Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Page 7
Síðustu ár hefur Arnþór Birgisson verið meðal helstu popplagahöfunda Svíþjóðar. Og þar með
heimsins. Frá höfuðhorg poppsins, Stokkhólmi, koma flest ef ekki öll lög sem stærstu söngstjörn-
ur heimsins í dag syngja fáklæddar og dansandi í dýrum myndböndum. Jennifer Lopez, Ronan
Keating og Jessica Simpson (flettu þeim upp ef þú þekkir þau ekki, þá ertu orðinn gamall) hafa öll
sungið lög eftir Arnþór sem selst hafa í milljónum eintaka og tvisvar farið í 2. sætið á bandaríska
vinsældalistanum. Arnþór og Finnur Vilhjálmsson ræddu um poppbransann, peninga og ónefnd-
an heimsfrægan afturenda.
Framleiðir smellina 6 færibandi
Þegar ég hringdi f Arnþór á miðvikudagsmorgun var klukk-
an rétt rúmlega ellefu f Stokkhólmi, hitabylgja nýskollin á og
hann úti á stuttbuxunum fyrir framan stúdfóið sitt. Hann
færði sig inn f molluna og var þvíeflaust þakklátur er ég tók að
spyrja hann spjörunum úr.
Pilturinn fæddist árið 1976 á Patreksfirði en fluttist tveggja
ára gamall til Svfþjóðar þegar læknirinn, faðir hans, fór utan f
nám. Að námi loknu fengu foreldrar hans vinnu í Stokkhólmi
og fjölskyldan flengdist í ABBA-landi. Arnþór hóf skólagöngu
og við nfu ára aldurinn fór hann ftónlistarskóla og lærði söng
og hljóðfæraleik. Nú er tónlistarskólaganga við ungan aldur
svo sem engin ávfsun á milljónasölu á lagasmfðum sfðar meirá
ævinni, það vita hinir fjölmörgu sem komust f kast við fiðlu-
bogann og lömdu nótnaborð á unga aldri. Arnþór hafði aug-
Ijóslega einhverja náttúru í sér og innan við fermingaraldur
notaði hann herbergið sitt ekki sem einn stóran flöt fyrir
gelgjuskeiðsplaköt heldur bjó til stúdfó f þvf.
„Eg var alltaf f sveit á Islandi og fékk kaup fyrir. Kaupið not-
aði ég svo til að sanka að mér fleiri og fleiri græjum f herberg-
ið mitt. Þetta voru einföld tölva, hljómborð, mixerar og fjög-
urra rása upptökutæki. í 8. og 9. bekk var ég svo kominn með
smástúdfó þar inni og næstu árin meðan ég var f mennta-
skóla eyddi ég mestum mfnum tfma þar. A daginn voru það _
skólinn og körfuboltinn, á næturnar bjó égtil tónlist,“ seg-
ir Arnþór sem var liðtækur í körfubolta og gott betur en
það á unglingsárunum og spilaði meðal annars með yngri
landsliðum Islands fgreininni.
ÉC TRÚI ÞVÍ AÐ ÉG GETI FLOGIÐ
Undir lok menntaskólanáms Arnþórs datt hann f
lukkupottinn þegar fjölskylduvinur bauð honum afnot
af fullkomnu heimastúdfói sem hann átti af þeirri
ástæðu að honum sveið sárt aðstöðuleysi unglingsins
tónelska. Arnþór lærði þvf mjög ungur á alla helstu
þætti hljóðupptöku, um 18 ára aldurinn gat hann
meira en bjargað sérvið mixerborðið.
„Þá byrjaði ég að semja af futlum krafti, bæði fyrir
sjálfan mig og aðra söngvara hérna svo ég ákvað að
sleppa þvf að fara f háskóla og hella mér út f þetta.“
Hvernig voru þessi fyrstu lög sem þú varst að
semja, sem barn og unglingur?
„Margir skammast sfn fyrir sfn fyrstu verk og
finnst Iftið til þeirra koma en ég hlusta nú á þessi lög
stundum og finn alveg að tilfinningin, sem ég vona
að ég haldi enn f dag, var þá strax til staðar. Hljómur-
inn er náttúrlega alveg hrikalegur en ef ég horfi
fram hjá þvfþá er þetta allt flagi.“
Oetur þú lýst tónlistinni sjálfri nánar?
„Þetta var voða mikill R-Kelly fflingur. Ég var mjög
hrifinn af fyrstu plötunni hans á þessum tfma. Ein-
föld lög, trommutaktur, bassi og hljómborðsmelódf-
ur sem ég söng yfir. Svona, l-believe-l-can-fly stemn-
ing,“ segir Arnþór og hlær.
