Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Qupperneq 10
Poppíuolar
Leiðinlegt fyrir Metallicu
Það tókst loks að lama Napsterinn en eins og margir höfðu spáð þá eru
þegar komnir nokkrir vefir sem bjóða sams konar þjónustu og sem hljóm-
plötuiðnaðurinn hefur ekki höfðað mál gegn enn
þá. Vinsælastur þessara vefja er sennilega audioga-
laxy.com, en hann þykir bæði einfaldari og örugg-
ari en keppinautarnir.
Tímaritið Rolling Stone gerði úttekt á nokkrum
þekktari vefjanna sem eru að hlaupa f skarðið sem
Napster skilur eftir sig. Þetta eru auk audiogalaxy:
winmx.com, limewire.com og morpheus sem finna
má á musiccity.com. Það þarf að sækja sérstök forrit á viðkomandi vefi til
þess að geta notað þá en þegar það er búið þá má leita að þvf sem hugurinn
girnist rétt eins og á Napsternum. Rolling Stone mælir með audiogalaxy en
samkvæmt download.com, sem birtir lista yfir 50 vinsælustu vefina til þess
að sækja sér tónlist á þá, er musiccity með morpheus-forritið vinsælastur.
Þess má að lokum geta að Rolling Stone prófaði að leita að Enter Sandm-
an með Metallicu á áðurnefndum vefsfðum og það fannst auðveldlega á þeim
öllum. Aumingja Metallica...
PULP-PLATA Á LEIÐINNI.
Það hefur Iftið borið á Pulp sfðustu ár en nú mun
vera von á nýrri plötu þaðan f október. Platan, sem
enn hefur ekki fengið nafn, kemur út 15. október en
fyrsta smáskffan, Trees, kemur út hálfum mánuði
fyrr. Nýja platan er tekin upp undir stjórn sjálfs
Scott Walkers, en þetta er f fyrsta sinn sem hann
pródúserar efni með öðrum tónlistarmönnum.
Upphaflega átti platan að koma út f nóvember
2000 en megnið af upptökunum sem þá voru til-
búnar voru settar til hliðar þar sem þær þóttu ekki nógu góðar og hljómsveit-
in byrjaði upp á nýtt. Nýja platan mun ekki vera jafn poppuð og meistaraverk-
ið Different Class en töluvert léttari og hressari en This Is Hardcore sem kom
út fyrir þremur árum. Það verður gaman að heyra hvernig til tekst, enda Jar-
vis Cocker langskarpasti brit-popparinn...
PUFF, PUFF, DlDDY, DlDDY, PUFF ...
P. Diddy var að senda frá sér nýja plötu, The Saga Continues. Platan er
reyndar skrifuð á P. Diddy & The Bad Boy Family og inniheldur lög með öllum
helstu stjörnum Bad Boy-útgáfunnar, oftast f félagi #
við Puffy sjálfan en Ifka án hans. Black Rob, Mark
Curry, Loon og Carl Thomas eru á meðal þeirra sem
koma við sögu og svo auðvitað aðaldiva útgáfunnar,
Faith Evans, sem er frábær að vanda.
Platan fór ágætlega af stað f sölu vestanhafs, fór
beint f 2. sæti Billboard-listans. Helsta viðfangsefni
Puffys á plötunni eru málaferlin sem hann stóð f fyr-
ir skemmstu og svo er lagið I Need a Girl (to Bella),
samið til hans fyrrverandi, Jennifer Lopez. Puffy er f
hlutverki „ofsótta fórnarlambsins sem ekki tókst að brjóta niður“ á plötunni
og hreykir sér óspart. Rapparinn Shyne, sem var dæmdur f fangelsi fyrir
vopnaburð á sama tfma og Puffy var náðaður, kemur minna við sögu...
Annars er aldrei að vita nema nú fari að draga til tfðinda þegar helsti
keppinautur Puffys frá blómaskeiði gangster-rappsins, Marion „Suge“
Knight, er laus úr fangelsi. Suge hefur heitið þvfað koma Death Row-merkinu
aftur á kortið.
Heitt VÖGGUVÍSU-TEKNÓ
Það er nóg að gerast hjá hljómsveitinni múm þessa
dagana. Upptökur á nýrri plötu eru brátt að hefjast og
Yesterday Was Dramatic... alltaf að kom út á fleiri stöð-
um, nú sfðast f Japan. Thule var líka að gefa út disk með
remixum af plötunni og annar slfkur diskur er væntanleg-
ur hjá þýska raftónlistarmerkinu Morr Music fseptember.
múm eru Ifka að vekja athygli f Bandarfkjunum. Tfma-
ritið Rolling Stone gefur árlega út sérhefti yfir það sem
er heitast ftónlist, kvikmyndum, bókmenntum, listum og
öðru sem áhugavert þykir. í ár eru það 14 tónlistarmenn
sem fá „heitt“-stimpilinn, þ.á m. múm, sem blaðið segir að
leiki „vögguvfsu-teknó“. múm er nefnd sem „heit fslensk
innflutningsvara“. Hvað með Svölu?
