt. Aðspurð sagðist hún ekki viss hvort hægt væri að gera góð kaup þrátt fyrir aö verðið væri lágt. „Mér list nú ekkert voðalega vel á þetta sem hér er," sagði hún og benti á fullan kassa af alls kyns undirfötum. „Ég er frá Egilsstóðum og fyrst ég var í bænum ákvað ég að kíkja en ég er nýkomin hingað og hef ekki skoðað mikið. En það getur vel verið að maður finni eitthvað sem manni líkar." Hákon Kristinsson og Guðfinna Fox voru að enda við að kaupa jakka í Herragarðinum þegar blaða- Spáð og spekúlerað Þó ekki hafi veriö mjög mikið að gera þegar þessi mynd var tekin er næsta víst aö um helgina veröur handagangur í öskjunni þegar verslanir lækka verö enn frekar og margir hyggjast gera góð kaup. mann bar að. „Ég varð að fá mér jakka, ég á ekki nema fjórtán stykki fyrir," segir Hákon. Fyrir jakkann greiddi Hákon 6.000 kr. en hann seg- ist ekki vita hvað hann kostaði áður. „Hann kostaði 15.000 kr.," skýtur Guðfinna inn í. Aðspurður segir Hákon að þau noti útsölurnar ekki mikið, þau versli frekar í út- löndum en Guðfinna er ekki sam- mála honum og segir að þau kíki af og til á þær. Hún hefur ekki keypt neitt af fótum á sig að þessu sinni en er hæstánægð með gæðakaffi og te í poka frá Hirti Nielsen. -ÓSB Hákon Kristinsson og Guöfinna Fox „Ég varö að fá mérjakka, ég á ekki nema fjórtán stykki fyrir," segir Hákon en hann greiddi 6.000 kr. fyrirjakka sem áður kostaöi 15.000 kr. Sandra Sigþórsdóttir „Ég hef ekki fundiö neitt enn þá en ég er líka nýkomin frá Egilsstöðum." Tilboð verslana Margrét Finnbogadóttir Hún kaupir jólagjafirnar á útsölunum og segir að það sé mikil þúþót. Seliungur v/Selectvcrslana 1 Tllvoöin gllcla tll 29. ágúst Q Maarud ttögur, 100 g 149 kr. Q Mónu Rex súkkulaölkex 49 kr. Q Nóa-kropp, ISO g 199 kr. Q Maltabltar, 200 g 229 kr. Q Mc Vltes Homewheat kex 179 kr. Q Snakkttskur, ýsa/stelnbít. 199 kr. Q Blue dragon núölur 49 kr. Q Oeteker pltsur, 330 g 369 kr. Q Oeteker pltsur, 430 g 399 kr. 1709 kr. (J) Rayovac lukt Hraðbúðir Esso Tllbobln gllda tll 31. ágúst. Q Homeblest (blátt), 200 g 139 kr. Q Doritos snakk, 200 g 239 kr. Q Doritos snakk, 50 g 79 kr. Q Stjórnupopp, 90 g 105 kr. Q Störnu ostapopp, ÍOO g 110 kr. Q Plk-nlk kartóttustrá, 113 g 209 kr. Q Gðu Undu buff 49 kr. Q Góuæölbltar 189 kr. Q Freyju lakkrísdraumur 89 kr. © Skyr.ls, 170 g 69 kr. Tllboöln gllda Gourmet læri Froslnn lambahryggur íslenskar agúrkur íslensklr tómatar íslenskt blómkál íslenskt kínakál íslenskt spergllkál tll 12. ágúst. 1092 kr. kg 839 kr. kg 189 kr. kg 189 kr. kg 295 kr. kg 259 kr. kg 295 kr. kg Helgartllbob, Q KJamaf. gril lambakótel. 1265 kr. kg Q KJarnaf. grill lambasn. 983 kr. kg Q Tex Mex lærl m/legg 636 kr. kg Q KJarnaf. raubvl. lambal. 908 kr. kg Q MS Boxari 79 kr. Q Undu marslpansúkk., 3 stk. 99 kr. Q Undu kafflsúkkulabl, 3 stk. 99 kr. Q IM tllbobsfranskar, 650 g 99 kr. Q e Húsráo Þau eru mörg ráðin sem til eru og létta okkur störfin á heimilinu og í garðinum. Hér koma nokkur slík sem gott er að hafa við höndina við hin ýmsu tækifæri. Veggfóörun bak við miðstöðvarofn Það er erfitt að veggfóðra bak við miðstöðvarofn. Séu hins vegar fest- ir tveir gluggatjaldshringir neðan í lengjuna og kefli stungið í þá frá hlið er langtum þægilegra að þoka veggfóðrinu á sinn stað. Hringirnir losna ef snöggt er kippt í keflið og þá er hægt að strjúka veggfóðrið með sérhannaðri málningarrúllu á löngu skafti sem ætluð er til notkunar bak við mið- stóðvarofha. Svalur drykkur Öl- eða vínflaska verður þægilega svöl í sólarbreiskju ef hún er sveip- uð í vott stykki og geymd þannig. Tekkborð lagfært Dýfðu stálull af vönduðustu gerð í vaselín og nuddaðu síðan borðplöt- una langsum eftir viðaræðunum uns hún er slétt og fín og allir blett- ir horfnir. Gættu þess að viðurinn sé þakinn vaselíni meðan á verkinu stendur. Þurrkaðu mestu feitina en farðu þó varlega. Láttu borðið bíða í 2-3 daga en þurrkaðu síðan feitina sem eftir er með mjúkum klút. Svampur í kertastjaka Nútímaleg, handunnin kerti eru skemmtileg - en fara því mið- , ur ekki jafnvel i öllum stjökum. Því er ráð að sníða mjóan svamprenning í stjakann. Hann styður við kertið ef það er í mjórra lagi. Fjölskyldu- stimpill Gúmmístimpill er dýr í fram- leiðslu, en þó er ódýr leið að þúa til stimpil fyrir alla fjöl- skyld- una. Þú hefur eyðu fyrir persónuna en setur heimilisfang og byggðarlag á stimp- ilinn. Þetta getur farið skemmtilega, einkum ef mannsnafnið er með öðr- um lit en stimpilblekið. Ryklaus borun Rykið breiðist um allt þegar þor- að er í vegg. Rektu þorinn í gegnum tóma eldspýtuskúffu og þrýstu henni að veggnum áður en borun hefst. Ryk og mylsna safnast nú í skúffuna í stað þess að þyrlast út um herbergið. Smáauglýsingar 550 5000 m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.