Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Side 8
Ragna Sara Jonsdóttir blaðamaður Efni Kaffigerðartækin mín standa mjög nærri hjarta mínu um þessar mundir. Eg var að fá mér nýjan perkúlator og mjólk- urfroðuvél og hef verið að dunda mér við að búa til Café Latte seinustu daga. Nátt- úra Islands er mér líka ofarlega í huga, það er hægt að hafa margt gagn af henni, jafnt efnislegt sem og andlegt. Ætli sólin sé svo ekki það sem stendur upp úr. Mað- ur kann sérstaklega vel að meta hana þegar maður býr á landi sem þessu. Andi Afró'tímarnir hjá honum Orville í Kramhúsinu eru ansi magnaðir, sömu- leiðis andi unnusta míns, hans Stefáns Sigurðssonar, sem er reyndar ekki sá sami og var með „Rólegt og rómantískt" í gamla daga, og svo að lokum áhyggju- leysi fátæka fólksins sem ég kynntist í Mósambík og Svasílandi. Ég hefði ekkert á móti því að hafa jafn afslappað hugar- far og það. Næstkomandi laugardag verður haldin Menningarnótt í Reykjavík og í tilefni af því verða söfn, kirkjur, veitingahús, verslanir og gall- erí opin fram eftir kvöldi. Alls kyns uppákomur setja svip sinn á borgina en dagskráin verður með mjög fjölbreyttu sniði. Menning- arnótt ber að þessu sinni upp á laugardaginn 18. ágúst sem er einnig 215. afmæiisdagur Reykjavíkurborgar. Klukkan 12 á hádegi mun Ingibjörg Sólrún Gísiadóttir setja hátíðarhöldin ásamt Reykja- víkurmaraþoni sem fer fram sama dag. Að því loknu hefst svo hin blómlega dagskrá og stendur hún ailan daginn og fram á nótt. Grand rokk á Grand Rokk Það veröur hart rokk sem ræður ríkjum á Grand Rokk á laugardaginn en þá leika hljómsveitirnar Elixlr, Changer, Sólstafir og Forgarður Helvítis fyrir gesti. Fyrsta sveitin stlgur líklega á svið upp úr 22.30 og síðan munu þær hver fylgja á eftir annarri. Forgaröur Helvítis er um þessar mundir að vinna að nýju efni og eru upp- tökur á þvl I fullum gangi. Hljómsveiin munu væntanlega flytja eitthvað af nýju lögunum I bland við eldra efni. Sólstafir hafa líkt og Forgarður Helvltis verið starf- andi I langan tima og eru þeir orðnir ein þéttasta hljómsveit landsins. Þetta verða þvl hörku tónleikar með tveimur af reyndari böndum landsins ásamt tveim- ur efnilegum af yngri gerðinni. Áhugasamt fólk um þétt rokk, brennandi kirkjur og niðurrif kerfisins ætti því ekki að láta sig vanta á Grand Rokk á laugardag- Tónlist, veitincar oc óvæntar uppákomur Þeir sem eiga leið um Lækjargötuna á laugardag ættu endilega að stal- dra við I Top Shop því þar verður margt um að vera. Frá kl. 18 og fram eftir kvöldi verður boðið upp á veitingar og góða tónlist sem viöstaddir geta notið á meðan þeir skoða það nýjasta I fatatískunni frá Top Shop. Einnig verður boðið upp á fjölda óvæntra uppákoma og stendur Top I Shop þar að auki fyrir tískusýningu I samvinnu við Eskimo Casting þar f sem kynntir verða þátttakendur I Ford-fýrirsætukeppninni. Sýningin | verður kl. 17 á Ingólfstorgi og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. 1 JÓELOC JAGÚAR Það verður nóg um að vera á Thomsen á menningarnótt. Frá kl. 22 leikur kvartett Jóels Pálssonar lifandi djass eins og honum einum er lagið. Hann munu halda uppi fjöri fram að miðnætti en þá mun Tríó Margeirs Ingólfsson- ar taka völdin. Ætlun Margeirs og félaga er að halda uppi góðri stemningu meö deep disco tónlist sinni alveg þangað til að Árni E. mætir I hús með plötuspilarana sína. Hann ætlar síðan að halda partlinu gangandi með brjál- aðri house-stemningu fram eftir nóttu. Á Vegamótum verða meðlimir Jagú- ars frá