Mýktin var sem sagt ráðandi á fyrstu árum hans
sem lagasmiðs en f dag er Arnþór meira kominn út f
það sem Svfar kalla popp / R&B en aðrir hreinræktaða
poppmúsfk. Sjálfur hlustar hann á alla tónlist, allt frá
kántrfi (sumu) yfir f klassfk.
Hvert er málið með fjand*** Svíana og
, POPPIÐ?!
Nóg um fortfðina. I dag er Arnþór fyrst og fremst
þekktur sem Arnthor. Fyrstu árin sfn f tónlistinni
reyndi Arnthor að skapa sér nafn sem tóniistarmaður
og flutti lögin sfn sjálfur en sfðustu þrjú árin hefur
hann einbeitt sér að þvf að semja skotheld popplög sem
hann svo selur öðrum flytjendum.
Vinna Arnþórs fer þannig fram að f hálft ár semur
hann fullt af lögum, vinnur þau og safnar saman. Hann,
ásamt hinum poppgaldramönnunum f Stokkhólmi, er svo
með umboðsmann á sfnum snærum. Umbinn tekur lögin,
heimsækir plötufyrirtækin í Bretlandi og Bandarfkjunum,
kynnir þeim lögin og kemur með tillögur um lög sem honum
og lagasmiðnum finnst sniðin að hinum og þessum lista-
mönnum.
Fyrirtækin velja svo úr lög sem þeim þykir henta listamönn-
um á sfnum snærum, þeir syngja inn á lögin og vinna þau
kannski frekar f samvinnu við lagasmiðinn. Einnig hendir að
listamennirnir séu sendir til fundar við lagasmiðinn og þeir
vinni fsameiningu fleiri lög.
Síðan eru afurðirnar gefnar út. Og rifnar út. Sænskt popp f
flutningi enskumælandi fegurðardísa og -sveina selst í millj-
ónum eintaka og sænsku poppsmiðirnir eru þeir virtustu og
færustu f sfnum bransa. Þeirra á meðal Arnthor. Þótt hann sé
Islendingur.
Hvernig er það, af hverju eru Svíar (og þeir sem þar hafa
alist upp) svona rosalega færir íað semja vinsæl popplög? Það
er nánast sama á hvaða tíma maður lítur, alltaf hafa Svíar ver-
ið í fararbroddi í dægurlagasmíði. Óþarfi að nefna dæmi. Er
þetta eitthvað íkjötbollunum?
„Já, þetta hefur þróast svona. Það er hægt að nefna mörg
dæmi frá fyrri tfð en sá sem byrjaði þessa bylgju sem nú er í
gangi var Dennis Pop. Hann var maðurinn á bak við Ace of
Base, Doctor Albarn og fleiri. Síðan hafa aðrir fylgt í kjölfarið.
Þetta er bara eitthvað sem Svfar hafa, sænska mentalítetið.
Þeir virðast fljótir að grípa það sem virkar, geta tekið það
besta frá Bandarfkjunum, það besta frá Evrópu og sett það
saman fsfna eigin formúlu.“
Eru Svíar ekki bara mestu popparar íheimi? Heimsmeistar-
ar (poppi?
„Kannski. Fjölmiðlar, til dæmis Time, hafa fjallað talsvert
um lagasmiðina hér f Svfþjóð og ég man að f fyrra voru 6 lög af
10 á Billboard-listanum búin til f Svíþjóð. Við áttum tvö af
þeim. En það er dálítið merkilegt að við sem erum að semja
þessi lög, þar á meðal ég sjálfur - þetta eru kannski tfu til tólf
manns f heildina - eigum okkur líkan bakgrunn. Höfum
kannski gerí eina plötu og reynt að komast áfram sjálfir en
svo áttað okkur á þvf sem ég held að sé raunin, að Svfar og
kannski Skandfnavar almennt eru ekki „stjörnur“ f sér. Ég, að
minnsta kosti, hef ekki stjörnu-gáfuna, að standa á sviði og
allt sem f þvf felst. Það virðist eiga betur við Ameríkana og
Breta, einhvern veginn. Ég vil frekar vera á bakvið.“
Lopez, Keating, Simpson ... Arnthor
Ég spyr Arnþór út f samstarf hans við Svölu Björgvins-
dóttur sem herjar þessa stundina á markadinn og drepur
á rammgerðar dyr frægðarinnar.