Velska hljómsveitin Super Furry Animals þótti lengi vel ein
af lélegri brit-pop-sveitunum. Hún hefur verið að sækja í
sig veðrið með hverri plötu síðan hún spilaði í Tunglinu við
dræmar undirtektir fyrir nokkrum árum. Trausti Júlíusson
hlustaði á nýju plötuna, Rings Around The World, sem m.a.
er tilnefnd til Mercury-verðlauna.
Batncmdi sveit
er best aS lifa
Rings Around The World er fimmta plata Super
Furry Animals. Hún þeirra fyrsta plata fyrir Sony-út-
gáfurisann en áður voru þeir hjá Creation sem und-
ir lokin var reyndar líka stjórnað af Sony. Platan er
tilnefnd til Mercury-verðlaunanna og hefur víða
fengið mjög góða dóma, t.d. í tímaritum fyrir lengra
komna rokkáhugamenn, eins og Mojo og Uncut.
Óvænt velgengni Mwng Super Furry Animals er
skipuð þeim Gruff Rhys, söngvara og gítarleikara,
Cian Ciaran hljómborðsleikara,
Huw Brunford gítarleikara,
Guto Pryce bassaleikara og
Dafydd Ieuan trommara.
Hljómsveitin var stofnuð árið
1995 og byrjaði sem teknó-
hljómsveit. Þeir félagar gáfu út
tvær smáskífur (m.a. hina
tomefndu Llanfairpwll-
gwyngyll) áður en að þeir gerðu
samning við Creation-plötufyr-
irtækið, en fyrsta stóra platan
þeirra, Fuzzy Logic, kom út í maí
1996 í miðju brit-pop-æðinu.
Næstu plötur voru svo Radiator
(1997) og Guerilla (1999). Eftir
að Creation lognaðist út af gáfu
þeir út eina plötu á sínu eigin
plötufyrirtæki, Placid Casual,
en það var platan Mwng sem
kom út í fyrra og sem er öll sungin á velsku. Mwng
seldist töluvert og þar sem kostnaður við gerð henn-
ar var mjög lítill þá er hún sú plata þeirra sem þeir
hafa haft mest upp úr fjárhagslega.
Metnaðarfullt verk
Eins og áður segir er Rings Around The World
fyrsta plata SFAfyrir Sony. Óg ólíkt Mwng þá var f
engu til sparað við gerð hennar. Platan er að mestu
tekin upp í Woodstock en hljóðblönduð og
áframunnin í Wales og London. Upptökur tóku 7
mánuði en hugmyndavinnan við plötuna hófst í
apríl 2000. Platan kemur bæði út sem venjulegur 13
laga geisladiskur og sem DVD-plata og telst vera
fyrsta platan sem kemur út samtímis í CD- og DVD-
útgáfum. DVD-útgáfan inniheldur, auk laganna 13 í
venjulegu stereo mixi, Surround Sound mix, 16
endurvinnsluútgáfur eftir listamenn á borð við Kid
606, Lesser, Massimo, Atmos og The High
Llamas og tónlistarmyndbönd við öll lögin eftir 12
höfunda, þ.á m. eitt eftir meðlimi Dogma-hópsins.
„What Coes On fyrir SMS-kynslóðina"
Tónlistarlega er platan líka mjög metnaðarfull.
Þeir félagar nota ótal aðstoðarmenn, allt frá John
Cale, Paul McCartney og Sean O’Hagan upp í
strengjasveitir og blásara. SFA
koma líka víða viðtónlistarlega á
plötunni. Það má greina áhrif ffá
Burt Bacharach, þýsku teknói,
Beach Boys og þjóðlagatónlist,
svo eitthvað sé nefnt. Rings
Around The World er concept-
plata (þ.e.a.s. unnin út frá einni
grunnhugmynd) og fjallar um
ástandið á jörðinni — umhverfis-
mál og alþjóðamál. Mojo kallaði
hana „What Goes On fyrir SMS-
kynslóðina". Það má kannski segja
að öllu ægi saman á plötunni en
hún kemur samt merkilega vel út
úr nokkrum hlustunum. Þó að lög-
in séu ólík þá mynda þau ágæta
heild og útkoman verður fjöl-
breytt og margslungin en ekki los-
araleg og óreiðukennd.
DVD - TÓNLISTARFORM FRAMTÍÐARINNAR?