kl. 19. Þeir munu leika léttan djass fyrir gesti og gangandi en tón- i leikar með fullskipaðri hljómsveitinni hefjast svo upp úr miðnætti. Aðgangs- j eyrir er 500-kall inn á Thomsen eftir kl. 01 og 1000 krónur á tónleika Jagú- J ars á Vegamótum. Utidansleikur með Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar Geirmundur Valtýsson er íslendingum góðkunnur. Þessi síhressi sveiflukongur ætlar aö fljúga yfir heiðar og skemmta Reykvíkingum eins og honum einum er lagið. Það verður sem sagt norðlensk stemning á Naustinu kl. 22 þegar hetja norðanmanna stígur með hljómsveit slna á svið. Dansleikurinn verður Tryggvagötumegin við Naustið og er viss- ara að mæta þangað tímanlega því að margt verður um manninn enda ekki á hverjum degi sem helsta stjarna Norðurlands mætir til höfuðstaöarins til þess að skemmta. Þetta er eitthvað sem eng- inn ætti aö láta fram hjá sér fara. Danskur djass í Norræna húsinu Trióið KAK eða Koppel-Andersen-Koppel er band skipað reyndum dönskum hljóðfæraleikurum og leika þeir djass á heimsmælikvarða. Þeir hafa verið að spila saman I sjö ár og eru eftir þann tíma orðnir svo ótrúlega samæfðir að það jaðrar viö hugsanalestur. Ekki alls fyrir löngu gáfu þeir út plötuna „Kakophon- ia“ sem er byggð upp á gömlum slögurum I bland við snilldarlegar improviseringar þeirra félaga. Þetta er einstakt tækifæri fýrir djassaðdáendur að sjá sanna meistara að verki en KAK mun leika fyrir gesti I Nor- ræna húsinu kl 18. Gulli Briem í Landsbankanum Opið hús verður I húsakynnum Landsbankans í Austur- stræti frá kl. 18. Þar verður margt að gerast og má þar helst nefna að meistararnir Gunni og Felix verða með uppistand auk þess sem Karl Ágúst Úlfsson ætlar að fara á kostum. Einnig verður Dixielandhljómsveit Árna ísleifssonar á svæðinu ásamt listasystrunum Rut og Gullu Olsen. Hápunktur kvöldsins er svo kl. 20 þegar að Gunnlaugur Briem frumflytur trommuverk. Aðal- steinn Ingólfsson verður svo með kynningu á vegg- myndum sem hanga I afgreiðslu Landsbankans. Fluceldar, fjöldasöncur OC ANNAÐ áhugavert Rugeldar munu fara á loft frá Faxagarði kl. 23, umsjón meö flugeldasýningunni er I höndum Hjálparsveitar skáta I Reykjavlk. Á meðan á þessu stendur verður samsöng- ur menningarnæturgesta undir stjórn Garöars Cortes sem mun njóta aöstoðar Óperukórsins og Lúðrasveitar verkalýðs- ins. Að flugeldasýningunni lokinni mun slagverkshópurinn Benda frumflytja for- leik. Annað sem vert er aö benda á er að Apparat spilar I listasafni ASÍ kl. 17, auk þess sem nýja leikhúsið Vesturport verður með sýningu og Galleri Hlemmur verður með áhugaverða hluti I boði. Alls kyns upp- ákomur verða svo eitthvað fram eftir kvöld- inu, skemmtistaðir og kaffihús verða að sjálfsögðu opin eins og venjulega. Undan- farin ár hefur þátttaka verið mjög góð og þvl ekki von á öðru en fjöldi fólks leggi leið sína I bæinn á laugardag. Féhgitlml Sköá OFUltHET.HJlt II\ l ltSIH<;SI\S Þetta eru mjög einstakar myndir. Það er sjaldan að menn komist svo nærri skóm á þessum árstíma. fókus 17. ágúst200l Um miðjan ágúst og fram í byrjun september er fengitími hjá skóm. Þeir verða þá nokkuð úrillir og erfiðir viðureignar. Þeir eru fáir sem lagt hafa líf sitt og limi í hættu til að ná myndum sem þessum. Þetta eru fyrstu myndirnar af mökum skóa. Eins og sést þá leggst vinstri skórinn alveg upp að þeim hægri án þess þó að fara upp á hann eins og maðurinn hefur tilhneigingu til. Kynfæri skóa eru vísindunum hulin ráðgáta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.