„Ég var með eitt lag í huga fyrir Svölu sem ég taldi
henta henni vel. Eftir að samband komst á með okkur
kom hún hins vegar hingað til Svfþjóðar og upp úr því
samstarfi kom The Real Me sem ég og Svala unnum
saman. Þannig er best að vinna og oft semjum við mús-
fkina svona. Nema þegar um er að ræða stórstjörnur
eins og Jennifer Lopez eða Ronan Keating. Þá erum við
f sambandi við yfirmenn þeirra hjá plötufyrirtækjun-
um og kynnum lögin fyrir þeim. Þeir finna svo lag sem
þeim finnst pottþétt og halda að slái f gegn og þá hitt-
um við stjörnunar til að taka upp sönginn.“
Það er ekki til neitt fslenskt orð yfir „name dropp-
ing“ en hjá þvfverður ekki komist að hafa slfkt með f
viðtalinu, til að seðja forvitni mína og lesenda. Þvf
bið ég Arnþór um að nefna nokkrar stjörnur sem
hann hefur samið fyrir og unnið með. Hann telur þá
upp. Á ensku með sænskum hreim. Mér verður
ósjálfrátt hugsað til Björns og Benna f ABBA.
„Bíddu nú við ... I Bandaríkjunum eru það Jennifer
Lopez, Jessica Simpson og 98 degrees. í Evrópu Ron-
an Keating, Samantha Mumba og margir, margir
fleiri sem sumir eru ekki jafnþekktir. Ekki ennþá að
minnsta kosti. Ég man ekki eftir fleirum f svipinn,
týpfskt að fá „blackout“ f viðtali,” hlær Arnþór og ég
fullvissa hann um að þetta sé nú svo sem nóg.
En veistu hvað mörg lög eftir þig hafa verið keypt,
sungin aföðrum og gefin út?
„Ég heyrði einhvers staðar að þau væru á bilinu 70
til ioo. Ég veit það ekki nákvæmlega, þetta er á fjög-
urra ára tfmabili."
Textar popplaga eru oftar en ekki einhæfir svo ekki
sé meira sagt. Ég spyr Arnþór hvort hann semji og
beri ábyrgð á orðunum jafnt og músfkinni.
„Ég sem oftast viðlagið sjálfur en læt aðra um af-
ganginn af textanum. Ég hef þó oftast einhverja hug-
mynd um um hvað hann á að fjalla og legg Ifnurnar en
til að málið verði rétt, slétt og fellt fáum við fólk til að
klára verkið fyrir okkur."
Í5LENDINGUR RIFJAR UPP KYNNI SÍN AF
FRÆGASTA RASSl í HEIMI
Það lag Arnþórs sem notið hefur mestra vinsælda seg-
ir hann vera Play sem Jennifer Lopez syngur. Sagan á bak
við hvernig lagið fór frá Arnþóri inn í barkann á henni er
nokkuð sérstök en það gerðist nánast fyrir tilviljun.
„Við höfðum samið lag fyrir 98 degrees, Una Noche, sem
gengið hafði vel f Amerfku. Tommy Motola, bossinn hjá Sony,
fannst athyglisvert hvernig það var sett saman. Hann flaug
þvf hingað í einkaþotunni sinni og átti nokkra fundi bæði með
okkur og öðrum. Þegar við hittum hann vildi svo til að ég var
einmitt að leika mér að þessu lagi. Hann heyrði lagið, sem var
þá afar hrátt, varð allur uppveðraður og sagði að þetta gæti
vel passað fyrir einhverja aðra grúppu sem hann nefndi. Ég var
hins vegar með Jennifer Lopez f huga og spurði hvað honum
fyndist um það. Hann var svona Ifka sammála þvf, hrópaði upp
yfir sig og hringdi strax f umboðsmanninn hennar. Sá fékk að
heyra lagið á staðnum gegnum sfmann og eftir tvær vikur vor-
um við komnir til New York að taka upp sönginn með Jennifer
Lopez.“
Jæja, hugsa ég og finnst við eiginlega vera að koma að
kjarna málsins f þessu viðtali. Spyr Arnþór svo að sjálfsögðu
nánar út f samstarfið. Heyra má saumnál detta ...
„Hún er yndisleg, bara. Mjög jarðbundin og vinaleg. Laus við
alla stjörnustæla og þekkir sfnar takmarkanir. Hún er fyrst og
fremst leikkona og módel og treysti okkur fullkomlega fyrir
vinnslu lagsins. Ekki það að hún geti ekki sungið. En maður
lendir oft fótrúlegum stælum hjá R&B fólkinu úti ÍBandarfkj-
unum. Þetta var mjög ánægjuleg vika.“
Þá er komið að þvf, gott fólk. Eini Islendingurinn sem vitað
er til að hafi komist í námunda við mest umtalaða bossa í
heimi leysir frá skjóðunni!
Og hvernig fannst þér á rassinn á henni? Var hann jafntil-
komumiklll og af er látið? Var hann stór?!
„Hann var bara æðislegur," segir Arnþór og hlær. „Allir vinir
mfnir spurðu mig út f þetta þegar ég kom heim. Ég er persónu-
lega ekkert voða hrifinn af pfnkurössum þannig að mér leist
bara vel á. Ekki það að um hafi verið að ræða einhvern risa,
eins og maður hefur heyrt. Bara alveg eins og það á að vera.