Þeir SFA-félagar segjast ekki vita hvort þessi plata
þeirra sé fyrsta DVD-platan og að í framtíðinni
verði allar plötur unnar með þessu móti eða hvort
þetta verði bara ein af örfáum DVD-plötum áður en
formið gleymist eins og átta rása spólurnar og Beta
vídeótækin. Þeim fannst spennandi að prófa að búa
til svona plötu og þar sem þeir fengu tækifæri til
þess þá létu þeir vaða. Þeir segjast líka hafa nálgast
vinnuna við plötuna á eftirfarandi hátt: „Hvernig
sem útkoman verður og jafhvel þó að okkur verði
sparkað þá viljum við búa til plötu sem við getum
enn hlustað á eftir fimm ár og sagt: Við gerðum
þetta og við fengum heita pottinn á hverju kvöldi
líka.“
ItvqS fvrir skemmtileaar niSurstaSa
plö^udomar hvern? staðreyndir
Cafe_Oel Mar x k k . Flytjandi: Ýmsir Platan: Café Dol IVIar Volumen Oclio Útgefandi: Mercury/Skífan Lengd: 57:14 mín. Café Del Mar er sennilega þekktasta sumarchill-serían. Þetta er áttunda platan í rööinni. Serían heitir eftir sam- nefndu strandkaffihúsi á Ibiza. Á meö- al flytjenda á nýju plötunni eru lista- menn eins og Goldfrapp (nýtt mix af laginu „Utopia"), Thomas Newman, Lamb, Mark de Clive-Lowe (DJ Spinna mix), Afterlife og Dido sem er hér meö glænýtt lag. Café Del Mar-plöturnar eru hugsaöar fyrir afslöppun og áhyggjulaust hangs á ströndinni, Þetta er frekar hæggeng tónlist og alveg laus viö agressjónir. Platan passar þar af leiöandi vel fyrir þá sem eru aö leita sér aö þessari þægilegu stemningu en hentar aö sama skapi alls ekki þeim sem vilja láta öskra á sig eöa lemja sig i haus- inn. Café del Mar-serían var fyrsta Ibiza- chill-serían. Það var upphaflega plötu- snúöur kaffihússins, José Padilla, sem valdi iögin á hana og reyndi að endurskapa margrómaö andrúmsloft staðarins. í dag eru ótal seríur í þess- um stil, t.d. Real Ibiza (sem José sér um í dag) og Serve Chilled (sem Hed Kandi-útgáfan gefur út). Þar sem Café del Mar 7, sem kom út í fyrra, var mjög slöpp þá var ég eiginlega búinn að afskrifa fýrirbæriö en nýja plat- an kemur skemmtilega á óvart. Annars flokks tripTioppiö er á undanhaldi en í staðinn fáum við tæra og fallega tóna Goldfrapp og Aftérlife, píanófegurð Thomas Newman og rólegt fönk-grúv Mark de Clive-Lowe, Ben Onono og Dig- by Jones. trausti júlíusson.
\
Mushroom er átta manna djassfönk- Tónlist Mushroom sækir stíft í djass- Mushroom talar um aö geimrokk, Þessi kæruleysislegi stíll þeirra Mus-
“OXY MUSK X X X Flytjandi: Mushroom Platan: Foxy IVIiisio Útgefandi: Clearspot/12 tónar Lengd: 53:18 mín. rokk-hljómsveit frá San Francisco sem er búin að starfa í rúm fjögur ár. Þeir byrjuðu upphaflega aö spinna sækedelískt djassrokk með miklum 70's-áhrifum. Þetta er þeirra sjöunda plata en þeir hafa á ferlinum m.a. unn- ið meö listamönnum á borö við Kevin Ayers, Bundy K. Brown (Tortoise) og Faust. fönk og fönkrokk áttunda áratugarins en aö auki blanda þeir eftir hendinni inn í tónlistina því sem til fellur, hvort sem það eru sömpl aö hætti hip-hopp- ara, indverskur sítar eöa sýra. Mus- hroom á ýmislegt sameiginlegt með fönksveitinni Jagúar en er samt miklu kæruleysislegri í stílnum og lausari í bítinu. sýrudjass, krautrokk og djassfönk hafi veitt þeim félögum innblástur. Eins og áöur segir hafa þeir unniö með fullt af flottu liöi, t.d. Daevid Allen úr Gong, Kevin Ayers úr Soft Machine, Hans Joachim Irmler úr Faust, Allison Faith Levy úr Loud Family, Kyle Statham úr Fuck og Anne og Nathalie úr belgísku hljómsveitinni Moxie. hroom-félaga fer í taugarnar á sumum en ég kann ágætlega við hann. Þetta er tónlist sem tekur sig ekki of alvarlega. Mushroom er ekki aö svitna við aö ná fullkomnun, er meira í skemmtilegum til- visunum og leikaraskap. Platan er öll instrúmental, nema titillagiö sem Alison Faith Levy syngur eins og decadent pönk-djass-drottning. trausti júlíusson.
f, i. óÆÉM
17. ágúst 2001