Hún er Ifka náttúrlega gullfalleg, stelpan. Lítur út eins og Guð
hafi búið til eitthvað ... eitthvað ...“
Arnþór hikar og ég botna setninguna: And Cod created
woman?“
Hann samsinnir því.
Á TOPPSÆTIÐ EFTIR - $$$?
Ég fer út f tölfræðina enn og aftur og spyr Arnþór hvaða
lag hans hafi komist hæst á bandarfska vinsældalistann,
áðurnefndan Billboard-lista.
„Lag eftir mig hefur tvisvar komist f annað sæti. Una
Noche með 98 degrees og Gotta Tell You með Samantha
Mumba. Ekki hærra, það virðist fylgja mér. Play var
aldrei gefið út sem smáskífa af markaðsiegum ástæð-
um en komst samt í þriðja sæti og sama var með
Jessicu Simpson. Hún fór f 6. sæti bara gegnum út-
varpsspilun. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef þessi lög
hefðu komið út á smáskffum. Stressa mig heldur ekki
á þvf. Það er gott að eiga eitthvað eftir.“
Eftir tal Arnþórs um milljónasölu á plötum með
lögunum hans er ekki annað hægt en að spyrja hann
hvernig hann fái borgað fyrir sfna vinnu.
„Maður gerir samning við plötufyrirtækin um
hvert lag. Bæði fær maður vissar prósentur af plöt-
unni og eins greitt fyrir vinnuna við að semja og
pródúsera lagið. Svo er Ifka greitt hlutfall af útvarps-
spilun. Þetta kemur úr þremur áttum en seint, því
hlutirnir taka tfma f þessum bransa. Ég fæ Iftið borg-
að fyrr en platan hefur selst og búið er að skipta
kökunni."
Af plötusölunni að dæma hlýtur þú að vera orðinn
vellríkur?
„Ég veit ekki. Já, flestir myndu nú segja það, held
ég. Ég er ánægður. Sérstaklega með það að geta
verið að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt
að gera."
Égvil ekki vera hnýsinn en getur þú gefið mérein-
hverja grófa almenna hugmynd um hvaða fjárhæðir
lagasmfðar gefaaf sér?
„Ja, þeir segja það að hit-lag f Amerfku gefi um
tvær milljónir dollara. Af þvf fær höfundurinn f Svf-
þjóð helming, því salan er í útlöndum. Þá er það ein
miltjón dollara fyrir höfundinn, um hundrað milijónir
íslenskar, er það ekki?“
Já, ef þetta eru launin sem þú ert að hala inn
myndu nú flestir vera sammála um að þú hefðir það
bara nokkuð gott.
„Mér finnst það. Ég er yfir mig ánægður. Það eru
svo margir f þessum bransa sem berjast f bökkum. En
ég lifi ekkert hátt og kostnaðurinn við sjálfan mig er
ekki mikill. Ég og konan mfn eigum okkar íbúð niðri f
bæ, svo vinn ég bara og við förum f okkar fríeins og aðr-
ir. En ég er veikur fyrir bílum og hef mikinn áhuga á
þeim svo ég leyfi mér smámunað þar.“
Konan og bílarnir, Ísland eða Svíþjóð?
Ég forgangsraða rétt og spyr Arnþór fyrst um hjúskap-
arhagi hans. Hann er nýgiftur, frá því í apríl, sænskum
barnaskólakennara. Arnþór segir frábært að konan sé á öðr-
um starfsvettvangi þvf þá geti hann hugsað og talað um ann-
að en vinnuna utan hennar. Þá að bflunum.
Og hvað leynist svo (bílskúrnum?
„Ég á nýjan Cadillac Escapade-jeppa. Stóran lúxusdreka, ég
hef gaman af stórum jeppum. Og svo Mercedes Benz CLK,
svona Kompressor-bíl. En stærri gerðina, ekki litla stelpubfl-
inn! Ég er ekki mikill sportbflamaður.“
Að lokum þjóðrækin spurning fyrir eigingjarna Islendinga.
Eftir að hafa búið frá tveggja ára aldri f Svfþjóð, hvort lítur
Arnþór frekar á sig sem íslending eða Svfa?
„Sveitardvölin og þátttaka mfn með körfuboltalandsliðinu á
unglingsárunum héldu við og endurnýjuðu tengsl mfn við ís-
land og ég lít ioo prósent á mig sem íslending. Er með fslenskt
vegabréf meira að segja. Mér finnst það ffnt. Það er svo Iftið til
af Islendingum f heiminum.“
17. ágúst 2001 f ó k u s